Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 21
Svona eru þær Óperetta Offenbachs um ástarævintýri Hoffmanns Óperettan Ævintýri Hoff- manns eftir Jacques Offen- bach verður frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu í kvöld, og er sýn- ingin afrakstur fyrstu sam- starfstilraunar Þjóðleikhúss- ins og íslensku Óperunnar. Óperettan er byggð á leikrit- inu Les Contes d'Hoffmann sem Jules Barbier og Michel Carré byggðu á þremur sög- um þýska skáldsins Hoff- manns árið 1851. Óperettan er frásögn Hoff- manns af reynslu sinni af ástinni, og gerist í Nurnberg, París, Fen- eyjum og Miinchen. f forleiknum er Hoffmann staddur á knæpu í Munchen og bíður söngkonunnar Stellu sem syngur í Don Giovanni í leikhúsi í nágrenninu. Á meðan beðið er lætur hann til leiðast að segja knæpugestum frá konunum þremur sem hann hefur unnað mest, brúðunni Ólympíu, sem hann féll fyrir í París, gleðikon- unni Giuliettu sem hann elskaði í Feneyjum og loks Antóníu í Múnchen, en þær eru allar þrjár ólíkar hliðar á sömu konunni, Stellu, sem hann elskar. Alltaf er eitthvað sem kemur í veg fyrir að ævintýri þessi snúist Hoffmann í hag. Ólympía er brúða sem að vísu getur bæði sungið og dansað, en er vitanlega tilfinningalaus og Giulietta dreg- ur hann á tálar. Og þó að Antón- ía, sem hefur undurfagra söng- rödd, endurgjaldi ást hans, er hún haldin sjúkdómi sem dregur hana til dauða, einmitt þegar ást þeirra er sem heitust. Ástarævintýrin þrjú eiga það líka sameiginlegt að þar kemur fyrir illmenni sem verður þess valdandi að illa fer, gleraugnasm- iðurinn Koppelíus eyðileggur Ól- ympíu, galdramaðurinn Dapp- ertutto spillir Giuliettu og annar galdramaður, Miracle (Krafta- verk), sem með fj ölkynngi kemur því þannig fyrir að Antónía syng- ur sig til bana. í eftirmálanum birtist Soffía, en þá er Hoffmann dauðadrukk- inn og keppinautur hans Lindorf leiðir hana á brott. Eftir situr Hoffmann með minningarnar. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stýrir Ævintýrunum, hljómsveit- arstjóri er Anthony Hose og lýs- ingu hannaði Páll Ragnarsson. Leikmyndateiknarinn er eftir- sóttur hönnuður við óperur, bal- lett og kvikmyndir, heitir Nicolas Dragan og er rúmenskur að upp- runa. Búningana teiknaði rússneski búningateiknarinn Al- exander Vassiliev, sem þessa dagana heldur sýningu á tuttugu búningateikningum úr Ævintýr- unum í Grafíkgalleríi Borgar að Austurstræti 10. Alexander hefur áður komið við sögu Þjóðleik- hússins, en hann gerði leikmynd og búninga við Villihunang Tsjékhovs fyrir tveimur árum. Fjöldi söngvara kemur fram í sýningunni, þeirra á meðal Garð- ar Cortes sem leikur Hoffmann, Rannveig Fríða Bragadóttir sem leikur Nicklausse, förunaut hans, Kristinn Sigmundsson í hlutverk- um Koppelíusar, Dapertuttos og Miracles og Sigurður Björnsson í hlutverkum Spalanzis uppfinn- ingamanns, „föður“ Ólympíu og Franz, þjóns Crespels, föður Antóníu. Sigrún Hjálmtýsdóttir leikur Rómantík í Feneyjum, Giulietta (Signý Sæmundsdóttir) og Hoffmann (Garðar Cortes). Ólympíu, Signý Sæmundsdóttir Giuliettu, Ólöf T'’~"—TT“1“ dóttir Antóníu og Viðar Gunn- arsson Crespel. Dansarar eru Ásdís Magnúsdóttir, Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannes- dóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helga Bernhard og Ólafía Bjarnleifs- dóttir. Koppelíus gleraugnasmiður (Kristinn Sigmundsson). Ævintýri Hoffmanns voru frumflutt á íslandi í Þjóðleikhús- inu leikárið 1965-66, og fór Magnús Jónsson þá með hlutverk Hoffmanns. Hrakningar Hoffmanns Höfundur og aðalpersóna Ævintýranna, Ernst Theodor William Hoffmann, var fæddur 1776 í Königsberg, Prússlandi. Fjölskylduhefðin réði því að hann Iærði lögfræði, en samhliða náminu sinnti hann raunveru- legum áhugamálum sínum sem voru tónlist og málaralist. Varð aðdáun hans á verkum Mozarts til þess að hann breytti síðasta* skírnarnafni sínu úr William í Amadeus. Að loknu námi árið 1802, gerð- ist hann embættismaður í þjón- ustu hins opinbera og gegndi stöðum í ýmsum borgum í núver- andi Póílandi. Ásamt öðrum stofnaði hann tónlistarfélag þeg- ar hann var hæstaréttardómari í Varsjá, og stjórnaði þá í fyrsta skipti hljómsveit, auk þess sem ýmis tónverka hans voru frum- flutt. Herför Napóleons til Pól- lands batt enda á tónlistarfélagið og störf Hoffmanns sem dómara, hann flutti til Berlínar og hugðist helga sig listinni, en gat hvorki selt tónsmíðar sínar né teikning- ar. Næstu árin liðu í peningaleysi og hrakningum, hann hafði viðurværi sitt af því að kenna börnum góðborgara tónlist í Bamberg, og varð þá yfir sig ástfanginn af einum nemenda sinna, fimmtán ára gamalli stúlku, Júlíu Marc að nafni. Von- laus ást hans á Júlíu varð til þess að hann fór að skrifa fyrir alvöru, og í öllum kvenhetjum hans endurspeglast Júlía, - eða öllu heldur, sú mynd sem Hoffmann gerði sér af hinni fullkomnu konu. Árið 1816 var Hoffmann ráð- inn hæstaréttardómari í Berlín, auk þess sem vinsældir hans sem rithöfundar og samkvæmis- sprautu fóru sívaxandi. Frami hans sem tónskálds var ekki jafn auðsóttur, eina ópera hans, Undine, var að vísu sett upp í Konunglega leikhúsinu í Berlín og sló í gegn, en eftir 23 sýningar kviknaði í leikhúsinu og búningar og leiktjöld brunnu til kaldra kola. Hoffmann átti sér alla tíð þann draum að helga líf sitt tónlistinni og málaralistinni, en það voru rit- störfin sem gerðu hann frægan, en fyrir þau var hann annað hvort dáður eða fyrirlitinn, og reyndar virtari fyrir þau á erlendri grund en heima fyrir. Hann lést árið 1822, og lét eftir sig tvær skáld- sögur og rúmlega sjötíu smá- sögur. Offenbach og Parísarlífið Tónskáldið Jacques Offenbach var af þýskum gyðingaættum og hét upphaflega Jakob. Hann var fæddur í Köln árið 1819, lærði sellóleik og lék um skeið í tríói ásamt tveimur systkinum sínum. Árið 1833 fór hann til tónlistar- náms í París, Cherubini breytti reglum Tónlistarháskólans sem bannaði útlendingum aðgang, svo að Offenbach kæmist inn í skólann. Hann var þó áhugalaus um námið og hætti eftir tíu mánuði og réði sig sem sellóleikara í hljómsveit Opéra-Comique (Gleðileikjaóperunni), öðru helsta óperuhúsi Parísar. Fyrsta verk hans, valsasyrpa, var gefið út árið 1836 og næstu árin samdi hann valsa, marsúrka, rómönsur og sönglög á færibandi. Offen- bach hafði þó mestan áhuga á að semja óperettur og hætti í hljóm- sveitinni til að reyna að vinna sér sess sem leikhústónskáld. Leikhúsin voru framan af áhugalaus um tónsmíðar hans, og fór ekki að rætast úr fyrr en hann Spalanzani og Nicklausse, (Sigurður Björnsson og Rannveig Fríða Bragadóttir). var ráðinn tónlistarstjóri Comé- die Francaise. Því starfi gegndi hann í fimm ár, fékk að vísu ekki óperettur sínar fluttar en samdi fjölda forleikja og sönglaga fyrir sýningar leikhússins, auk þess sem vinsældir hans jukust og hon- um tókst að útvega fé til að stofna eigið leikhús, Bouffes Parisienn- es, árið 1855. Leikhús Offenbachs náði þeg- ar miklum almennum vinsæld- um, þar voru fyrstu verk hans frumflutt, meðal annars Orfeus í undirheimum (Orphée aux En- fers) 1858, auk þess sem vel- gengni leikhússins opnaði honum dyr annarra leikhúsa. Offenbach samdi alls um 100 óperur, þar á meðal Helenu fögru (La Belle Hélene) 1864, Bláskeggur (Barbe-Bleu) og Parísarlíf (La Vie Parisienne) 1866. Síðasta óperetta Offenbachs er Ævintýri Hoffmanns (Les Contes d'Hoffmann), sem var frumflutt í Opéra Comique í París árið 1881, hans. LG Föstudagur 21. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.