Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 4
Mastroianni og Masina sem Pippo og Amilia sem Fred og Ginger í mynd Fellinis. Fangin fegurð ◦ Ijaldinu Laugarásbíó veröur næstu an aö standa alltof stutt. Þaö er vikunavettvanguráttundukvik- 31 myndáboöstólum.kennd myndahátíöarinnar sem Lista- sautján þjóöum, og nú er bara hátíö stendur fyrir, veisla eins- að velja og hafna. Þegar litið er og áður hefur þann galla helst- á dagskrána virðist hafa tekist nokkuð vel til, blandað ný- legum verkum frægra meistara og efnilegra kvikmyndamanna við bíómyndir frá okkur lítt þekktu fólki. Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu mína að Suðurgötu 7, 101 Reykjavík, 2. hæð, sími (91) 622044. Sigursteinn Gunnarsson tannlæknir Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga nú þegar eða síðar. Góð launakjör í boði. Aðstoðum með hús- næði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 92- 27151. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum Garðvangur PO 100 250 Garði 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. september 1987 Til forsvarsmanna sveitarfélaga Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum við sveitarstjórnarmenn vegna fjárlaga 1988 frá 5. október - 9. október nk. og ef þörf kref ur næstu daga þar á eftir. Þeir sveitarstjórnarmenn sem telja sérstaka þörf á að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa sam- band við starfsmann hennar, Ásdísi Sigurjóns- dóttur í síma 11560 (213 eða 200), í síðasta lagi 29. sept. nk. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síð- asta lagi 15. nóvember nk. Bent er á að nauðsynlegt er að skrifleg erindi til nefndarinnar séu vel úr garði gerð og ólíkir mála- flokkar séu aðskildir í sérstökum erindum og að greinilega komi fram um hvaða fjárhæðir er að ræða. Afrit af erindum sem send hafa verið til viðkomandi fagráðuneyta ættu að vera fullnægjandi. Fjárveitinganefnd Alþingis Lér í Japan Sú mynd sem fyrst sker sig úr á dagskránni er síðasta mynd meist- arans/l/cí>a Kurosawa, Ran (Ring- ulreið) frá ‘85. Lér konungur Shak- espears er hér kominn í japanskt umhverfi og dætur hans orðnar að sonum. Kurosawa er hér í essinu sfnu, - á skiptast gríðarlegar stríðs- senur og átakanlegar ein- og tví- leikssenur, allt filmað af þeirri myndvísi og því litnæmi sem hinum japanska meistara er eiginleg. Þegar myndin var sýnd í Frakk- landi, - en þaðan rann meirihluta fjár til hennar- , urðu gagnrýnend- ur ekki á eitt sáttir. Sumum þótti gamli maðurinn vera að endurtaka sjálfan sig og útþynna með skrautsýningum, aðrir lofuðu Ran sem enn eitt meistaraverkið frá Kurosawa. Undirritaður hallast að hinni síðari skoðuninni og býst við að Ran muni vekja verðskuldaða hrifningu íslenskra bíógesta. Enda hefur Kurosawa alltaf heillað landann uppúr skónum með sína breiðu epík og íslendingasögulega frásagnarhátt. Fyrir Kurosawa-aðdáendur er ekki minna um vert að sjá myndina A.K. eftir heimildamyndahöfund- inn Chris Marker, um „keisarann" Kurosawa að taka Ran í hlíðum Fuji-fjalls. Inn er fléttað svipmynd- um af ferli Kurosawa og sýnt úr fimm öðrum myndum hans. Þriðja myndin frá Japan er svo úr alltöðru horni, um æsifrétta- menn, hneykslismál og mannlega ábyrgð, Hasarmynd eftir Yojiro Takita frá ‘85, hefur að sögn verið líkt við La Dolce Vita eftir Fellini. Ginger og Fred En sá svarti senuþjófur verður Iíka á tjaldinu með mynd sína Ginger og Fred frá í fyrra. Þar segir frá ítölsku kabarettfólki sem eftir 40 ár er sett í að endurtaka gamla eftirhermu eftir Fred Astaire og Ginger Rogers; heimur sjónvarps- auglýsinganna og skemmtiglimm- ersins tættur niður í háði, - Fellini sjálfur hefur komið þar við sögu síðari árin og þó er filmað af hlýju og samúð með aðalpersónum sem Marcello Mastroianni og Giu- lietta Masina sjá um. Hin ítalska myndin á hátíðinni vekur ekki síður fyrirframáhuga: Makkaróní frá ‘85 eftir Ettore Scola, þann sem bjó til Ballið, og hér kemur Mastroianni aftur við sögu í hlutverki smáskritins ítala sem heldur því fram að kaninn Tra- vis / Jack Lemmon hafi á stríðsár- unum staðið í ástarsambandi við systur sína. Scola er einn gesta kvikmyndahátíðarinnar, og mynd- in verður sýnd við setninguna í dag. Fangin fegurð frönsk Annar gestur hátíðarinnar er svo Frakkinn Alain Robbe-Grillet, sem þar heldur áfram þegar bókahátíð lýkur, og eftir hann er sýnd myndin Fangin fegurð / La Belle Captive frá ‘83, útfrá gn'skri þjóðsögu um mann sem leitar að stúlkunni sinni sem er látin og orðin önnur en hann hugði, - þetta blandast síðan við Magritte-málverk og ýmsar draumsýnir. Frá Frakklandi kemur líka Græni geisiinn / Le rayon verk eftir Eric Rohmer, einn nýbylgjumann- anna frá sjöunda áratugnum. Ro- hmer er ekki eins þekktur utan heimalandsins og félagar hans Go- dard, Truffaut og svo framvegis en þykir standa þeim fyllilega á sporði. í Geislanum eru ástir og örlög á dagskrá með nærfæmum og persónulegum hætti. Ástir eru líka fremst á sviðinu í Yndislegum elsk- huga /L‘amant magnifique eftir Aline Isserman, höfund ÖrlagaJúl- íu frá síðustu hátíð: ástarþríhyrn- ingur í náttúrunni. Efniviður Teresu eftir Alain Cavalier er aftur annarskonar kær- leikur. Teresa er nunna sem varð Kassadaman og öskukallinn fella hugi sam- an í Skuggum í Paradís Finnans Aki Kaurismáki. dýrlingur, myndin þó án trúarvellu og þykir glæsilegt kvikmyndaverk. Fimmta franska myndin er svo Ringuireið / Désordre eftir Olivier Assayas. Unglingar vilja stofna rokksveit, brjótast inn eftir hljóð- færum, og lenda í að myrða mann. Eftir leikstjóranum er um myndina haft að hún sé „svört mynd, svört einsog rómantík unglingsáranna getur verið.“ Frönsku myndirnar eru allar frá í fyrra nema Fangin fegurð. Stríð og sólir Ár hinnar kyrru sólar heitir ný- leg mynd sem pólski leikstjórinn Krzysztof Zanussi tekur með sér til landsins. Sólarárið er 1946, kalda stríðið er að taka við af heimsstyrj- öldinni og ástir yfir járntjald eru dauðadæmdar. Tuttugu árum síð- ar... Zanussi er einn af helstu leik- stjórum pólskum og hefur uppá síðkastið tekið töluvert fyrir vest- an, við sjónvarp og kvikmyndir. Myndin er frá ‘84 og fékk feneyska gullljónið sama ár. Nágrannar Pólverja austan- megin hafa á síðustu og skástu glasnost-tímum sínum farið frægð- arför milli kvikmyndahátíða og hér verða tvær sovéskar myndir á dagskránni. Önnur heitir Virkið í Súram, 1984, og sækir efnivið sinn í forna sögu af Grúsíumönnum sem ekki tókst að byggj a sér virki fy rren

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.