Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 7
Hrafn Jökulsson skrifar Rannsóknir á Norðurlöndum benda til að tíunda hver stúlka verði fyrir sifjaspelli. Afleiðingarnar vara fyrir lífstíð. Brotamennirnir sjaldan finnanlegir á sakaskrám og yfirlœtt mœtir borgarar. Ekkert hefur verið aðhafst af hinu opinbera hér á landi. Engin sérhœfð meðferð ertil fyrir þau börn sem verða fyrir sifjaspelli Sifjaspell og kynferðisleg mis- notkun barna hefur mjög verið til umræðu upp ásíðkastið; ekki síst vegna þess hvernig sumir fjölmiðlar tóku á Svefn- eyjamálinu svokallaða. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á þessu fyrirbæri og engin sérhæfð meðferð eða þjónusta er heldur til fyrir þau börn sem misnotuð eru kyn- ferðislega. Ef marka má erlendar rannsóknir er þörfin brýn því allt að fjórð'a hvert barn verður ein- hverntíma fyrir áreitni og nýlegar tölur frá Norðurlöndum herma að tíunda hver stúlka verði fyrir sifjaspelli. Nokkurs misskilnings hefur stundum gætt á því hvað sifjaspell er. Það er ýmist skilgreint laga- lega, læknisfræðilega eða siðf- ræðilega. í þessari grein er gengið út frá að sá sem í hlut á sé foreldri, systkini, afi, föður- eða móður- systkini eða hver sá sem gegnir einhverri af þessum stöðum innan fjölskyldunnar, t.d. stjúp- foreldrar eða einstaklingur með tímabundið forræði yfir barni. Undir sifjaspell flokkast allt frá þukli til kynmaka. í 95% tilvika er talið að stúlkur verði fyrir sifjaspellum og ofbeld- ismaðurinn er í 97% tilvika karl- maður. Vinnuhópur gegn sifjaspelli sem settur var á laggirnar hér- lendis á síðasta ári var með opinn síma sjö kvöld, tvo tíma í senn í desember sl. Alls hringdu 27 kon- ur - enginn karl. Þessar konur voru á aldrinum 16-70 ára og í öllum tilfellum var brotamaður- inn karl. Sifjaspellin hófust þegar stúlk- urnar voru á aldrinum 6-12 ára og stóðu að meðaltali yfir í 4,6 ár. Tengsl þeirra við þessa karla voru sem hér segir: - Feður 37% eða í 10 tilvikum. - Stjúpar 7,4% eða í 2 tilvikum. - Afar 11,1% eða í 3 tilvikum. - Bræður, frændur, eða menn tengdir fjölskyldu 14,8% hver hópur um sig. 37% kvennanna höfðu orðið fyrir árás fleiri en eins aðila í fjöl- skyldunni og 18,5% þeirra vissu um önnur stúlkubörn í fjölskyld- unni sem orðið höfðu fyrir sömu reynslu. Vert er að undirstrika að þetta er eina íslenska könnunin sem gerð hefur verið, en þótt úrtakið sé ekki stórt samsvara niður- stöðurnar erlendum rannsóknum að flestu leyti. Hverjir fremja sifjaspell? Öllum athugunum ber saman um það að þeir sem fremja sifja- spell eru yfirleitt hinir mætustu borgarar og sjaldan finnanlegir á sakaskrám. Þeir koma úr alla vega fjölskyldum og félagslegur bakgrunnur þeirra er breiður. Það er því engar sérstakar að- stæður sem ýta undir sifjaspell hjá einum hópi umfram annan. Þá er það og einkar athyglisvert að brotamennirnir eru nánast aldrei geðveikir sem kemur heim og saman við að þeir rækja oftast skyldur sínar gagnvart þjóðfé- laginu af stakri trúmennsku. Femínistar halda því fram að sifjaspell sé sprottið af kúgun karla og verði ekki upprætt fyrr en jafnrétti kynjanna næst. Freud gamli rannsakaði sifja- spell nokkuð á sínum tíma og hélt því fram að hystería - samnefnari fyrir taugaveiklun hjá konum um þær mundir - væri sprottin af kynferðislegu áfalli í bernsku. Þessi skoðun Freuds vakti litla lukku og hann sneri snimmendis við blaðinu og túlkaði frásagnir kvensjúklinga sinna sem skrök- sögur; óskhyggjuna um ástar- samband við foreldra af gagns- tæðu kyni - Ödipusarduldin fræga... Síðari kenningum Freuds hef- ur nú verið hnekkt algerlega og liggja að baki ótal rannsóknir og athuganir. Afleiðingar sifjaspells Athuganir á börnum strax eftir að kynferðisofbeldi kemst upp eru nokkrar til. Ein þeirra var gerð á 250 börnum í New Y ork og leiddi hún í ljós að verst urðu börnin úti þegar ofbeldismaður- inn var faðir eða náið skyld- menni. Einkennin sem börnin sýndu voru m.a. sakbitni, lélegt sjálfsmat, kvíði, tortryggni, námserfiðleikar, minnimáttar- kennd og árásargirni. Þær konur sem Sunnudags- blaðið talaði við tóku undir þess- ar niðurstöður, en undirstrikuðu að einkennin hyrfu ekki með ár- unum. Þannig leiðast fórnarlömb sifjaspells oft út í tímabundna drykkju síðar á ævinni, fá þung- lyndisköst, hjónabandið er nær undantekningalaust dæmt til að mistakast, kynlífið er lélegt og sjálfstraust lítið. Barn sem verður fyrir sifjaspelli hefur þannig hlotið lífstíðardóm. Það er fórn- arlambið sem ber sektina - of- beldismennirnir sýna sjaldan nein merki iðrunar. Fjölskyldur sundrast Sifjaspellsmál eru afar við- kvæm og oftast sundrast fjöl- skyldan þegar upp um þau kemst. Tengsl barnsins við móður sína bíða líka mikinn hnekki vegna þess að því finnst að hún hafi brugðist sér. Ef fjölskyldan leysist síðan upp tekur barnið á sig ábyrgðina. Erlendis hefur það sýnt sig að yfirleitt hefur það lítið upp á sig að dæma brotamanninn í fang- elsi. Þegar hann losnar tekur hann aftur upp fyrri iðju og gildir þá einu hvort hann stofnar til nýrrar fjölskyldu. Hér á landi er engin meðferð fyrir hendi fyrir þessa menn en víða annars staðar hefur það verið reynt, oft með góðum árangri. -hj. troi" GjoF. V\eg Atakanlegar játm ******** *^rn" TlU börouí címgvari ffl ba IWS; tlru W. . kynfeiw-ö®*®1 we»tt frettinm . u.pdnum á stofnfundi baráttusamtaka gegn kyníe Dgenldur tyT' góður, Jiann er hættur þ1 íer ir að nauðga ungu barni Sunnudagur 20. saptember 1987 pJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.