Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 7
MagnúsJón Árnason bœjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins og formaður bœjarráðs: 30% aftekjum til framkvœmda. Öflug uppbygging í félagsþjónustu og skólamálum. Getum verið ánœgð með árangurinn Magnús Jón fyrir framan nýju æskulýðshöllina I Skiphóli sem verður opnuð formlega i næsta mánuði. Hún mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir unglinga I bænum. Mynd-Sig. Fjárhagsáœtlun Hafnarfjarðar GOÐ STAÐA OG MIKIL FRAMK VÆMDA GLEDI - Það sem einkennir þessa fjárhagsáætlun er fyrst og fremst gífurlega góð staða bæjarins. Hafnarfjarðarbær stendur nú það vel að það er einstakt miðað við sambæri- leg sveitarfélög [ landinu. 30% aftekjum bæjarinsfaraí ár til f ramkvæmda og ein- kenni fjárhagsáætlunarinnar er því mikil framkvæmda- gleði, segir Magnús Jón Árna- son, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, um ný- samþykkta fjárhagsáætlun bæjarins. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar um 1233 miljónir á þessu ári. Þar af fara í rekstur 790 miljónir. Til verklegra fram- kvæmda er áætlaðar 232 miljónir, til eignabreytina 112 miljónir og til ráðstöfunar á fjármagnsyfirliti um 98 miljónir. Til heildarráð- stöfunar í verklegar framkvæmd- ir og mannvirkjagerð fara sam- tals 348 miljónir eða tæp 30% af ráðstöfunartekjum, sem er óvenju hátt hlutfall. Sundlaug og skólabyggingar -Við leggjum mikla áherslu á framkvæmdir við sundlaugina í Suðurbæ og í hana fara 30 miljón- ir á þessu ári. Okkar vonir standa til þess að hægt verði að ljúka við þá byggingu á næsta ári þannig að Hafnfirðingar geti synt í sinni eigin útisundlaug seinni part næsta árs. íhaldsmenn hafa sakað okkur um að ætla að drolla við þessa byggingu en þeir muna ekki lengur að þeir voru að drolla við laugina allt frá árinu 1980 og þar tii við tókum við fyrir tæpum tveimur árum. Þá leggjum við miklar fjárhæð- ir í nýjar skólabyggingar. Það verða byggðar 4 nýjar skólastofur ásamt skólaeldhúsi og heilsu- gæslu við Engidalsskóla til að létta á því skólastarfi sem fyrir er, og jafnframt eru settar 30 miljón- ir í 1. áfanga Setbergsskóla en hann á að gera fokheldan á árinu og vonandi verður jafnvel ráðist í enn frekari skólabyggingar síðar. Á móti okkar framlagi til skóla- mála, fáum við frá ríkisvaldinu 5000 kr.(!) og eigum fyrir inni umtalsverðar upphæðir. Uppbygging í félagsmálum Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur eru í meirihluta í Hafnar- firði og þið hafið lagt mikla áherslu á uppbyggingu félags- mála. Hvernig hefur ykkur tekist til íþeim efnum? - Ég tel að okkur hafi tekist vel til en það er að vísu mikið verk eftir óunnið. íhaldsmenn hafa blásið út að ástandið í dagvist- armálum sé alvarlegt og 400 börn séu á biðlista. Þetta er vissulega skelfileg tala en staðreyndin er sú að nú loks er þessi tala rétt skráð og sýnir raunverulegt ástand og við vitum því loksins hver þörfin er. Nýtt dagheimili verður tekið í notkun nú á næstunni og á sl. hausti tókum við upp þá ný- breytni að bjóða gæslu fyrir 6 ára börn í grunnskólunum. Sú þjón- usta hefur verið mjög vel metin af foreldrum. Einnig opnuðum við tómstundaheimili fyrir lyklabörn þar sem foreldrar geta fengið gæslu fyrir börn sín eftir skóla- tíma og þar fá börnin aðstoð við heimanám. Þetta er einkum fyrir 8-12 ára börn og hefur verið mjög vel nýtt. Og núna í næsta mánuði tökum við síðan í notkun glæsi- lega æskulýðshöll í miðbænum og þá mun öll aðstaða unglinga í bænum til tómstunda- og félags- starfs gjörbreytast frá því sem verið hefur. Við höfum einnig unnið mikið starf við að breyta öllum starfs- háttum á Félagsmálastofnun og einnig höfum við lagt mikla áherslu á að bæta og efla þjón- ustu við aldraða og auka skipu- lagt félagsstarf fyrir þá. Það hefur því víða verið tekið til hendinni en margt ennþá ógert, enda á- standið ekki glæsilegt þegar við tókum við. Treystum staðgreiðslunni varlega Viö afgreiðslu fjárhagsáœtlunar sögðu sjálfstœðismenn að meiri- hlutinn vanácetlaði verulega tekjur bœjarins. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? - í þeim tillögum sem sjálf- stæðismenn lögðu fram, reikna þeir allar tekjur alveg í botn. Þeir vísa sérstaklega á útsvarstekjurn- ar en flokksbræður þeirra í sveitarstjórnum víða um land eru sammála okkur í meirihlutanum, sem og flestir sveitarstjórnar- menn, um að útsvarstekjurnar í staðgreiðslukerfinu séu sýnd veiði en ekki gefin. Við höfum haldið því fram að 6,7% útsvar sé allt allt of lágt, auk þess sem við fáum tekjurnar ekki beint, held- ur erum á framfæri ríkisins allt fram í júní. Við komum því ekki til með að njóta góðs af stað- greiðslukerfinu fyrr en á miðju þessu ári. Þá er því haldið fram að við reiknum okkur allt of lágar tekjur af gatnagerðargjöldum. Sam- kvæmt tölum íhaldsmanna er reiknað með að hver einasta lóð sem hugsanlega getur orðið laus gangi strax út og skili fullum tekj- um. Þannig gerast bara hlutirnir ekki og hafa aldrei gerst. Þið viljum þá frekar eiga borð fyrir báru en taka áhœttu í nýju tekjuöflunarkerfi? - Já, við viljum eiga borð fyrir báru og ég vildi svo sannarlega að það væri satt sem sjálfstæðis- menn segja að við eigum tugi miljóna inni. Ef svo verður raun- in þá verðum við ekki í vand- ræðum með að nýta þær til hags- bóta fyrir bæjarbúa. íhaldið loks að læra - Það vakti einnig athygli viö afgreiðslu fjárhagsáœtlunar að sjálfstceðismenn vildu stóraukin framlög til skóla- og félagsmála. Standið þið ykkur ekki betur en svo að íhaldinu ofbýður? - Nei, það held ég ekki að sé skýringin. Ég þykist viss um að hún sé sú að íhaldsmenn í Hafn- arfirði hafa haft afskaplega gott af því að vera í minnihluta og fylgjast með þeim góðu málum sem við höfum komið í gegn. Þeir hefðu enn betra af því að vera lengur í minnihluta því þeir virð- ast loksins vera búnir að átta sig á því sem við bentum á fyrir síðustu kosningar, að félagsmálin hafa verið hér í miklum ólestri. Annars eru þessar tillögur þeirra ekkert annað en yfirboð. Þeir vilja byggja nýjan skóla á alls óskipulögðu svæði og setja upp nýtt dagheimili, einingahús fyrir 9,5 miljónir, en reikna ekki með neinum rekstrarkostnaði, heldur vilja leggja barnaskatt á foreldra og láta þá 14-15 þúsund krónur fyrir plássið. Við vitum vel að það er mikil þörf á auknu dagvistarrými og bæjaryfirvöld eru að skoða þau mál gaumgæfilega, m.a. að fara nýjar leiðir t.d. að bærinn útvegi húsnæði undir dagheimili en for- eldrar sjái sjálfir um reksturinn. Erum á réttri leið Nú er þetta kjörtímabil bráðum hálfnað. Hvernigfinnstþér hafa til tekist í meirihlutasamstarfinu að koma brýnum úrlausnarmálum í gegn? - Mér finnst þetta hafa gengið allnokkuð vel. Því er ekki að neita að þegar við tókum við, þá vorum við nýgræðingar og við erum það að vissu leyti enn. Við erum að læra og reynum að gera okkar besta og ég fæ ekki betur séð og finn ekki annað af við- brögðum bæjarbúa en að við séum á réttri leið. Við höfum ýtt mörgum brýn- um málum af stað og sjáum fyrir endann á fjölmörgum þeirra. Ótal mál hafa fengið farsælan endi. Okkar fyrsta verk var að loka sorphaugum bæjarins og koma á gámaþjónustu. Fisk- markaðurinn þaut upp á örfáum mánuðum og hefur verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í bæn- um. Við sjáum loks fyrir endann á byggingu heilsugæslustöðvar við Sólvang, en hún tekur til starfa í sumarbyrjun á 80 ára af- mæli bæjarins og þannig mætti lengi telja. Hér hefur orðið á skömmum tíma öflug uppbygg- ing í félagslegri þjónustu og atvinnulífi og við getum verið hæstánægð með okkar starf, sagði Magnús Jón Árnason. -•g- Flmmtudagur 25. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.