Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 17
Ásta grasalœknir líf hennar og lækningar og dulræn reynsla er heiti á bók sem Atli Magnússon, blaðamaður hefur tekið saman. í bókinni segja 13 einstak- lingar frá reynslu sinni af lækningum Ástu og að sögn forlagsins - Arnar og Örlygs - er þar á ferðinni fólk sem enginn þarf að gruna um hindurvitni BÓKASiÐAN Samúel Beckett Tungu- málið ofið úr þögninni Árni Ibsen þýðir Samúel Beckett Ámi Ibsen. Guðmundur Daníelsson lætur ekki deigan síga þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur. I haust kemur út hjá Menningarsjóði ný skáldsaga eftir Guðmund sem heita mun Vatnið. „Andi Samúels Becketts hef- ur svifið yfir vötnum mínum síðasta árið. Stundum hefur mér jafnvel fundist að gamli maðurinn sæti á rúmstokkn- um hjá mér!“ segir Árni Ibsen sem undanfarið ár hefur þýtt verk írska skáldsins og Nóbel- sverðlaunahafans af miklum móð. Og bráðlega koma þýð- ingar Arna út í hnausþykkri bók hjá Svart á hvítu: sjö leikrit, sex sögur og 14 Ijóð verða þar samankomin. Kunningsskapur þeirra Samú- els og Áma er ekki nýr af nálinni. Margir minnast Becketts-kvölda sem Stúdentaleikhúsið var með fyrir nokkrum árum, og hlaut sú sýning raunar menningarverð- laun DV. Árni var leikstjóri þess- arar sýningar og hann þýddi þau verk sem þar voru flutt. „Það er landlægur misskilning- ur að Beckett sé absúrd höfund- ur,“ segir Árni um skjólstæðing sinn. „Eða kannski er það bara misskilningur á því hvað er absúrd. Ef það er á annað borð nauðsynlegt að draga hann í dilk Jacques Prevert var eitt helsta skáld Frakka á þessari öld. Sigurður Pálsson hefur nú þýtt Ljóð og söngva Preverts sem koma út hjá Máli og menningu. Þórbergur Þórðarson hefur ekki enn sagt sitt síðasta prent- að orð. Mitt rómantíska æði er nafn á þók sem Mál og menning gefur út og er eins konar framhald Ljóra sálar minnar frá því í fyrra. í nýju bókinni er m.a. bréf Þórbergs til Vilmundar Jónssonar landlæknis. Svava Jakobsdóttir sendir frá sér skáldsögu í haust eins og flestum er kunnugt. En það er einnig væntanlegt smásagnasafn sem inniheldur 22 sögur úr bókunum Tólk konur og Veisla undir grjótvegg sem út komu árin 1965 og 1967. Vaka-Helgafell gefur Smásögur Svövu út. Jean M. Auel kom til íslands um daginn oa hélt fyrirlestur um skáldsagnagerð.Tfyrra gaf Vaka-Helgafell út Þjóð bjarnarins mikla eftir Auel, fyrstu bókina í mikl- um bálki frá árdögum mannkynsins. önnur bók kemur innan tíðar, sú heitir Dalur hestanna og er íslenskuð af þeim Ásgeiri Ingólfssyni og Bjarna Gunnarssyni. Mál og menning, Stórbók íslenskra skáldkvenna Auður Soffía Birgisdóttir: Nauðsynlegf að halda þessum verkum til haga til að skilja „Við getum ekki skilið bók- menntasöguna í samhengi fyrr en við metum hlut kvenn- anna að verðleikum. Ég hugsa þetta verk sem sýnis- bók frá upphafi sagnagerðar og fram undir 1960,“ sagði Auður Birgisdóttir enhún hefurumsjón með Stórbók með skáldverkum íslenskra kvenna sem út kemur hjá Máli og menningu á næstunni. Stórbókin verður upp á þúsund sfður og hefur að geyma verk eftir 23 höfunda. Þar af eru sex heilar skáldsögur: Systurnar frá Græna- dal eftir Maríu Jóhannsdóttur sem út kom árið 1908; Gesti eftir Kristínu Sigfúsdóttur gefin út 1925; Huldir harmar eftir Henrí- ettufrá Flatey útgefin 1929; Arfur eftir Ragnheiði Jónsdóttur útgef- in 1941; Eitt er það land eftir Halldór B. Björnsson útgefin bókmenntasöguna Hallóra B. Björnsson. Skáldsaga eftir hana er í Stórbókinni. 1955 og Frostnótt í maí eftir Pór- unni Elfu. Þá eru og í bókinni fjölmargar smásögur og ágrip af kvennabók- menntasögu eftir Auði Soffíu. - En var um auðugan garð að gresja við val í bókina? „Það var verulega erfitt að velja því höfundarnir voru margir góðir. Ástæður þess að kvenna- bókmenntir hafa að miklu leyti orðið utanveltu eru sjálfsagt margar og ég reyni að velta þeirri spurningu fyrir mér í eftirmála. Félagslegar og efnahagslegar að- stæður eiga áreiðanlega sinn þátt í því að þessi verk hafa meira og minna gleymst.“ - Eiga þessi verk erindi enn í dag? „Allir listrænir textar eru óháðir tíma og svo er um þessi verk. Og eins og ég sagði er nauðsynlegt að halda þessum verkum til haga til að skilja bók- menntasöguna." Stórbókin væntanlega nær til ársins 1960 og á næsta ári kemur annað bindi út sem spannar tíma- bilið frá 1960-1985. - M- Bókaútgáfan Tákn: /Ettemisstapi og 18 vermenn Ný bók eftir Þorste'in frá Hamri vœntanleg „Ég hef kosið að kalla þetta þáttasamfellur, enda saman- sett í bland úr þjóðsögum, skáldskap og staðreyndum," sagði Þorsteinn frá Hamri um bók sína Ætternisstapi og átj- án vermenn sem væntanleg erfrá Bókaútgáfunni Tákni á næstunni. í bókinni verða 19 þættir sem flestir eiga rót sína að rekja til útvarpsþátta sem Þorsteinn hefur annast. „Þeir eru frá öllum tím- um,“ sagði Þorsteinn, „minn hlutur liggur eiginlega mest í því að ritstýra. Kveikjan að einum þætti gat verið þjóðsaga eða ljóð og síðan fléttaði ég þv£ saman við mínar hugleiðingar“. Þorsteinn frá Hamri. Sunnudagur 20. aeptwnber 1987 .ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Umsjón Hrafn Jðkulsson Samúel Beckett. þá segi ég að hann sé existensíal- isti. Menn geta bara treyst á sjálf- an sig og engan annan. Maðurinn er einn og Beckett stillir honum upp á ystu nöf. Á sama hátt er tungumálið eins og ofið úr þögn- inni. Persónur hans kjafta sig áfram og tilvist þeirra byggir á því að þær mega alls ekki þagna. Þá hætta þær að vera til.“ - Er miklum vandkvœðum bundið að íslenska verk Becketts? „Það eru ótal gildrur í textan- um sem auðvelt er að falla um. Ég nýt þess að hafa lesið Beckett' mjög mikið og get því séð verk hans í sæmilegu samhengi. Það eru til dæmis óteljandi samsvar- anir og tilvísanir milli verka hans og listinn yfir þá höfunda sem hann notfærir sér er upp á þrjár til fjórar síður. Núorðið er búið að rannsaka texta hans af fræði- mönnum og það hjálpaði mér mikið.“ - hj. Bókaútgófan Keilir, Ný skáldsaga eftir Jón Dan 1919 - árið effir spönsku veikina Nýttforlag „Bókaútgáfan Keilir“ sendir í haust frá sér skáldsögu eftir Jón Dan: „1919- árið eftir spönsku veikina" Eftir að spánska veikin geisaði hér á landi í nóvember og des- ember 1918 átti margur um sárt að binda. Enn er uppi fólk sem man hana og enn eru margir á lífi sem þá misstu foreldri sitt, annað eða bæði. Talið er að í Reykjavík einni hafi tíu þúsund manns feng- ið veikina. Segja má að sagan „1919- árið eftir spönsku veikina“ byrji um þær mundir sem pestin fjarar út. Miðaldra kona ræður sig á heimili suður með sjó þar sem plágan hefur tekið sinn toll. Heimilis- fólkið er ekkill og sex strákar. Ráðskonan bindur sig aðeins til eins árs, sem að vísu teygist dá- lítið úr, en hún hefur ekki lengi dvalist á bænum þegar hún skynjar að ekki er allt sem sýnist. „1919 - árið eftir spönsku veikina“ er skáldsaga sem byggir á raunverulegum atburðum. (F réttatilky nning)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.