Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 22
M IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS: 14., 15., og Loftræsti- og hitakerfi. Námskeiðiö er ætlað 16. mars mönnum sem annast uppsetningu og smíði kerfanna. 20-25 kennslustundir. MÁLMTÆKNIDEILD: 7.-11. mars Hlífðargassuða. Ætlað starfandi iðnaðar- mönnum. Ryðfrítt stál og smíðastál: Flokkun og eiginleikar, tæring, suðuaðferðir o.fl. Ál: Flokkun og eiginleikar, suðuaðferðir, suðugall- ar o.fl. 40 stundir. 14., 15. og Suða með duftfylltum vír. Notkunarsvið, 16. mars kostir og gallar. Afköst, fjárhagsleg atriði. Flokkun suouvíra og helstu eiginleikar. Verk- legar æfingar og sýnikennsla. 24 stundir. 21.-25. Rafsuða/stúfsuða á rörum. - Útfærsla og mars frágangur suðu. Gallar og orsakir þeirra. Flokkun og meðferð rafsuðuvíra. 40 stundir. REKSTRARTÆKNIDEILD: 14.-19. mars 17. mars 7., 8. og 9. mars Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Stofnáætlun og frumkvöðull fyrirtækis.Við- skiptahugmynd og markaðsmál. Fjármál, fé- lagsmál og reglugerðir. Öflun upplýsinga og reynsla annarra. Strikamerki II. Hvað er strikamerki, notkun, staðsetning strikamerkja, stærðir, prenttækni- leg atriði, gerð umbúða og eftirlit. 6 kennslu- stundir. Vöruþróun. Vöruþróun, markaðssókn, leið til betri afkomu. Gerð framkvæmdaáætlunar, frá hugmynd til framleiðslu. Leiðir til að fjármagna vöruþróun o.fl. 15 kennslustundir. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: 29.feb.- Samstarf og samvinna. Hvað er stjórnun og 1. mars hvert er hlutverk verkstjóra, skipulag sam- starfs og samvinnu. 29. feb.- Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og 1. mars ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. Haldið á Akureyri. 18.-19. Öryggismál. Haldið í Reykjavík. mars 2. -3. mars Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnun- arstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig eiga góð verkfyrirmæli að vera. 4.-5. mars Vöruþróun. Helstu þættir vöruþróunar og hlutverk verkstjóra í vöruþróunarstarfinu, þró- un frumgerðar og markaðssetningu o.fl. 7.-8. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu mars flutninga utan og innan fyrirtækja, flutninga til og frá o.fl. 9.-10. Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun mars breytinga, hvernig er unnið að breytingum. Starfsmannaviðtöl. hvernig virkja má starfs- menn til að leysa vandamál o.fl. 11.-12. Sala og markaðsmál. Farið er yfir helstu atriði mars í markaðsmálum og markaðsfærslu, skipul- agningu sölu og dreifileiða, auglýsingar og kynningar. 14.-15. Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefna- mars stjórnunar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 16.-17. Að skrifa skýrslur. Farið er yfir hvernig á að mars skrifa og ganga frá skýrslum, efnisskipan, skipulag og stíl, endurskoðun og frágang. 18.-19. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yfir mars skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, vinnuvistfræði, líkams- beitingu við vinnu. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ: 2.-10. mars Haldið á Blönduósi. Námskeið eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91)68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91)68-7009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnum! UUMFERÐAR RÁÐ ÍÞRÓTTIR Frank-Peter Roetsch mundar riffilinn. Skíðaskotfimi Roetsch með tvöfalt „Ég var búinn að gera skyldu mína með því að vinna gull svo það var engin pressa á mér,“ sagði Roetsch áður en hann lagði upp í 10 kílómetra gönguna og fékk sér steik og egg í morgunmat en það ku ekki vera það besta svona rétt fyrir keppni. Hann átti f vandræðum með riffil sinn rétt fyrir 10 kílómetra gönguna og varð að taka hann í sundur og laga hann rétt fyrir keppnina. Roetsch hitti ekki úr einu af skotunum og varð að taka einn aukahring en náði samt að vinna sovétmanninn Valeri Me- dvedtsev sem hitti úr öllum sínum skotum. Roetsch lauk keppninni á 25.01 mínútum, sem er meira en 5 mínútum betri tími en ólympíu- met Norðmannsins Erik Kval- foss, sem lenti í 19. sæti í þessari keppni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppandi nær því að vinna bæði 10 og 20 kílómetra skíðaskotfimi á ólympíuleikum. Skíðastökk Nykanen með tvö gull úr tveimur greinum Tveir stökkvararfá langmesta athygli-sá besti ogsá lélegasti Finninn fljúgandi Matti Ny- kanen vann í skíðastökki af 90 metra palli og varð þar með fyrst- ur til að vinna í stökki af bæði 70 og 90 metra palli. í öðru sæti var Erik Johnsen frá Noregi með samanlagt 207.9 en Nykanen fékk 224 stig. Matti karlinn virðist vera kom- inn yfir drykkjumál sín en hann hefur verið frægur að endemum fyrir alls kyns uppákomur á keppnisferðalögum. “Örninn“ Stökkvarinn Eddie Edwards er Verðlaun Sovétríkin .8 8 6 A-Þýskaland .7 6 4 Austurríki ..3 3 1 Finnland .3 0 2 Svíþjóð ..3 0 1 Bandaríkin ..2 1 1 Sviss ..1 4 2 Holland ..1 2 2 V-þýskaland ..1 1 1 Frakkland ..1 0 1 Noregur .0 3 1 Kanáda 0 1 3 Tékkóslóvakía .0 1 2 Italía ..0 0 1 Japan „0 0 1 Júgóslóvakía „0 0 1 enn í sviðsljósinu í Calgary. Stíll hans hefur verið kallaður “fall- hlífastíll" og sagt að hann stundi ekki skíðastökk heldur “skíða- fall“. Eddie hefur náð sínum besta árangri hér í Calgary en var þó lægstur á stigatöflunni með 57.5 stig en næsti fyrir ofan hann fékk 110 stig. Hann hefur slegið breska metið og er sáttur við árangurinn. Til stóð að banna honum að stökkva/falla vegna eigin öryggis en hann mótmælti harðlega og fékk að keppa. Ekki eru allir sáttir við þá athygli sem hann fær; „Við þurfum trúða í keppnina, það er gott að hafa Eddie með,“ sagði Matti Nykan- en. „Það að klappa fyrir Eddie á ekkert skylt við skíðastökk. Hann stökk tvisvar en fékk ekk- ert stig fyrir vegalengd. Við höf- um þúsundir af svona fólki í Nor- egi en við látum það ekki keppa,“ sagði tæknilegur ráðgjafi Norð- manna. „Við höfum 11 og 12 ára krakka í Kanada sem stökkva jafn langt og Eddie. Hann stekk- ur ekki, hann bara dettur,“ sagði Rob McCormack einn af stjórn- endum keppninnar og bætti við: „Það verður þó að koma fram að áður en Eddie kom til skjalanna vorum við inní miðju blaði en hann hefur komið okkur á for- síðu.“ Snjó- K ★ o * R ★ N Kanadamenn breyttu skyndilega reglum um lokakeppnina í íshokký. Þeir færðu til leik Kanada og Sovét- manna svo að hann væri á besta tíma miðað við sjónvarpsglápara í Kan- ada. Fyrir keppnina hafði verið dreift Ijósriti þar sem á stóð að Kanada keppti fyrst við Vestur-Þýskaland en á fundi eftir að úrslit riðla lágu fyrir sögðu þeir að á Ijósritinu hefði aðeins verið uppkast. ★ Þrír keppendur hafa náð því að keppa í tveimur greinum og vinna í báðum. Það eru Matti Nykanen I skíðastökki af 70 og 90 metra palli, Frank-Peter Roesch sem vann I 10 og 20 kíló- metra skíðaskotfimi og Thomas Gustafsson Svíþjóð sem vann í tveimur skautahlaupum. ★ Albert prins af Mónakó ætti að vera ánægður. Hann lenti í 25. sæti I bo- bsleðakeppninni en hafði lýst því yfir að yrði himilifandi ef hann næði því sæti. 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. febrúar 1988 VERAR- lympíuleikarmr í CALGARY v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.