Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. febrúar 1988 45. tölublað 53. árgangur Ráðhúsið Skrípaleikur hjá Jóhönnu Annað hvort var löglega eða ólöglega að kynningu ráðhússreitsins staðið. Hafi verið löglega að kynningunni staðið er öll viðbótarkynning óþörf ef ekki, ber aðfara að skipulagslögum Hafi verið löglega að kynningu skipulagsins staðið er öll við- bótarkynning á því óþörf. Hafi hinsvegar ekki verið farið að lögum ber að kynna skipulagið samkvæmt skipulagslögum, setja það í grenndarkynningu í átta vikur einsog lögboðið er. Þetta hálfkák hjá féiagsmálaráðherra er því einsog hver annar skrípa- leikur,“ sagði lögfræðingur sem Þjóðviljinn ræddi við í gær. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að ekki hafi verið lögform- lega staðið að kynningu á ráð- hússreitnum og að grundvallar- upplýsingar hafi ekki legið fyrir þegar kynning fór fram. Þegar borgarstjórn tók afstöðu til Kvos- arskipulagsins var punktalína þar sem nú er fyrirhugað að reisa ráðhús og samkvæmt greinargerð með skipulaginu átti ráðhúsið ekki að rísa í Tjörninni. DV greinir frá því í gær að for- sætisráðherra hafi með hjálp kratajóna fengið Jóhönnu ofan af því að neita að staðfesta ráðhúss- reitinn, sem hefði þýtt að sá hluti skipulagsins hefði þurft að fara í kynningu samkvæmt skipulags- lögum. Heimildir Þjóðviljans í félagsmálaráðuneytinu staðfesta þetta. Sagði heimildamaðurinn að Jóhanna hefði upphaflega ætl- að að neita að staðfesta skipulag ráðhússreitsins og því hafi sér komið mjög á óvart þegar hún hélt því fram að afskipti forsætis- Krafla Skjálftar og landris Svœðið er ennþá lifandi, en óvíst um gos Karl Grönvold jarðfræðingur segir að aukin skjálftavirkni og landris á Kröflusvæði sýni að þar sé kvika að safnast fyrir, en það þurfí ekki að þýða að gos verði alveg á næstunni. Karl sagði óróa af þessu tagi koma upp af og til og hjaðna oft- ast niður. Því lengur sem mæling- ar sýndu að kvika safnaðist fyrir, því meiri yrði hættan á gosi. Eftir- lit með breytingum á Kröflu- svæðinu er mikið. í Reynihlíð eru skjálftamæiar og af Norrænu eld- fjallastöðinni er hægt að hringja í hallamæla og fá upplýsingar um landris og -sig. Karl sagði að reynslan hefði sýnt að hægt væri að segja fyrir um gos með 2-4 tíma fyrirvara. Þá aukast skjál- ftar og mjög hratt landsig verður. Síðast gaus á Kröflusvæðinu í september 1984 og var það í ní- unda sinn frá, því eldsumbrot hófust í desember 1975. mj I ráðherra hefðu ekki haft nein áhrif á afstöðu hennar. Guðrún Pétursdóttir, talsmað- ur samtakanna Tjörnin lifi, sagði að þar sem samtökin hefðu ekki enn séð greinargerð ríkislög- manns, vildu þau ekki tjá sig um lögformlega hlið málsins, en til greina hefur komið að kæra niðurstöðu félagsmálaráðherra. „Annaðhvort var farið að lögum eða ekki. Ef þessi málsmeðferð er lögieg þýðir það að hægt er að kynna skipulag og bæta hinu bg þessu við eftir á.“ Guðrún sagði að samtökin ætl- uðu að nota þann tíma vel sem ráðhússreiturinn verður í kynn- ingu. -Sáf VMSÍ - VSÍ Reynt til þrautar Launaliðir nýrra samninga loksins uppá borðið. Atvinnurekendurgerðu VMSÍgagntilboð. 9-10% kauphœkkanir til árs Vendipunktur varð í gær í samningaviðræðum Verka- mannasambandsins og atvinnu- rekenda í Garðastræti, er at- vinnurekendur gerðu VMSÍ samningstilboð. Á samninganefndarmönnum VMSÍ var að heyra í gær, áður en þeir héldu á samningafund, að fund- urinn skæri úr um það hvort ein- hver samkomulagsgrundvöllur væri fyrir hendi eða uppúr við- ræðum slitnaði. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans bjóða atvinnurekendur VMSÍ uppá 9-10% kauphækkan- ir til árs og eru þar meðtaldar hækkanir á töxtum og starfsaid- urshækkanir. Ekki gekk þrautalaust fyrir at- vinnurekendur að berja saman samningstilboðið. Á samninga- fundi í fyrradag gáfu atvinnurek- endur sér ekki tíma til að ræða við viðsemjendur sína, en ræddu þess í stað þeim mun meira í sinn hóp. Eftir strangan næturfund í fyrrinótt, komu atvinnurekendur sér loksins saman um gagntilboð, sem lagt var fyrir samninganefnd Verkamannasambandsins laust fyrir kvöldmatarleytið í gær. Er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi stóð samningafundur enn yfir. -rk Þjóðminjasafn Liðkað fyrir nýjum lögum r Igær var öllum þingmönnum boðið að skoða Þjóðminjasafn- ið og þiggja þjóðlegar veitingar, á afmælisdegi safnsins. Þar kom fram að á næstu dögum verður lagt fram frumvarp um ný þjóðminjalög á Alþingi og að stórar fjárhæðir þarf á næstu árum ef koma á safninu í gott horf. Þingmönnum var skipt í hópa eftir kjördæmum og síðan leiddir um sali safnsins í fylgd safnvarða. Virtust þeir mjög áhugasamir um muni sinna héraða og kunnu vei að meta kræsingarnar sem menntamálaráðuneyti bauð í lok- in. íslensku brennivíni, mysu, há- karli og harðfiski var rennt niður, meðan leikið var á 200 ára gamla fiðlu fyrir gestina. í ræðu menntamálaráðherra kom fram að frekar hefði átt að sýna þingmönnum lek þök og glugga en fagra rnuni, svo þeim yrði ljós sá stuðningur sem þarf frá fjárveitingavaldinu á næstu árum. mj Þingmenn Reykjaneskjördæmis kunna sjáanlega vel að meta hákarlinn í Þjóðminjasafninu. Vonandi að þeir kunni eins vel að meta átakið til viðreisnar Þjóðminjasafnsins. Mynd E.ÓI. Hlíf Yfirvinnubann 4. mars Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur boðað yfir- vinnubann frá 4. mars að telja, hafí samningar atvinnurekenda við Verkamannasambandið ekki tekist áður. - Við teljum að við höfum sýnt atvinnurekendum mikið lang- lundargeð. En þegar á að fara að tala um að verkafólk taki ábyrgð á taprekstri frystihúsanna, er tími til kominn að við förum að brýna kutana, sagði Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Hlífar, í sam- tali við Þjóðviljann f gær. Sigurður sagði að samkvæmt laganna hljóðan yrði félagið að boða yfirvinnubannið með minnst sjö daga fyrirvara. - Við hefðum viljað byrja strax á morg- un. Það er fyllilega kominn tími til að við förum að huga að að- gerðum. Við viljum vera við öllu búnir ef uppúr slitnar, sagði Sig- urður. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.