Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 20
BARNAFRÉTTIR Þetta gerum við Myndlistarsýn- ing barna Nú stendur yfir fyrsta samsýn- ing á verkum barna á dagvistar- heimilum Reykjavíkurborgar. Myndirnar eru unnar á 61 dag- vistarheimili þar sem daglega dvelja um 4 þúsund börn á aldrin- um 3ja mánaöa til 10 ára. Þaö er því hægt að segja með réttu að sýningin komi úr einni stærstu listasmiðju landsins. Krakkarnir hafa unnið þessar myndir við ýmis tækifæri því daglega glíma þau við listina með aöstoð frá því fullorðna fólki sem vinnur með þeim. Þess vegna eru myndirnar ólíkar og fullar af fjöri og litum. Börnin á dagvistarheimilunum eru óhrædd við að dífa penslin- um á kaf og draga úr honum á pappírinn. Ur þessu verða hin ágætustu listaverk sem gleðja augu þeirra sem á horfa ekki síður en verk eldri meistara. Mesta gleöin hefur þó sennilega verið hjá þeim sem unnu verkin á sínum tíma. Listaverkin eru á veggjum og gólfi Kjarvalsstaða og verða þar til 25. október. Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Kjar- valsstaðir eru opnaðir klukkan 14 og er lokað klukkan 22 daglega. Markaður möguleikanna, síðasti möguleikinn I dag föstudag er síðasti mögu- leikinn fyrir áhugafólk um lifandi myndir fyrir börn og unglinga að kíkja inn á sýninguna Markaður möguleikanna sem haldin er í Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar Laugavegi 166. Mark- aður möguleikanna er hugmyndabanki fyrir þá sem vilja vinna skapandi verkefni með kvikmyndum og myndböndum. Á sýningunni eru sýndar hugmynd- ir að vinnu meö teiknimyndir og myndbönd auk þess sem nokkr- ar myndir unnar af börnum og unglingum eru til sýnis. Palli og Toggi Palli og Toggi eru strákar tveir sem yngsta kynslóðin þekkir. Nú er komin út teiknisögubók með nýjustu ævintýrum þessara prakkara, sem alltaf eru að finna upp á einhverju. Höfundur Palla og Togga bókanna er Hergé, sem annars er kunnastur sem höfundur Tinna teiknisagnanna. Nýjasta bókin í flokknum kall- ast „Bannað að leika sér“. Sl. vor kom út bókin „Háspenna lífshætta" og næsta bók í flokkn- um á að kallast „Allt í lagi“. Hergé hafði þann sið að hvenær sem honum datt einhver snjall brandari í hug, tók hann upp teikniblokk og gerði uppkast að Palla og Togga ævintýri, en strákarnir heita raunar á frönsku Kvikk og Flúpki. Þegar Hergé lést fyrir nokkrum árum, skildi hann eftir sig ógrynni slíkra uppkasta og hefur nú verið stofnuð sérstök teiknistofa í Belgíu til að vinna úr hugmyndum hans í fullum litum og jafnframt að búa til úr þeim smá teiknikvikmyndir og fara þeir Palli og Toggi nú sigurför um Evr- ópu og hafa raunar einnig „guð- að á gluggann" í íslenskri sjón- varpsstöð. Ein opna er undir hvert Palla og Togga-ævintýri og gerist þar margt furðulegt t.d. þegar Palli á að sækja langt tréborð, lætur hann til öryggis saga það niður í búta. Her kemur mjög við sögu lögregluþjónn númer 15 „og er ekki allur þar sem hann er séður". Hér er farið í sleðaferðir, bílferðir, róluferðir og mikið um knattspyrnuleiki, bogaskotfimi, vindlasprengingar og umferðar- kennslu. Ingunn Thorarensen þýðir bókina, sem er prentuð hjá Casterman-útgáfunni í Belgiu. (Fréttatilkynning frá Fjölva) BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Þessa sögu og mynd fengum viö frá Helgu. Hjólið hans Sigga Mamma gerðu það má ég fá hjól. Siggi minn er þetta ekki svolítil tilætlunarsemi hjá þér, sagði mamma þreytt á öllu suð- inu í Sigga litla. Ef þú verður góður og hjálpsamur drengur þá færðu kannski hjól á afmælinu þínu. Siggi lagði sig allan fram um að vera góður drengur. Hann hjálpaði mömmu sinni, fór í sendiferðir og gerði margt fleira gott. Og á afmælisdaginn stóð splunkunýtt BMX-hjól við rúmið hans. Orðagátur Fjögurra stafa orð sem er nafn á rándýri verður að nafni á karimanni efeinn stafur er tekinn fram- an af. Þriggja stafa nafn á fugli verður að hópi af krökkum ef einn stafur er settur fyrir framan. Sjö stafa orð sem táknarbörn verðurað hundum ef einum staf er sleppt framan af. Fimm stafa nafn á búsáhaldi verður að manns- nafni ef einum staf er sleppt. Fjögurra stafa mannsnafn verður að púka ef fyrsti stafurinn er tekinn burt. ue>j ‘euue>| ‘je>)>|ej>j ‘ujo ‘uof-j :joas Hjálpaðu frú Fluguskræfu að komast Litaðu myndina og þá skýrist hún. Lit- gegnum völundarhúsið og í öruggt aðu til dæmis brúnt þar sem stendur skjól. BR og blátt þar sem stendur B. 20 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.