Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 9
Umsjón: Magnfríður Júlíusdóttir Ný umferðar- lög 1. mars í lögunum eru mörg ný ákvæði sem kunna þarf skil á og ekki seinna vænna að líta nánar á þau Þegar rétt um vika er til gildis- töku nýrra umferðarlaga virðist margt óljóst um innihald þeirra, í hugum borgaranna sem fara eiga eftir þeim. Enn vantar ýmsar reglugerðir með skýrari ákvæð- um um einstaka þætti laganna og er því ekki hægt að fara nákvæm- lega ofan í saumana á þeim. Hér verður reynt að koma inn á helstu nýjungar sem menn binda vonir við að bæta muni umferðarmenn- ingu hjá ört vaxandi bílaþjóð. Notkun Ijósa Lögboðin ökuljós á að nota all- an ársins hring og varðar mis- brestur á því sektum. Að sögn Ólafs W. Stefánssonar í dóms- málaráðuneytinu verður ákvæði í reglugerð um að nýir bflar, sem fluttir eru til landsins, hafi búnað er kveiki á ljósum við gangsetn- ingu. Ekki yrðu gerðar kröfur til þess að bflar sem fyrir eru í landinu, fái slíkan útbúnað. í myrkri skal gefa merki með því að blikka ljósunum í stað þess að nota hljóðmerki, nerna um yf- irvofandi hættu sé að ræða. Allt óþarfa flaut er reyndar forboðið og ættu óþolinmóðir ökumenn að hafa það hugfast. Kveðið er skýrt á um að nota skuli stefnuljós öðrum til leiðbeiningar. Á það við þegar ökumaður ætlar að aka frá brún vegar, beygja, snúa eða skipta um akrein. Með orðinu ætlar, er gefið til kynna að nota eigi merk- ið í tíma en ekki draga það svo lengi að merkjagjöfin geri ekki tilætlað gagn. í greininni um ljósanotkun segir að ljós megi ekki nota þann- ig að vaídið geti öðrum vegfar- endum glýju og hjálparljós ekki til annars en þau eru ætluð. Nokkuð hefur borið á því að menn misnoti öryggisljós aftan á bílum, öðrum ökumönnum til mikilla óþæginda. Ofnotkunin stafar sennilega af því að menn halda að síður verði keyrt aftan á þá með þessi sterku ljós á. Ljósin má hins vegar aðeins setja á í þoku og mikilli úrkomu og eru einkum ætluð fyrir akstur utan þéttbýlis. Sekt á þann er sleppir bílbeltinu Þeir sem sitja í framsætum bif- reiða eiga að nota bflbelti og er nú komið inn sektarákvæði, ef vanrækt er að spenna beltin. í aftursætum er ekki síður mikil- vægt að nota belti, en samkvæmt lögunum er ekki refsivert að sleppa því að nota þau. Sá ein- staklingur sem ekki notar belti í framsæti ber ábyrgð á greiðslu sektar. Ef t.d. farþegi í framsæti leigubifreiðar væri staðinn að því að vera beltislaus, þyrfti hann að borga en ekki leigubílstjórinn. Um notkun hlífðarhjálma á bif- hjólum gildir hins vegar að öku- maður ber ábyrgð á því að farþegi hans noti einnig hjálm. Ólafur taldi mjög ólíklegt að tryggingafélög gætu skert bætur ef upp kæmi tilfelli, þar sem ein- staklingur hefði ekki verið með belti er slys varð. í lögunum væri dregið verulega úr rétti þeirra til að lækka eða fella niður bætur og gilti aðeins ef sannaður væri á- setningur eða stórkostlegt gá- leysi. Nokkrar undanþágur eru veittar frá notkun öryggisbelta. Leigubflstjórar eru ekki skyldug- ir til að nota þau í leiguakstri og stafar það af mögulegri hættu frá farþegum, sem talin er vera meiri en líkurnar á að lenda í slysi. Af heilsufarsástæðum er hægt að fá undanþágu og verður viðkom- andi þá að geta framvísað læknis- vottorði með slíkum ákvæðum. { reglugerð eru ákvæði um undan- þágu fyrir akstur í atvinnuskyni, ef hægt er ekið og nauðsynlegt að fara úr bflnum með stuttu milli- bili. Ólafur nefndi sem dæmi blaðaútburð og póstdreifingu. Að lokum má nefna akstur við erfið og hættuleg skilyrði utan þéttbýlis og sérstakar aðstæður hjá lögreglu. Ýmsar breytingar á tryggingum Mörg ný ákvæði eru um vá- tryggingar ökutækja sem sníða eiga af fyrri vankanta. í boðaðri 60% hækkun iðgjalda er kostn- aðarauki vegna breytinga á lögum sagður nema 17 prósent- um. Auk bifreiðatryggingar þarf nú að borga 3200 kr. fyrir sérs- taka ökumannstryggingu. Hér er kannski verið að reyna nýja leið til að hefta fjölgun bíla, því menn hljóta að fara að hugsa sig um áður en lagt er út í rekstur á mörg- um bflum. Áðurnefnd ökumannstrygging er nýjung og mun hún bæta vinnutap og sjúkrakostnað, en áður komu bætur aðeins til við örorku og dauða. Hæstu bætur munu nema 10 milljónum króna. Upphæð hæstu tjónabóta fyrir einstakan atburð 15 faldast og verður 250 milljónir vegna lík- amstjóns og missis framfæranda, en 50 milljónir vegna eignatjóns. Varla þarf að geta þess að þessar upphæðir miðast við stórslys, þar sem margir koma við sögu. Um farþega koma þau ákvæði að þeir þurfa ekki að geta sannað sök ökumanns áður en til bóta kemur. Einnig mun eigandi, sem er farþegi í bfl sínum, hafa sama rétt til bóta og aðrir farþegar. Heimild tryggingafélaga til að lækka eða fella niður bætur er mikið skert eins og áður kom fram í umfjöllun um öryggisbelti. Sjálfsábyrgð, nú að upphæð 6.500 kr., er felld niður og eru skiptar skoðanir um það ákvæði, vegna áhrifa á hækkun iðgjalds. Bónuskerfið verður áfram við lýði og ekki er ólíklegt að menn vilji frekar greiða smátjón en horfa á eftir 20% bónus. Tjónstilkynning í bílinn Heyrst hafa efasemdarraddir um ágæti þess að menn skrái sjálfir málsatvik í minni óhöpp- um. Sumir halda að eyðublöðin séu of flókin, aðrir að menn nái aldrei samkomulagi um orsakir óhapps og aðstæður á slysstað og svo eru þeir sem telja að sam- vinnan verði það góð að menn taki sig saman um að svindla á tryggingafélögunum. Ljóst er að álag á lögreglu á að geta minnkað mikið og tryggingafélög lofa skjótari málsmeðferð. Allir eiga að fá sent tjónstil- kynningareyðublað með reglum um útfyllingu og óþarfi að tíunda þær hér. í umferðarlögunum er kveðið á um skyldu sjónarvotta til að gefa upp nafn og heimilis- fang, ef þess er óskað. Getur framburður þeirra skipt miklu ef menn eru ósammála um málsat- vik. Tjónstilkynningin er í raun aðeins lýsing á óhappinu og tjóni í því, en síðan sjá tryggingafé- lögin um að meta hver sé bóta- skyldur. Lögreglan hefur sagt að hún muni eftir sem áður koma á vett- vang sé þess óskað, a.m.k. með- an fólk er að venjast þessari nýj- ung. í mörgum tilvikum ber að kalla til lögreglu. Á það við ef fólk slasast eða deyr í umferðar- slysi, umferð teppist vegna óöku- færra ökutækja, tjón hefur orðið á eignum og ekki er vitað um eiganda og þegar óhapp má rekja til grófs umferðarlagabrots. Lög- reglan hvetur einnig fólk eindreg- ið til að kalla sig til ef grunur leikur á um ölvun við akstur og ef fólk getur ekki framvísað öku- skírteini. Fólk á því að gæta þess að sam- borgararnir fari eftir settum regl- um, en hljóti annars refsingu. Áfram eru inni ákvæði eldri laga um að starfsfólk vínveitingastaða og bensínafgreiðslna hindri drukkið fólk í að aka og geri lög- reglu viðvart. Ökuskírteini og ökukennsla í lögunum er kveðið á um að byrjendur fái bráðabirgðaskír- teini til tveggja ára. Fullnaðarskírteini þarf síðan ekki að endurnýja fyrr en 70 ára aldri er náð. Aðeins þeir sem eiga nú ökuskírteini sem renna út fyrir 1. mars, þurfa að endurnýja þau. Aðrir þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af endurnýjun fyrr en um sjötugt, þótt í skírteinum manna segi hvenær þau falli úr gildi. Ólafur ráðlagði þó mönnum að keyra ekki erlendis með útrunnin Framh. á bls. 10-11 Fimmtudagur 25. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.