Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 2
Og það verða græn friðungar í öllum áhættuatriðunum,— í RÓSA- GARÐINUM ÞEIR MUNU ÚT GANGA OG GANGA BEISKLEGA Fríkirkjustjórnin afneitar séra Gunnari. Fyrirsögn i DV SJÁ NÚ HVE ÉG ER BEINABER... það kom hins vegar i hlut for- manns Alþýðuflokksins að opin- bera rýrð beinabyggingar Sjálf- stæðisflokksins. Leiðari í Alþýðublaðinu. SJÁ DÓMSINS LÚÐRAR DRYNJA Sem trúverðugur samstarfs- maður í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gefur hann (Jón Bald- vin) Sjálfstæðisflokknum fall- einkuri í öllum fögum. Sami leiðari í Alþýðublaðinu. SÁ AGAR BARN SITT SEM ELSKAR ÞAÐ Orð formanns Alþýðuflokksins um Sjálfstæðisflokkinn ættu því ekki að vera sjálfstæðismönnum tilefni til gremju og reiði, heldur áminning og alvarlegt umhugs- unarefni. Bnn sá sami leiðari í Ablaði. lifi norræn SAMVINNA Á veturna þegar vatnið frýs og verður að ís fara Islendingar til Noregs að selja gærurnar sínar og skinnin. í staðinn fá þeir kart- öflur og brennivín. Úr danskri skólaritgerð (í Nýjum menntamálum) SAGNFESTAN BLÍFUR Á kvöldin þegar rignir situr fólk- ið í tréhúsunum sínum og segir hvert öðru íslendingasögur... Af því þær eru hvergi til skrifaðar neyðist fólkið til að vera stöðugt að segja þær til að þær gleymist ekki. Sama ritgerð þAÐ LIGGUR LJÓST FYRIR ( fyrsta lagi gæti þetta (ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar) orðið kraftmikil hugsjóna- stjórn sem samt sem áður vinnur af skynsemi. Annar möguleikinn er sá að stjórnin geri margt gott en verði óraunsæ á öðrum svið- um. Þriðji möguleikinn er sá að hún nái ekki að tengja saman þá mörgu orkuþætti sem búa í henni og blási því til orrustu við vind- myllur. Stjörnuspá i Morgunblaðinu til hvers að vera AÐ BURÐAST MEÐ ANNAÐ EINS? Ég tel ekki ólíklegt, að réttlæt- iskennd (Vog) og hugsjónahyg- gja ( Neptúnus) einstaklinganna (Hrútur) komi til með að sprengja ríkisstjórnina. Sama Stjörnuspeki SKAÐI SKRIFAR Ég, Skaöi, vill nú ekki segja neitt Ijótt um hann Jón Baldvin. En ég held satt að segja að það sé leitun á verri manni Þetta sagði ég á dögunum við hann Geirmund, gamlan vin minn og fræðaþul, og hann strauk eins og þrjár ímyndaðar lýs úr sínu fróðleiks- skeggi og spurði, hvers vegna ég tæki svo stórt upp í mig, aldrei þessu vant. Þú veist það sjálfur, sagði ég. Maðurinn er með palladóma um Þorsteinn formann minn og hans menn. Dreifir þessu í hvert hús í bænum. Annað eins níð og rógur hefur ekki sést á prenti aftir að þeir fóstbræður dóu, Jónas frá Hriflu og Jósep Stalín. Hvaöa, hvaða, sagði Geirmundur. Þið eruð svo viðkvæmir og af- brýðisamir Sjálfstæðismenn. Þið eruð eins og vinkonur í menntó. Ég ansa ekki svona níði, sagði ég. Svo er þetta algjör misskilningur, sagði Geirmundur. Jón Baldvin var ekkert að níða ykkar menn. Hann er alltaf að tönnlast á því í þessum palladómum sínum að þetta séu hinir vænstu menn, og viðfelldnustu menn og dagfarsprúðir menn. Þetta er allt háð en eigi lof í Jóns munni, sagði ég. Á minn sann, sagði Geirmundur. Þú vitnar í sjálfan Snorra Sturlu- son. Það er nefnilega það. Jón Baldvin er nefnilega alls ekki í pólitísk- um æfingum í þessum palladómum. Hann er á hraðaspretti um bók- menntasöguna. Hann er að draga fram samhengið í íslenskri menn- ingu. Nú, sagði ég. Hvurnin færðu það út? Jón Baldvin segir til dæmis tregafullur um ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar: „Ég harma það alla daga hvernig til tókst um þetta sam- starf." Sérðu ekki hvað þetta er fallegt? Þetta er sjálfur Jónas Hall- grímsson: Mér var þetta mátulegt mátti vel til haga hefði ég betur hana þekkt sem harma ég alla daga... Hér er Jón Baldvin sjálft þjóðskáldið og Þorsteinn Pálsson stúlkan hans úr kvæðinu góða: Háa skilur hnetti himingeimur.... Ég gæti gubbað, sagði ég. Nei gerðu það ekki góði, sagði Geirmundur. Skoðaðu heldur ræt- urnar i samhenginu. Þær ná enn lengra aftur í tíðina. Þær liggja nefnilega í Njálu! í Njálu? Já það liggur í augum uppi, sagði Geirmundur. í sagnaritun Jóns Baldvins er Þorsteinn Pálsson sjálfur Njáll á Bergþórshvoli. Hliðstæða hans og samtímatákn. Ekki geturðu haft neitt á móti því? Nei, en ég barasta trúi því ekki, sagði ég. Þig vantar ímyndunarafl, sagði Geirmundur. Jón segir um Þorstein: „Forsætisráðherra á að hvetja menn til dáða, fremur en kvarta ef þeir láta hendur standa fram úr ermum." Þarna er Njáll lifandi kominn. Þessi hikandi og tvístígandi maður sem aldrei gat verið samstíga við dugnaðarforkinn hana Bergþóru. Bergþóru? hváði ég. Hver er það? Er það Jóhanna Sigurðardóttir? Nei Skaði, þú átt ekki að vera svona bókstaflegur. Skoðaðu betur. Jón Baldvin segir að forysta Sjálfstæðisflokksins sé löngu farin að líta á „þessa menn“ (þingmenn flokksins) sem „vandræðagripi sem ekki er trúandi fyrir málum". Þetta er alveg nákvæm lýsing á samskipta- mynstri Njáls og sona hans á Bergþórshvoli. Honum fannst þeir vandræðamenn sem væru sjálfum sé og öðrum hættulegir. Hann hafði ekki aga á liðinu frekar en Þorsteinn. Þessvegna kaus hann líka aö draga sig í hlé Og brenna inni? spurði ég. Brann Þorsteinn þá inni? Menn geta nú brunnið inni í andlegum skilningi, sagði Geirmundur. Já en hvar kemur Jón Baldvin sjálfur inn í þessa Njálumynd? sþurði ég. Tja sagði Geirmundur. Hann getur verið Gunnar á Hlíðarenda. Rugl er þetta maður, sagði ég. Gunnar og Njáll voru vinir. Alltaf. Það er sem ég sagði áðan Skaði, hélt Geirmundur áfram og strauk skegg sitt hægar og hægar með þeirri þolinmæði sem hverjum steini veltir. Þú ert of bókstaflegur. Sögumynstrin lifa en þau taka samt myndbreytingum í aldanna rás. Jæja, sagði ég. Já. Jón Baldvin er sá Gunnar sem harmar Njál sinn alla daga og öfugt. Það er hið eldra lag sagnfestunnar. En hið nýrra lag er það, að Jón Baldvin er sá Gunnar sem kominn er undir áhrif kvenna og segir: Tröll hafi mína vini. Og hann gerir meira. Hann horfir um öxl og segir: Fögur er hlíðin - en ég er farinn til Florida... Nú sannast enn hið fornkveðna, sagði ég hugsi. Eigi má Krötum renna. Einmitt, sagði Geirmundur brosandi. Ég sé þú nærð þessu alveg. Eg, Skaði, gekk svo heim á leið og hugsaði margt. í huga mér sönglaði stef eitt úr gullaldarbókmenntum vorum, þar sem þinghaldi er lýst á Ijúfan og gagnorðan hátt: Gott er Gulaþing þetta, giljum vér hvað er viljum. Jón Baldvin er Njálu- fræðingur Spennandi handrit T-* •• *\ ^n 0 m^n in \ ( skugga hvalsins hjá yður, ráðherra. 2 SÍÐA - NÝTT HElGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.