Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 5
Engum verður hlíft í Hafskipsmálinu Jónatan Þórmundsson, sérlegur saksóknari í Hafskips- og Útvegsbankamálinu: „Menn ættu ekki að gera sér vonir um að ákœrur verði vœgari. “ Rannsókn RLR að Ijúka. Bankaráð og stjórn Hafskips á bekkinn? Hver er ábyrgð Bankaeftirlitsins? „Lokayfirheyrslur yfir Haf- skipsmönnum fóru fram í þessari viku og að sögn Jónatans Þór- mundssonar, sérlegs saksóknara í Hafskips- og Útvegsbankamá- linu, er búist við að rannsókn RLR á þcim þætti ljúki nú öðru hvoru megin við helgina. Að sögn Jónatans mun rannsókn á þætti Útvegsbankamanna Ijúka í kjölf- arið. Þá verður væntanlega fátt því til fyrirstöðu að ákvörðun saksóknara um hvort kært verði eða ekki, verði tekin. Orð Jónat- ans benda eindregið til að til ákæru komi og að hún verði í öllu falli ekki vægari en sú sem Hallvarður Einvarðsson lagði fram á sínum tíma, þótt líkur bendi til að hún verði allfrá- brugðin, enda var málið tekið upp frá grunni við rannsókn Jón- atans. Líkur benda til að banka- ráð Útvegsbankans og stjórn Haf- skips verði ákærð. Oruggar heimildir Nýja Helgarblaðsins segja að að und- anförnu hafi gætt nokkurrar bjartsýni meðal fyrrum sakborn- inga, bæði úr Hafskipsarminum og Útvegsbanka. Telji menn þar að ef til ákæru komi á annað borð, verði hún mun vægari en sú sem Hallvarður Einvarðsson lagði fram á sínum tíma. Þegar Nýja Helgarblaðið innti Jónatan Þórmundsson eftir því hvort fót- ur væri fyrir þessu áliti, sagði hann: „Ég held að enginn ætti að gera sér allt of mikar vonir um það, það ættu menn ekki að gera. Ný rannsókn getur auðvitað leitt til öðru vísi útkomu, það er aldrei að vita. Ég hef heyrt svipaðar sögur, en þær sögur eru kannski á misskilningi byggðar. Það er alls ekki gefið að ákærur verði eitthvað minni heldur en var,“ sagði Jónatan. „Engum veröur hlíft“ Spurningin snýst því ekki lengur um það hvort ákært verði, heldur hverjir og fyrir hvað. Bankastjórar Útvegsbankans og nokkrir forsvarmenn Hafskips voru ákærðir í síðustu umferð. Hins vegar má leiða líkur að því að Jónatan Þórmundsson muni jafnvel birta bankaráði Útvegs- banka og stjórn Hafskips ákærur. „Málið gamla er ónýtt og ég sagði í upphafi að það gætu orðið fleiri aðilar eða færri sem yrðu ákærð- ir, ef svo færi. Nú veit ég eftir þessa sjálfstæðu rannsókn sem farið hefur fram, hvar ég tel grundvöll fyrir ákærum vera fyrir hendi. Ég tel það skyldu mína sem fulltrúa ríkisins að koma fram ábyrgð fyrir allt sem ég tel að ég geti sannað og sé ámælis- vert og ástæða til að refsiábyrgð komi fyrir. Það verður engum hlíft, sem ég tel að sé ástæða til að komi fyrir dómstóla, það er óhætt að treysta því,“ sagði Jónatan. Jónatan Þórmundsson sagði í viðtali við NH að rannsókn sín tæki aðallega til áranna 1983, 1984 og 1985, „en það er einnig litið lengra aftur eftir því sem það skiptir máli.“ Jónatan hefur ekk- ert gefið upp opinberlega um það hverjir verði ákærðir. I því tilliti verður að hafa auga á tveimur lykilatriðum. í fyrsta lagi úr- skurði Hæstaréttar þegar spurn- ingin um vanhæfni Hallvarðs Einvarðssonar var tekin fyrir. Hæstiréttur féllst á röksemdir Sakadóms, en þær voru birtar í Nýja Helgarblaðinu 30. septemb- er sl. Þar segir m.a.:„Skv. 12. gr. laga nr. 12, 1961 um Útvegs- banka íslands hafði bankaráð yfirumsjón með starfsemi bank- ans og ljóst er af ákvæðum sömu laga um starfsskyldur banka- stjórnar og erindisbréf banka- stjóra, að eftirlitsskylda banka- ráðsins með starfsemi bankans er rík.“ Enn fremur: „Fer ekki hjá því, að mál þetta hlýtur að varða mjög bankaráð Útvegsbankans enda liggur fyrir að málefni Haf- skips hf. voru oft til umræðu og umfjöllunar á fundum ráðsins á árinu 1985.“ Bankaráð frið- helg? í skýrslu Jóns Þorsteinssonar hrl. sem Alþingi lét gera, er kom- ist að þeirri niðurstöðu að „Al- þingi geti ekki vikið bankaráðs- mönnum í ríkisbanka úr starfi, ...nema með lagabreytingu." Er komist að þeirri niðurstöðu að „spurningin um starfsábyrgð bankaráðsmanna geti á endanum orðið spurningin um það, hvort þingflokkarnir vilji taka ábyrgð á sínum mönnum eða ekki.“ í skýrslu Jóns er hvergi kveðið jafn afgerandi úr um ábyrgð banka- ráðsins og gert er varðandi ábyrgð bankastjóranna. Með til- liti til ofangreindrar niðurstöðu Hæstaréttar, sem og þess að þá- verandi bankaráðsmenn eru það ekki lengur og spurningin um það hvort Alþingi vísi þeim frá því úr sögunni, má jafnvel búast við að af ákærum á hendur bankaráðs- manna verði. Hér er spurningin um pólitíska ábyrgð og þá ekki aðeins bankaráðsmanna, heldur þingflokka, Alþingis og ráð- herra, jafn áleitin og spurningin um lagalega ábyrgð. í bankaráði Útvegsbanka ís- lands sátu árið 1977 þeir Alex- ander Stefánsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmað- ur, Jón A. Jónasson, sem tók við af Haraldi Henryssyni sakadóm- ara (sem var sakadómari í Haf- skipsmálinu!), Ólafur Björnsson, Guðlaugur Gíslason og Halldór Jakobsson. Um áramótin 1980- 81 tók við nýtt bankaráð undir forsæti Alberts Guðmundssonar, en formennskan mun hafa verið eitt af þeim skilyrðum sem hann setti fyrir stuðningi við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Albert var stjórnarformaður Hafskips hf. frá árinu 1979 til 10. júní 1983. Hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var Guðmundur Karlsson; Alex- ander Stefánsson var fyrir Fram- sókn, Arinbjörn Kristinsson fyrir krata og Garðar Sigurðsson fyrir Alþýðubandalagið. Þeir Albert og Alexander viku úr banka- ráðinu þegar ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar var mynd- uð í maílok 1983. Guðmundur Karlsson gerðist formaður, Valdimar Indriðason kom inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jón Aðalsteinn að nýju fyrir Fram- sókn. Valdimar Indriðason varð síðan formaður í nýju bankaráði 1. janúar 1985 og Garðar Sig- urðsson sat áfram. Nýir menn voru Kristmann Karlsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Þór Guð- mundsson fyrir Alþýðuflokk og Jóhann Einvarðsson fyrir Fram- sókn. Þegar Jónatan var spurður að því hvort rannsókn hans hefði beinst að hugsanlegri ábyrgð og sekt bankaráðsmanna Útvegs- banka íslands, sagði hann að það hefði vissulega verið athugað. Aðspurður sagði Jónatan að ef sækja þyrfti þingmann til saka, yrði að sækja um leyfi til viðkom- andi deildar Alþingis. Ef taka ætti mál ráðherra fyrir, yrði hins vegar að setja svokallaðan Landsdóm, en það hefur hingað til ekki gerst frá því sá dómur var stofnaður 1903. Stjórn Hafskips ákærð? Hitt lykilatriðið snýr að ábyrgð stjórna í hlutafélögum, en eins og kunnugt er var stjórn Hafskips hf. ekki sótt til saka, þótt stjórnarformaðurinn Ragnar Kjartansson væri ákærður. í stjórn Hafskips sátu margir máls- metandi menn á sínum tíma, svo sem Guðlaugur Bergmann í Karnabæ, Davíð Scheving Thor- steinsson, iðnrekandi og formað- ur bankaráðs Iðnaðarbankans, Ólafur B. Ólafsson útgerðarmað- ur og Sveinn R. Eyjólfsson, útgefandi DV. Albert Guð- mundsson, formaður Borgarafl- okksins og alþingismaður, var stjórnarformaður Hafskips hf. frá árinu 1979 til júní 1983 og for- maður bankaráðs Útvegsbank- ans frá 1. janúar 1981 til júní 1983. Jónatan Þórmundsson sak- sóknari hefur ákveðnar skoðanir á ábyrgð stjórna í hlutafélögum. „Ég hef sjálfur, bæði í fræðirit- gerð og opinberlega gert grein fyrir því hversu rík ábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum er. Það eru dæmi þess að óvirkir stjórnendur í hlutafélagi, sem ekkert hafa vitað af rekstrinum, hafi verið sakfelldir fyrir sak- næma vanrækslu. Það hefur verið tekið mjög strangt á þessari ábyrgð í hlutafélögum,“ segir Jónatan. Af þessu má draga þá ályktun að hafi Hafskipsmenn eitthvað til saka unnið á annað borð, sem flestar þekktar stað- reyndir virðast benda til, þá verði að telja miklar líkur á að stjórn Hafskips hf. verði ákærð, og þá væntanlega fyrir saknæma van- rækslu. En það má ímynda sér að rann- sókn Jónatans Þórmundssonar nái til fleiri og ólíklegri aðila. Þannig er spurningunni um ábyrgð Seðlabankans og Banka- eftirlitsins ósvarað. Bankaeftir- litinu er ætlað að hafa eftirlit með starfsemi bankastofnana og að þær fari að lögum og reglum. Þá er Bankaeftirlitinu samkvæmt lögum „heimilt“ að gera athuga- semdir ef það telur hag eða rekst- ur innlánsstofnunar óheilbrigð- an, en slíkar athugasemdir skulu tilkynntar ráðherra þegar í stað. Það liggur fyrir að Bankaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við viðskipti Útvegsbankans í mars 1975, í nóvember 1977 og nóvember 1978. Þá fékk Banka- eftirlitið í hendur yfirlit frá Út- vegsbankanum í mars 1980 yfir skuldastööu Hafskips, en sá ekki ástæðu til að kanna það mál frek- ar, eins og segir í skýrslu Jóns Þorsteinssonar. Þrátt fyrir að Bankaeftirlitinu væri kunnugt um erfiðleika Útvegsbankans vegna viðskiptanna við Hafskip, gerði stofnunin enga tilraun til að fylgjast með málinu frá mars 1980 fram í júli 1985, þegar um það kom beiðni frá bankastjórum Út- vegsbankans. Haustið 1984 fékk stjórn Seðlabankans vitneskju um mikla greiðsluerfiðleika Haf- skips vegna áhrifa þeirra á stöðu Útvegsbankans. Þó lét stjórn Seðlabankans hjá líða að láta Bankaeftirlitið kanna stöðu bankans og Hafskips. í skýrslu Jóns Þorsteinssonar segir að ef það hefði verið gert, „hefði að öllum líkindum mátt draga úr þeim áföllum sem síðar komu fram.“ Hver er ábyrgð þessara aðila? Fastlega má reikna með að Jóna- tan Þórmundsson hafi leitað svara við þeirri spurningu. Páll Hannesson Föstudagur 21. október 1988 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.