Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Breytingar á sjávarútvegi Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins skrifar Gengi atvinnugreina fer ekki bara eftir efnahagslegri afkomu þeirra á líðandi stundu heldur miklufremur eftir þeimframtíðarmöguleikum sem menn þykjastsjá ígreininni ogþeim viðhorfum sem ríkjandi eru til hennar. Ef þeir framtíðarmöguleikar, sem liggja ífiskvinnslunni, verða ekki gerðir sýnilegir fólki, sem á alltsitt undir sjávarútvegi, er enn frekari byggðaflótti fyrir dyrum Undanfarin ár hafa umræður um sjávarútveg meira og minna snúist um fiskveiðistefnuna, kvóta eða ekki kvóta. Svo hefur einnig verið innan Alþýðubanda- lagsins. Þetta hefur haldiö um- ræðunni í „ófrjórri pattstöðu" eins og sagt var um annan vanda þessa flokks. Ég minnist þess að sum okkar reyndum að benda á að þó svo við værum ekki sam- mála um kvótann, þá yrðum við að fara að skoða af meiri alvöru hvað væri að gerast í vinnslunni, hvað yrði um fiskinn eftir að hann væri veiddur. Og þá ekki bara hvar honum væri landað, heldur hver verðmæti væru úr honum sköpuð. Það liggur fyrir að frystingin hefur haldið niðri kauptöxtum í undanförnum samningum og all- ar horfur á að svo verði enn nú. Þótt ekki væri nema þess vegna hefði flokkurinn þurft að skil- greina betur það ástand sem þessu veldur. Okkur tókst í haust að komast að samkomulagi um með hvaða hætti réttlátast væri að stýra fisk- veiðum, þegar fiskveiðistefna Al- þýðubandalagsins var samþykkt á fundi miðstjórnar 5. desember, að undangenginni ágætri ráð- stefnu um sjávarútveg. í þeirri fiskveiðistefnu er lögð rík áhersla á það meginatriði að sjávarauð- lindir séu sameign þjóðarinnar. Þá er ekki síður hugað að hags- munum byggðarlaganna en ein- stakra skipa og opnaður mögu- leiki á því að færa vald yfir veiðistjórnuninni frá ráðuneyti til byggðanna. Jafnframt þessu er það ákvæði að til að tryggja bús- etu um allt land og eðlilega byggðaþróun verði þess gætt að hvert svæði njóti aðstöðu vegna nálægðar við fiskimið. Við reyndum við mótun fiskveiðist- efnunnar að taka bæði á því atriði sem lýtur að algerri miðstýringu ráðuneytisins og svo hagsmunum byggðanna. Alþýðubandalagið komi inn í ~ stefnumótun En lítum þá til vinnslunnar. Það er Ijóst að flokkur eins og Alþýðubandalagið verður að koma inn í stefnumótun þar með afgerandi hætti. Bæði vegna for- sögu sinnar varðandi uppbygg- ingu í sjávarútvegi um land allt og einnig hins að aðrir verða varla til þess að veita þau svör sem beðið er eftir. Til þess eru hagsmunir ráðandi afla of miklir varðandi óbreytt ástand og tilheyrandi smáskammtalækningar. Það er í fullum gangi atvinnu- bylting innan sjávarútvegsins, en svo gjörsamlega skipulagslaus og handahófskennd að undrum sæt- ir þegar haft er í huga mikilvægi þess hvernig til tekst. Það læðist að manni sá grunur að annað hvort skilji stjórnvöld ekki hvað er að gerast, vilji ekki sjá það vegna annarra hagsmuna eða séru hreinlega búin að stinga höfðinu í sandinn. Þetta stefnu- og ráðaleysi birtist okkur gleggst í dag sem vandi frystihúsanna úti um allt land með tilheyrandi óör- yggi íbúanna varðandi atvinnu og þá einnig áframhaldandi búsetu á viðkomandi stað. Hugmyndireru að venju uppi um smáskammta- lækningar en engin sýn til fram- tíðar. Það er einmitt ástand sem þetta sem hrekur fólk burt af landsbyggðinni, þar sem frysti- húsið er í mörgum tilfellum stærsti vinnustaðurinn. Ástandið í dag En iítum þá frekar til ástands dagsins í dag. Saltfisk og skreiðarvinnsla mun vera „réttu megin við strikið". Einnig útgerð og þó sérstaklega útgerð frystito- gara sem eru einskonar fljótandi frystihús. Frystihúsin í landi eiga hinsvegar við mikla erfiðleika að etja. f fyrsta lagi fara þau halloka í samkeppni við annan atvinnu- rekstur um vinnuafl þar sem þau hafa ekki bolmagn til þess að greiða það kaup sem mannsæmandi þykir fyrir slíka vinnu. Áður hefur verið bent á hvernig þessi staða hefur haft áhrif á gerð kjarasamninga. í öðru lagi eiga þau í sam- keppni um afla við gámaútflutn- ing og þær greinar vinnslu sem ganga betur. í þriðja lagi, og sem afleiðing af ofangreindu, er nýting á fjárfest- ingum ekki eins hagkvæm og kröfur eru gerðar til m.a. með vaxtastefnunni. Hvað sem okkur kann að finn- ast um gengisfellingu sem efna- hagsaðgerð við núverandi að- stæður breytir hún ekki þessari mynd. Svarið er breytingar í vinnslunni Svarið hlýtur því að felast í breytingum í fískvinnslunni sjálfri. Breytingum sem næðu til margra þátta og hefðu auk efna- hagslegra markmiða þau að treysta búsetu um iandið þannig að sú verkþekking og þeir mögu- leikar sem víða liggja ónotaðir fari ekki forgörðum. Eftirfarandi þættir þurfa þar sérstakrar skoð- unar við: 1. Frysting er geymsluaðferð. Ef neytendur vilja borga betur fyrir vöruna án þessarar geymslu, þá er að mæta því. Samgöngur eru aðrar í dag en fyrir 20 árum. 2. Við þurfum meiri sérhæf- ingu í vinnsluna. Það að taka á móti og vinna heilu togarafarm- ana af blönduðum, misgömlum afla getur ekki og er ekki hag- kvæmt fyrir neitt hús. Sérhæfíngu náum við m.a. fyrir tilstilli fisk- markaða þar sem verkendum gefst kostur á að kaupa tiltekið hráefni. Lítum til þess sem er að gerast suður með sjó. 3. Þróunarstarf í fiskiðnaði og menntun í greininni þarf að fara fram sem víðast og byggja meira á sérstöðu landshluta og byggðar- laga hvað varðar aðgang að hrá- efni og þeirri verkþekkingu sem fyrir er. 4. Við markaðs- og sölustarf þurfum við að leggja okkur betur fram. Það er ekki verið að gera lítið úr því sem gert hefur verið í þeim efnum unfanfarna áratugi en breyttar aðstæður kalla á ný vinnubrögð og líklegt má telja að „litlir" aðilar með sérhæfða vöru nái betri árangri á neytenda- markaði eru stór sölusamtök sem hafa sérhæft sig í stórsölum til stofnana og hótelkeðja. 5. Hlutverk stjórnandans þarf að breytast. í dag er staðan sú að stjórnandinn hefur sáralftil áhrif á það hvað er að gerast á mörkuð- um erlendis. Bæði er að hann þarf ekki við núverandi ástand að hafa þá yfirsýn þar sem ákvarð- anir um framleiðslu eru teknar annarsstaðar og svo hitt, sem er þó sýnu alvarlegra, hann hefur ekki tíma til þess að setja sig inn í hvað er að gerast, þar sem megnið af tímanum fer í það að halda fyrirtækinu peningalega á floti. Horfum til framtíðar Sumir hafa orðað það svo að frysting væri úrelt fyrirbæri, deyjandi atvinnuvegur. Réttara væri að segja að við þurfum að hugsa notagildi þessarar geymsluaðferðar um á nýtt og horfa þá til framtíðar. Einnig hvað varðar nýtingu þeirra fjár- festinga sem liggja í frystihúsum landsins og sfðast en ekki síst að- stæður fólksins sem hefur byggt lífsafkomu sína á hefðbundinni vinnslu afla til frystingar. Við þurfum að mæta kröfum þeirra neytenda sem vilja ferska vöru. Fiskurinn væri þá unninn að einhverju marki en sendur úr landi ófrystur. Við þurfum að mæta þörfum stórkaupenda sem vilja frysta vöru til að hafa á sínum lager. Frystitogarar og nokkur stærstu frystihúsin gætu annað þeirri eftirspurn. Við þurfum að vinna betur hluta hráefnisins og horfa þá til þess hóps neytenda sem vill kaupa frosna tilbúna rétti til að setja í örbylgjuofn. Til þess mætti nýta mörg minni frystihúsin. Við þurfum bæði meiri sérhæf- ingu og sveigjanleik. Gengi atvinnugreina fer ekki bara eftir efnahagslegri afkomu þeirra á líðandi stund heldur miklu fremur eftir þeim framtíð- armöguleikum sem menn þykjast sjá í greininni og þeim viðhorfum sem ríkjandi eru til hennar. Ef þeir framtíðarmöguleikar sem liggja í fiskvinnslunni verða ekki gerðir sýnilegir fólki sem á allt sitt undir sjávarútvegi er enn frekari byggðaflótti fyrir dyrum. Aukið þróunarstarf úti um landið mundi ekki einungis gera mögulega nýtingu hráefnis sem illa eða iítið er nýtt í dag, heldur og gera því fólki sem byggir sjáv- arplássin og landslýð öllum sýni- lega þá möguleika sem felast í greininni. Ef við viljum sjá þorp- in og bæina úti um landið blómstra á ný er svarið að gera þessa möguleika sýnilega. Takist það mun það laða að fólk, fólk sem vill nýta sína menntun og þekkingu í þágu okkar undir- stöðuatvinnugreinar en finnur ekki þekkingu sinni eða áhuga farveg innan þess kerfis sem við búum við í dag. Nýtum samgöngu- og upplýsingatækni nútímans Varðandi markaðs- og sölu- málin er alveg ljóst að þótt for- svarsmenn SÍS vilji að við lítum til þess hvernig Norðmenn færa sína sölustarfsemi æ meir á eina hönd, þá getum við ekki litið á allt sem þeir gera sem fordæmi fyrir okkur. Þeir eru með viða- mikla ríkisstyrki við sinn sjávarú- tveg, við ætlum hinsvegar greininni að standa undir öðru. Við hljótum því að leita fleiri leiða og kappkosta að ná sem fjölbreytilegustum markaði fyrir okkar afurðir. Þar hljóta allar stærðir útflutningsfyrirtækja að geta átt heima. Sú upplýsinga- tækni sem nútíminn býður upp á gerir okkur kleift að vinna hluta af okkar sölustarfi með allt öðr- um hætti en tíðkast hefur. Hún gerir einu fyrirtæki kleift að fram- leiða og selja eftir verðsveiflum og eftirspurn, nánast frá degi til dags. Mér finnst stundum að þegar þeir aðilar sem mestra hagsmuna eiga að gæta varðandi óbreytt ást- andi, hlaupa í vörn fyrir það, þá forðist þeir að taka tillit til þeirra möguleika sem breytt upplýsinga- og samgöngutækni gefur okkur varðandi breytingar á fyrirkomulagi og framþróun í sjávarútvegi. Þeir möguleikar opna hinsvegar bæði greininni og landsbyggðinni nýjarleiðir, leiðir sem byggt geta á frumkvæði heimamanna, sérstöðu byggðar- laga og vissu fráhvarfi frá þeirri miðstýringu sem er varðandi vinnsluna í dag. Fólk lifir ekki af brauði einu saman. Sjálfsvirðing þess er ekki hvað síst undir því komin að það geti haft áhrif á umhverfi sitt og vinnuaðstæður og verið gerendur í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Þetta á líka við um okkur sem búum úti á lands- byggðinni. Það er því ekki ein- ungis efnahagslega rangt að við- halda óbreyttu ástandi heldur beinlínis tilræði við byggðirnar úti um landið. Fólk sækir þangað sem framtíðarmöguleikar eru sýnilegir, þangað sem „eitthvað er að gerast“. Þess vegna er það lífsnauðsyn að menn sjái framtíð fískvinnslunnar fyrir sér og vinni markvisst að því sem betur má fara en sitji ekki helfrosnir í nú- verandi ástandi. Svantriður Jónasdóttir er varaformaður Alþýðubandalagsins. Hún er bæjarfulltrúi ð Dalvfk og starfar auk þess við kennslu. Flmmtudagur 25. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUIINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.