Þjóðviljinn - 27.09.1987, Síða 20
Sænska/Norska/Danska/
fyrir börn 7-10 ára
Fyrirhugað er að hefja kennslu á sænsku/norsku/
dönsku fyrir börn á aldrinum 7-10 ára og hafa
einhverja undirstöðu í þessum málum.
Kennsla ferfram síðdegis í Miðbæjarskóla, tíma-
setning óákveðin enn. Kennt verður 1 klst. í viku í
10 vikur.
Skráning stendur yfir í símum 12992 og 14106
daglega kl. 13-20.
Kennslugjald er kr. 1.300.-, og óskast greitt í
fyrsta tíma.
Skólastjóri
A
Lóðaúthlutun
í Kópavogi
Kópavogskaupstaður auglýsir lóðir við Fagra-
hjalla til úthlutunar. Lóðirnar eru í reit „c“ í Suður-
hlíð, sunnan Hjallaskóla. Um er að ræða 38 ein-
býlishúsalóðir og 5 lóðir undir klasahús sem eru 5
á hverri lóð. Klasalóðunum verður úthlutað til
eins byggingaraðila hverri um sig. Gert er ráð
fyrir að hefja megi byggingarframkvæmdir uppúr
miðju ári 1988. Uppdrættirnir og nánari upplýs-
ingar liggja frammi á tæknideild Kópavogskaup-
staðar, Fannborg 2,3. hæð. Umsóknareyðublöð
fást á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 9. október n.k.
Bæjarverkfræðingur
Viltu koma
í vinnu á skemmtilegum vinnustað?
Á stað þar sem þú gætir jafnvel haft barnið þitt
með þér. Á dagheimilið Dyngjuborg, Dyngjuvegi
18, vantar okkur fóstrur eða fólk sem hefur áhuga
og/eða reynslu í uppeldisstörfum. Nú eru lausar
hjá okkur þrjár heilar stöður auk hálfrar stuðn-
ingsstöðu fyrir barn með sérþarfir. Komdu í heim-
sókn eða aflaðu þér upplýsinga hjá Önnu eða
Ásdísi í síma 38439 eða 31135.
Þjóðhagsstofnun
Þjóðhagsstofnun óskar að ráða hagfræðing eða
viðskiptafræðing til starfa.
Þjóðhagsstofnun óskar að ráða starfsmann til
skrifstofustarfa. Stúdentspróf á viðskiptasviði og
reynsla í notkun tölva æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra bankamanna og bankanna.
Umsóknarfrestur er til 15. október n.k.
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN
Kalkofnsvegi 1
150 Reykjavík
Skóladagheimilið Völvukot
við Völvufell
vantar starfsfólk:
• Fóstru
• Fólk með sambærilega menntun.
• Ófaglært fólk, m.a. í eldhús.
Upplýsingar í síma 77270.
Jón Hjartarson og Sigurður Karlsson í hlutverkum sínum í Föðurnum.
Hófstillt örvœnting
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
FÖÐURINN
eftir August Strindberg
Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Leikmynd:
Steinunn Þórarinsdóttir
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd Steinunnar Þórar-
insdóttur er einfölduð og stílfærð
stofa, þrír hálfgagnsæir veggir,
sófi, borð og stóll. Tímalaus
mynd sem færir verkið burt frá
tímabundnu raunsæi Strindbergs
og opnar möguleika til túlkunar
sem hefur verkið yfir stund og
stað, notfærir sér það sjónræna
frelsi sem þannig gefst, beinir
sjónum okkar að innviðum text-
ans og getur leyft sér espressjón-
íska beitingu ljósa sem fylgja
dramatískum sveiflum verksins
og mismunandi geðshræringum
með sveiflum í lit og ljósstyrk í
æfðum höndum Árna Baldvins-
sonar.
Sveinn Einarsson hefur valið
þessu aldargamla verki umgerð
sem gerir honum kleift að leggja
áherslur sem opna verkið fyrir
nútímafólki og gera það okkur
nákomið og viðkomandi. Hér
hjálpar einnig til ný og vönduð
þýðing Þórarins Eldjárns á nú-
tímalegu og eðlilegu máli. Sveinn
hefur valið sýningunni hófstilltan
leikstíl sem dregur úr tilfinninga-
ofstopa og geðtruflun en beinir
sjónum að hugmyndalegu inni-
haldi verksins og gerir okkur ljóst
að hegðan persónanna stjórnast
ekki einvörðungu af sterkum til-
finningum heldur einnig af skýrri
hugsun. Uppstillingar Sveins eru
myndrænt sterkar og hrynjandi
sýningarinnar með ágætum.
Skilningur Sveins á margslungn-
um texta Strindbergs er djúpur
og þroskaður og birtist það í því
hvernig honum tekst að láta
hreyfingu og mynd, ljós og rödd
vinna saman til að skýra merk-
ingu textans.
Sigurður Karlsson hefur verið
vaxandi leikari um langt skeið,
bætt við sig í tækni og þroska
jafnt og þétt og náð langt eins og
nýleg dæmi Bjarna í Svartfugli og
Gunnars í Degi vonar sýna
glöggt. Hér tekst hann á við sitt
erfiðasta hlutverk til þessa og
kemst frá þeirri glímu uppistand-
andi með fullri reisn. Sigurði
tekst að gera höfuðsmanninn
skiljanlegan sem hugsandi veru
og tilfinningamanneskju, okkur
dettur ekki í hug að afgreiða hug-
aróra hans og sinnistruflun sem
einskæra geðveiki heldur neyðir
hann okkur til að horfast í augu
við undirrót þeirra og finna
skyldar hugsanir og tilfinningar
innra með okkur sjálfum. Túlkun
Sigurðar er óvenjulega heil-
steypt, þróun persónunnar upp-
lýkst skýrt og greinilega fyrir
áhorfandanum. Sigurði tekst frá-
bærlega vel að feta einstigi milli
brjálsemi og skýrrar hugsunar í
þriðja þætti, og einmitt vegna
hófstillingar í ytri leik finnur
maður sterkt fyrir innri sársauka
og örvæntingu persónunnar.
SVERRIR
HÓLMARSSON
Ragnheiður Elfa Arnardóttir
er hörð og blíð í senn í hlutverki
Láru. Einnig henni tekst að gera
þessa persónu svo skiljanlega að
maður fær samúð með henni -
gerir hana ekki að þeim kvend-
jöfli sem hún auðveldlega getur
orðið sé hart keyrt á sterkar til-
finningar og grófar andstæður.
Skorti hana nokkuð á að skapa
eins heillega persónu og Sigurður
gerir er það a.m.k. sumpart
vegna þess að persónan er ekki
eins mikil völundarsmíð frá höf-
undarins hendi. En samleikur
þeirra tveggja var einkar sterkur í
uppgjörinu mikla í lok annars
þáttar.
Guðrún Stephensen er traust
og hlý í hlutverki fóstrunnar, en
það var eins og einhvern streng
skorti í samleik hennar og Sigurð-
ar. Guðrún Marínósdóttir betra
sambandi með opinni einlægni
sinni í hlutverki dótturinnar. Jak-
ob Þór Einarsson var dálítið
vandræðalegur í fasi í hlutverki
læknisins og túlkunin að mínu
mati of væskilsleg frá hendi
leikstjórans. Jón Hjartarson var
hins vegar mátulega veimiltítu-
legur prestur og Hjálmar Hjálm-
arsson kom þekkilega fyrir sem
ungur hermaður.
Hér er á ferðinni óvenjulega
vönduð og vel hugsuð túlkun á
sígildu leikhúsverki sem á brýnt
erindi við okkur hér og nú eitt
hundrað árum eftir að það var
ritað. Strindberg hefur stundum
verið sakaður um kvenhatur en
það eru tæplega maklegar ásak-
anir. Lára beitir að vísu grimmi-
legum vopnum í baráttu sinni við
eiginmanninn en hún beitir þeim
í nauðvörn gegn ofríki hans og á
varla annarra kosta völ vilji hún
ekki gefast upp með öllu. Þetta
leikrit er ótrúlega snjöll og djúp
greining á samskiptum og baráttu
kynjanna á okkar dögum. Ótti og
öryggisleysi karlmannsins á sér
rætur í minnimáttarkennd hans
gagnvart konunni (vegna þess að
hún getur fætt af sér líf) annars
vegar en hræðslu hans við kyn-
ferðislegan styrk hans hins vegar,
auk erfiðleika hans við að halda
móður og ástkonu aðskildum. Og
vegna þess að borgaralegt hjóna-
band í auðvaldsþjóðfélagi er í
eðli sínu viðskiptasamningur
verður baráttan milli kynjanna
um leið barátta um eignarétt, þar
á meðal eignarétt yfir börnum.
Og þar lumar konan á þeim vopn-
um sem duga.
Höfuðsmaðurinn hefur varpað
frá sér trúnni á guð og tekið í
staðinn trú á skynsemi og vísindi.
Hann þráir að vinna afrek á vís-
indasviðinu, gera uppgötvanir,
skapa eitthvað með hugsun sinni
úr því hann getur ekki skapað
það með líkamanum. En trú hans
á vísindin reynist gagnslaus þegar
hann á í höggi við konuna sem
þiggur styrk sinn frá innsta eðli
sjálfs lífsins. Þá bíður skynsemis-
hyggja hans skipbrot og sturlun
og dauði eru einu undankomu-
leiðirnar.
Vandi höfuðmannsins er um
margt vandi karlmannsins enn
þann dag í dag. Kvöldstund með
Srindberg í Iðnó getur hjálpað
okkur að horfast í augu við þenn-
an vanda.
Sverrir Hólmarsson
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. september 1987