Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 8
ÞÓM - SKOT LEIÐARI Fatlaðir afreksmenn Frá Seoul í Kóreu berast nú fréttir af stór- kostlegum sigrum íslenskra íþróttamanna. Þessi tíðindi fá þó ekki þann heiðurssess í fjölmiðlum sem venjan er þegar íslenskir íþróttamenn sigra erlenda keppinauta. Ekki eru nema örfáar vikur liðnar frá því annar hóp- ur íslenskra íþróttamanna var við leik í sömu borg. En þá voru fjölmiðlar uppfullir af frásögn- um af ólympíuleikum og hafði þó enginn ís- lendinganna sigur, enginn þeirra komst í úrslit- akeppni, hvað þá að nokkur þeirra krækti í verðlaun. Munurinn á áhuga fjölmiðla þá og nú stafar ekki af því að annar hópurinn standi sig betur í keppni en hinn, heldur af því að síðari hópurinn er skipaður fötluðu fólki. Enginn þeirra, sem nú er við leik í Kóreu, gengur heill til skógar. Allir eru þeir fatlaðir á einn eða annan hátt, ýmist vegna fæðingaangalla eða þá vegna sjúk- dóma eða slysa. A suma vantar fót, aðrir geta ekki beitt handleggjum eðlilega og enn aðrir fara um í hjólastól. En þeir leggja samt ekki á sig minna líkamlegt erfiði en alheilbrigðir íþróttamenn, stundum miklu meira. Og allir hafa þessir fötluðu íþróttamenn þurft að berj- ast við fordóma sem í mörgum tilfellum hafa síast inn í brjóst þeirra sjálfra, þá fordóma að engir skuli taka þátt í íþróttakeppni aðrir en þeir sem eru líkamlega heilbrigðir. íþróttaforkólfar fara á hátíðastundum með þá þulu að ekki sé aðalatriðið hver sigrar í íþróttakeppni, mestu skipti að vera með. Sömu menn standa í miljónasamningum við einkaaðila og opinberar stofnanir vegna þess að farið er að reka íþróttafélög sem hver önnur fyrirtæki. Fjárfest er í afreksmönnum eins og í hverri annarri fasteign eða verðbréfi, enda ganga þeir sums staðar kaupum og sölum. Þekkt er að íslensk íþróttafélög beita fyrir inn- lenda og erlenda afreksmenn þótt það þýði vitaskuld að einhverjir heimamanna fá ekki að vera með. íþróttaleikir eru í harðri samkeppni við ýmiss konar skemmtana- og afþreyingariðnað um vasapeninga og tómstundir hins almenna borgara. í miljónaþjóðfélögum er um stórkost- legar fjárhæðir að ræða. Gífurlegur fjöldi áhorfenda tryggir afreksmönnum góð laun þótt þeir sinni engu öðru en íþrótt sinni. í íslensku fámenni er um miklu lægri upp- hæðir að ræða. Fáir eða engir geta því dregið úr vinnu eða látið venjulegt brauðstrit eiga sig, til þess eins að leika sér með bolta eða kasta spjóti allan daginn. Þar þurfa að koma til ein- hvers konar styrkir. Og þeir eru lagðir fram í ríkum mæli af opinberum aðilum og einkafyrir- tækjum. Oft leita íþróttamenn svo beint til hins venjulega borgara. Þannig tekst að ná saman umtalsverðu fé og gefa álitlegum hópi manna kost á að helga sig nær algjörlega æfingum og þátttöku í kappleikjum. í hamagangi íþrótta- og auglýsingasamfé- lagsins er auðvelt að fá íslendinga til að gleyma því hversu fáir þeir eru. Nú finnst þeim mörgum sjálfsagt að byggja nýja og glæsilega íþróttahöll til að unnt sé að halda hér heimsmeistaramót í handbolta. Þó veit sú þjóð, sem eignaðist flugstöð fyrir hátt í fjóra miljarða króna, að áætlun um byggingar- kostnað upp á 300 miljónir er líklega brandari sem getur sem hægast endað í meira en milj- arði. Þótt fötluðu íþróttamennirnir okkar setji ný heimsmet, eru þeir ekki í heimsklassa í þeim skilningi að íþróttafélög hér heima eða er- lendis vilji greiða þeim stórfé fyrir að fá þá til sín. En réttur þeirra til íþróttaiðkana er ekki minni fyrir það. Nú eru fimm ár síðan tekin var fyrsta skófl- ustunga að íþróttahúsi fyrir fatlaða í Reykjavík. Enn er húsið, sem kosta á 55 miljónir, óbyggt. Ef fara á eftir árangri í Kóreu eða byggingar- kostnaði, þarf ekki að fara í grafgötur með að bygging nýrrar handboltahallar fær að bíða þar til íþróttahús fatlaðra hefur verið klárað. ÓP Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 8 — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.