Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Rafn sagðist mjög vonsvikinn yfir að ekki skyldi koma fram ák- veðnari afstaða í málinu hjá ríkis- stjórninni. Staðan væri óbreytt sem þýddi að Tangelmann myndi ekki leysa til sín fleiri vörusend- ingar frá íslandi. Halldór hefði sjálfur rætt við þessa menn og hann þekkti því afstöðu þeirra; ekkert yrði keypt á meðan ís- lendingar veiddu hvali. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagðist Halldór hafa lagt fram upplýsingar í málinu og enginn stefnubreyting hefði verið boð- uð. Engin ákvörðun hefði verið tekin um veiðarnar á næsta ári, það yrði gert í vetur. íslendingar hefðu skuldbundið sig til að fara eftir vísindalegum ráðleggingum vísindanefndar hvalveiðiráðsins, þannig að í reynd væri ekki hægt að taka ákvörðun í málinu fyrr en í vor. Þegar ráðherrann var spurður hvort hann hræddist ekki lang- tímaáhrif áróðurs friðunarsinna sagði hann að auðvitað væri ástæða til að hafa áhyggjur af málinu. En það þyrfti líka að hugsa um langtímaáhrifin að öðru leyti. „Erum við tilbúnir að viðurkenna að það eigi ekki að nýta þessa auðlind í framtíðinni? Ég held að menn verði að hugsa sig betur um áður en slík ákvörð- un er tekin,“ sagði Halldór. Það hefði ekki verið ákveðið hvað ætti að veiða marga hvali á næsta ári, það væru engar veiðar núna og það væri erfitt fyrir menn að hætta einhverju sem ekki væri verið að gera. -hmp Eftir ríkisstjórnarfund í gaer er ljóst að stefnan í hvalveioimál- um hefur ckkcrt breyst. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráð- herra segir ákvörðunar í málinu ekki að vænta fyrr en í vetur og jafnvel ekki fyrr en næsta vor. Rafn Sigurðsson, stjórnarfor- maður Sölustofnunar lagmetis, segir þessa niðurstöðu valda sér vonbrigðum, hann hafi vonast eftir ákveðnari afstöðu ríkis- stjórnarinnar. Þegar blaðamaður ræddi við Rafn í gær, þar sem hann er staddur á SIAL- _____________________________________ matvælasýningunni í París, biðu Sjávarútvegsráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær, að erfitt væri að hætta því sem ekki væri verið að fulltrúar Tangelmann þar eftir gera. Mynd; Þóm. fréttum af ríkisstjórnarfundi. Bifreiðaskoðun Nýjungin sætir ámælum Félag íslenskra bifreiðaeftirlitsmanna og bæjarráð Hafnarfjarðargagnrýna harðlegafyrirhugaðar breytingar á bifreiðaskoðun með tilkomu Bifreiðaskoðunar íslands hf. „Ótímabœr mótmœli, “ segir Karl Ragnars forstöðumaður Naprir vindar leika nú um Bif- reiðaskoðun íslands hf. sem tekur til starfa í ársbyrjun 1989 og leysir þar með Bifreiðaeftirlit ríkisins af hólmi. Bifreiðaeftirlits- menn hjá stofnuninni óttast um atvinnu 40 eftirlitsmanna og bæjarráð Hafnarfjarðar mót- mælir harðlega öllum tilburðum til flutnings bifreiðaskoðunar úr bænum til Reykjavíkur. arfjarðar vekja athygli á því í samþykktum sínum að að öllu óbreyttu sé þjónustunni við bif- reiðaeigendur snúið til verri veg- ar, verði það uppi á teningnum að bifreiðaeigendur geti ekki látið skoða bíla sína heima í héraði. Um þessa gagnrýni sagði Karl Ragnars að auðvitað yrði stefnt að því hj á Bifreiðaskoðun fslands hf. að veita bestu þjónustu sem völ væri á, en í þessu sem og öðru væri ekki búið að taka endanlega ákvörðun. En þó mætti vera ljóst að bifreiðaeigendur þyrftu ekki að fara langan veg með bíla sína til skoðunar; að því yrði stefnt. Til að byrja með verður Bifr- eiðaskoðun íslands hf. í núver- andi húsnæði Bifreiðaeftirlits ríkisins en ætlun eigenda þess er að byggja húsnæði yfir starf- semina seinna meir. -grh Forskólauppeldi Hvalveiðar Engin leið að hætta Sjávarútvegsráðherra: Ákvörðun um veiðar nœsta árs tekin í vetur. Engin stefnubreyting eftir ríkisstjórnarfund. Stjórnarformaður Sölustofnunar lagmetis: Veldur okkur vonbrigðum Tímaskekkjusamþykkt Meirihlutinn í borgarstjórn leggur rekstrargrundvöll barnaheimilanna Óss og Sælukots í rúst í nafni réttlœtisins. KristínÁ. Ólafsdóttir: Óskiljanleg samþykkt Að sögn Karls Ragnars, ný- skipaðs forstöðumanns Bifr- eiðaskoðunar íslands hf., var öllum starfsmönnum Bifreiðaeft- irlits ríkisins sagt upp störfum þegar stjórnvöld tóku þá ákvörð- un að leggja stofnunina niður og setja á fót nýtt fyrirtæki, Bifr- eiðaskoðun íslands hf. með eignaraðild ríkisins, trygginga- félaga og bifreiðaverkstæða. Þær uppsagnir taka gildi frá og með næstu áramótum. Varðandi mótmæli Hafnfirð- inga gegn því að leggja niður bifr- eiðaskoðun í bænum, sagði Karl hana með öllu ótímabæra þar sem engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hvar skoðunar- stöðvar hins nýja fyrirtækisins yrðu staðsettar. Þau mál væru í skoðun þessa dagana og ekki að vænta niðurstaðna fyrr en í lok þessa árs þegar liði því að að fyr- irtækið tæki til starfa. Bæði Félag íslenskra bifreiða- eftirlitsmanna ög bæjarráð Hafn- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 Meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur stóð í gær óskiptur að breytingum á reglum um rekstrarstyrki til dagheimila sem rekin eru af öðr- um en opinberum aðilum. Þessar breytingar fela í sér þvílíkan niðurskurð að tómt mál er að tala um áframhaldandi rekstur að mati fulltrúa minnihlutans, en þeir töldu allir sem einn að breytingarnar væru tímaskekkja. Eftir samþykkt borgarstjórnar nemur styrkurinn nú 40% af meðalrekstrarkostnaði miðað við 5 klukkustunda leikskóladvöl, en áður nam hann 50% miðað við 8 tíma viðveru. Þessar breytingar koma harðast niður á Ósi, for- eldrareknu dagheimili þar sem eingöngu eru heilsdagsvistanir; foreldrar borga nú mánaðarlega •með hverju barni 16 þúsund krónur, en sú upphæð hækkar upp í 24 þúsund krónur með sam- þykktinni frá í gær, þar sem glaðningurinn frá borginni lækk- ar úr 12 þúsund krónum í 4 þús- und. Þá verður þyngra fyrir fæti á Sælukoti, en þar er dagleg við- vera barnanna mislöng. Kristín Á. Ólafsdóttir, Al- þýðubandalagi, talaði fyrir breytingartillögu minnihlutans um hækkun styrkja til dagheim- ila, en hún var felld. Með samþykkt Sjálfstæðis- manna hækkar styrkur til leik- skóla lítillega, og hér með er styrkveitingin hin saman til allra aðila sem uppfylla sett skilyrði. Formaður Dagvistar barna, Anna K. Jónsdóttir, kvað þetta réttlætismál, en þá röksemd gagnrýndi minnihlutinn harka- lega. Til að mynda sagði Kristín Á. Ólafsdóttir að kostnaður við mismunandi rekstrarform væri mjög mishár, og því sjálfsagt að styrkja betur í krónum talið þá sem réðust í að halda úti heilsdagsvistunum. Alfreð Þorsteinsson, Fram- sóknarflokki, sagði að einstakl- ingar hefðu gripið til sinna ráða í þessum málaflokki vegna þess að opinbera kerfið hefði ekki dug- að, og væri furðulegt að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn leggja stein í götu þeirra. Elín G. Olafsdóttir, Kvenna- lista, kvað breytingar þessar bera vott um óskiljanlega meinbægni meirihlutans í stjórn Dagvistar barna, og að sér væri fyrirmunað að skilja hversvegna meirihlutinn í borgarstjórn gæti ekki haldið sínu leikskólastriki án þess að slíkt þyrfti að koma niður á fá- einum börnum í heilsdagsvistun- um og foreldrum þeirra. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.