Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 14
Pílagrímsför í Kringluna in Já, tímarnir breytast og menn- irnir með. Hefði einhver haldið því fram fyrir tíu, nei tuttugu og trúlega nokkrum árum til, að ein hallærislegasta verslun landsins, 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur Tímarnir breytast og mennirn- ir með. Fyrir tíu árum þótti dyggð að skulda, nú er það skömm. Þá gekk fólk í fötum, nú gengur það í merkjum, eigi það eitthvað undir sér. Og fyrir tíu árum gengu blankir menn fattir um bæinn og stærðu sig af því að eiga ekki í strætó. Nú læðast þeir hnípnir með veggjum og skjótast á síð- ustu stundu út úr strætóskýlinu, eigi þeir enga tík og forðast að líta út á leiðinni ef ske kynni að ein- hver þekkti þá. Það er aðeins undirmálsfólk úr jaðarhópum samfélagsins sem brúkar strætó. Börn og gamalmenni, unglingar og ófrískar konur, fólk sem vinn- ur á taxta og svo auðvitað náms- menn. Þeir síðastnefndu eru að vísu sér á báti, enda allflestir að læra eitthvað nytsamlegt, nema þeir séu konur. Það er ekki ein- leikið hvað þeim gengur illa að markaðssetja Sig utan hjóna- bandsins. Trúlega skortir þær hagrænt vit. Og þessi skortur er því tilfinnanlegri, sem manngildi einstaklinganna ræðst meir og meir af markaðsgildi þeirra. En eitt hefur þó ekki breyst. Sértu kominn yfir tvítugt og samt á hjóli, ertu annað tveggja, léttlún- aður eða vinstrisinnaður lúser, nema hvorutveggja sé. II Magt peninganna er mikil. Ekki er fyrr búið að hola ástkæru foreldri samhentrar fjölskyldu í jörðina og gráta í kór og manstu, manstu, manstu allt sem hægt er að muna í erfisdrykkjunni, en af- komendurnir breytast í varga sem reyna að rífa hver annan á hol. Og íbúðarkaupendur sem eiga ekki bót fyrir rassinn, stynja þungan þegar þeir heyra sírenu- hljóð og hugsa með sér, nú fær einhver arf. Og það eru peningar sem fá einstaklinga, félaga- samtök og fjölmiðla til að setja kíkinn á hið blinda auga hugsjón- anna og sjá ekkert athugavert við það að auglýsa uppá kraft það sem þeir hafa áður harðlega for- dæmt. En furðulegust af öllu er þó sú staðreynd, að peningar virðast hafa nokkurt vit. Alltént hafa þeir vit á að forðast eins og brennt barn það fólk sem enga á. Aftur á móti hópast þeir eins og fé sé rekið er í réttir til þeirra sem nóga eiga fyrir og kunna því með þá að fara. Þó má vera að skýr- ingin sé miklum mun einfaldari, semsé sú að þá vanti kompaní. Hvað sem slíkum og þvfifkum vangaveltum líður, þá sést þetta glöggt þegar komið er í nýjasta sameiningartákn íslensku þjóð- arinnar. Þangað fer enginn undir- málslýður, ónei, ónei. Hann get- ur eftir sem áður norpað um Laugaveginn og næsta nágrenni, þar sem nóg er af strætó. Hér er að sjálfsögðu átt við Kringluna, sem þegar hefur öðlast verðugan sess í vitund þjóðarinnar, sem helsta musteri verslunar og við- skipta hér á landi. Þar var ekki horft í aurinn til að gera allt sem áhrifa- og íburðarmest, enda hæf- ir ekki að vera með neina smá- smygli þegar reistir eru helgir dómar. Og nú safnast peningarn- ir þangað eins og mý á mykju- skán. ef ekki sú alhallærislegasta, Hag- kaup við Miklatorg, ætti eftir að bera þyngsta krossinn í píslar- göngu íslensks verslunar- og verkalýðs, sem lagði upp frá tómthúsum verslunarhafta og ríkisforsjár með sultarólina í innsta gati, en komst seint og um síðir í sæluhús óhefts einstaklings og einkafrelsis, á axlaböndunum, hefði sá hinn sami réttilega verið álitinn rugludallur. En þetta var sú leið sem Hagkaup fetuðu með þjóðinni úr hjallinum við Miklat- org. Þar grófu sveitamenn og hús- mæður af síðustu sort, þær sem enga peninga áttu, sig inní fata- bing á kjarapöllum, sem iðaði dá- góða stund en hönd, oftast af ein- hverri manneskju, teygðist efst upp úr hrauknum með föt á sig og fjölskylduna og fór þaðan í salí- bunu niður að kassanum. Þær skárri komu þar við og keyptu kannski ljótar stretsbuxur á stúlkurnar, ellegar óþægilegar gallabuxur á drengina ög ef tilvill eina eða tvær nælonskyrtur á hús- bóndann, auk nærfatnaðar og sokka. En á sjálfar sig keyptu þær einkennisbúning skúringakvenna á 7. áratugnum og fram á þann 8., Hagkaupsslopp. Það gerðu hinar betri ekki, enda varð það fá- heyrða hneyksli, að það sást til eiginkonu annars frambjóðand- ans í forsetakosningunum ’68 í Hagkaupsslopp útá tröppum, til þess að allir betri borgarar þessa lands snéru við honum baki. En flestar vissu þær af verslunni og litu þar jafnvel inn og keyptu sitthvað á börnin, en ekkert á sig eða bóndann. Þær bestu fóru til Báru. En það féll í hlut þessarar lítils- virtu verslunar að stofna fyrsta stórmarkað landsins og færa þar með verkalýðnum meiri kjara- bætur, en honum hafði tekist að að kría út með áratuga baráttu, að sögn. Já, það voru Hagkaup sem gáfu okkur ódýr föt, ódýran mat, ódýr búsáhöld og gjafa- vörur, ódýr húsgögn, ódýrar bækur og ódýr gleraugu. Þau gerðu litla manninum kleift að safna saman aurunum sem vanta uppá tuginn eða hundraðið af verði hverrar vöru, til kaupa á því sem hugur hans girntist. Og nú gefa þau þjóðinni helgan dóm. Nafn þess mun standa meðan land byggist! Og þó nærri að sinnuleysi verslunar- og viðskiptajöfra þessa lands hefði orðið þessu ósk- abarni þeirra og þjóðarinnar allrar að fjörtjóni. Þeim þótti víst helst til dýrt að narta í Kringluna, sem var eins og skuldaklafi sem herptist smám saman um háls þess, allt þar til prívatvinur litla mannsins, sem ekkert aumt má sjá, beit á hnútinn og keypti dúdd-búð fyrir ríkið. í svoleiðis búðum gengur maður um og vel- ur það sem mann langar í og fer svo að kassanum og þar heyrist dúdd og maður labbar út og þarf ekkert að borga. Já, litli maður, þú átt þér vin í raun. IV Það stóð eitthvað mikið til, eitthvað sem komandi kynslóðir hlytu að líta á sem eitt af sjö undr- um íslandssögunnar, atburður sem sagnfræðingar teldu marka upphafið að mesta framfara- skeiði þjóðarinnar, vígsla sem allir þeir sem urðu þeirrar náðar aðnjótandi að fá að vera við- staddir, myndu minnast í körinni, með blik í auga, sem fegurstu stundar lífs síns. Og samt ríkti ekki sú þjóðern- isstemmning við vígslu Kringl- unnar, sem ríkt hafði við vígslu Lucky Airport, eins og kaninn kallar flugstöðina hans Lebba. Nei, hun var runnin af göfugri rót en það. Á baksíðu Morgunblaðsins voru dagarnir fram að vígslu tald- ir niður eins og fyrir jól og á sjálf- an vígsludaginn keypti Kringlan alla auglýsingatíma Bylgjunnar út úr dagskránni, svo hlustendur nær og fjær kæmust í hið eina sanna stórhátíðarskap. Og ugg- laust hefur klukkuturninn á nyrðri enda hússins verið notaður til að kalla á vígslugestina eins og þegar hringt er til helgra tíða. I það minnsta sögðu kaupmenn- irnir í Kringlunni vígsludaginn, að þar ríkti sannkölluð Þorláks- messustemmning. Og haldi ein- hver þeirri fásinnu fram að sú mikla og verðskuldaða umfjöllun sem Kringlan og bygging hennar fengu í fjölmiðlum, allt frá fyrstu skóflustungu og þó sér í lagi dag- ana fyrir og eftir vígslu og auðvit- að vígsludaginn sjálfan, þegar Bylgjan og hinar rásirnar voru með beinar útsendingar þaðan, standi í minnsta samhengi við alla þá peninga sem fyrirsjáanlegt var að Kringlan og verslanir þar myndu setja í auglýsingar, skal sá erkidóni upplýstur um það í eitt skipti fyrir öll, að það er lýgimál. Sjálfur komst ég ekki í Kringl- una fyrr en hálfum mánuði eftir vígslu. Þá fyrst fél bfl. En oft hafði ég fangi hennar og útliti, sem er smekklegt sambland af ker- skálum Alversins í Straumsvík og Hallgrímskirkju og ber stórhug Hagkaupsmanna órækan vott. Þó hefði klukkuturninn að ó- sekju mátt vera veigameiri. En kannski það sé Hús verslunarinn- ar sem er hinn eiginlegi turn. Það liggur eins og hendi kreppt til hálfs, með lófann upp, við hlið Kringlunnar. Og í fullvissu þess að efnið sé andanum yfirsterk- ara, beinir það löngutöng til himna á ögrandi hátt. Kringlan er heill heimur út af fyrir sig, víst er um það, með eigin löggæslu og stjórnstöð, hvað þá annað. Þangað liggja beinir og breiðir vegir, ekkert þyrnum stráð kjaftæði og þar gæti maður dvalið árum og áratugum saman og aldrei leiðst, því þær eru margar, vistarverurnar í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.