Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 15
Ólafur Sveinsson skrifar - hver verður krossfestur? gamalmennum sem virðast líkleg til að stífla þá, finnst mér ég staddur í neðanjarðarlestarstöð á annatíma. Horfi ég hinsvegar inn breiðan ganginn, á rengluleg tré, fólksmergðina, og ljósaskilti búðanna beggja vegna, finnst mér ég staddur á torgi við aðal- verslunargötu suðrænnar stór- borgar, sem iðar öll af háværu lífi. I>að vantar dágott stykki í gólfið á annarri hæð og horfi ég uppí þakið sem hvelfist eins og panelpíramídi yfir gosbrunnin- um, mergð glertopp þar sem sólin skín inn og hlusta á hvernig marmarinn magnar öll hljóð um helming, finnst mér ég staddur í kaþólskri dómkirkju, sem víxlar- ar og kaupahéðanar hafa lagt undir sig. Heillaður af tign og fjölbreytni þessa hátimbraða húss og hálfærður af hávaðanum, ákveð ég að drífa mig strax í dúddið og drekka því til, úr því það gleymdist að bjóða mér í vígsluna. VII Það er bannað að taka töskur og poka í dúddið. Sennilega til að koma í veg fyrir að fólk slæmi þeim í flöskurnar, því flöskur eru jú brothættar og íslendingar upp til hópa spastískir með víni. Þau eru í það minnsta ófá, glösin sem maður hefur fengið yfir sig á skemmtistöðum borgarinnar. En skrítið finnst mér nú samt að sjá fólkið sem er að versla þar inni, halda á innkaupakörfum. Ég rek augum í spjald við innganginn. Á því stendur að búðina vakti bæði sjónvarpsmyndavélar og verðir. Þungu fargi er af mér létt. Fátt er hvimleiðara en að íhuga gleði- gjafa helgarinnar umkringdur aílskyns fyllibyttum og öðrum undirmálslýð eins og í gömlu ríkj- unum. Þegar maður kemst loks að, er maður yfirleitt búinn að gleyma hvað maður ætlaði að kaupa. Hingað þorir lýðurinn ekki. Hér er sjálfsafgreiðsla. Hér eru verðir. Þeir eru þrír, verðirnir sem fylgjast með mér, bara einn með hinum. Þeir gruna mig þó andskotakornið ekki um græsku? Halda kannski að ég sé af síðustu sort, fyllibytta á strætó? Ég læt eins og ekkert sé, tek bíllyklana upp úr jakkavasanum og læt þá dingla kæruleysislega, meðan ég geng að viskíinu og tek þar einn fleyg. Fer síðan í tveggja manna röð hjá einum kassanum og læt dúdda pelann, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á hvítum vegg, aftan við af- greiðsluborðin, er ákaflega þörf áminning í listrænum búningi sem viðskiptavinirnir ganga hjá um leið og þeir fara út. Fjögur andlit, brennd í leir, í laginu eins og flöskubotnar, sýna mismun- andi áhrif göróttra drykkja. Tveir flöskubotnanna eru syngjandi sælir og glaðir. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Létt- vínsandlit í gulum lit. Hin tvö eru blá, brennivínsandlit. Annar flöskubotninn fellir höfug tár, meðan hinn skandalíserar í sót- svörtu blakkáti og sá flöskubotn flýgur á asnaeyrum. Á milli and- litanna eru svo lítil vínflöskulíki úr upphleyptum leir. Einfalt. Sterkt. Það ætti skilyrðislaust að kanna hvort Villeroy og Boch eða einhver annar flísaframleið- andi vildi ekki fjöldaframleiða þessa þörfu áminningu fyrir ís- lenskan markað. Svo mætti hugsa sér að betri veitingahús keyptu gulu andlitin, almennir skemmti- staðir væru skyldaðir til að kaupa alla rununa, en bláu andlitin tæki SÁÁ í umboðssölu. Ég er enn að hugsa um þessi áhrifamiklu flöskuandlit, þegar ég geng á ný út í hina víðu veröld Kringlunnar og afmeyja pelann svolítið ber á. VIII Hér getur sá sem peninga á fengið allt sem hugur hans girn- ist, nema bíla og konur, en þær fást nú ókeypis hvort sem er, svo það er allt í lagi. Hér eru kven- karlafatatískutöskuskósauma- græj usportplötubókakortaúra- gullmyndabrennivinsheilsubúð- ir. Apótek, fatahreinsun, hár- greiðslustofa, snyrtivöru-, matvöru-, byggingavöru- og raft- ækjaverslanir. Hér er ísbúð, bakarí og kaffihús, skyndibita-, grill-, pizzu-, veitinga- og skemmtistaðir. Hér er banki og hér er Fjárfestingafélagið, merkt money center. Enginn afdala- háttur á þeim bænum. Hér er séð fyrir líkamlegum og andlegum þörfum viðskiptavinanna. Hér er allt sem nöfnum tjáir að nefna og þar að auki Hagkaup. Heillaður af stórbrotinni feg- urð hússins, í vímu yfir öllu úrva- linu, hreifur af víninu, gráti nær yfir því að allt sem er smart skuli vera svona djöfulli dýrt og ég skítblankur, vafra ég búð úr búð í andlegum rúsi. Hér er hugsað fyrir öllu. ísinn hafður helmingi dýrari og minni um sig en annars- staðar, svo fólk fitni ekki um of. Hávaði sem marmarinn magnar upp og hraðinn á öllu, sér til þess að fólk verði hæfilega þreytt og örlítið ruglað og tefji ekki af- greiðslufólkið með því að spekúl- era í því sem það er að kaupa. Loftið hreint og svalt svo það gangi sér búð úr búð til heilsubót- ar og hita. Og stemmningin sem ríkir hér í Kringlunni á þessum föstudagaseftirmiðdegi, er svip- uð þeirri sem ríkti í kirkjuferðum á fyrri tímum. Fullorðna fólkið fór til kirkju til að hitta vini og kunningja og spyrja þá frétta og spá með þeim í tíðina og skepnu- höld og eftir messu, hvort prest- inum hefði mælst vel eða illa. Yngra fólkið spáði hvert í annað og þegar haldið var heim, voru allir örlítið vonbetri um að þeir færu á hinn sæla stað þegar vist- inni í þessum lífsins táradal lyki. Ég hef þegar hitt þrjá kunningja og spurt þá frétta og spáð með þeim í veðrið og verðið og vöru- úrvalið og allir luku upp einum munni um ágæti Kringlunnar. Unglingsstúlkur fara um húsið í flissandi hópum og gjóa augun- um á piltana, sem stara eldrauðir á þær á móti. Eini muntirinn er sá að hér er fólk þegar kom'ið í sæl- una og heldur heim í þeirri stað- föstu trú að næst þegar það kem- ur eigi það örlítið meiri pening. þessu sæluhúsi verslunar og við- skipta. VI Loksins, loksins. Ég er kominn í eitt af fordyrum Kringlunnar, sem liggja öll innaf bflastæðun- um, eins og gefur að skilja. Að- eins það að keyra inná tvflyft bfla- stæðið, sem er með stæðisverði á unglingsaldri og allt hvað eina, er ævintýri út af fyrir sig. Maður keyrir úr grámyglu hins íslenska hversdags, inní bandaríska bíó- mynd. Svo er það alfarið undir manni sjálfum og bflnum komið, hvort það er unglinga glæpó eða jet-setmynd. Aðeins eitt er víst. Þegar maður sest uppí bflinn á nýjan leik og keyrir burt, hefur maður klink í vasanum, en enga seðla. Á hægri hönd er marmara- veggur með ferhyrnt op og út um það selur Fortúna, sú æfaforna afturbatapíka, lukku og lottó- miða. Marmarasúlur á þá vinstri sem liggja þvert yfir húsið. Milli þeirra skothelt gler. Fyrir innan það slær hjarta Kringlunnar í takt við sláttinn á peningakassana í matvörudeild Hagkaupa. Ég geng á gljáfægðum marmaragólf- hellum og framundan er gos- brunnur, líka úr marmara. Þetta er nú meiri marmarinn. Skyldi arkítektinn fá allar sínar bestu hugmyndir í baði? Geri stuttan stans við upplýsingaborð sem stendur á einum fæti og er með þykka plötu sem hallar. Ágætis ræðupúlt ef settur væri listi neðan við glerið, sem ver kort af gólf- fleti Kringlunnar, eða nútíma- legurpredíkunarstóll. Skelfing er íslenska heitið á búðinni minni, Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins, hjárænulegt innanum öll þessi exótísku nöfn: Kentucky fried chicken, Hard rock café, California, Taxi, Kvikk, Cent- rum, Hanz, Menuet, Pe di, Pfaff o.s.frv. Svona kotungsháttur sel- ur einfaldlega ekki. En ríkið lætur almennar viðskiptavenjur lönd og leið í krafti einokunar sinnar. Gosbrunnurinn er eins og vin í marmaraeyðimörk framan við Hagkaup með pottapálma allt um kring. Hjá honum sofa úr- vinda gamalmenni og passa að smábörn, sem reyna að veiða smápeninga upp úr þessari lífsins lind, fari sér ekki að voða. Ég tylli mér og hugsa hátt til að yfirgnæfa dyninn í þessum óskabrunni auðs og velsældar, sem minnir bæði á Fontana di Trevi í Róm og pen- ingagjána á Þingvöllum, þó lík- astur sé hann gosbrunninum í Eden í Hveragerði. Horfi ég á rúllustigana, sem liggja með dá- góða slatta af fólki upp á aðra hæð og hvernig einkennisklæddir verðir bægja burt börnum og Og aftur eru það Hagkaup. í þetta sinn almenna deildin á ann- arri hæð, sem er ofan við mat- vörudeildina á þeirri fyrstu. Gild- ur maður í einkennisbúningi stendur heiðursvörð milli út- göngudyranna, með krosslagðar hendur á brjósti og labb-rabbtæki í beltisstað. Hann horfir hauk- fránum augum á þá viðskiptavini sem ganga út, albúinn að fara um þá mjúkum höndum og minna þá elskulega á að borga, ef þeir slys- uðust til að gleyma því. Lengra verður ekki komist hér í Kring- lunni. Rúmlega tveggja tíma pí- lagrímsferð um þetta helga vé er hartnær lokið og bara lögg á pel- anum. Ég halla mér kúguppgefinn framá handriðið sem umlykur opið á gólfinu undir panelpíra- mítanum og sný baki í Hagkaup og vörðinn. Sennilega er það pel- inn, en einhverra hluta vegna finnst mér ég staddur í réttum þegar ég lít inn breiðan og langan ganginn andspænis mér, sem búðirnar hér á annarri hæð liggja út frá. Hann er eins og almenn- ingur sem fólkið æðir um og af því erfitt er að greina einstakar radd- ir, hvað þá orð eða setningar, verður allt þess tal að einum jarmi og búðirnar veggja vegna dilkar sem kaupmennirnir draga það í. En þegar mér verður litið upp, sé ég hve óheppileg þessi samlíking er, því það er greinilegt að arkitektinn hefur haft hið göfuga hlutverk Kringlunnar í huga þegar hann hannaði innan- hússkipun hennar. Það þarf ekki annað en kippa almenningnum, gólfinu hér á annarri hæð burt, til að hið sanna eðli hennar komi í ljós. Kringlan er eins og kirkja að innan. Kirkjuskipið er andspænis mér og útfrá því ganga flestallar búðirnar, aðrar en Hagkaup. Panelpíramtinn afmarkar kórinn og undir honum er gosbrunnur- inn, lífsins lind, eins og altari. Og innst í kórnum, helgasta hluta kirkjunnar, eru að sjálfsögðu Hagkaup. Og nú skil ég að marm- arinn og upplýsingaborðin hafa ekki aðeins fagurfræðilegt gildi, heldur og táknrænt. En það vant- ar tiifinnanlega altaristöflu eða eitthvert annað helgitákn framan við Hagkaup. Eitthvert lifandi tákn. Eitthvað sem fólkið skilur og hefur sjálft átt þátt í að skapa. Kannski kemur það síðar. Kann- ski einhver verði krossfestur? Einhver sem er nátengdur Hag- kaupum og Kringlunni allt frá byrjun? Hver veit. Er ekki tvö- þúsund ára hefð fyrir því að lýð- urinn krossfesti sína mestu og bestu vini og velgjörðarmenn og dauðsjái svo eftir öllu saman? Dolfallinn yfir þessari upp- götvun minni fer ég og sest hjá gamla fólkinu við gosbrunninn og ákveð að fórna arkitektinum síð- ustu lögginni. Hans skál! Ég er varla búinn að taka pelann af vörunum, þegar tveir fflefldir verðir ganga að mér, taka undir sitthvorn handlegginn og segja að Kringlan sé ekki staður fyrir svona lýð eða eitthvað í þá áttina og bæta því við hvort ekki sé nóg pláss heima hjá mér eða í gamla miðbænum fyrir svona lagað, um leið og þeir leiða mig út. Hvort ég fari aftur í Kringluna? Jú, það er víst alveg áreiðanlegt, þó svona slysalega hafi tekist til í þetta skiptið. Ég fer strax og ég fæ aftur lánaðan bfl og er búinn að safna nógu miklum pening. Olafur Sveinsson íunnudagur 20. september 1987 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.