Þjóðviljinn - 14.10.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Page 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAFRÉTTIR Hvenær varö fyrsta bókin til? Alltaf er veriö að kynna nýjar bækur bæöi fyrir börn og fullorð- na. Á bókasöfnum er hægt að finna nokkuð gamlar bækur ef maður leitar vel og svo er hægt að finna elstu íslensku bækurnar í handritageymslum Árnagarðs í Reykjavík. Handritabækurnar eru talsvert ólíkar þeim bókum sem notaðar eru í skólum og til dæmis er einn veigamikill munur, handritin eru úr skinni en skóla- bækurnar úr pappír. Bækur eins og viö þekkjum þær í dag eru alls ekki gamalt fyrirbæri en þær eiga sér forsögu í öðruvísi lesefni. Áður en farið var að geyma bókstafi á skinni hafði verið notað annað efni til að skrifa niður merkilega hluti. Fyrst var skráð á leirtöflur og voru þá stafir ristir í mjúkan leirinn. Ef mikið þurfti að skrifa voru margar leirtöflur not- aðar og þeim hlaðið upp. Þar má segja að fyrsta hugmyndin að bókinni hafi komið fram þoft óneitanlega hafi verið erfitt að fletta þeirri frumbók. Land og líf Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Land og líf eftir Torfa Hjartarson. Þetta er fyrri bók af .tveimur um ísland, land og þjóð sem eru ætlaðar nemendum 4,- 6. bekkjar grunnskóla. í þessu fyrra hefti er fjallaö um myndun og mótun landsins, náttúruöfl og náttúrufar, sambúð lands oa lýðs, landnýtingu og landvernd. I síðara heftinu, sem koma mun út á næsta ári, verður sjónum beint að landshlutunum, fjallað um staðhætti, kennileiti, byggð og at- vinnulíf. Bókin Land og líf er 64 bls. litprentuð og prýdd fjölda Ijós- mynda sem flestar eru teknar af Birni Rúrikssyni. Auk þess eru í bókinni teikningar, kort og fjöldi verkefna. .... og myndbönd Þá hefur á undanförnum tveimur árum verið unnið að gerð fræðsluefnis á , myndböndum undir samheitinu ísland og teng- ist það efni þessara bóka. Komin eru út þrjú myndbönd: Berg- vatnsár og jökulár, Jöklar og jökulrof og Samgöngur f Óræfasveit. Á næsta ári er von á tveimur myndböndum í viðbót: Stöðuvötn og Ströndin. Skyggnuflokkar Loks má geta þess að skólum stendur til boða margvíslegt ítar- efni til notkunar við landa- og náttúrufræðikennslu og má þar m.a. nefna skyggnuflokka Land- verndar og nýja skyggnuflokka eftir Björn Rúriksson, sem nefn- ast Land í mótun. BARNAKOMPAN Veiðimaðurinn Pessi leikur er fínn fyrir þá sem vilja æfa sig með veiðistöng meðan ár og vötn eru frosin. Þú getur búið til tvær til þrjár stangir og látið jafnmarga spreyta sig eða notað eina stöng og klukku til að mæla árangur. Veiðistangirnar býrðu til úr bambusstöng- um eða spítu 50-100 sm langri. Síðan bindur þújafn langt band í stöngina og býrð til beitu. I þessu tilviki er beitan hringur úr gúmmíi eða pappa. Þegar þú ert búin að hnýta band- ið í stöngina og beituna er hægt að byrja. Þú reynir að koma hringnum á flöskuna og sá sem fyrstur er að koma sínum hring utan um flöskuna vinnur. ★Spíta eða bambus, 50-100 sm ★pappaspjald ★gosflaska ★band Hvaða tvö munstur eru eins? Krossgáta: / þessa krossgátu vantar bara tvo stafi. I reitunum eiga að vera annað hvortA eða S. þú skalt spreyta þig á þessu og finna hvaða orð eiga að vera í krossgátunni. Aldan-Jata -Jónas-Ljóss-Dansa-Satt-Atast-Sss Ljóð Þessar tvær vísur og mynd fengum við hjá henni Svanhildi Amma mín og afi fóru út í búð. Þau keyptu ofsa mikið og meira að segja snúð. Óli hann var lítill en Siggi hann var stór. Óli átti kíkir en Siggi átti hjól. t , J ] d n • . J t * 0 n t V i t ! 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.