Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 23
Morgunblaðs dellingar Heimdellingar héldu aðal- fund sinn síðasta laugardag og bar þar hæst formanna- skipti. Sá frægi bróðir Árna Sigfússonar, nýkjörinn for- maður SUS, Þór Sigfússon vék fyrir Ólafi nokkrum Step- hensen. Ólafur er sonur séra Þóris Dómkirkjuprests, sem auglýsti í sjónvarpinu fyrir síð- ustu kosningar að hann kysi Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur ætti þannig að hafa faktúru bæði frá Guði og mönnum í nýja embættið. Ólafur útskrif- aðist úr MR í vor og var síðan, eins og lög gera ráð fyrir, ráð- inn blaðamaður á Morgun- blaðið. Og ritstjórn Morgunblaðs- ins á sem betur fer fleiri full- trúa í stjórn Heimdalls. Þar er líka Andrés Magnússon, en hann skrifar um popp og áhugamál fræga fólksins. Andrés er sonur Magnúsar Þórðarsonar - NATO- Manga - og á þannig líka stutt að sækja stórasannleikann. Móðir Andrésar hefur líka lengi verið viðloðandi Mogga, Áslaug Ragnars, skáldsagn- ahöfundurinn góðkunni. Og það er ekki allt búið enn. Steingrímur Sigurgeirsson er enn einn ungliðinn úr Aðal- strætinu sem kosinn var í stjórn Heimdellinga - en að auki eru ýmsir í henni sem skrifað hafa í Moggann um lengri eða skemmri tíma. Þess skal að lokum getið að nýi formaðurinn fékk viðtal við sig í Morgunblaðið í gær þar sem hann reifar helstu áhug- amál sín á sviði stjórnmála. Ekki kom fram hvort það var Andrés eða Steingrímur sem tók viðtalið - nema það hafi verið Ólafur sjálfur? ■ Soldið skert Á fimmtudagskvöldið fór af stað nýi lausbeislaði frétta- þátturinn hjá Stöð tvö og þykir ágæt nýbreytni þótt fyrsti þátt- urinn væri svolítið klaufa- legur. Fyrirmyndin er auðvit- að bandarísk, en þar heitir vinsæll þáttur í einu sjónvarp- anna 20.20, og hefst tuttugu mínútur yfir átta. Það var ekki hægt að herma eftir hér útaf Sjónvarpinu, og tóku Stöðvar- menn það til bragðs að skýra sinn þátt 19.19 í staðinn og hefja hann nítján mínútur yfir sjö. Sem er ágætt, nema að í ensku hefur tvöfalt 20 ákveðnatilvísun. íenskumæl- ándi löndum er notuð sú að- ferð við að mæla sjón manna að láta þá greina stafi úr tutt- ugu feta fjarlægð, og óskert sjón og fullkomin er þess vegna kölluð 20-20, „twenty- twenty", sem síðan yfirfærist, þannig að 20.20 þýöir líka skarpskyqqni, skýrleiki. 19.19 hinsvegar...B ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Forval Fjármálaráðuneytiö f.h. Fasteigna ríkissjóðs hyggst reisa viðbyggingu við norðurenda húss- ins Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Viðbyggingin verður tvær hæðir, hvor um 260 fm. Áætlaður verktími við jarðvinnu og uppsteypu er 15. október 1987 til 6. mars 1988. Verktakar, sem áhuga hafa, eru vinsamlga beðn- ir að sækja forvaisgögn (umsóknareyðublað) til Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík og skila þangað útfylltu, sama dag, mánudaginn 21. sept. 1987. Útboðsgögn verða afhent mest 6 verktökum (lok- að útboð) hinn 25. september 1987. REYKJMJÍKURBORG Acuc&a/i S&xúcn Þroskaþjálfa eða annað uppeldislega menntað starfsfólk óskast tið stuðnings börnum með sér- þarfir á leikskóladeild í Fálkaborg. Upplýsingargefa forstöðumenn og Málfríður Lor- ange sálfræðingur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. Tilsjónarmenn Félágsmálastofnun Kópavogs óskar eftir körlum og konum til að veita börnum, unglingum og fjöl- skyldum þeirra félagslegan stuðning. Um er að ræða 4-8 stundir á viku að meðaltali. Boðið verður uppá námskeið fyrir væntanlega tilsjónarmenn. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Nánari upplýsingar veita unglingafulltrúi og deildarfulltrúi fjölskyldudeildar í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Útboð Ólafsvíkurvegur, Vegamót - Hofsstaðir %'S/Æ _ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- V greint verk. Lengd veaarkafla 2,5 km, fylling og burðarlag 41.000 m . Verki skal lokið 25. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22.þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir 14:00 þann 5. október 1987. Vegamálastjóri VORUÞROUN <1 ATAK IÐNTÆKNISTOFNUNAR ISLANDS Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar íslands er ætlað að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Unnið verður að afmörkuðu verkefni og er megináhersla lögð á að þátttakendur markaðsfæri afurð í verkefnislok. Verkefnið er styrkt af Iðnaðarráðuneytinu og Iðnlánasjóði. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn 22. september næstkomandi kl. 15.00 hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Fyrirtækjum og einstaklingum sem óska eftir að gerast þátttakendur í verkefninu er bent á að hafa samband við stjómanda þess, Karl Friðriksson, ísíma (91) 687000. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun íslands og öðrum aðilum verkefnisins. Einnig munu þau liggja frammi á kynningarfundinum. Umsóknarfrestur rennur út 15. október 1987. íl Iðntæknistofnun fslands Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími (91) 687000. í verkefnisstjórn sitja fulltrúar Félags íslenskra iðnrekenda, Landssambands iðnaðarmanna, Iðnlánasjóðs, Alþýðusambands íslands og Iðntæknistofnunar íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.