Þjóðviljinn - 18.10.1987, Page 23
SKÁK
HM-einvígið
Litlaust jafntefli
í þriðju skák
Jafntefli varð í þriðju einvígis-
skák Anatolv Karpovs og Garrí
Kasparovs í Sevilla á Spáni í gær.
Skákin var fremur viðburða-
snauð, eigi ósvipuð 1. skák ein-
vfgisins. Karpov komst ekkert
áfram gegn öruggri byrjunartafl-
mennsku Kasparovs og stóð um
tíma lakar að vígi. Kasparov er
greinilega enn í sárum eftir tapið
á miðvikudag, því hann gerði
enga tilraun til þess að fylgja eftir
heldur betra tafli og bauð jafntefli
eftir 29 leiki sem Karpov þáði um-
svifalaust. Karpov heldur vinn-
ingsforskoti en búast má við að
Kasparov tefli stíft til sigurs í
fjórðu skákinni sem tefld verður
á mánudaginn. Hann fær tvo
daga til að safna kröftum og
væntanlega að lappa upp á enska
lekinn sem brást svo hrapallega.
Þó Karpov geti enn fagnað
vinningsforskoti þá virðist hann
eiga erfitt með að komast áleiðis
gegn Griinfelds-vörn heims-
meistarans og verður væntanlega
að skerpa vopnin fyrir næstu
skákir. Hann tefldi afar litlaust í
gær í stað þess, sem margir hefðu
talið vænlegra, að spila út ein-
hverju byrjanatrompinu og reyna
að fylgja eftir góðum sigri.
3. einvígisskák:
Anatoly Karpov -
Garrí Kasparov
Griinfelds vörn
1. d4-Rf6
2. c4-g6
3. g3
(Karpov heldur fast við sömu
byrjunaráætlunina.).
3. .. c6
4. Bg2-d5
5. cxd5-cxd5
6. Rf3-Bg7
7. Rc3-0-0
8. Re5-e6
9. 0-0-Rfd7
10. f4-Rc6
11. Be3-Rb6
12. Bf2-Re7
(Keppendur léku fyrstu 12
leikina á aðeins 18 mínútum en
hér breytir Kasparov út af tafl-
mennsku sinni í 1. skák þegar
hann lék 12. .. Bd7. Það er hugs-
anlegt að hann telji svörtu stöð-
una helsti þrönga eftir 13. e4 Re7
14. Rxd7 Dxd715. e5, þó Karpov
hafi ekkert getað sannað þar um í
áðurnefndri viðureign. I frétta-
skeytum var þess getið að 12.
leikur Kasparov hafi ekki komið
áskorandanum ýkja mikið á
óvart enda er hann fyllilega í
anda stöðunnar.)
✓
13. a4
(Framrás e-peðsins á ekki eins
vel við í þessari stöðu. Svartur
stendur traustum fótum á mið-
borðinu eftir uppskipti á e4.
Karpov leitar því fanga á drottn-
ingarvæng.)
13. .. a5
14. Db3-Bd7
15. Hfcl-Bc6
16. Rb5
20. Bfl-f6
21. Rf3-Dd7
22. Dc2-Rf5
23. Bd2-Rd6!
(Karpov hefur ekki tekist að
finna neinn höggstað á Kasparov
og situr nú uppi með ýmsa stöðu-
lega veikleika. Frumkvæðið er nú
kyrfilega í höndum svarts. í öllu
falli er ljóst að að Karpov stefndi
ekki að þessari stöðu í undirbún-
ingi sínum fyrir einvígið.)
(í nánast samhverfa stöðu nýt-
ur hvítur örlítið meira rýmis en
hann hefur orðið að gjalda fyrir
það með framrás f-peðsins sem er
dálítið úr takt við stöðuna.)
16. .. Rbc8
(Það væri óskynsamlegt að
leyfa riddaranum að dvelja óá-
reittum á b5. Kasparov leitar því
uppskipta.)
17. e3-Rd6
18. Rxd6-Dxd6
19. Bel-Hfb8
24. b3-Hc8
25. Ddl-h6
(Undirbýr peðaframrás kóngs-
megin. Kasparov heldur því opnu
hvert riddarinn heldur.)
26. Bel-g5
27. Ha2-De8
28. Hac2-Bf8
29. Bd3-g4
Hvítur hefur gert það besta út
úr heldur daufum möguleikum
og með þessum leik afsalar Kasp-
arov sér öllum möguleikum til að
tefla til sigurs. Hann gat reynt að
fylkja liði sínu eftir g-línunni en
hvítur hefur alltaf vissa mótspils-
möguleika eftir c-línunni.
Leiknum fylgdi jafnteflistilboð
sem Karpov þáði. Þó aðeins hafi
verið skipt upp á peði og manni er
staðan föst fyrir og hvergi hægt að
brjótast í gegn. Jafnteflistilboðið
er frá sálfræðilegum sjónarhóli
skiljanlegt. Kasparov vill jafna
sig eftir ófarirnar í 2. skák.
Staðan:
Karpov 2 - Kasparov 1
Alþjóðlega mótið í Ólafsvík:
Jón L. sigraði
Jón L. Árnason stórmeistari
sigraði á alþjóðlega mótinu í Ól-
afsvík sem lauk í gær. Jón sigraði
Norðmanninn Peter Haugli en
helsti keppinautur hans, Svíinn
Danieisson gerði jafntefli og varð
Vi vinningi á eftir Jóni. Björgvin
Jónsson sem byrjaði mótið mjög
vel tapaði biðskák á fimmtudags-
kvöldið fyrir Tómasi Björnssyni
og við það minnkuðu möguleikar
hans á áfanga að alþjóðlegum titli
verulega. Hann gerði svo jafntefli
í gær og var Vi vinningi frá áfang-
anum, sem var 7 vinningar.
Úrslit urðu annars þau að Jón
L. vann Haugli eins og áður
sagði, Karl vann Sævar, Schan-
dorf vann Dan Hansson, en jafn-
tefli gerðu Danielsson og Ingvar
Ásmundsson, Þröstur Þórhalls-
son og Tómas Björnsson, og
Björgvin og Thomas Bator.
Lokastaðan á mótinu varð þessi:
I. Jón L. Árnason IVi v. 2. Dani-
elsson (Svíþjóð) 7 v. 3.-4. Schan-
dorf (Danmörk) og Björgvin
Jónsson 6V2 v. 5.-6. Karl Þor-
steins og Þröstur Þórhallsson 6 v.
7. Ingvar Ásmundsson 5 v. 8.-10.
Bator (Svíþjóð) Tómas Björnsson
og Sævar Bjarnason 4Vi v. hver.
II. -12. Dan Hansson og Ilaugli
(Noregur) 4 v.
\
Minjagripir
Tillögur sem bárust í samkeppni
um minjagripi verða tii sýnis á
Kjarvalsstöðum frá
17. okt. til 22. okt. n.k.
Ferðamálanefd
Reykjavíkur
Sunnudagur 18. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23
Fundarboð
Stjórn Sjóefnavinnslunnar h.f. boðar til hluthafa-
fundar laugardaginn 31. október 1987, kl. 14.00 í
Glaumbergi Keflavík.
Rætt verður um stöðu og framtíðarhorfur félags-
ins.
Á dagskrá eru tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins:
1. Tillaga um lækkun hlutafjár um kr. 36.000.000,
þ.e. úr kr. 40.000.000 í kr. 4.000.000 til jöfnunar
taps.
2. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað að
auka hlutafé þess um allt að kr. 50.000.000 í kr.
54.000.000 með nýju hlutafjárútboði og selja það
hlutafé jafnt núverandi hluthöfum sem öðrum að-
ilum með þeim kjörum, að * 1 II.A hluti þess greiðist í
peningum en eftirstöðvar þess greiðist með
verðtryggðu veðskuldabréfi til 5 ára, er beri 5%
ársvexti. Stjórn félagsins ákveði áskriftarfrest að
aukningarhlutum. Engar viðskiptahömlur verði á
sölu hluta til innlendra aðila í samræmi við 8. gr.
samþykkta fyrir félagið.
Reykjavík, 16. okt. 1987
Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf.
Frá Kennara-
háskóla
íslands
Samkvæmt lögum nr. 48/1986 eiga þeir sem
hafa verið settir kennarar við grunnskóla sex ár
eða lengur en fullnægja ekki skilyrðum laganna
um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum
grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og
skólastjóra, rétt á námi við Kennaraháskólann til
að öðlast slík réttindi.
Nám þetta mun hefjast í janúarbyrjun 1988. Um-
sóknir um námið þurfa að berast Kennaraháskól-
anum fyrir 15. nóvember n.k. Upplýsingar og
umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og
verða send þeim, sem þess óska.
Rektor
Lyftaramenn
Skipadeild Sambandsins Holtabakka óskar eftir
að ráða lyftaramenn til framtíðarstarfa sem fyrst.
Mötuneyti á staðnum.
Nánari upplýsingarveitiryfirverkstjóri ástaðnum.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
HOLTABAKKA - SÍMI 685160
Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
Helga J. Halldórssonar
fyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík,
fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. október kl.
13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigrún Helgadóttir Ari Arnalds
Guðný Helgadóttir
Þorbjörg Helgadóttir Jorgen H. Jorgensen
Áslaug Helgadóttir Nicholas J.G. Hall
og barnabörn