Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 15
Er bamið þitt laust r I bflnum? Þegar litið er á skrár yfir um- ferðarslys á síðasta ári kemur í ljós að um 160 börn, 14 ára og yngri, slösuðust í umferðinni. Þriðjungur þeirra voru farþegar í bflum og öll nema eitt voru laus í bflnum, þ.e. notuðu hvorki belti né barnastóla. Þegar búið er að flokka slys á börnum á síðasta ári, kemur í ljós að flest hinna slösuðu barna hafa verið farþegar í bíl eða gangandi vegfarendur. Alls um 60 í hvor- um slysahópi. Þriðji hópurinn eru börn sem slasast á reiðhjóli og voru þau um 30. Að auki slösuðust nokkur börn í þessum aldurshópi við akstur léttra bif- hjóla og dráttarvéla. Af framangreindum upplýs- ingum sést að það er misskilning- ur að halda að flest börn slasist að leik, fjarri eftirliti fullorðinna. Allt of margir foreldrar virðast vanrækja að láta börn sín nota nauðsynlegan öryggisbúnað og sjást afleiðingarnar í fjölda þeirra barna sem slasast vegna þess að þau eru óvarin í bílnum. Á síðasta ári urðu alvarlegustu slysin á þeim börnum, sem lentu fyrir bfl. Alls urðu 5 dauðaslys á börnum og var það yngsta aðeins sex ára. Flöldi látinna, 14 ára og yngri, hefur ekki verið eins mikill síðan árið 1978, er 7 banaslys urðu. Notkun barnastóla fyrir yngri börnin er nú orðin nokkuð al- menn, en enn virðist skorta mikið á að eldri börn noti bílbelti í aftursætum. í nýjum umferðar- lögum á sektarákvæði aðeins við vanrækslu á notkun bílbelta í fra- msæti, en að sjálfsögðu er ætlast til að farþegar í aftursæti noti einnig slíkan búnað. Ábyrgðin á öryggi barnanna hvílir á þeim fullorðnu og um leið og fólk ven- ur sig á að spenna eigin belti, má ekki gleyma smáfólkinu í aftur- sætunum. mj \ molinni mætumst meö hros á vor — ef bensíngjöfin ertempruó. r Kenndu ekki öðrum um. Hver bað þig að hjóla í myrki og hálku? yUMFERÐAR Fan«heiSf\. Það eru ekki öll börn svo heppin að vera tryggllega varin í aftursætunum. Mynd E.ÓI. er komið að þínum bil ? 'um, :öövum. Auglýsið í Þjóðviljanum þlÓOVILIINN Sími 681333 Nyr metsölubíll með fimm ára %mð. Hyundai (borið fram hondæ) er í dag einn mest vaxandi bílaframleiðandi heims og sel- ur nú bíla í 65 þjóðlöndum. Hyundai Excel hefur verið mest seldi innflutti bíllinn, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, síðustu 18 mán- uði.* Þennan árangur má þakka þeirri einföldu staðreynd að Hyundai er rétt byggður og rétt verðlagður. Hyundai Excel er fyrsti bíllinn á íslenskum markaði með 5 ára ábyrgð**. Hann er gerð- ur til að endast, viðhaldið er í lágmarld og þú getur verið áhyggjulaus í 5 ár. . Ws Mt—te Excel er sterkbyggður og hannaður til að þola rysjótt veðurfar og misgóða vegi. Einnig hefur verið séð til þess að bílarnir séu aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. eru allir bílarnir sem seldir eru hér á landi búnir styrktu rafkerfi og með sérstakri tyðvörn. Excel er með framhjóladrifi og sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli, 1,5 lítra kraftmikilli vél og hægt er að velja um 4 eða 5 gíra bein- skiptingu eða 3 stiga sjálfskiptingu. Öryggi farþeganna gleymist heldur ekki. Hyundai Excel er með styrktarbitum í hurðum og öryggisstuðurum. Hyundai Excel kostar frá 428 þúsund krónum og er betur búinn en gengur og ger- ist með bíla í sama flokki. Excel er bíll fyrir skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan, öruggan og endingargóðan bíl, án þess að þurfa að kosta allt of miklu til. ** Kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Iscan hf. HYunoni í Framtíð við Skeifuna. Sími 685100. BILBELTI ERU SKVNSAMLEG.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.