Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 9
Islander fundarstaður fyriitaks „ ísland er um margt ákjósan- legur vettvangur fyrir fundi og ráðstefnurog að mínu mati þurfum við að gera stórfellt átak til að kynna hvað við höf- um upp á að bjóða. Það er mikið í húfi: Á síðasta ári voru haldnar í Evrópu 60.000 ráð- stefnur og fundir og var helm- ingur þeirra með 300 þátttak- endur eða færri, sem við ráðum ákaflega vel við. Bretar fengu einn níunda af þessum fundum og tekjurnar námu 400 milljónum sterlings- punda, sem sýnir glöggt að eftir miklu er að slægjast,11 sagði Júlíus Hafstein, for- maður Ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, í samtali við Sunnudagsblaðið. í síð- ustu viku var haldin ráðstefna á vegum nefndarinnar undir yfirskriftinni „Reykajvík- fundarstaðurframtíðarinnar". - En er einhver niunur á ráð- stefnugestum og venjulegum ferðamönnum? „Þeir sem sækja ráðstefnur eru undantekningarlítið á vegum fyr- irtækja, félaga eða samtaka, sem greiða fyrir þá flugfar, gjöld, gist- ingu og uppihald. Þeir geta þess- vegna eytt sínum eigin peningum í annað; verslanir, veitingahús og þjónustu af ýmsu tæi. Það er því engin spurning að þetta fólk skilur meira eftir sig hérlendis en venjulegir túristar. En vitaskuld eigum við að bjóða alla ferða- langa velkomna. Það er þó um- deilanlegt hvort við eigum að kappkosta að fá sífellt fleiri ferðamenn. f mínum huga er það ekkert takmark í sjálfu sér að auka ferðamannastrauminn úr 120 þúsund í 150 þúsund. Aðalat- riðið er að við höfum tekjur af þessu eins og hverjum öðrum at- vinnuvegi. Með því að gera út á ráðstefnumarkaðinn getum við líka lengt ferðamannatímann og nýtt gistirýmið og þjónustuna betur“. - Höfum við það sem til þarf til að halda fjölmennar ráðstefnur? „Já, alveg tvímælalaust. Við höfum mikið af fyrirtakshótelum og góða veitingastaði, þótt þeir séu almennt í dýrari kantinum. Eins er flutningsþjónustan til fyr- irmyndar. Síðan eigum við að leggja áherslu á sérkenni okkar: Hreina loftið, náttúruna, menn- inguna og síðast en ekki síst það öryggi sem við höfum fram yfir flest lönd. Það sýndi sig á síðasta ári þegar leiðtogafundurinn var haldinn hér að við ráðum vel við að skipu- leggja stórviðburði. Framlag ís- lands vakti mikla athygli og land- kynningin var ómetanleg.“ - En hvaða úrbætur þarf að gera svo Island geti farið að aug- lýsa sig sem ráðstefnuland? „Það eru vitaskuld ýms atriði, bæði stór og smá, sem færa má til betri vegar. En nú virðist í fyrsta skipti áhugi á því að þeir aðilar sem tengjast þessu máli fari að vinna markvisst saman. Á ráð- stefnunni í vikunni lagði forstjóri einnar af stærstu ferðaskrifstof- unum til að hópur markaðsfræð- inga yrði settur á laggirnar sem að einhverju leyti myndi leysa t.d. hið pólitískt kjörna Ferðamála- ráð af hólmi. Þessi tillaga er at- hyglisverð." - Hvað er það sem útlendingar hafa helst út á landið að setja fyrir ráðstefnur? „í síðustu viku var haldinn fundur fjármálastjóra Volvo og þeir voru Spurðir hvernig þeim líkaði. Jú, alveg prýðilega, sögðu þeir. Náttúran er sérstæð, hótel og veitingastaðir góðir, landið er spennandi og margt að skoða en það vantar bjórinn! Og þótt bjór- leysið eitt og sér fæli menn kann- ski ekki fá þá er afar brýnt að alþingi taki á þessu máli. Það er satt að segja afar skondið að sjá skiltin í nýju flugstöðinni: Gleymið ekki bjórnum! Útlend- ingum finnst þetta beinlínis hlægilegt." - Hvernig er vænlegast að ná til þeirra sem halda ráðstefnur? „í Bandaríkjunum er á hverju ári gefinn út listi yfir 500 stærstu fyrirtækin. Ég hef lagt til að við sendum a.m.k. helmingi þessara fyrirtækja upplýsingar um það sem við höfum upp á að bjóða og fylgjum málinu síðan eftir með heimsóknum. Á þann hátt mynd- um við ná til þeirra sem taka á- kvarðanir um staðarval funda og ráðstefna. Flest eru þetta fjöl- þjóðafyrirtæki með útibú í Evr- ópu og jafnvel víðar. ísland hent- ar því vel sem fundarstaður - við erum miðsvæðis og við höfum það sem til þarf“. -þj. Júlíus Hafstein: 60 þúsund ráðstefnur haldnar ÍEvrópu á síðasta ári. Miklir fjármunir í húfi og við gœtum lengt ferðamannatímabilið. Síðan vantar okkur bjór! Sunnudagur 18. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 R«jj REYKJKMIKURBORG Rf | * Sfötáci * Fjölskylduheimili fyrir unglinga Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir unglinga. Um er að ræða vaktavinnu kvöld, nætur og helg- ar. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði uppeldismála. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 681836 eftir kl. 16.00. Umsóknarfrestur er til 25. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. REYKJMJÍKURBORG AcMteVl St&díVl Dagvist barna Vesturbær Fóstrur óskast til starfa allan daginn á dagheimil- ið Vesturborg, Hagamen 55. Upplýsingar gefur forstöðumaður heimilisins og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, sími 27277. REYKJMJÍKURBORG Aautovi Stfctcci Dagvist barna Árborg - Árbær Yfirfóstru, fóstrur og aðstoðarfólk vantar eftir há- degi á leikskólann Árborg, Hlaðbæ 17. Upplýs- ingar gefa framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, sími 27277. Hl REYKJMJÍKURBORG |W| Acuc&vi Stödusi T Dagvist barna Dagheimilið Valhöll Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa á dag- heimilið Valhöll, Suðurgötu 39. Um er að ræða störf á eins til tveggja ára deild. Upplýsingar gefur forstöðumaður heimilisins og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, sími 27277. REYKJKMÍKURBORG JÍCMMIX StödfVl Störf á leikskólum Fóstrur og aðstoðarfólk vantar á leikskólana Bar- ónsborg, Njálsgötu 70 og Holtaborg, Sólheimum 21. Um er að ræða störf eftir hádegi. Upplýsingar gefa forstöðumenn heimilanna og umsjónar- fóstrur á skrifstofum dagvistar barna sími 27277. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.