Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 13
Áheyrendur skemmtu sér hið besta.
Hnetubrjóturinn
gafst vel
Fimm ára börn og fáein yngri á lokaœfingu
Sinfóníuhljómsveit íslands og Skólakór Kársnesskóla fluttu Hnetu-
brjót Tsjækovskíjs á lokatónleikum ársins í Háskólabíói í gærkveldi.
Auk tónlistarinnar heyrðu viðstaddir sögu Hoffmanns sem varð
kveikjan að verkinu í ágætum upplestri Benedikts Árnasonar og sáu
350 vatnslitamyndir Snorra Sveins Friðrikssonar við ævintýrið en
þeim var varpað á sýningartjald bíósins. Fjölmennur hópur reyk-
vískra barna á sjötta aldursári tók forskot á sæluna í gærmorgun.
Skipuðu þau gjörvallan salinn á lokaæfingu ásamt nokkrum valin-
kunnum sómamönnum úr röðum fullorðinna, foreldrum, fóstrum og
fleirum af líku tagi. Vakti flutningur Hnetubrjótsins góða gleði.
Skólakór Kársnesskóla söng með miklum ágætum.
umfít .
cmntýn
Óvænt ævintýri er heillandi og skemmtileg
bók. Ævintýrin eru rituö á Ijósu og vönduöu
ASCEIR
JAKOBSSON
ÞATTURAF
SICURÐI SKURÐI
OC SKOLA
SÝSLUMANNI /
SKUCCSJÁ‘
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OIIVERS STEMS SE
Sutimjmdiuoaum
LjíXfclM]
skuccsjA
ÞÓRÐUR KAKAII
Ásgeir Jakobsson
Þóröur kakali Sighv^tsson var
stórbrotin persöna/, j/itur
maður, viljafastur pg mikill
hermaður, en um léið
mannlegur og vinsaell. Ásgeir
Jakobsson hefur héf ritað
sögu Þórðar kakala, eins
mesta foringja Sturlunga á
Sturlungaöld. Ásge|r rekur
söguna eftir þeim
sögubrotum, sem til eru
bókfest af honum hér og þar í
Sturlungusafninu, í Þórðar
sögu, í íslendinga sögu, í
Arons sögu Hjörleifssonar og
Þorgils sögu skarða og einnig í
Hákonar sögu. Gísli
Sigurðsson myndskreytti
bókina.
ANDSTÆÐUR
Sveinn frá Elivogum
Andstæður hefur að gey'ma
safn ljóða og vísna Sveins frá
Elivogum (1889-1945). Þessi
ljóð og vísur gefa glögga
mynd af Sveini og viðhorfum
hans til lífs, listar og sam-
ferða'manna. Sveinn var bjarg-
álna bóndi í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta
þessarar aldar. Hann var eitt
minnisstæðasta alþýðuskáld
þessa lands og þótti mjög
minna á Bólu-Hjálmar í kveð-
skap sínum. Báðir bjuggu þeir
við óbiíð ævikjör og fóru síst
varhluta af misskilningi sam-
tíðarmanna sinna.
PETUR
:x :
IÆKJARÆTTIV
FANGINN OG DOMARINN
Þáttur af Sigurdi skurði
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurður, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
nrál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
VIKINGSLÆKJARÆTT TV
Pétur Zophoníasson
Þetta er fjórða bindið af niðja-
tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar hrepp-
stjóra á Víkingslæk. Pétur
Zophoníasson tók niðjatalið
saman, en aðeins hluti þess
kom út á sínum tíma. í þessu
bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar-
innar, niðjar Ólafs og Gizurar
Bjarnasona og Kristínar Bjarna-
dóttur. í þessari nýju útgáfu
Víkingslækjarættar hefur tals-
verðu verið bætt við þau drög
Péturs, sem til voru í vélriti, og
auk þess er mikill fengur að
hinum mörgu myndum, sem
fylgja niðjatalinu. í næsta bindi
kemur svo h-liður, niðjar Stefáns
Bjarnasonar.