Þjóðviljinn - 11.11.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Side 14
Óvissa hjá ASÍ Enn er allt óljóst um skipan næstu forystusveitar Alþýð- usambandsins, en þing sarrv bandsins hefst 21. nóv. n.k. Á miðstjórnarfundi í gær svaraði Ásmundur Stefánsson forseti sambandsins engu um hvort hann ætlaði í framboð til for- Seta aftur. Talið er þó nokkuð (víst að hann ætli að sitja áfram, vilji láta ganga aðeins á eftir sér. Síðustu daga og vikur hefur Ásmundur verið á ferðalagi vítt og breitt um landið þar sem hann hefur rætt við verkalýðsforingja um þinghaldið. Meiri óvissa er um varforsetaembættin. Hvorki Björn Þórhallsson né Guð- rlður Elíasdóttir munu gefa kostásérog hafamargirverið nefndir í þeirra stað. Fram- sóknarmenn vilja ólmir kom- ast í forystusveitina og hafa lagt hart að Þóru Hjaltadóttur forseta Alþýðusambands Norðurlands, að hún gefi kost e örbylgjuofnarnir stórlækka matarreikninginn í THOSIBA ofnunum getur þú nefniiega eldað nær allan mat með góðum árangri ■0- Þú matreiðir kjöt, fisk, græn- meti og bakar leikandi létt. ^ 9 orkustillingar (hiti). Snerti- takkar •$■ Hraðþýðing smáskammta -0- Einnar sekúndu nákvæmni ■$■ Deltawave dreifing á örbylgj- unum gefur ótrúlega jafna ■ orkudreifingu og matreiðslu ■$• Snúningsdiskur snýr fyrir þig matnum. (Ofninn má nota án disksins) 99 mínútna og 99 sekúndna tímastilling •$■ 24tíma klukka ■0- Hápólerað stál að innan 27lítra. Fullnægirvenjulegu heimili ■(£■ íslensk leiðbeiningahandbók fylgir með ásamt 50 upp- skriftum -0- Hússtjórnarkennari okkar, Dröfn H. Farestveit, býður þér á kvöldnámskeið án end- urgjalds. - Aðeins 10 eigend- ur saman. íslensk nám- skeiðsgögn fylgja -0- Meira en 10 gerðir ofna. Verð við allra hæfi. Góð kjör -0- TOSHIBA - stærsti framíeið- andi heims á örbylgjuofnum tryggir þér það besta sem völ erá. 0 ER 7820 Kr. 38.900,- Kr. 36.950,- Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTÚN 28, 8ÍMAR: (91) 1699S OO 822900 - NÆO BlLAtTASÐ) á sér, en Þóra biðst eindregið undan því. Kratar vilja halda „sínu“ sæti og er Karl Steinar Guðnason nefndur í því sam- bandi, en hann hefur lýst því yfir að hann fari ekki í forset- aslag við Ásmund en væri þar fyrir utan tilbúin í framboð. Karl er hins vegar síður sáttur við að setjast í varaforsetas- tól. Sjálfstæðismenn vilja líka halda í „sitt“ sæti og eru þar nefndir til sögunnar þeir Guð- mundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur og Sigurður Ósk- arsson frá Hellu. Nýjasti kandidatinn í varaforsetastól er hins vegar Vilborg Þor- steinsdóttir formaður Snótar frá Vestmannaeyjum og hefur hún tekið vel í áskoranir um framboð. Talið er víst að Vil- borg muni fá örugga kosningu í varaforsetastól og þá er farið að þrengjast um þá sem telja sig eiga kröfu til setu á ASl- toppnum. Nákvæmt Ófrískt félag Austantjaldsbúar, einkum þeir í stjórnsýslunni, þykja ná- kvæmir mjög í öllum vinnu- brögðum og reglugerðarmál- um. Þetta fékk blaðamaður á ritstjórn Þjóðviljans að reyna á dögunum þegar inn á borð til hans barst með póstinum, bréf frá austur-þýska sendi- ráóinu. Það varekki innihaldið sem sannaði regluna um ná- kvæmnina, heldur utanás- kriftin sjálf. Þar stóð skýrum stöfum: Thjódviljinn, ritstjórn, Sídumúla 6, (7 línur) 108 Reykjavík. Þetta með (7 línur) má víst lesa um í símaskránni. H AU STGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR 1. NÓVEMBER SL. FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA Æl HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00 heimilisfang Skinfaxi, málgagn Ungmenn- afélagsins, upplýsir í nýjasta tölublaði sínu að stjórn ung- mennafélagsins Dagsbrúnar í Austur-Landeyjum, sé ófrísk. Engin alvarleg veikindi, held- ur skipa stjórnina þrjár konur, og mikið rétt, þær eru allar ó- frískar. Úr fyrir alla í álinu Fjölþjóðaauðhringurinn Alu- suisse heldur upp á 100 ára afmæli sitt á morgun. Alusu- isse á nú rúmlega 100 fyrir- tæki eða hlut í þeim. Auðhringurinn starfar í 25 löndum í fjórum heimsálfum. Heildarveltan í fyrra var uppá nær 164 miljarða króna og starfsmenn 23.600. Til að minnast þessara tímamóta hefur fyrirtækið ákveðið að gefa öllum þessum starfs- mönnum sínum armbandsúr að gjöf og verða starfsmönn- um í ísal afhent úrin sín í dag. Ekki fylgir sögunni hvort úrin er úr gulli, en hitt er á hreinu að auðvitað eru þau svissnesk. Uppskipti í erlendu deildinni Fréttastjóri Sjónvarps, Bogi Ágústsson er ekki öfunds- verður þessa dagana, því hann er búin að missa alla helstu fréttamenn sína sem sinntu erlendum fréttum burtu frá Sjónvarpinu. Ögmundur Jónasson hvarf nú síðast skyndilega frá erlendu deildinni, þegar hann sigraði glæsilega i formannskpsn-' ingu BSRB. Áður hafði Árni Snævarr yfirgefið skerið og Sjónvarpið og er sestur á skólabekk í París og fyrrum varafréttastjóri, Guðni Bragason er kominn á bak við skrifborð í Varnarmála- deild utanrikisráðuneytisins og hefur nýlega hlotið skipun sem sendiráðsritari. Það er því við því búið að ný andlit sjáist á skerminum innan tíð- ar. Bráðfyndnar þýðingar Eftir að myndabandabyltingin gekk í garð og frjálsu útvarps- stöðvarnar fylgdu í kjölfarið tóku menn eftir því að þýðing- ar á sjónvarpsefni ýmiss kon- ar fóru mjög' versnandi. Rétt- hafar myndbanda reyndu að fá sem ódýrast vinnuafl og því fórsemfóren þessi hroðvirkni f þýðingum gerði einnig vart við sig í sjórlvarpsstöðvunum tveimur, svo og í kvikmynda- húsum. Hirts vegar er það f remur fátftt að sjá slæmar vill- ur eins og vjð á Nýju Helgar- blaði rákumst á hjá kollegum okkar á Vikunni. Þar var fyrir skemmstu vitnað í frægar kvikmyndastjörnur og þær beðnar um að rifja upp eftir- minnilegustu atvik lífs síns. Haft var eftir leikkonunni Saily Field að hún gleymi því aldrei þegar henni var veittur Óskarinn fyrir myndina The Second Time! Hún hefur augljóslega átt við þegar henni var veittur Óskar í ann- að skipti, því ekki vitum við til þess að mynd með þessu nafni hafi nokkru sinni verið gerð. Sally Field á hins vegar tvo Óskara, fyrir Norma Rae og Places in the Heart og sú síðarnefnda hefur því verið ...for the second time! 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.