Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 4
_____________ LEIÐARI________ Lýðræði skjalaskápsins Félagsmálaráðherra hefur bent borgarstjórn Reykjavíkur á að ekki sé sæmandi annað en að fara að almennum reglum við að kynna ráð- hússbyggínguna sem meirihluta borgarstjórnar hefur dottið í hug að koma fyrir í norðvesturenda Tjarnarinnar. Ráðherra á að staðfesta samþykktir frá sveitarstjórnum um skipulagsuppdrætti, og á sú staðfestingarregla sér meðal annars jDær for- sendur að meirihluti í sveitarstjórnum brjóti ekki á íbúum með hæpnum eða beinlínis ólöglegum samþykktum. Úrskurðir ráðherra um þessi efni styðjast við álit sérfræðinga í skipulagsmálum og í lögum, og hafa því fremur faglegt eðli en pólitískt. Svo brá þó við að uppi varð fótur og fit þegar það fréttist í skrifstofur stjórnarráðsins að von væri ráðhússúrskurðar Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Forsætisráðherra greip til þess óvenjulega bragðs að fara fram á frestun, og síðustu helgi gekk á með fundahöldum þar sem við sögu komu nokkrir helstu máttarstólpar borgar og ríkis. DV segirfrá þvíað sérstakur neyðarfundur hafi verið boðaður um málið heima hjá forsætis- ráðherra klukkan ellefu á sunnudagskvöldið og voru á honum auk Þorsteins Pálssonar þau Da- víð Oddsson borgarstjóri, Jón G. Tómasson borgarritari, Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra og Lára V. Júlíusdóttir aðstoðar- maður Jóhönnu félagsmálaráðherra. Á þessum fundi mun hafa verið samið um málamiðlun frá upphaflegri ráðagerð félags- málaráðherra eftir hálfgildings stjórnarkreppu á laugardag og sunnudag. Afskipti ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum virðast hafa orðið til þess að Jóhanna breytti um afstöðu í málinu, þannig að borgarstjórnarmeiri- hlutanum gafst færi á mun styttri fresti til að bæta úr lögleysu sinni við kynninguna og moka yfir ýmiskonar vafasamt klúður við afgreiðslu málsins, til dæmis það að á þeim skipulags- uppdrætti sem samþykktur var í borgarstjórn er ráðhúsið alls ekki sýnt nema sem punktalína. Aðeins sú staðreynd sýnist hafa átt að verða félagsmálaráðherra næg ástæða til að neita með öllu að staðfesta skipulagið að svo stöddu. Ráðherra valdi aðra leið, og hætti þannig á óhjákvæmilegar spurningar um skort á mál- efnalegri staðfestu. Voru pólitísk hrossakaup á dagskrá heima hjá Þorsteini kvöldið góða? Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kemur því miður ekki jafnheil frá hildi og efni virtust standa til. Þáttur samráðherra Jóhönnu úr Alþýðu- flokknum er þeim heldur ekki til virðingarauka. Þrýstingur frá Sjálfstæðisflokknum hefur sam- kvæmt fréttum orðið til þess að bæði Jón Bald- vin Hannibalsson fjármálaráðherra og Jón Sig- urðsson dóms-, kirkju- og viðskiptaráðherra hafa lagt að Jóhönnu að gefa eftir. Og það er einkar athyglisvert að Alþýðuflokksráðherrarnir þrír, sem með þessum hætti láta Sjálfstæðis- flokkinn skipa sér fyrir verkum, eru allir kjörnir á þing sem fulltrúar Reykvíkinga. Sérkennilegust og þó dæmigerðust eru við- brögð Davíðs Oddssonar borgarstjóra og sam- fylgdarfólks hans í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann hefur lýst því yfir fyrirfram að ekkert mark verði tekið á athugasemdum borgarbúa, heldur verði þeim skóflað inní skjalaskáp. Og hann hefur líka ákveðið að hefja framkvæmdir í Tjörn- inni áður en málið kemur aftur til kasta kjörinna fulltrúa í borgarstjórn í byrjun maí. Borgarstjórinn ætlar sér að keyra málið áfram þvert á skýra meirihlutaandstöðu við Tjarnar- raskið meðal borgarbúa, andstöðu sem skoð- anakannanir hafa staðfest í þrígang. Borgar- stjórinn beitir áhrifum sínum á veika forystu- menn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn til að beygja fagráðherrann, Jóhönnu Sigurðardótt- ur, af sinni braut. Borgarstjórinn hefur neglt pól- itíska framtíð sína svo fast við bygginguna að hann neitar boði um að leggja málið í dóm borg- arbúa með almennri atkvæðagreiðslu. Ráðhússmálið snerist í upphafi fyrst og fremst um það hvort menn vildu ráðhús í Tjörn- inni eða ekki, og andstæðingar byggingarinnar úr öllum stjórnmálaflokkum reyndu að reka sitt mál á þann hátt að ekki yrði úr pólitískur meting- ur. Davíð Oddsson hefur hinsvegar með ofstopa sínum orðið til þess að ráðhússmálið er að verða prófmál um vinnubrögð Davíðs og virð- ingu borgarstjóra fyrir almannavilja í borginni. -m KUPPT Steig upp tii himna í kjarasamningaviðræðum sem nú fara fram í paiisanderþiljuð- um sölum atvinnurekenda í Garðastræti hefur verið um það rætt að uppstigningardagur verði ekki lengur frídagur, þ.e. að ekki skuli lengur greitt helgidagakaup fyrir vinnu á þeim degi. í stað þess fái verkafólk frí næsta mánu- dag eftir uppstigningardag. Um þetta var fjallað í Dagfara- pistli í DV í gær. „Eitthvað vefst þetta fyrir kirkjunnar mönnum sem er reyndar skiljanlegt. Uppstigning- ardagur er heilagur dagur vegna þess að þá steig Kristur upp frá dauðum. Sem er ekki síðri og ó- merkari dagur í trúarhaldinu en fæðing og krossfesting frelsarans á jólum og um páska. Kirkjan getur ekki séð hvernig hægt er að færa uppstigningu Jesú frá einum degi til annars." Látum vera þá staðhæfingu að trúarhald sé hér á landi af sömu stærðargráðu á uppstigningardag og á jólunum. Vera má að þannig sé málum háttað hjá Dagfara. En klippari sér ekki betur en Dag- fari, hver sem hann kannað vera, fari létt með að færa ýmsa atburði heilagrar ritningar frá einum degi til annars. Er ekki enn sú klausa í trúarjátningu lúterskra að Krist- ur hafi risið á þriðja degi upp frá dauðum? Eða hvers er minnst á páskum? Kannski ætti Dagfari að fara að dæmi mannsins sem svaraði þannig er sonur hans spurði erf- iðrar guðfræðilegrar spurningar: „Við skulum ekki fást um það. Við skulum halda áfram að tátla hrosshárið okkar." Allt í lagi Um það hefur nokkuð verið rætt hvort tekin hafi verið upp ný stefna í íslenskum utanríkismál- um. Sumir hafa vonað en aðrir óttast að með komu Steingríms Hermannssonar í utanríkisráðp- neytið hafi orðið þáttaskil og að leíðarhnoða okkar í samskiptum við önnur ríki sé ekki lengur skil- yrðislaus undirgefni við hug- myndafræði kalda stríðsins og takmarkalaus vikalipurð við bandaríska herstjóra. Það er einkum tvennt sem veldur því að sumir hafa þóst merkja veðrabrigði. Annars veg- ar bar það til nýlundu nú í haust að fulltrúar íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna greiddu stund- um atkvæði á móti Bandaríkjun- um. Ekki var um að ræða mjög veigamikil mál af því tagi sem stjórnin í Washington telur skipta sköpum fyrir stórveldisstöðu Bandaríkjanna og leggur/því of- urkapp á að allir bandamenn styðji afdráttarlaust. En engu að síður sætti það tíðindum að ís- land brá sér úr hlutverki fylgifis- ksins. Hins vegar hefur það gerst að Steingrímur utanríkisráð- herra, sem er ákaflega sýnt um að vera frír af sér og ræða af hispurs- leysi um hvort heldur sem vera skal vaxtamál eða utanríkismál, hefur stundum notað annað orð- færi en þeir íhaldsmenn hafa talið sæmandi sem löngum hafa litið á alþjóðamál í Ijósi tvíhyggju kalda stríðsins. Menn hafa verið varaðir við að túlka þessa atburði þannig að bylting sé hafin í utanríkismálum íslendinga. Allar meginlínur liggja þar nákvæmlega eins og áður. Það sést best á fram- kvæmdagleði Bandaríkjahers á fslandi. Og það eru fleiri en Þjóð- viljinn sem hafa af því áhyggjur að menn oftúlki orð og gerðir Steingríms Hermannssonar. I gær var í Morgunblaðsleiðara' fjallað um árlega skýrslu utan- ríkisráðherra og er þar lagt kapp á að sannfæra lesendur um að ást- andið sé ekki stórhættulegt. En gefum Mogga orðið: Ekkert að óttast „Töluverðar umræður hafa orðið um það undanfarna mán- uði, hvort áherslur væru að breytast í mótun og merðferð ís- lenskra utanríkismála. Ástæð- urnar fyrir þessum umræðum hefur mátt rekja til Steingríms Hermannssonar utanríkisráð- OG SKORHD herra, og þess hvernig atkvæði hafa fallið á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Steingrímur hefur nú sent frá sér fyrstu skýrslu sína um utanríkismál til Alþingis. í stuttu máli má segja að hún sé með því sniði, sem er hefðbundið fyrir slíkar skýrslur, bæði þegar litið er á efni og efni- stök.“ Hefðbundin skýrsla! Hefð- bundið efni! Starf utanríkisráð- herra hefur þá verið giska hefð- bundið. Sem sagt: Ekkert að ótt- ast, börnin góð! Þótt blásið hafi verið í lúðra og bumbur barðar, hefur í raun ekkert gerst. Morgunblaðsleiðarinn fjallar þannig um skýrslu utan- ríksráðherra að helst er að ætla að húsnæðisekla sé sá vandi ís- lenskra utanríkismála sem verði að hafa forgang og að í þeim efn- um dugi engin vettlingatök á borð við að kaupa höfuðstöðvar SÍS við Sölvhólsgötu. „Segir í skýrslu ráðherra að húsnæðisástand utanríkisráðu- neytisins sé óviðunandi og þar kemur einnig fram að úr því hafi ekki verið bætt með kaupum ríkisins á Sambandshúsinu.“ Morgunblaðsleiðaranum lýkur síðan á þessum orðum: „En þegar skýrsla utanríkis- ráðherra er lesin kemur í ljós, að meginþunginn í starfsemi utan- ríkisráðuneytisins hlýtur að vera utan sendiráðanna. Spurningin er hvort starfsemi og skipulag utanríkisráðuneytisins hafi verið lagað nægilega mikið að þessari staðreynd.“ Hvað er atarna? Jú, Mogginn er að segja Steingrími að honum væri nær að sinna ráðuneyti sínu almennilega og gera þá heldur minna að því að hlaupa út um víðan völl og halda vafasamar ræður. ÓP þJÓÐVILJINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis- og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. RltstjórarrÁrni Bergmann, MörðiirÁrnason, óttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Saevar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, MargrótMagnúsdóttir. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttjr, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310 Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN; Flmmtudagur 25. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.