Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn ANGANTYSSON TÓK SAMAN 13. hluti Stefna hreyf ingar í myndf letinum '■igK'r •.M v - ■» * <■, áái wm tóusSS* I siðustu viku hófum við umfjöllun okkar um 180°- regluna svo kölluðu. Rædd- um við þar m.a. um mikil- vægi hennar fyrir stefnu augntillits feikara, þegar klippt er á milli tveggja eða fleiri nærmynda af þeim. En hún er einnig mikilvæg í öðru tilliti. Hún gildir jafn- framt um stefnu samfelldr- ar hreyfingar myndefnis, milli tveggja eða fleiri myndskeiða sömu senu. I’egar við beitum fyrir okkur 180°-reglunni á hreyfanlegt myndefni (t.d. ef um er að ræða tvö eða fleiri myndskeið af mann- eskju á göngu), þá köllum við hana gjarnan hægri/vinstri- regluna. Sú nafngift gefur aukinheldur ágætlega til kynna, hvað hér er um að ræða. Þó skulum við jafn- an hafa í huga skilgreiningu 180°- reglunnar, eins og hún var útlist- uð í 12. hluta greinaflokksins. Hún reynist okkur oftastnær haldbetri, þegar unt flóknari hreyfingar myndefnis er að ræða. Stefna hreyfingar Til hægðarauka getum við gert greinarmun á þreniur megin stefnuhreyfmgum myndefnis í myndfletinum. Það er: Frá hægri til vinstri, frá vinstri til hægri, og síðan þeirri þriðju, sem við get- unt kallað „hlutlausa" í samheng- inu. Þaðer: Hreyfingu myndefnis í áttina að eða frá upptökuvél- inni. I síðustu viku minntumst svið á, hversu mikilvægt er að við ger- um skýran greinarmun á veru- leikaheimi kvikmyndar okkar og þeirn raunveruleika, sem við erum að fást við á upptökustaðn- um. Ef við gætum ekki að okkur í þessu tilliti, eigum við stöðugt á hættu.aðáhorfendurtapiáttum í veruleikaheimi kvikmyndarinn- ar. Rangtúlki jafnvel í vissum til- vikum efnislegt innihald hennar. Hvað þetta varðar, eiga sömu lögmál við um stefnu hreyfanlegs myndefnis í myndfletinum og augntillit leikara, sem við rædd- um í síðustu grein. Því er eins gott fyrir okkur að hafa lögmál 180°- reglunnar á hreinu. Og helst áður en við tökum fram upptöku- vélina, í þeim tilgangi að koma hugmyndum okkar um forkast- anleik óbærilegs léttleika tilver- unnar á framfæri við aðra. En svo að við höldum okkur, enn um stund, við hin smærri per- spektífin. Þá skulum við grann- skoða, hvað getur skeð, ef við höfum ekki þessi annars ágætu lögmál stöðugt til taks í bakhöfð- inu, við upptökur og klippingu okkar eigin myndefnis. Hægri/vinstri- reglan Fyrsta myndskeiðið í mynd- dæmi 1 sýnir mann, sem gengur með fiðlukassann sinn frá hægri til vinstri í myndfletinum. Hann er á leiðinni á hljómsveitar- æfingu. Ef við viljunt gefa til kynna (eins og ætlunin er í þessu tilviki), að hann stefni í nánar til- tekna átt í veruleikaheimi kvik- myndarinnar, þá verðunt við að láta hann halda sömu stefnu- hreyfingu í öllum þeint mynd- skeiðum, sem lýsa þessari ferð hans á áfangastað. Það er: Frá hægri til vinstri í myndfletinum. Það skiptir ekki máli, hvort þessi hreyfing myndefnisins verki skáhallt í áttina að eða frá mynd- avélinni, ellegar hvort um keyrslu eða pan-hreyfingu sé að ræða. Höfuðatriðið er, að stefna hreyfingar myndefnisins sé sam- felld milli hinna ólíku mynd- skeiða senunnar. Ef svo slysalega skyldi vilja til, að við klipptum inn myndskeið í senuna, sem sýndi manninn ganga frá vinstri til hægri í myndfletinurn (líkt og í þriðja myndskeiði mynddæmisins), þá er voðinn vís. Áhorfendur draga óhjákvæmilega þá ályktun, að hann hafi snúið við á leið sinni á hljómsveitaræfinguna. „Gleymdi hann nótnablöð- unum?“ hugsa þeir. „Átt’ann eftir að fóðra gullfiskinn? Eða er hann kannski enn banginn við hljómsveitarstjórnandann, sem veitti honum ákúrur á síðustu æfingu?“ Hafið hugfast, að kvikmyndir verða í raun ekki endanlega til, fyrr en í hugarheimi áhorfenda. Það er: Eftir persónulega túlkun þeirra á því myndefni, sem þið leggið fyrir þá á hverjum tíma. Ef þið sjáið ekki til þess að fóðra þá á „réttum“ upplýsingutn (þ.e. þeim upplýsingum sem nauðsyn- legar eru, til að frásögn ykkar fljóti eðlilega), þá er allt eins víst, að þeir rangtúlki myndefni ykk- ar. Eins og raun varð á, í fram- angreindu mynddæmi. „Rétt“ stefnuhreyfing á upptökustaðnum hefur enga þýð- ingu í þessu tilliti, heldur ein- vörðungu stefna hreyfingarinnar í myndfletinum. Og hún ákvarð- ast af því, hvorum mcgin 180°- línunnar við staðsetjum upp- tökuvélina við töku Itinna ein- stöku myndskeiða senunnar. Lína þessi liggur samhliða stefnuhreyfingu myndefnisins. Til þess að forðast, að áhorfend- ur tapi áttum í veruleikaheimi kvikmyndarinnar, verðum við að gæta þess, að halda myndavélinni sömu megin við þessa línu í öilum myndskeiðum viðkomandi senu. Breyting stefnu- hreyfingar Nú er vel hugsanlegt, að við neyðumst af ólíkum ástæðum (t.d. vegna aðstæðna á upptöku- stað), til að breyta stefnu hreyf- ingar myndefnisins, milli inn- byrðis tengdra myndskeiða. Hvað er þá til ráða? Jú, í slíkum tilfellum reynist oftast best að láta myndefnið ein- faldlega breyta stefnuhreyfing- unni í myndfletinum. Auðveldast er að koma því til leiðar í mynd, sem hefur frá upp- hafi nánast „hlutlausa" stefnu- hreyfingu (þ.e. myndefnið hreyfist skáhalt í áttina að, eða frá myndavélinni). Þá vekur stefnubreytingin ekki eins mikla eftirtekt meðal áhorfenda. Og þeir draga þ.a.l. síður rangar ályktanir sökum þess, að stefnan hefur breyst úr hægri/vinstri yfir í vinstri/hægri. f þeim myndskeiðum, sem á eftir fylgja verðum við að sjálf- sögðu að halda „nýju“ stefnu- hreyfingunni til streitu. Onnur leið er að klippa inn í senuna myndskeið með fullkom- lega „hlutlausa“stefnuhreyfingu. Á eftir slíku myndskeiði getum við nefnilega sett inn, og að eigin geðþótta okkar, myndskeið með stefnuhreyfingu frá vinstri til hægri, eða öfugt. Án þess að eiga á hættu, að áhorfendur rangtúlki stefnubreytinguna. Myndskeið með hlutlausa stefnuhreyfingu eru sem sagt ágætlega til þess fallin að bjarga okkur út úr ógöngunum, þegar við höfum í hita leiksins á upp- tökustaðnum, brotið og vanvirt lögmál 180°-reglunnar, með því einfaldlega að stíga af slysni yfir línuna. í anda hefðarinnar Burtséð frá framangreindu, hefur hundraðogáttatíugráðu-- reglan jafnframt önnur og víð- tækari áhrif á skyntúlkun okkar á hinum lifandi myndum. Áhrif, sem við erum okkur sjaldnast fullkomlega meðvituð um á sýn- ingarstundinni, en sem við verð- um að hafa á hreinu, ef við ætlnm l sjálf að framleiða slíkt myndefni. Ef við klippum t.d. á víxl sam- an myndskeið, er sýna persónu sem hleypur frá vinstri til hægri í myndfletinum, og önnur er sýna aðra persónu sem hleypur frá- hægri til vinstri þá draga áhorf- endur fljótlega þá ályktun að þær muni brátt mætast. Ef við á hinn bóginn látum mennina hlaupa í sömu átt í myndfletinum, fá áhorfendur það á tilfinninguna að annar elti hinn, ellegar að þeir séu á leiðinni á sama áfangastað. Að um ein- hvers konar keppni sé að ræða, og að máli skipti fyrir efnislega framvindu myndarinnar, hvor þeirra verði á undan á áfanga- stað. Þetta segir okkur að stefnu- hreyfing myndefnisins í mynd- fletinum getur í sumum tilfellum skipt töluverðu máli fyrir þau hughrif, sem við viljum koma til skila til áhorfenda okkar. Hafið þó ávallt í huga, að engar reglur eru einhlítar. Þær má allar brjóta, ef rétt er að málum stað- ið. Líkt og aðrar þær reglur og lögmál sem getið er um hér á þessum síðum, er 180°-reglan einvörðungu hugsuð sem eins- konar leiðarvísir eða grunnfor- senda. Enganveginn sem hei- lagur eða óvefengjanlegur sann- leikur um eðli og eiginleika myndmálsins. Ef við erum okkur fullkomlega meðvituð um þau áhrif, sem við sækjumst eftir með myndum okkar hverju sinni, er ekkert sjálfsagðara en að brjóta gegn hefðinni. Þau stílbrot verða þó að vera réttlætanleg í einhverju til- liti. Þannig er t.d. vel hugsanlegt að við kjósum að brjóta regluna í þeim tilgangi að skapa meðal áhorfenda okkar þá óvissu- eða ónotatilfinningu, er okkur þykir best henta því myndefni, sem við erum að fást við þá stundina. Föstudagur 21. október 1988 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 29 BRIDD Guðmundur Páll og Þorlákur Jónsson urðu sigurvegarar í af- mælismóti BSÍ í tilefni 40 ára af- mælis sambandsins. Mörg skondin spil voru í mótinu (sömu spil spiluð á öllum borðum). Reiknað var út í sveitakeppnis- formi, sem þýðir að góðu spiiin verða betri og vondu spilin verri í samanburðinum. Landsliðin okkar voru ekki á skotskónum í þessu móti en vonandi telst þetta mót ekki vera lýsandi fyrir getu þeirra. Það sá þó til sólar einstaka sinnum hjá þeim, einsog spilið hér á eftir ber með sér. Jón Bald- ursson og Valur Sigurðsson renn- du sér af „öryggi“ í þessi 6 lauf: ÁK65 Á10842 K765 K987 ÁD1032 9732 D104 D976 K5 3 D94 G654 G8 G3 ÁG1082 Norður vakti á tígli, Austur sagði spaða, Suður 3 lauf og Vest- ur 3 spaða, Norður 4 spaða og endað í 6 laufum. Útspilið spaði Ólafur árusson frá Vestur. Er spilið kemur upp virðist ljóst að möguleikar Jóns eru tveir: Laufið falli 2-2 og 12 slagir í húsi á víxltrompi með því að gera tígulinn góðan, eða laufa- drottning hjá Austri og víxla alla- leið upp. Nú, Jón trompaði í borði og lykilspilamennskan, lágur tígull frá ás. Austur hopp- aði upp með kóng og meiri spaði, trompað í borði og tígulás tekinn og meiri tígull (Nú henti Austur spaða, en hjarta hefði verið betra), trompað heima. Þriðji spaðinn að heiman og enn tromp- að í borði. Fjórði tígullinn úr borði og nú henti Austur hjarta (of seint), Jón trompaði heima, tók ás og kóng í hjarta, laufakóng og gaffallinn í laufi sá um slagi nr. 11 og 12. N/S skrifuðu 1370 í sinn dálk og uppskáru heila 15 impa fyrir vikið. Fyrir nokkrum pörum vafðist það að ná í „game-ið“. Einsog sjá má, eru 12 slagir alltaf upplagðir á opnu borði, en einsog Jón spilaði spilið var það komið niður. Ef Austur hendir hjarta í þriðja tígulinn og enn hjarta í fjórða tígulinn (og Jón hreyfir .ekki ás og kóng í hjarta) skrifa A/V 100 í sinn dálk. Full djarft hjá þeim félögum, en það tókst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.