Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 9
Fórnarlamb sifjaspells: Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi: Ýmislegt hœgt að gera, en kostar peninga, vilja og skilning. Fangelsisdómar leysa ekki vandann -sagan endurtekur sig oftast „Umfjöllunin hefur einkennst af tvennu. Annars vegar æsi- fréttamennsku, hins vegar þögn. Hvortveggja er jafn slæmt. Æsi- fréttir sem ganga út á að blaðið eða fjölmiðillinn veltir sér upp úr óhamingju einstaklinga eru til þess fallnar að ýta undir for- dóma. Hlutimir eru aldrei settir í félagslegt eða þjóðfélagslegt samhengi. Pau blöð sem kjósa þögnina eru í raun engu betri. Þar með láta þau aðra fjölmiðla ráða ferð- inni og samþykkja þar með um- fjöllun þeirra." _h.j Síðasta tœkifœrið mitt Ég var búin að lifa með þetta í 40 ár. Nú hefur lífmitt gjörbreyst til hins betra „ Þegar ég skoða myndir af sjálfri mér frá þessum árum, þá sé ég barn sem er hryggð- in uppmáluð eins og það beri allar heimsins byrðar. Ég var sex ára þegar þetta gerðist fyrst og það stóð í tvö ár. Þá hætti hann. Ég held að hann hafi skilið að hann gat ekki gert mér þetta lengur. Hann var bæði greindur og góð- hjartaður maður og vildi leysa hvers manns vanda. Af hverju gera menn svona? Ég held að ástæðurnar séu marg- ar. Stundum er talað um að þessir menn sækist eftir því að sýna og beita valdi. Kannski á það við í mínu tilviki. Móðir mín var harð- stjórinn á heimilinu. Hún var ströng og siðavönd og okkur krökkunum var kennt að hlýða. Ég held að hún hafi aldrei vitað neitt. Kannski gerði hann þetta af því kynhvötin var svona mikil. Hann notaði skepnur og hvað sem var. Eftir þetta treysti ég honum aldrei. En þegar ég leitaði til hans vildi hann allt fyrir mig gera. En hann sýndi aldrei nein merki iðr- unar. Aldrei. Unglingsárin voru mjög erfið. Sjálfstraustið var ekkert og ég þorði varla að heiman. Ég var hrædd við karlmenn og fannst blygðunin nísta líkama minn gagnvart þeim. Seinna sagði ég manninum mínum frá því sem hafði gerst. Hann skildi alls ekki hvað þetta raunverulega var. Það er eins og þeir einir geti skilið sem hafa lent í þessu. Öðrum í fjölskyldunni hef ég ekkert sagt. Faðir minn er dáinn fyrir allmörgum árum og mér finnst ástæðulaust a sverta minn- ingu hans. Ég held og vona að ég hafi verið eina fórnarlambið. Ég var búin að lifa með þetta í 40 ár. Þetta var eins og að hafa snigil í sálinni sem sífellt snýst í sárinu. Ég hugsaði oft um sjálfs- morð. Ég gat aldrei svarað fyrir mig og fannst ég einskis virði. Sjálfsímyndin var léleg eða eng- in. Enn í dag finnst mér ég ekki vita hver ég er. Ég hringdi í opna símann. Ég leit á það sem síðasta tækifæri mitt. Þetta var óskaplega stórt og erfitt. Fyrsti fundurinn hjá sjálfs- hjálparhópnum var haldinn klukkan hálfníu um kvöld. Ég lagði bflnum skammt frá húsinu og eina hugsunin var: Það er ein- hver sem veit hvert ég er að fara - einhver sem þekkir erindi mitt. Fórnarlamb sifjaspells Þaðáaðdœma þessa menn Peir eru ekki geðveikir og því fullkomlega sakhœfir. Þeir hafa lagt líf margra í rúst Ég brotnaði saman fyrsta kvöldið og grét. Það var þegar ég heyrði konu lýsa reynslu sem var svipuð minni. Sumar konurnar höfðu aldrei talað um þetta við neinn. Strax eftir fyrsta kvöldið leið mér betur. Seinna veltum við því fyrir okkur af hverju ég hafði farið að gráta. Ég er alls ekki vön að gráta innan um ókunnugt fólk. En þetta var eins og spennufall - eftir öll þessi ár. Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum. Sjálfstraustið eykst og ég veit að ég er ekki ómerkilegri en annað fólk. Ég er miklu öruggari með mig en ég hef nokkru sinni verið. Hvað er hægt að gera við þessa menn? Ef þeir eru ólæknandi og hættulegir verður að setja þá í fangelsi. En það verður líka að reyna að setja þá í sérhæfða með- ferð sem kannski gæti upprætt þessar hvatir. Það hefur bara ekkert verið unnið í þessum mál- um hingað til. Ég vil hvetja þær konur sem orðið hafa fyrir sifjaspelli að hafa samband við okkur. Eina lækn- ingin er að tala um þetta og vinna með þessar tilfinningar. Það er erfitt - en það hefur gjörbreytt mínu lífi.“ „Ég var fimm eöa sex ára þegarþettagerðist. Foreldrar mínir voru einhversstaðar í burtu og höfðu fengið mann til að passaokkursystkininá meðan. Ég var elst og hann notaði mig nokkrum sinnum. Hann fór alltaf alla leið. Ég var lítil og ég vissi ekki hvað þetta var. Ég var bara ofsalega hrædd. Hann sagðivið mig. Efþú segir einhverjum frá verð ég vondur. Það var nóg. Ég sagði aldrei frá þessu. Börn gera það ekki. Ég var heiftug út í mömmu og fannst að hún hefði átt að passa mig. Auðvitað var hún alveg grunlaus um það sem gerðist. Uppfrá þessu var ég líka alltaf kvíðin og óörugg og hrædd við alla stráka. Samt var ég frekar ung þegar ég byrjaði að vera með strák. En ég var komin langt yfir tvítugt þegar ég hafði fyrst kyn- mök. Mynstrið hjá þeim konum sem hafa orðið fyrir svona í bernsku og æsku er nánast alltaf það sama: Þunglyndi, einbeitingar- leysi, lítið eða ekkert sjálfstraust. Hjónabandið er yfirleitt erfitt og kynlífið glatað. Sumar leiðast út í drykkju og tilhugsunin um sjálfs- morð er alltaf nálæg. Það er svo hróplegt óréttlæti að fórnarlambið sitji uppi með sekt- arkenndina sem fylgir því allt lífið. Ég var búin að byrgja þetta kyrfilega niður. Ég skildi aldrei að þetta væri undirrótin að vand- amálum mínum. Og þegar ég fór að rifja upp það sem gerðist þá komst ég að því að ég mundi bara brot. Smám saman skýrðist myndin og ég sá hvernig þetta hafði verið. Það var gífurlega erfitt spor að stíga að fara að tala um þetta. Svo erfitt að það getur enginn skilið nema reynt hafi. En líf mitt þá og nú er eins og svart og hvítt. Ég er ekki lengur í varnarstöðu gagnvart öllu fólki; ég get tjáð mig og ég get uppfyllt þær skyldur sem fylgja hjónabandi og barna- uppeldi. Ég finn að ég er jafn mikils virði sem manneskja og allir aðrir. Það er ekki auðvelt að breyta lífsstfl sínum eftir rúmlega tut- tugu ár. Og það er erfitt að rífa sig upp í stað þess að vera bara heima og láta sér líða illa. Það var fyrir tilviljun að ég komst í þenn- an sjálfshjálparhóp. Nú er ég svo óendanlega þakklát fyrir það. Auðvitað á að dæma þessa menn. Þeir eru allsstaðar, þeir eru í öllum stéttum. Þeir eru ekki geðbilaðir og því fullkomlega sakhæfir. Þeir hafa lagt líf margra í rúst. Sumar konur ná sér aldrei. Það á hvorki að gelda þá né drepa. En þeir eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Það sem er mikilvægast er að fá viðurkenningu á sifjaspelli sem vandamáli. Við getum ekki lengur lokað augunum fyrir þessu. Við verðum að koma upp miðstöð fyrir starfsemi okkar. Þangað gætu konur komið og leitað upplýsinga og fengið að- stoð. Erlendis hefur slíkt fyrir- komulag gefist vel. Eins og er höfum við bara þennan símsvara. Við þá sem lesa þetta og hafa gengið í gegnum svipaða lífsreynslu vil ég segja: Þær konur sem snúa sér til okkar geta fengið einkaviðtöl og ráðleggingar og síðan ákveðið sjálfar hvort þær vilja taka þátt í sjálfshjálparhóp- unum okkar. Þetta er erfitt - en breytingin til batnaðar er stór- kostleg. - hj YNFERÐISAFBROT Sf ingvi Hrafn Jónsson '' Hefðiklipp K íafluriiingí SVWSFJQ“ íeðliieeur W --^©V81 ^eðlilegur gein *%% m - _ Rannsókn „9refneyjamálslns“ opnu#? ■»atl,,ÞvíferfjarTÍ 7 - segir Þórir Oddsson h|á RIH ír Sunnudagur 20. september 196? - ÞJÓÐVILdlNW — 9ÍÐA- 9-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.