Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 11
Höfuðsmaðurinn og Bertha dóttir hans, leikin af Guðrúnu Marinósdóttur.
Jón Hjartarson sem presturinn og Sigurður Karlsson sem höfuðsmaðurinn.
ínistum samtíðar sinnar og upp-
gjörinu við Siri von Essen sem
var ekkert hversdagslegt. í Föð-
umum er óspart vitnað til áhorf-
enda og þeir krafðir um afstöðu,
tekið á eðlisþáttum og viðfangs-
efnum sem áhorfandinn þekkir í
eigin lífi, og þannig ábeint virkj-
aður til þátttöku. I leikritinu fer
fram kröftug umræða um hjóna-
bandið, tortryggni, hreinskilni,
geðheilsu, ást, hatur, heiðar-
leika, tilbeiðslu og tortímingu.
Strindberg á að hafa lagt sál sína í
þetta verk, skrifað það á hálfum
mánuði að eigin sögn, í kasti.
Leikritið ber þess glögg merki að
hjónaband hans og leikkonunnar
með barnsandlitið er að fara í
hundana, og því fylgdi mikið til-
fínningastríð, þannig að Strind-
berg efast um geðheilsu sína.
í fyrsta sinn
• Faðirinn, eftir August Strind-
berg, er nú settur upp í fyrsta sinn
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en
LR hefur áður sett upp verk eftir
Strindberg, Bandið (29), Dauða-
dansinn (74) og Fröken Júlíu (24
og 32). Sveinn Einarsson er leik-
stjóri, en Þórarinn Eldjárn þýðir
verkið. Faðirinn er leikinn af Sig-
urði Karlssyni, Lára móðirin
leikin af Ragnheiði Arnardóttur,
Bertu dóttur þeirra leikur Guð-
rún Marinósdóttir, en hún er ný-
útskrifuð frá námi, Östermark
lækni leikur Jakob Þór Einars-
son, prestinn leikur Jón Hjartar-
son, fóstran er leikin af Guðrúnu
Þ. Stephensen, Valdimar Örn
Flygenring leikur skósvein og
Hjálmar Hjálmarsson nýútskrif-
aður leikari leikur Sæla. Leik-
mynd og búninga gerir Steinunn
Þórarinsdóttir, en þetta er fyrsta
verkefni hennar hjá LR. Lýsing
er í höndum Árna Baldvinssonar.
Frumsýning á Föðurnum er þann
22. september eða næstkomandi
þriðjudag.
Orð um
Strindberg
Hann var eitt frægasta leik-
skáld heimsbókmenntanna og
hafa verk hans verið sett upp alls
staðar þar sem leiklist þekkist og
oftar en tölu verður á komið.
August Strindberg var Svíi fædd-
ur í Stokkhólmi 1849 og lifði í 63
ár, lést vorið 1912. Lengst af bjó
hann í Svíþjóð og var öll ævi hans
vægast sagt stormasöm; hjóna-
bönd hans urðu þrjú og öll heldur
ófriðleg, hann var sjaldnast sátt-
ur við samtíð sína og hlutskipti,
stundaði auk ritstarfa alls konar
vísindakukl(l) - m.a. tilraunir á
sviði efnafræði og var manna
duglegastur við að koma sér upp
óvildar- og hatursmönnum, í
hverju horni. Strindberg átti um
skeið við geðræn vandamál að
stríða og reyndi amk. tvisvar að
fyrirfara sér, en stóð alltaf upp
aftur, tvöfaldur að sköpunark-
rafti og sköpunarþrá og skrifaði
fírnagóð leikrit, sem eiga eftir að
halda nafni hans á lofti meðan
menning er talin einhvers virði.
Hann var gífurlega afkastamikill
rithöfundur - samdi auk leikrit-
anna (sem fylla marga tugi),
sagnfræðirit, smásögur, ljóð,
skáldsögur, sjálfsævisögur,
greinar um allt milli himins og
jarðar, vísindaritgerðir um efna-
fræði, merkingarfræði, málfræði
o.fl. Leikrit hans eru oft flokkuð í
sex afmarkaðar deildir: 1. Fyrstu
verkin, 2. Barnaleikrit, 3. Raun-
sæisleg leikrit. 4. Sagnfræðileg
leikrit, 5. Yfirskilvitleg leikrit. 6.
Og það sem hann sjálfur kallaði
„kammerleikrit. Þekktustu og
vinsælustu verk hans er Faðirinn
sem nú er akkúrat 100 ára, og
Fröken Júlía, en þessi verk eru
jafnframt talin aðgengilegustu
verk hans. - ekj.
Leikfélag
Reykjavíkur
Átök
upp
álíf
og
dauða
- Faðirinn fyrsta
frumsýning
leikársins
Tveir menn sitja kyrrir. I sófa
og þegja. Á meðan tónlistin
fyllir út í rýmið. Og þeir hugsa.
Þess vegna geta þeir setið
svonaiengi. Þess vegnaer
hægt að horfa á þá svona
lengi. Vegna þess að hugsun-
in er á bak við þá. Loks hættir
maður að vita hvaðan tónlistin
kemur. Og hugsunin. Þú bara
situr úti í sal og óskar þess að
senan taki aldrei enda.
Svo stendur höfuðsmaðurinn á
fætur og tekur arminn af
grammófóninum. Fer að kljást
við vandamál heimilisins: Vinnu-
maður á setrinu hefur gert vinn-
ustúlku ólétta; hann verði að taka
afstöðu til þess. Þetta litla upp-
hafsatriði notar Strindberg, til að
sýna okkur seinna hvernig átök
leiksins snúast um föðurinn og
móðurina. Þannig að þegar tjald-
ið fellur veit enginn hver er
dauður, hver er geðveikur eða
hvort nokkur bjargast. Og þetta
er fjölskylduharmleikur. Eitt-
hvað sem allir kannast við. Þó
atburðarásin sé einföld á yfir-
borðinu, og hvað leiðir af öðru,
þá er svo margt að gerast á bak
við orðin. Eitthvað sem verður
ekki gripið í hendingu, og á ef til
vill ekki að vera þannig. En fylgja
manni í huganum, leiðina heim
svo mann langi aftur að heima.
Að uppgötva eitthvað nýtt.
Grimm örlög
Faðirinn er harmleikur í klass-
ískri merkinu þess orðs. Verkið
gerist á heimili höfuðsmanns í
sænska riddaraliðinu sem svo
sannarlega vill vera húsbóndi í
sínu eigin húsi, lýsir heiftarlegu
hjónauppgjöri og grimmum ör-
lögum. Persónur leiksins eiga í
miklum átökum jafnt innra með
sér og sín á milli. Kynjaátök
þessa leikrits og kvenlýsingar og
margfrægar en þær eru litaðar af
einlægu hatri Strindbergs á fem-
Kvenhalur er ekki lykilorð
Skilningurersó kjarnisem við notum til að byggja brú milli leiksins og óhorfanda
Sveinn Einarsson leikstjóri,
var inntur eftir vinnu sýningar-
innar.
- Var það einhver spurning
að vera trúr tíma leiksins?
Það er eiginlega fyrsta
spurningin sem maður spyr
sjálfan sig að, þegar um
svona gamalt verk er að
ræða. Sú hugsun læðist oft að
manni, hvortmaðurnái betur
til áhorfenda með því að færa
tíma þess fram. Oftast kemst
maður að því að maður er
verkinu best trúr með því að
láta það gerast næst þeim
tíma sem höfundurætlasttil.
Eðaíeinskonartímaleysi. (
okkar tilviki völdum við alda-
mótin og það eru þættir í
leiknum sem skýra það. En
þau vandamál sem verkið ber
eru jafnvei meira til umræðu
núen þá.
- Kvenhatur Strindbergs. Er
það ekki orðinn þreyttur póll?
Jú, ég held að klisjan um kven-
hatur Strindbergs sé ekki lykil-
linn að því að setja upp verk hans
núna. Lykilorðið er skilningur.
Að skilja hvernig fólk mótast í
samlífi, útfrá þjóðfélags- og sál-
fræðilegum forsendum. Strind-
berg gefur öllum sínum persón-
um forsendur. í svona verki er
mikil áhersla á persónuleikstjórn
og leikarinn verður eins og alltaf
að vera með holdi sínu og blóði
trúr því sem hann er að gera. En
leiklistin er samvirk, það eru svo
ótal margir sem koma við sögu.
Enginn hlekkur má bresta til að
dæmið gangi upp.
- ekj. Sveinn Einarsson.