Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 24
láta þennan heim: [lœpj vikuda Afsláttur á innanlandsflugi Á meöan íslenska sjávarútvegssýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan af- slátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Mmap FLUGLEIDIR SSSf vörusýni Merkasta framlag mitt til leiklistar- sögunnar? Vitaskuld einkaklósettin sem ég hafði í öllum leikhúsum sem ég vann við.... Ingmar Bergman, sem er mað- ur grannvaxinn og með arnarnef, tekur sjálfan sig ekki neinum vettlingatökum, þegar hann segir frá því hvernig hann yfirgaf fyrstu þrjár eiginkonur sínar og börn þeirra. „Ég þekki ekki þann mann sem ég var fyrir fjórum ára- tugum... ég var þrúgaður af kyn- hvöt sem leiddi mig til sífelldra svika og óviðráðanlegra við- bragða, og ég var stöðugt kvalinn af girnd, ótta, angist og vondri samvisku.'1 En hann skrifar einn- ig um hamingjusamt líferni sitt með fimmtu og síðustu konu sinni, hinni glæsilegu greifynju Ingrid von Rosen, sem hann kvæntist árið 1971. Fáum árum áður hafði hann vaknað eftir uppskurð og var þá laus við þær trúarlegu gruflanir sem höfðu plagað hann árum saman. „Mað- ur fæðist án tilgangs, maður lifir án tilgangs, lífið er þess eigin til- gangur,“ er niðurstaða hans. Ingmar Bergman telur að kvik- myndahöfundarnir Andrei Tark- ovskí, Federico Fellini, Akira Kurosawa og Luis Bunuel, hafi verið meiri meistarar en hann sjálfur: þeir gengu að vild um „herbergi draumanna", meðan hann gerði yfirleitt lítið meira en „banka á dyrnar“. Segist hann nú hafa hætt kvikmyndagerð vegna heilsuleysis, langvarandi svefn- leysis og aukinnar smámunasemi ellinnar. „Ég dreg mig í hlé, áður en leikarar mínir eða samstarfs- menn koma auga á skrýmslið og eru gripnir af ógeði eða með- aumkun.“ Ingmar Bergman sýnir sjálfan sig í heldur gróflegu ljósi þegar hann lýsir því hvernig garnirnar áttu til að óhlýðnast honum, þeg- ar hann var spenntur. „í hverju leikhúsi þar sem ég hef starfað, hef ég fengið mitt persónulega salerni. Eru þau sennilega eina varanlega framlag mitt til sögu leikhússins." (Reuter) Maður fœðist og lifir án tilgangs... Sjálfsœvisaga Ingmar Bergmans varpar skýru Ijósi á margtsem var á huldu um þennan meistara kvikmyndalistarinnar Sannleikurinn um ævi Ingmar Bergmans hljómar eins und- arlega og sögurnar, sem hannsegir í kvikmyndum sín- um. Á fyrstu tuttugu blaösíð- um „Laternamagica“-en svo heitir sjálfsævisaga hins tæplega sjötuga meistara sem lengi hefur verið beðið eftir- reynir hann að koma bróðursínum, systurog besta vini fyrir kattarnef, en að vísu án árangurs. Fyrir myndir eins og „Villt jarðarber", „Atvik úr hjóna- bandi“ og „Fanny og Alexand- er“, sem eru drungaleg meistara- verk í anda Sigmundar gamla Freuds um tilgangslausa leit að tilgangi í lífinu, komst Bergman í tölu mestu meistara kvikmynda- listar nútímans. En í sjálfsævi- sögu sinni, sem er alveg nýkomin Ég var lokaður inni í skáp þegar ég var lítill.... út í Stokkhólmi, talar hann opin- skátt um ævi sína, lýsir þeim kyn- ferðislegu meinlokum sem ollu því að hann yfirgaf fjórar af fimm eiginkonum sínum og dregur íslenska sjávanítvegssýningin 1987 Laugardalshöll 19.-23. september Tæplega 450 útlensk fyrirtæki ásamt 125 íslenskum aðil- um kynna vörur sínar og þjónustu fyrir sjávarútveg um víða veröld. Með tveimur nýreistum sýningarskálum og stóru útisvæði er sýningarsvæðið alls yfir 10.000 m2 - langtum stærra en við eigum að venjast hér á landi enda um að ræða eina allra stærstu sýningu sinnartegundar í heiminum. Allt það nýjastá í heimi sjávarútvegsins er kynnt og þúsundir erlendra gesta koma hingað til lands . til þess að sjá sýninguna og fylgjast með á sínu sviði. íslenska sjávarútvegssýningin á erindi til allra lands- manr b.uf6 fara frá Gomsætir sjávarréttir alla daga! I veitingasölu Laugardalshallar býður | Veitingahöllin sýningargestum upp á glæsilega sjávarréttaveislu gegn vægu veröi. jafnvel ekki fjöður yfir hugaróra gagnvart sínum eigin þrekk. Ingmar Bergman, næstelsti sonur prests sem varð síðar hall- arprestur Svíakonungs, var heilsutæpur drengur. „Ég get rifj- að upp ástandið, lykt af úrgangs- efnum líkamans, vot og hrjúf rúmföt, ... en ég man ekki eftir neinum ótta. Hann kom síðar.“ Hann lýsir því ítarlega, hvernig hann var bældur í æsku, sektar- kennd, niðurlægingu og refsingu, en þau atriði koma gjarnan fyrir í kvikmyndunum frá sjötta og sjö- unda áratugnum, „Sjöunda innsiglinu“, „Meyjarlindinni“ og „Sem í skuggsjá“. - „Refsing gat verið snögg og einföld eins og löðrungur eða flenging, en hún gat verið mjög flókin eins og margar kynslóðir höfðu fullkomnað hana.“ Stundum læsti faðir Bergmans soninn inni í dimmum skáp. Árásarhneigð hans beindist gegn systkinum hans og vinum. Sjálfsævisagan lýsir því t.d. hvernig Ingmar Bergman reyndi fiögurra ára gamall að kyrkja ný- fædda systur sína í afbrýðiskasti: „Hún vaknar strax með skerandi ópi... Ég geng einu skrefi framar til að ná betra taki, en missi fót- anna og dett á gólfið." Hann elti vin sinn með kuta í hendi, vegna þess að sá hafði breitt út sögur um hann meðal krakkanna í skóla- portinu. „Pegar kennslukona kastaði sér á milli okkar, reyndi ég að drepa hana,“ skrifar hann . í sumarbústað ömmunnar kveikti Bergman í rúminu, sem bróðir hans svaf í. Undan kvöl og sársauka veru- leikans flýði hann inn í veröld hugarflugsins, inn í lítið brúðu- leikhús og „töfralampann“ - lat- erna magica - en það var frum- stæð „kvikmyndasýningavél“, sem bókin tekur nafn sitt af. „Þöglir skuggarnir snúa fölum andlitum sínum að mér og ávarpa leyndustu tilfinningar mínar með þögulli rödd. Sextíu ár eru liðin, ekkert hefur breyst, það er alltaf sami spenningurinn." „Fanny og Alexander", sem var síðasta kvikmynd Bergmans að hans eigin sögn og fékk fern Óskarsverðlaun árið 1984, sýnir ævi hans eins og sjálfsævisagan lýsir henni á 337 blaðsíðum. Segir þar hvernig tíu ára drengur, sem er að alast upp á yfirstéttarheimili fyrir síðari heimsstyrjöld, hefnir sín á stjúpföður sínum og kval- ara, sem er jafnframt biskup staðarins. Allan sinn feril hefur Ingmar Bergman verið skiptur milli leikhússins, þar sem hann hefur verið leikstjóri og svo frá 1963 leikhússtjóri í sænska konung- lega leikhúsinu, og kvikmynda- listarinnar, þar sem hann var fyrst handritahöfundur og svo kvikmyndahöfundur frá 1945.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.