Þjóðviljinn - 09.12.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Síða 7
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 Jafnvígur utan vega sem innanbæjar • KraftmM 2,4 lítra vél. • Aflstýri. • Fimm gú*a beinskipt- ur,háttoglágtdrif. • Tímaritið „Four Wheeler" kaus Path- finder jeppa ársins, aukfjöldaannara tímarita. • 3jaáraábyrgð. • Sýningarbíll í bilasal Nissan Pathfmder er af nýrri kynslóð tor- færubifreiða sem sameinar þægindi og hörku á óviðjafnan- legan hátt. Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði sími91-3 35 60. Jón Baldvin í Leitt að Jón skuli eyða tíma í þetta brölt. Herflugvöllur verður aldrei byggður. Égfer með samgöngumál en ekki Jón Baldvin, segir Steingrímur J. Sigfússon sjálfboðavinnu Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segir að það sé al- ger andstaða hjá Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki við varaflugvöll fyrir NATO á ís- landi, og hann sem samgönguráð- herra sé harður á móti slíkum flugvelli. En utanríkisráðherra lætur hafa eftir sér í Pressunni í gær að undirbúningur að vara- flugvelli fyrir NATO sé í fullum gangi í utanrlkisráðuneytinu. Steingrímur segir að þetta hljóti að vera sjálfboðavinna hjá utan- ríkisráðherra, og sér þyki leitt að maðurinn skuli vera að eyða tima sínum í þetta, hann hljóti að hafa eitthvað þarflegra að gera en að röfla um þennan herflugvöll sem aldrei verði byggður. f samtali við Pjóðviljann í gær, sagði samgönguráðherra að það væri nöturlegt til þess að hugsa, að á sama degi og Morgunblaðið legði forsíðu sína undir jákvæðar fréttir af afvopnunarmálum, þ.e. ákvörðun Gorbatsjofs um ein- hliða fækkun í herafla Sovét- manna, skuli málgagn utanríkis- ráðherra, gula Pressan, leggja sína forsíðu undir NATÓ- herflugvöll. „Ég hlýt náttúrlega að benda á að samgöngumál heyra undir samgönguráðuneyt- ið, og það er ekki verkefni ann- arra en mín að leggja á ráðin og móta stefnu um samgöngumál, auðvitað í samvinnu við ríkis- stjórnina," sagði Steingrímur. Hann færi að vfsu ekki með svo kölluð „varnarsvæði,“ en það hefði ekki verið talað um að byggja þennan herflugvöll á þeim blettum sem helgaðir hafa verið hernum. Par með heyri varaflug- völlur undir hans ráðuneyti. Að sögn Steingríms gefa yfir- lýsingar Jóns Baldvins Hanni- balssonar tilefni til að taka málið upp í ríkisstjórn, þótt hann hefði haldið að þar væri öllum ljóst í hvaða farvegi málið væri. Það væri líka forvitnilegt að skoða þá tölu sem utanríkisráðherra nefndi um framkvæmdakostnað, 11 miljarða. Fyrir skömmu hefði verið talað um 9 miljarða og talan yrði sjálfsagt komin í 20 miljarða snemma á næsta ári. Pær tölur sem menn væru að tala um væru hærri en summa nokkurrar hern- aðarframkvæmdar í landinu til þessa. Helguvíkurhöfnin og sprengjuheldu flugskýlin hefðu hlaupið á 1-3 miljörðum Engin samstaða um herflugvöll Samgönguráðherra sagði einn- ig ljóst að engin samstaða væri um herflugvöll í Flugráði. Það væri skoðun margra að þessi síf- elldi barningur um herflugvöll stórspillti öllu málinu, og tefði fyrir því að ákvörðun væri tekin um varaflugvöll sem leysti þarfir okkar íslendinga. „Ég hef mikinn hug á því, að löngu fyrir þann tíma sem utanríkisráðherra nefn- ir í sínum draumórum um her- flugvöll, liggi fyrir ákvörðun um það hvernig við leysum þessi mál,“ sagði Steingrímur. Ákvörðun myndi liggja fyrir á næstu mánuðum. Uppbyggingu á Akureyrar- flugvelli er að ljúka, þannig að hann þjónar með prýði þörfum okkar Islendinga við allar venju- legar aðstæður, að sögn sam- gönguráðherra. Öryggissvæði hefðu verið breikkuð og brautar- endar breikkaðir til að stærri vél- ar gætu snúið við. Flughlað hefði verið stækkað í sumar og nýr að- flugsradar tekinn í notkun fyrir nokkrum dögum. Með honum Boeing-þotur Flugleiða og Arn- stórbatnar aðflug að vellinum og arflugs. blindflugsmörk lækki. Steingrím- Öryggisnefnd Félags íslenskra ur sagði einnig, að á næstu mán- uðum kæmu öflug snjóruðnings- tæki á Akureyrarflugvöll og ný slökkviliðsbifreið. Allt þetta gerði völlinn betri til að þjóna sem varaflugvöllur, eins og hann hefði reyndar gert um árabil fyrir Ha, er ég í sjálfboðavinnu? atvinnuflugmanna leggur hins Var það ekki eitt sinn stefna allra vegar mikla áherslu á að vara- stjórnmálaflokka á íslandi, að flugvöllur verði að vera lengri en hér skyldi ekki vera her á friða- á Akureyri, við verstu skilyrði. rtímum, eða þegar friðvænlega Steingrímur sagði að það hefði horfði? Er ekki einmitt ástæða sérstaklega verið skoðað að nú, á tímum þíðu í samskiptum lengja Egilsstaðaflugvöll í þessu stórveldanna og á tímum afvopn- skyni. „Maður spyr sjálfan sig: unar.aðmennfariaðskoðaþetta mál með þeim formerkjum, og fari að vinna ötullega að því að koma þessum her f burtu og að því að leggja niður öll hernað- armannvirki hér á landi? Það væri öfugsnúið að við íslendingar færum að þenja okkur hernaðar- lega á þessum tímum." -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.