Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 12
„Ég gekk út úr húsi mínu og tók eftir því að göturnar voru mannlausar. Þar sem ég hafði ekkert útvarpstæki, vissi ég ekki hvað var að gerast. Ég hélt í átt- ina að miðbænum og leit inn til gamals kennara. Kona hans tók á móti mér grátandi og spurði mig hvort ég hefði ekki heyrt tíðind- in: það væri verið aðfremja valdarán. Gamli kennarinn var í skólanum að leiðrétta verkefni og ákvað ég að fara þangað. Mér tókst að komast framhjá her- mönnunum og finna kennarann, og út úr skólagluggunum sáum við flugvélar kasta sprengjum á forsetahöllina. En við trúðum ekki okkar eigin augum: forseta- höllin - La Moneda - var helgur staður, og engum datt í hug að eftir svo langa lýðræðisstjórn í landinu myndi nokkur voga sér að gera árás á hana. „Þetta hlýtur að vera einhvers staðar annars staðar, lengra í burtusögðum við. En það var ekki um að vill- ast.” Þannig lýsir Isabel Allende þeim eftirminnilega degi í september 1973, þegar herinn í Chile gerði upp- reisn gegn Salvador Allende, lög- legum forseta landsins og föðurbróð- ur hennar sjálfrar, og hrifsaði til sín völdin. En á þeim degi voru örlög hennar sem rithöfundar ráðin, þótt hún gerði sér það engan veginn Ijóst. Þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi farið að skrifa þær skáldsögur sem hafa gert hana fræga víða um lönd - og fyrst „Hús and- anna”, sem nýkomin er út á íslensku í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, - byrjar hún þá sögu gjarnan í útlegð- inni í Venesúela. Én hún yfirgaf Chile þó ekki strax eftir valdaránið. „Ég var sú eina úr fjölskyldu All- endes sem fór ekki strax. Sendiráð Mexíkó skaut t.d. skjólshúsi yfir eiginkonu og dætur Allendes, og fóru þær síðan í útlegð til Mexíkó. A þeim tíma þegar valdaránið var framið vann ég við sjónvarpið og sá þar um ýmsa þætti, einnig stjórnaði ég barnablaði, skrifaði í kvennatíma- rit, gerði fréttakvikmyndir og samdi leikhústexta, sem sýningar voru unn- ar upp úr í samvinnu við leikhúsfólk. Ég var því nokkuð þekkt og var það ástæðan fyrir að ég þurfti ekki að flýja þegar í stað. Ég hélt líka að þetta ástand myndi ekki vara lengi. Vegna þess hve löng hefð var fyrir lýðveldi í Chile, var ég sannfærð um að lögleg stjórn myndi fljótlega kom- Einar Már Jónsson rœðir við Isabel Allende, einn af gestum bók- menntahátíðar, um Suður-Ameríku, Salvador Allende, bókmenntir og sitthvað fleira ast til valda að nýju. Vildi ég taka þátt í baráttunni. Fyrst eftir valdaránið vann ég við hjálparstarf í fátækrahverfum í sam- vinnu við kaþólsku kirkjuna. Ég er ekki kaþólsk sjálf, en þetta var eina starfsemin af þessu tagi sem var leyfð. Ástandið var skelfilegt: það voru listar yfir fólk sem mátti ekki vinna, og menn dóu úr hungri. Marg- ir sátu í fangabúðum, urðu að sæta pyndingum, eða voru hreinlega „týndir”, og alls staðar voru bjargar- lausir flóttamenn. Smám saman varð staða mín ótrygg, og 1975, einu og hálfu ári eftir valdaránið, flýði ég úr landi til Venesúela með fjölskyldu mína. - En mín saga skiptir ekki máli, það eru svo margir sem hafa orðið að þjást miklu meira en ég.” En hvers vegna fórstu svo að skrifa skáldsögur? „Ég hafði verið blaðakona allt mitt líf, og þannig unnið með orðum. En þegar ég kom til Venesúela, fékk ég ekki neina slíka vinnu, og því lenti ég í margra ára þögn. Svo gerðist það að afi minn dó árið 1981. Þegar hann lá fyrir dauðanum, byrjaði ég á löngu bréfi - þar sem ég var víðs fjarri hon- um í útlegðinni - til að segja honum að ég hefði ekki gleymt neinu af því sem hann hafði sagt mér um fyrri tíma og sína eigin ævi, og því myndi það ekki glatast. Þótt ég vissi að hann myndi aldrei fá bréfið, hélt ég áfram að skrifa á hverri nóttu. Eftir eitt ár var handritið orðið 500 bls. að lengd og þá vissi ég að það var skáld- saga: bréfið hafði þannig af sjálfs- dáðum breyst í eitthvað allt annað, en ég hafði ekki verið mér meðvituð um það sem ég var að gera. Þetta starf var e.k. „hreinsun” eða „ka- þarsis” fyrir mig: ég hafði þörf fyrir að skrifa og segja frá. En ýmsu þurfti ég að breyta eftir á, þegar verkið var orðið að skáldsögu. Ég vissi t.d. að Esteban Trueba - en fyrirmynd hans er afi minn - hefði aldrei sagt frá ýmsum málum, t.d. ástamálum sín- um, en hann hefði getað skrifað um þau. Ég varð þannig að gefa skýringu á hvernig sögumaður gat vitað um ýmislegt sem fram kemur í sögunni.” Nú virðist þessi skáldsaga, „Hús andanna”, vera e.k. mynd af sögu Chiles á þessari öld, sem birtist lesand- anum í gegnum örlög nokkurra kyn- slóða einnar fjölskyldu - þinnar eigin móðurfjölskyldu. En hefði ekki verið ncertcekara að láta þessa sögu speglast í annarri fjölskyldu, föðurcett þinni, þar sem frcendi þinn, Salvador All- ende, hefur nú einmitt stuðlað að því að móta hana meira en flestir aðrir? „Ég þekkti Salvador Allende mjög vel. Þar sem foreldrar mínir skildu þegar ég var barn að aldri, var ég tengdari honum en mínum eigin föður. Öll tengslin við föðurfjöl- skyldu mína voru í gegnum hann. Salvador Allende var mjög hrífandi, fullur af gamansemi og hafði mikla persónutöfra, - „karisma” eins og sagt er. En sú ábyrgð og það hlutverk sem hann fékk ollu því að hann hefur gengið í gegnum e.k. „myndbreyt- ingu” og orðið að sögulegri persónu. Nú eftir dauða hans er hann ekki lengur föðurbróðir minn, hann er tákn í sögunni. Ég á því ekkert með að nota hann í skáldsögu og mfnnka hann niður í einhverjar fjölskyldu- víddir. Þegar þú skrifar „Hús andanna” erlu í útlegð að skrifa um heimaland þitt, sem þú hefur ekki séð í ein sex ár. En Chile er stórt land. Þekktirðu það vel áður en þú neyddist til að yfirgefa það? {Chile ferðast lágstéttarfólk mikið af því að erfitt er að fá vinnu: námu- menn úr suðurhéruðunum þurfa kannske að gerast fiskimenn syðst í landinu. Menn úr borgarastéttinni og miðstéttinni - sem ég er komin úr - ferðuðust hins vegar ekki mikið þegar ég var í landinu. En ég fór samt víða vegna starfs míns sem blaða- maður og því þekki ég land mitt mjög vel. Mér fannst það fallegasta land í heimi - og þó hafði ég ferðast víða um lönd í æsku þar sem stjúp- faðir minn var í utanríkisþjónustunni - og ég ætlaði aldrei að fara þaðan. Chile er ekki stórt en það er langt: í því eru allar tegundir loftslags og Íandslags í heimi. í norðri er eyði- mörk sem er þurrari en Sahara, svo er óralöng ströndin og rétt fyrir innan hana fjöll þakin eilífum snjó. í suðri eru eyjar, eldfjöll og vötn. Suðrið er fegurst. Þar er undarlegur gróður, sem nefnist „kaldur frum- skógur”. Eru þar indíánar? í Chile er sáralítið eftir af indíán- um, því að þeir hafa langflestir verið drepnir. Þeir eru alveg horfnir úr syðsta hlutanum, en skammt fyrir norðan hann eru um tvö hundruð þúsund Mapuche-indíánar á sérstök- um svæðum. Eru það afkomendur Arákanna hinna fornu sem frá er sagt í sögum. Á slóðir þeirra hef ég komið og dvalist með þeim. Salva- dor Allende hafði áætlanir um að skipta stórum landareignum milli indíána. Þetta var ein af ástæðunum fyrir valdaráninu, og eftir það misstu Mapuche-indíánarnir það sem þeir höfðu fengið. Hvar staðseturðu skáldsöguna „Hús andanna”? Hún gerist fyrir sunnan höfuð- borgina, en þó ekki í mjög mikilli fjarlægð frá henni. Af lýsingunni má sjá, að jarðeignin „Maríurnar þrjár” eru í miðdalnum í Suður-Chile. En það er rétt að hún endurspeglar á vissan hátt söguChiles, og geta menn tekið eftir því að tónn skáldsögunnar breytist mjög í lokin: þar verður hún nánast eins og frásögn í blaði. Á þennan hátt vildi ég koma ýmsu til skila sem skipti mig miklu máli. En í byrjun er sagan mjög í súrreal- ískum anda ... Alejo Carpentier sagði einu sinni, að í rómönsku Ameríku væri það daglega lífið sem væri súrrealískt, við lifðum þar í furðuveröld, og bjó hann til hugtakið „töfraraunsæi” yfir túlkun þess í bókmenntum. Fyrir- myndin að Clöru í „Húsi andanna” er amma mín: Hún var skyggn og talaði við anda, og hún gat leikið á píanó með lokið yfir nótunum, reyndar ekki nema auðveld lög (Isa- bel Allende brosir kankvíslega). Nú eru þrír áratugir síðan hún lést, en hún er alltaf nálægt mér og ferðast með mér. Hún er hjá mér núna. En hvað sögu snertir má segja að hún sé tvenns konar: annars vegar opinber saga, og hins vegar sú saga sem er bönnuð. Það er sú saga sem konur segja, það er saga um fátækt, ótta, kúgun, en líka von, þolinmæði og samstöðu. Þess vegna hafa konur svo stórt hlutverk í „Húsi andanna”. í minni fjölskyldu voru mjög sterk og náln tengsl milli móður og dóttur og milli ömmu og dótturdóttur. Reyndar má segja, að aðalkvenhetj- urnar, Nivea, Clara, Blanca og Alba - sem allar bera nöfn tengd birtu og hvítum lit - séu fjórar ólíkar hliðar á sömu persónunni. Andarnireru ekki beinlínis vofur, heldur eru þær sterk- ar ástríður fjölskyldunnar, - þær eru falin orka hússins. Álítur þú að til sé einhver sérstök veröld kvenna? Það held ég ekki, en það eru til margar víddir í tilverunni, og held ég að konur geti nálgast ýmsar aðrar víddir en karlmenn, ekki vegna þess að þær eru konur, - ekki af neinum líffræðilegum ástæðum - heldur vegna uppeldis síns. Karlmenn eru röklegri, en konur standa nær töfrum og tilfinningum og því sem er andlegt. Hvað finnst þér um þá kenningu Robbe-Grillet, sem hann boðaði í fyrirlestri sínum að til séu tvenns kon- ar skáldsögur, - frásagnir þar sem sögumaður er e.k. „guð” og veit öll skil á rökum þess sem hann segir frá, því semfram fer á ytra borðinu og því sem gerist í hugskoti persónanna, og svo sögur meðvitundar sem skilur ekki og er að leita? Þetta er allt of einfalt, það eru til miklu fleiri kostir en þessir tveir. Stundum finnst mér sjálfri að ég sé „guð” þegar ég er að segja frá, en stundum er ég leitandi. 1 Finnlandi var mér sagt að helsta verkefni bóka þar væri einmanaleikinn, en í bók- menntum Rómönsku Ameríku snú- ast skáldsögurnar um miklar ást- ríður. Þar er lífið sjálft svo öfgafullt og snýst um gagnstæða póla, ást og ofbeldi. Kynlífið er fullt af ofbeldi, og það er ekkert öryggi. En annars vil ég ekki tala um bókmenntir. Bók- menntir eru eins og ást: það þarf framkvæmdir en ekki orð. Fylgist þú vel með því sem gerist í Chile? Móðir mín býr þar enn, hún skrif- ar mér á hverjum degi og við tölum oft saman í síma. Ég held þess vegna að ég fylgist vel með, en það er líka til leynilegt líf sem maður getur ekki þekkt nema með því að búa á staðn- um. Önnur skáldsaga mín fjallaði um nýlega atburði í landinu og var bæði byggð á upplýsingum sem ég hafði aflað mér áður en ég fór í út- legð og á rannsóknum sem ég gerði síðar. Þar segir frá því þegar lögregl- an myrti fimmtán manns og faldi lík- in í gamalli námu. Fimm árum síðar var presti skýrt frá því í skriftamálum hvar þau væri að finna. Sagði hann kardináia frá málinu og ljóstraði kirkjan upp um felustað líkanna áður en lögreglan kæmist á vettvang til að koma þeim undan. Ég vildi skrifa um tilfinningar þeirra kvenna sem misst höfðu ættingja og ástvini á þennan hátt og síðan fundið líkin köngu síðar. En yfirleitt hverfa menn fyrir fullt og allt svo að ekki finnst af þeim tangur eða tetur. Hvernig lýst þér á ástandið í Chile nú? Ég var heilluð af því sem Salvador Allende vildi gera. Hann vildi fram- kvæma umbætur á fyllilega lýðræðis- legan hátt og virti öll mannréttindi. Þá var hægt að gera byltingu í Chile í fullu frelsi: ef honum hefði tekist þetta ætlunarverk sitt, hefði það haft í för með sér grundvallarbreytingar í allri Rómönsku Ameríku. Nú er vandinn sá, að vegna lýðræðishefðar landsins kunnum við ekki að berjast gegn einræði. Þróunin hefur orðið sú að miðstéttarmenn hafa smám sam- an orðið að öreigum, og öreigarnir að utangarðsmönnum, en hluti af íbúunum, iðjuhöldar, bankamenn, jarðeigendur og herforingjar, hafa hins vegar auðgast mjög. En Chile er að því leyti líkt Paraguay, að ein- ræðið er bundið við persónu einræð- isherrans. Það er engin herforingja- klíka sem stendur á bak við það. Ef hægt er að losa sig við Pinochet, verður ástandið betra. Kirkjan hefur reynt að hjálpa fórnarlömbunum og halda uppi samskiptum við einræð- isstjórnina: á þann hátt hyggst hún bæta ástandið. En ég held að kirkjan sé ekki eins sterk og talið er, og menn urðu fyrir vonbrigðum með af- stöðu páfa. Hvað sem því líður aukast óvinsældir Pinochet stöðugt, og nú er það aðeins örlítill hluti íbú- anna sem styður hann. Hvaðfinnst þér um ísland, þegar þú kemur hingað og ert upprunnin í svo fjarlœgu og ólíku landi? ísland er töfraland og ólíkt öllu öðru. Landslagið er eins og á tung- linu. Mér datt í hug norðurhluti Chil- es, þar sem landið er eyðimörk með gígum, en samt er þetta tvennt ólíkt. Svo eru íslendingar „vinnubyttur”. Þeir vinna mikið, en að því loknu eru þeir fullir af draumum og sögum. Þeir hafa allir átt geggjaða ömmu eða eitthvað af því tagi sem er í frá- sögur færandi. Isabel Allende skýrði frá því í sjónvarpi að hún hefði m.a. komið til íslands vegna þess að hún hefði fundið það á sér að hér myndi hún „finna sögu”. Þegar hún tók þátt í umræðum um nútímaskáldsögur í Norræna húsinu, daginn eftir að of- anskráð rabb fór fram, las hún upp bréf frá íslendingi, sem henni hafði borist þá um morguninn. í því stóð: „ef þú hefur enn ekki fundið neina sögu á íslandi skaltu tala við mig ...” e.m.j. r 11 30 mín. staðarsímta! . eftir kl. 18.00 og um helgar kostar 3 mfn. staðarsímtal 18.00 og um helgarkostar eftirkl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.