Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 10
St. Jósefsspítali Landakoti Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar Lyflækningadeildir Lausar eru fáeinar stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækningadeildum l-A og ll-A, einnig 3 stöður sjúkraliða. Um litlar einingar er að ræða, þar sem ríkjandi er góður starfsandi. - Aðlögunarprógram. Gjörgæsla Á gjörgæslu eru lausar stöður hjúkrunarfræð- inga. Góður aðlögunartími er gefinn öllu nýju starfsfólki. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunar- stjórnar í síma 19600/220. Reykjavík 18.9.1987. 4L IÐNÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS Egilsstaðabær Seyðisfjarðar- kaupstaður Verkefnisstjóri á Austurlandi Egilsstaðabær og Seyðisfjarðarkaupstaður aug- lýsa hér með laust til umsóknar starf forstöðu- manns fyrir sameiginlegt átaksverkefni, þessara sveitarfélaga, sem standa mun yfir a.m.k. næstu 2 ár. Starfslýsing: Starfið er fólgið í að safna saman hugmyndum íbúanna um þau atriði er stuðlað gæti að bættum afkomumöguleikum og betra mannlífi. Tillögur þær sem fram kunna að koma skal síðan vega og meta og gera áætlanir um framkvæmdir. Samstarfsaðilar eru frá Byggðastofnun, Iðn- tæknistofnun og Iðnþróunarfélagi Austurlands, sem ásamt forstöðumanni verkefnisins mynda starfshóp sem aðstoða skal þátttakendur við allt er lýtur að verkefninu. Eiginleikar umsækjanda: Þú þarft að vera bjartsýnismaður, sem getur miðlað nýjum hug- myndum. Þú þarft að geta unnið sjálfstætt, vera samstarfslipur og hafa gaman af að vinna með öðrum. Auk þessa kæmi sér vel, að þú: - hefðir reynslu af að reka fyrirtæki, - hafir þokkalega þekkingu á rekstrarhagfræði, - sért eitthvað kunnugurstaðháttum á svæðinu, og/eða - hafir áður unnið að svipuðu þróunarverkefni. Ef þú hefur áhuga á starfinu og langar til að gera Austurland að ennþá betri stað til að búa á, þá hringdu til Iðnþróunarfélags Austurlands (Axel Beck) sími 97-21303 97-21287, til Þorvaldar Jó- hannssonar sími 97-21303, eða Sigurðar Símonarsonar Egilsstöðum sími 97-11166, en allir þessir aðilar gefa nánari upplýsingar. Umsóknir sendist til: Iðnþróunarfélags Austurlands Hafnargötu 44 710 Seyðisfirði Umsóknarfrestur: 10. október 1987 Siljaspell fyrr á öldum Á námstefnu um sifjaspell sem haldin var síðastliðið vor af Félagi félagsráðgjafar- nema, flutti Inga Huld Hákon- ardóttir fróðlegt erindi sem hún kallaði „Sifjaspell fyrrá öldum”. í erindi sínu rakti hún íslenska dómssögu í þessum efnum og hvaða viðurlögum var beitt hér heima og annars staðar. Sem nærri má geta leggur Móse blátt bann við samræði ættingja og liggur lífið við. Jafnvel Rómverj- ar, sem hafa býsna misjafnt orð á sér, beittu þungum viðurlögum. Samkvæmt eftirgrennslan Ingu voru sifjaspellsbönn samþykkt í Noregi á dögum Ólafs helga (1015-1030) að kröfu Grímkels biskups. Þaðan munu ákvæði um sifjaspell hafa borist til íslands og í samræmi við alþjóðleg kirkjulög voru hjónabönd allt upp í sex- menninga háð leyfi kirkjunnar. Viðurlög við sifjaspellum munu hafa verið óvenju hörð hérlendis á miðöldum samanbor- Affróðlegu erindi h ið við alþjóðakirkjuréttinn; kon- um var drekkt og karlar höggnir. Páll Sigurðsson hefur í bók sinni Brot úr réttarsögu gert skrá yfir allar aftökur sem taldar eru í al- þingisbókum frá 1600 til 1750. Á þessum 150 árum eru 24 mannes- kjur teknar af lífi á Pingvöllum fyrir sifjaspell; 13 karlar og 11 konur. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma voru 7 eða 8 höggnir fyrir morð, 9 brenndir fyrir galdur og 15 hengdir fyrir þjófnað - allt karlmenn. Um. þetta segir Inga Huld: „Við skulum samt ekki draga þá álykt- un að konur hafi hvorki myrt né stolið, en eins og Páll bendir á, þá virðist dauðarefsing kvenna oft hafa verið milduð, ef svo má segja, í húðlát og hýðingu. En í sifjaspellsmálum á 17. og fram á miðja 18. öld var slíku ekki að heilsa og þannig skapast þessi undarlega og séríslenska staða: yfirvöldin láta ekki taka konur af lífi, nema sem mæður, því barnið sem þær hafa alið er sönnunarg- agn um sekt þeirra. Þær sæta þyngri refsingu af hálfu dóm- svalda sem kynverur en sem þjóf- ar og morðingjar.” (Bls. 8 og 9). Huldar Hákonardóttur Þeir sem vilja setja sig í samband við sjálfs- leiðbeiningar geta hringt í síma kvennaráðgjaf- hjálparhópana í sifjaspellsmálum með það arinnar: fyrir augum að fá aðstoð, upplýsingar og 2 15 00 Kœrur í sifjaspellsmálum Börnin yfirheyrð af lögreglunni Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins: Reynum að komasthjáþví að börnin þurfi að margsegja söguna „ Þetta eru sem betur fer ekki sérlega mörg mál. Ég get hins vegar ekki gefið upp ná- kvæmatölu, þvíviðhöfum ekki talið þau saman,” sagði Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri ríkisins aðspurður um það hve mörg mál er tengdust sifjaspelli og kynferðislegu ofbeldi gegn börnum kæmu til kasta RLR. - Hvernig er tekið áþeim málum sem til ykkar koma? „Það má segja að þetta sé að- eins ein tegund brota á hegning- arlögum og þau sæta því hefð- bundinni meðferð. Við ræðum við þá sem hafa orðið fyrir þessu. Við hlutumst til um að læknis- rannsókn fari fram, nema því lengra sé um liðið, eins og oft er í þessum málum. Þeir sem tengjast málinu eru yfirheyrðir, þ.e.a.s sá grunaði og sá sem orðið hefur fyrir þessu, auk þeirra sem gætu gefið okkur upplýsingar.” - En rannsóknarlögreglan sér um að yfirheyra börnin? „Já, en það eru nú ýmsir fleiri líka, svo sem geðlæknar og sál- fræðingar, sem skila álitsgerð. Þessum gögnum er síðan safnað saman og gefa þá yfirleitt góða mynd af því sem gerðist.” - Þurfa börnin þá að margsegja söguna? „Við reynum að komast hjá því í lengstu lög, en hinu er ekki að neita að upplýsingarnar eru sjaldnast fyrirliggjandi við fyrstu yfirheyrslu. Á síðari stigum rann- sóknar getur ýmislegt nýtt komið í ljós sem athuga þarf og spyrja um.” -hj. Þórlr Oddsson: Sem betur fer ekki sórlega mörg mál sem koma til okkar. Svefneyjuri hjölmiðlun lftv?msstjóri furðu losönr riud'ury>- <fy + ^ 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. september 1987 1 ’tífni ■ Gjof-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.