Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 16
Saulján mörkum minna en síðasti Framarar voru nálægt því að skora úr þessu færi gegn Sparta Prag en markvörðurinn varði frá Ragnari Margeirssyni. Útkoman hjá íslensku félags- liðunum í Evrópumótunum í knattspyrnu er ólíkt betri í ár en ífyrra. í fyrri umferðinni í fyrraskoruðu þessi sömu þrjú félög ekkert mark gegn nítján en í ár er markatalan 0-2. Þrennt kemur til; liðin sjálf eru sterkari, mótherjarnir í ár ekki jafn öflugir og í fyrra og nú virðist hugarfarið vera annað. Skellirnir í fyrra voru greinilega þörf áminning fyrir Val, Fram og ÍA. Að loknum fyrri leikjunum nú eiga Valsmenn ágæta möguleika á að komast í 2. umferð eftir frá- bær úrslit í Austur-Þýskaiandi. Markalaust jafntefli gegn Wis- mut Aue þóttu einhver óvænt- ustu úrslitin í öllum 64 Evrópu- leikjunum sem háðir voru í vik- unni víðsvegar um álfuna. ÍA gerði markalaust jafntefli með 10 mönnum gegn sænska liðinu Kalmar á Akranesi og á mögu- leika þrátt fyrir að á brattann verði að sækja í Svíþjóð. Þar get- ur munað því að Kalmar náði ekki að skora mark á Akranesi, Skagamönnum dugar því jafn- tefli úti ef mörk eru skoruð, t.d. 1-1 eða 2-2. Það er þó mikið áfall fyrir þá að Guðbjörn Tryggvason verður í leikbanni í þeim leik. Fram á enga möguleika á að sigra Sparta Prag með þremur mörkum á útivelli þannig að bikarmeistararnir geta einir bókað frí frá og með næstu mán- aðamótunum. Framarar komust ágætlega frá fyrri Ieiknum á Laugardaisvellinum, léku að mörgu leyti vel en varnarmistök á lokamínútunum færðu Tékkun- um 2-0 sigur. Sparta Prag er með sterkari erlendu félagsliðum sem hafa leikið hér á landi síðustu árin, enda með fimm fastamenn í tékkneska landsliðinu innan- borðs. En það er eitt sem vantaði í Evrópuleiki íslensku liðanna þrátt fyrir ágæta útkomu. Þau skoruðu ekki eitt einasta mark! Þar með hefur íslenskt félag ekki skorað mark í Evrópukeppni síð- an í nóvember 1985 og það er atriði sem vonandi verður kippt í lag í seinni leikjum 1. umferðar þann 30. september. Sigfried Held hefur tilkynnt landsliðið sem mætir Norð- mönnum í Osló á miðvikudaginn. Val hans er mjög „lógískt“ að þessu sinni og lítið hægt útá það að setja. Pétur Pétursson gaf ekki kost á sér vegna brúðkaupsferðar og Lárus Guðmundsson hefur verið valinn í hans stað. Ómar Torfason og Guðni Bergsson koma inní hópinn á ný og styrkja hann verulega. Þá er spurningin hvernig uppstillingin verður - og þá helst hvort Guðni Bergsson fái nú loks tækifærið sem beðið hef- ur verið eftir, sem aftasti maður í vörn. Þó Gunnar Gíslason hafi staðið sig vel gegn Norðmönnum hér heima ættu hraði og yfirveg- un Guðna að nýtast betur í erfið- um útileik. Ómar Torfason er með á ný og fer líklega beint í byrjunarliðið. Þá er spurnig hver eða hverjir detta út. Mín spá er sú að Guðni verði í vörninni ásamt Sævari og Atla, Ómar fari í sína gömlu stöðu sem aftasti tengiliður, Sigurður Jóns- son á ný í stöðuna sem hann hat- ar, á hægri vængnum, og Gunnar Gíslason verði settur í stöðu Viðars vinstra megin, einsog til stóð í fyrri leiknum þar til í ljós kom að Guðni gæti ekki leikið. Þetta þýðir að Viðar og Ólafur Þórðarson detta út. Það getur verið gott að luma á baráttuj axli á borð við Ólaf á bekknum ef í hart fer. Pétur Ormslev og Ragnar Mar- geirsson verða væntanlega áfram í fremri tengiliðastöðunum, þótt Ragnar hafi átt erfitt uppdráttar í fyrri leiknum við Noreg. Frammi verður Lárus við hlið Guðmund- ar Torfasonar. Bjarni Sigurðsson örugglega kyrr í markinu. Þá eru eftir á bekknum Viðar, Ólafur, Ingvar Guðmundsson, Pétur Arnþórsson og Friðrik Friðriks- son. Sterkur hópur varamanna og lítið mál fyrir hvern þeirra sem er að koma inní leikinn, og allir myndu spjara sig í byrjunarlið- inu. Það er vissulega slæmt að hafa ekki Ásgeir Sigurvinsson eða Arnór Guðjohnsen í þessum erf- iða leik. Skörð þeirra eru vand- fyllt í hvaða liði sem er. Norð- menn verða einnig örugglega fegnir að vera lausir við Pétur Pétursson sem fór illa með þá á Laugardalsvellinum. Lárus ætti þó að geta gert þeim skráveifur í staðinn. Víst er að Norðmenn hyggja á hefndir eftir tapið á Laugardalsvellinum. Heiður beggja þjóða er í veði, önnur hafnar í neðsta sæti riðilsins þeg- ar upp verður staðið og hvorug sættir sig við þau örlög. Sérstak- lega ekki Norðmenn sem alltaf hafa lent í neðsta sæti í sínum riðli í Evrópukeppninni frá upphafi, á meðan ísland hefur einu sinni náð að forðast það. Það skiptir líka miklu máli fyrir báðar þjóðir að ná sem bestu sæti til að standa betur að vígi þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppn- ina í desember. Lokaumferðir 1. og 2. deildar voru æsispennandi og dramatísk- ar. Eitt mark skildi að Völsung og Víði þegar upp var staðið, og FH- ingar sátu eftir stigi neðar. Það dugði ekki Víðismönnum að leggja bæði ÍA og KR í síðustu umferðunum og FH-ingar eiga eftir að naga sig í handarbökin í allan vetur yfir 3-0 forskotinu sem þeir misstu niður gegn Völs- ungum á dögunum. Þegar Víðir kveður eftir sinn óvænta framgang síðustu árin tekur nýtt ævintýralið við í 1. deildinni, Leiftur frá Ólafsfirði. Það er ótrúlegt að þetta lið sem ekki alls fyrir löngu var í 4. deild og var ekki hátt skrifað í vor skuli vera komið í 1. deild með lítið breyttan mannskap. Þetta sýnir hvað er hægt að gera þegar allir leggjast á eitt í litlu bæjarfélagi. Hvort sem Ólafsfirðingar stoppa eitt ár eða fleiri meðal þeirra bestu er víst að þeir munu njóta dvalarinnar þar meðan hún endist. Eftir langan og strangan undir- búning varð draumur íslenskra körfuboltamanna að engu. Landsliðið tapaði öllum sínum leikjum í Evrópukeppninni í Sviss og er úr leik. Samt var skammt í annað sætið og leikirnir við Dani og Svisslendinga hníf- jafnir og spennandi. En það eru óskemmtilegar fregnir að lands- liðsþjálfarar skuli þurfa að slá persónuleg lán til að standa straum af kostnaði við undirbún- ing liðsins. Það sýnir að ekki sitja allir við sömu kjötkatlana og greinilegt að körfuboltinn hefur farið halloka í samkeppninni við knattspyrnuna og handboltann. Ekki aðeins hvað vinsældir snert- ir, heldur einnig hvað varðar fjár- stuðning fyrirtækja og íþrótta- hreyfingarinnar sjálfrar. Þetta tvennt helst að sjálfsögðu í hend- ur og það segir sig sjálft að það hljóta að vera takmörk fyrir því hjá svona fámennri þjóð hversu mikið og marga er hægt að styðja. Það er hætt við að þetta dragi enn úr vinsældum körfuboltans og áhuga fyrir honum, ekki síst þar sem reikna má með miklum upp- gangi í íslenska handboltanum í vetur. Eftirtaldar greinar eru í boði á haustönn 1987 ef þátttaka ieyfir: Tungumál: íslensk málfræði og stafsetning. ís- lenska fyrir útlendinga. Danska 1.-4. flokkur. Norska 1.-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Enska 1.-5. fl. Skrifleg enska. Þýska 1 .-4. fl. (talska 1 .-4. fl. (tal- skar bókmenntir. Spænska 1.-4. fl. Spænskar bókmenntir. Franska 1.-4. fl. Portúgalska. Gríska. Hebreska. Tékkneska. VERSLUNARGREINAR. Vélritun. Bókfærsla. Tölvunámskeið. Stærðfræði (grunnskólastig/ i framhaldsskólastig). VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Myndbandagerð. Myndmennt. Leðursmíði. Skrift. Skrautskrift. Postulínsmálun. NÁMSKEIÐ í UNDIRBÚNINGI: Bókband. Að gera upp húsgögn. Ferðamannaþjónusta. Einnig verður boðið upp á kennslu í dönsku, sænsku og norsku fyrir börn 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. í almennri deild er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Lauga- lækjarskóla, Gerðubergi og Árbæ. Námsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. INNRITUN fer fram 21. og 22. sept. kl. 17-20 í Miðbæjarskóla. Kennsla hefst 28. sept. Móðir okkar Anna Halldórsdóttir áður húsmóðir Hofsvallagötu 18, Reykjavík andaðist að morgni 18. september að Skjólgarði, dvalar- heimili aldraðra, Höfn, Hornafirði. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Þorbjörg Pálsdóttir frá Söndum í Meðallandi til heimilis að Álfhólsvegi 24 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 21. sept- ember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Sigurjón Björnsson Sigurrós M. Sigurjónsd. Jónas Gunnar Guðmundss. Erla Sigurjónsdóttir Kristmundur Þorsteinsson Sigurbjörg Sigurjónsdótir Haraidur Sumarliðason Páll Sigurjónsson Ágústa Hulda Pálsdóttir Guðmundur A. Sigurjónsson Hildur Pedersen Birna Sigurjónsdóttir Jón Páll Sigurjónsson Steinunn Gunnlaugsdóttir Sigurður Sigurjónsson og barnabörn ÍÞRÓTTASPEGILL VIÐIR SIGURÐSSON 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.