Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 19
...Af plasti Rick Ocasek og félagar keyra betur en nokkru sinni. í upp- hafi Bara að hann rigni. Eða blási. Eða snjói. Eða frysti. Úti var logn og blíða. Hugsanir um illviðri komandi vetrar eyðilögðu alger- lega áhrif sólar og syngjandi fugla á grein, hyldýpis svartnætti íslenskrar janúarveðráttu heltók hvert minnsta skúmaskot hug- ans. Ófærð. Slydda. Snjór. Rign- ing. Rok. Brotnir fætur á hálli gangstétt. Saltétnir sílsalistar og bretti. Skyggni ekkert. Sænskar bíómyndir í sjónvarpinu til að ýta manni enn lengra niður í myrkur örvæntingarinnar. Veturinn er að koma. Og ekkert á mínu valdi, sem fær hindrað það. Snjóbolti í hnakkann. Ég ætla að vera inni í allan vetur. Af hverju er ég ekki skógarbjörn? Þá mætti ég sofa veturlangt. Eða fugl á Hawaii? Þá væri ég laus við veturinn yfirleitt. Keðjur undir bílinn. Einhvern tíma kom fram sú hugmynd að ýta Is- landi örlítið suður á bóginn. Og hvað gerir Alþingi í því? Ekkert. Enn hefur enginn pólitíkus haft kjark og þor til að leggja fram til- lögu um þetta. Auðvitað væri það dýrt. Og einhverjir mótmæla sjálfsagt. En hvað um það? Bíll- inn fer ekki í gang á morgnana. Kannski maður flytji bara til Kúbu. Eða Kanarí. Þar er meira að segja bjór líka. Sólskin og bjór. Hvað þarf maður meira. Bíllinn fer ekki í gang í hádeginu, Ekki veit ég hver stóð fyrir því að hafa svona leiðinlega vetur á íslandi. Og þaðan af síður veit ég hvers vegna. Sumarið er svo ágætt. Það rignir stundum svolítið, en það er bara betra - fyrir blómin meina ég. Af hverju höfum við bara ekki alltaf sumar? Er ekki hægt að skylda veðurstofuna til að sjá um það? Bíllinn fer ekki í gang á kvöldin. En jólin verða nú kannski hvít. Og þegar maður er átta ára er alveg robboslega gaman að gera snjókarl. Og snjó- hús. Og fara í snjókast. Og renna sér á sleða. Líka þegar maður er fimm ára. Og 12 ára. Fullorðið fólk fer jafnvel á skíði. Ég hef j reyndar aldrei skilið af hverju fólk er að rembast við að komast lengst upp í fjall, bíða jafnvel klúkkustundum saman við lyft- urnar, til þess eins að renna sér niður aftur og helst beinbrjóta sig eða aðraíleiðinni. En það er nátt- úrlega ákveðinn sjarmi yfir gifs- inu. Veturinn er að koma. Kannski ég fái mér bara annan bíl. Og þó ... TheCars: Doorto Door. Mennirnir breytast og músíkin með. Á þessari nýju plötu öku- þóranna í The Cars eru ellefu lög Og ekkert þeirra eins ... sem er ekki jafn sjálfsagður hlutur og mönnum kann að virðast, á dögum færibandafroðupopps- framleiðslunnar. Þessi ellefu lög eru yfirleitt býsna góð til síns brúks. Sem er skemmtun. Þau eru varla brúkleg til annars, enda ekki til annars stofnað á þessum bæ í þetta sinn. Og hvflík skemmtun! Þéttur gítarinn rífur í hlustirnar í lögum eins og Leave or stay, Double Trouble, Strap me in og, síðast en ekki síst, í titiliaginu Door to Door. Annars staðar kitlar hann mann góðlát- lega, s.s. í laginu Everything you say. Þá er áslátturinn ekki síðri og í fullkomnu samræmi við það sem gerist á strengjaslóðum gítar- manna. Tónlistin hefur breyst nokkuð frá síðustu plötu, svona eins og ekki of mikið og ekki of lítið, eða þar um bil. Takturinn hefur þyngst örlítið í kraftmeiri lögunum, gítarinn farinn að spila enn stærra hlutverk en áður var og áhrif annarra hljóðfæra minnkað að sama skapi. Úr því verður alveg einstaklega gott og orkuríkt rokk, ákaflega vel til þess fallið að vekja menn á sjö- unda tímanum (eða sjöunda glas- inu). Ef satt skal segja finnst mér lögin Leave or Stay og Door to Door bestu rokkararnir sem komið hafa Rics Ocaseks til þessa. Ballöðurnar hafa hins veg- ar oft verið betri. Hljómborðin ráða ferðinni í flestum lögum í hægari kantinum á þessari plötu. Ekki veit ég af hverju það stafar, hvort Ocasek hafi fundist það eiga best við (sem er líklegasta skýringin - og þá byggð á mis- skilningi að mati þess alvitra poppspekings sem hér heldur um ritvél) eða hvort hann hafi hrein- lega ekki lagt í að hafa gítarinn í jafn stóru hlutverki í þessum lögum þar sem það krefst óneitanlega mikillar lipurðar og næmni þess er á heldur. Það þykir mér þó ótrúlegt þegar tekið er mið af fyrri verkum Ocaseks. En þó engin þeirra nái að skáka Dri- ve hvað tilfinningu og hunangsfe- gurð varðar, er ekki þar með sagt að þær séu lélegar, ballöðurnar á Door to Door. Eins og áður segir er þessi plata fyrst og fremst ætluð sem skemmtiskífa - eða það sýnist mér sem sagt (og þá hlýtur það auðvitað að vera rétt ...?) en þó er að finna á henni texta, sem snúast um annað og meira en stelpur og strönd, ást og eftirsjá. Double Trouble fjallar þannig um eiturlyfjavandamálið og Door to Door er ein allsherjar ádeilda á ameríska drauminn sýnist mér. Þetta er í heildina hinn mesti stólpagripur, hvort sem menn ætla að nota fyrirbærið til aðstoð- ar við fótamennt sína eða bara sitja í rólegheitunum og hlusta. Ég mæli með bíltúr ... í dag verður ekkert fjallað um Pet Shop Boys. REYKJHIÍKURBORG ||| jIoumvi Stíkúvi Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðu- manns í ieiksk. Árborg við Hlaðbæ Fóstrur óskast til starfa á dagh. Efrihlíð við Stiga- hlíð. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur á skrifst. Dag- vista barna í síma 27277. REYKJKtfÍKURBORG |f| Jlauá€Vi Stödíci Staða bókavarðar við Borgarbókasafn Reykja- víkur er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. september. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Borgarbóka- safns í síma 27155. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. REYKJMIÍKURBORG Aau&cvi Stadu/i Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða: 1. Ritara við Fjölskyldudeild, Vonarstræti 4. Bæði heilsdagsstarf og tvö hálfsdags koma til greina. 2. Hálfsdagsstarf ritara og hálfsdagsstarf gjald- kera við hverfaskrifstofu Fjölskyldudeildar í Mjóddinni. Eitt heilsdagsstarf kemurtil greina. 3. Sendil við aðalskrifstofu, Vonarstræti 4. Þetta er heilsdagsstarf og auk sendilstarfa fylgja þessari stöðu ýmis almenn skrifstofustörf. Upplýsingar eru gefnar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. III REYKJKJÍKURBORG IRl MT JÍauda* Stikáa Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Starfsfólk óskast í eftirtalin störf: Starfsstúlkur í eldhús 100% störf. Á hjúkrunardeild við aðhlynningu í 100% störf og hlutastörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 f.h. virka daga. REYKJMIÍKURBORG Aau&an Stikáci Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir: Lausar stöður félagsráðgjafa á hverfaskrifstofum fjölskyldudeildar í Vonarstræti 4 og Síðumúla 34. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 2. október. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðubiöðum sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.