Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 18
Þá væri þetta bók aldarinnar! Herbjörg Wassmo: Mér finnst spennandi að lifa mig inn í fólk Norska skáldkonan Hér- björg Wassmo var stödd hér á landi í byrjun þessarar viku í tilefni útgáfu Máls og menn- ingar á skáldsögu hennar, Húsið með blinda sólbyrgið. Bókin, sem er í íslenskri þýð- ingu Hannesar Sigfússonar, kom fyrst út í Noregi árið 1981, og hlaut þá verðlaun Félags norskra gagnrýnenda. Húsið með blinda sólbyrgið er fyrsta bókin í tríólógíu um „þýsk- arabarnið" Póru, dóttur norsicrar konu og þýsks hermanns, upp- vaxtarár hennar og veraldaramst- ur í sjávarplássi á eyju í Norður Noregi, þar sem þröngsýnin ræður ríkjum. Herbjörg fékk verðlaun norska bóksalafélagsins árið 1983 fyrir annað bindi tríó- lógíunnar, Þögla herbergið, og loks bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1987 fyrir lokabind- ið, Himinn án hörunds. - Húsið með blinda sólbyrgið er mín fyrsta skáldsaga. - segir Herbjörg. - Áður hafði ég gefið út tvær ljóðabækur og skrifað fjölda smásagna, en lengri verk hafði ég ekki tíma til að skrifa. Ég þurfti að sinna kennslu, börnun- um mínum, og þar að auki bjó ég í skólanum þar sem ég kenndi svo ég hafði ekki mikið næði. - Ég var lengi búin að ganga með þessi þemu sem ég tek fyrir í bókinni. Þetta eru allt hlutir sem ég hef áhuga á að vita eða skilja. Og allt í einu sá ég Þóru fyrir mér, hún sat í ískulda á steini í fjöru og horfði út á hafið. Þetta hiýtur að hafa verið um haust því það var héla á pollunum í kringum hana. Ég hef aldrei séð svona nakið andlit. Það var andlit hennar og svo þessi fimbulkuldi sem vöktu áhuga minn og mig fór að langa til að skrifa sögu hennar. - En ég ætlaði aldrei að skrifa tríólógíu. Fyrsta bókin varð ein- faldiega allt of löng því ég hafði ekki vit á því að hætta í tíma. Ég fletti því til baka og fann staðinn þar sem ég hefði átt að hætta, skar á þráðinn, og þar endar Hús- ið með blinda sólbyrgið. Seinna hélt ég svo áfram með söguna, og það sama gerðist. Ég skrifaði „framhjá", og þurfti aftur að rekja mig til baka og skera á þráðinn. Og þannig atvikaðist það að þetta urðu þrjár sögur en ekki ein. En fyrir mér er þetta ein löng skáldsaga. Hún er núna komin út í einu bindi í Noregi og mér finnst það réttara. Þóra og Hinrik eru bæði blórabögglar Hver er hún svo þessi Þóra? - Við hittum hana fyrst þegar hún er unglingur, hún býr á eyju í Norður Noregi, í litlu sjávarþorpi á seinni hluta sjötta áratugarins. Hún er „ástandsbarn", móðir hennar hefur átt hana með þýsk- um hermanni og síðan verið stimpluð Þjóðverjamella. Þóra er sem sagt þýskarakrógi og fær að finna fyrir því. Til að byrja með skilur hún Íítið í því hvers vegna hún eigi að vera eitthvað verri en hinir, hvers vegna hún er gerð að blóraböggli, en smám saman rennur upp fyrir henni hvernig í málinu liggur. Önnur mikilvæg persóna í bókunum er svo stjúp- faðir Þóru, Hinrik, hann er líka bióraböggull samfélagsins, slas- aðist í stríðinu og er öryrki, oftast atvinnulaus og þar að auki túra- maður. - Það sem gerist er svo að Hinrik ræðst á sér minni máttar, hann nauðgar Þóru, og hún verð- ur að ganga í gegnum skömmina,' niðurlæginguna og ógeð á eigin líkama sem slíkri árás fylgir. Þetta verður til þess að hún býr sér til sinn eigin heim og tlýr inn í hann. - En það kemur líka fyrir já- kvætt fólk í sögunni. Móðursystir Þóru, Rakel, er kona sem ekki hefur látið kúgast af aðstæðum. Hún er svokölluð sterk kona og það er hún vegna þess að við hlið hennar stendur Símon, maður hennar, jákvæður og hlýr per- sónuleiki, og saman mynda þau sterkt par sem stendur fyrir hiýj- unni í bókunum. - Símon kom reyndar óvænt til sögunnar. Ég hafði skrifað fleiri kafla þegar hann birtist allt í einu. Ég hef yfirleitt með mér lítið segulband sem ég tala hugmyndir mínar inn á þegar andinn kemur yfir mig, og allt í einu var Símon kominn á bandið og krafðist til- veruréttar. Hann er bráðnauð- synlegur fyrir söguna og fyrir Þóru, barn verður að geta leitað til einhvers sem veitir því hlýju og tilverurétt með því að sjá það. Fólk dregur dám af umhverfi sínu - Nafn bókarinnar, Húsið með blinda sólbyrgið, vísar til hússins sem Þóra býr í ásamt fjölda ann- arra. Það stendur úti á tanga, er fyrrverandi höfðingjabústaður, heimili þess sem átti allt og alla í þorpinu og réði því lögum og lofum á eyjunni. Áð stofni til er húsið þannig glæsilegt, og frá sól- byrginu, yfirbyrgðri verönd með gluggum mátti horfa út í víðátt- una. Nú er húsið orðið athvarf þeirra sem minnst meiga sín í samfélaginu. Það er allt í niður- níðslu, gluggarnir á sólbyrginu hafa allir verið brotnir, svo það er búið að setja fyrir þá hlera. Þann- ig hefur verið byrgt fyrir allt út- sýni úr húsinu. - En nafnið vísar Iíka til þeirra sem í húsinu búa, því fólk dregur dám af umhverfi sínu og þeim að- stæðum sem það býr við. Þetta er ekki vont fólk, og það getur hjálpað hvert öðru um smjörlíki eða kaffi, en það er blint á allt sem heitir víðsýni eða hlýja, eng- inn hefur krafta til að skipta sér af barni sem grætur eitt um nótt. Ég heföi tafarlaust veriö ráöin réttar- sálfræöingur Er sagan öll sögð út frá sjónar- miði Þóru? - Hennar sjónarmið er ráð- andi, ég held það leiki ekki nokk- ur vafi á því. Ég hefði reyndar viljað fá inn fleiri sjónarmið. Til að mynda reyndi ég að skrifa út frá sjónarmiði nauðgarans, Hinr- iks. Ég skrifaði fleiri kafla þar sem ég reyndi að lifa mig inn í hugsanir hans, en ég varð að gef- ast upp. Ég gat ekki sett mig inn í það sem gerðist innra með manni sem gerði slíkt. Ég varð því að skrifa þessa kafla út frá sjónar- miði Þóru. - En hefði mér tekist að skilja sjónarmið Hinriks væri þetta bók aldarinnar. Að skilja hugsanagang slíks manns! Ég hefði tafarlaust verið ráðin rétt- arsálfræðingur. - Ég verð alltaf að skrifa út frá sjálfri mér. Ekki um sjálfa mig, til þess finnst mér ég ekki vera nógu merkileg persóna, en ég verð að sjá hlutina út frá sjónarmiði þeirrar persónu sem ég er að lýsa. Þannig verð ég að lifa mig inn í það hvernig það er að verða fyrir nauðgun, vera nauðgari, vera prestur, og svo framvegis. Ég set mig aldrei í dómarasætið, stilli mér aldrei upp og segi að eitthvað eða einhver sé góður eða slæmur, það sem skiptir mig mestu máli er að velta fyrir mér hvað geri fólk að því sem það er. Mér finnst spennandi að lifa mig inn í fólk og átta mig á því hvaða aðstæður eða hugsanir ráða gerðum þess. - Þessi þörf á að lifa sig inn í hlutina gerir að verkum að ég skrifa þá ekki niður fyrr en ég sé þá fyrir mér. Sagan verður til á tveimur tímabilum, fyrst er tím- inn þegar ég skrifa hlutina niður eins og andinn blæs mér þeim í brjóst, eiginlega eins konar draumaástand, þegar ég skrifa án nokkurrar hugsunar um röð eða skipulagningu efnisins. Síðan kemur tímabil sem mér finnst vera svolítið kaldhæðnislegt. Þá „ritstýri" ég verkinu, tek þessar myndir sem ég hef verið að festa á blaðið, raða þeim í tímaröð og skoða persónurnar. Stundum kemur fyrir að ég uppgötva að einhver persónan er allt öðruvísi en ég hélt. Það er í henni einhver undirtónn sem ég hafði ekki hug- mynd um. Þetta þýðir ekki að ég hafi enga hugmynd um á hvaða leið ég er á meðan ég er að skrifa. En ég veit ekki allt. Til að mynda held ég ekki að ég hefði nennt að skrifa bók upp á meira en tíu línur ef ég hefði vitað endinn fyrir- fram. Sá varnarlausi getur sjálfum sér um kennt Geturðu sagt mér eitthvað um þessi þemu sem þú minntist á í byrjun? - Það eru til að byrja með blór- abögglarnir. Þeir sem troðast undir, fá á sig stimpil af einhverj- um ástæðum. Þegar búið er að brennimerkja fólk fær það yfir- leitt minnimáttarkomplex, missir alla trú á sjálfu sér og getur þar af leiðandi ekki losað sig úr ómögu- legum aðstæðum. Það er for- dæmt og varnarlaust, vegna þess að enginn tekur svari þess. - Ákveðið atvik í bókinni er táknrænt um þessa aðstöðu. Þóra kemur að þar sem drengirnir í þorpinu hafa náð flækingsketti, fláð hann lifandi og neglt upp á girðingu. Hún sér sjálfa sig í þess- um ketti. Ef einhver hefði átt köttinn hefði eigandinn varið hann og drengirnir hefðu ekki leyft sér að gera þetta. Nú getur kisa sjálfri sér um kennt. Og eins er það með Þóru, hún er réttlaus, enginn tekur svari hennar og þar með er það sjálfri henni að kenna ef hún er ofsótt eða kvalin. - Eftir að bækurnar komu út er oft hringt í mig á nóttunni. Það er fólk sem hefur orðið undir, verið gert að blórabögglum og sér enga leið út úr ógöngunum. Oftast er það drukkið eða jafnvel dópað og þarf að tala, þarf að fá einhvern sem því finnst að geti skilið sig til að hlusta á sig. Ég er viss um að það væri hægt að koma í veg fyrir svo mikið af sjálfsmorðum og jafnvel glæpum ef við værum skilningsríkari og hjálpsamari. En mannskepnan er ekki góð. - Ég hef mikinn áhuga á þess- ari þörf manneskjunnar til að finna sér fórnarlamb. Þessi þörf til að benda á einhvern ákveðinn og kenna honum um allt sem aflaga fer kemur fram þegar í barnæsku og fylgir fólki allt lífið. Eftir stríðið voru það stúlkurnar sem höfðu verið með Þjóðverjum og afkvæmi þeirra, núna eru það flóttamennirnir sem eiga að bera ábyrgð á því sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Þeim veikari er alltaf refsaö Varla voru Norðmenn svona skæðir í að ofsækja stúlkur sem höfðu verið í ástandinu. - Þær voru teknar, hárið rakað af þeim og þær settar í fangabúð- ir. Þær voru geymdar úti á eyju í Oslófirði. í uppgjörinu eftir hernámið fór eins og oft áður að hinum raunverulegu glæpa- mönnum var ekki refsað, heldur hinum, sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér. Það er yfirleitt þannig. Stórglæpamennirnir sleppa því fólk er hrætt við þá eða 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ ’ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.