Þjóðviljinn - 09.12.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Síða 14
Nýlega er komin út á ís- lensku bók Jack Kerouac, Á vegum úti (Onthe Road), sem samin var fyrir fjörutíu árum og kom út fyrir rúmum þrjátíu, og er ekki seinna vænna aö þaö birtist íslensk þýðing á þessu verki, sem bæöi er sí- gilt og segir um leið sögu síns tíma, bítkynslóðarinnar. Bítkynslóð er samheiti yfir á- kveðinn vinahóp rithöfunda sem vöktu athygli á síðari hluta 6. ára- tugarins. Þeirra þekktastir voru Jack Kerouac, Allen Ginsberg, Gregory Corso,William Burro- ughs og Neal Cassady og þeir voru allir fæddir á síðari hluta 3. áratugarins nema William Burro- ughs sem er fæddur 1914. í kjöl- far þeirra kom heil flóðbylgja af skyldum rithöfundum, eins og Ed Sanders, Tuli Kupferberg, Char- les Bukowski, Ken Kesey og fleirum, sem voru flestir fæddir á áratugnum 1930-40, og mætti kalla þá 2. bítkynslóð. Hér verður ekki sagt frá skáld- skap bítskáldanna heldur þeirri menningarlegu og félagslegu ný- breytni sem þeir tóku þátt í og báru skilaboð um frá fámennum utangarðshópum til stærri sam- félagshópa. Bítskáldin lifðu og störfuðu í mjög nánu sambandi við djúpar samfélagshræringar síns tíma. Ameríski draumurinn Fyrsta bítkynslóðin átti það öll sameiginlegt að vera ungir og rót- lausir karlmenn á árunum eftir 2. heimsstyrjöld. Sumir þeirra höfðu gegnt herþjónustu, aðrir komið sér undan henni, en þeir áttu allir erfitt með að aðlaga sig bandarísku samfélagi. Herbert Marcuse hefur lýst því samfélagi og raunar öllum vestrænum samfélögum fyrstu tveggja árat- uganna eftir stríð sem einvíddar samfélögum. Eftir stéttabaráttu millistríðsáranna og menningar- lega og félagslega árekstra milli kynþátta og þjóðarbrota í Banda- ríkjunum, var allt kapp lagt á þjóðarsátt, pólitíska, efnahags- lega, félagslega og menningar- lega. í Bandaríkjunum fylgdi mikil velmegun og aukin neysla í kjölfar styrjaldarinnar, og vax- andi fjöldamenning, pólitískar og siðferðilegar krossferðir svo sem McCarthyisminn unnu grimmt að því að steypa allt bandarískt þjóðlíf í sama mót, þar sem við- miðunin var kjarnafjölskylda af millistétt með búsetu í einbýlis- húsi í úthverfi. Tekjur föðurins nægðu til að halda úti vaxandi neyslu, móðirin sá um að halda heimilinu hreinu, en börnin undu áhyggjulaus í skólum fram undir tvítugt og jafnvel lengur. Þjóðgaröur til- finninganna Þetta var ameríski draumur- inn, en það áttu ekki allir jafn greiðan aðgang að honum. Auk millistéttarinnar gátu hvítir iðn- aðarmenn og sérhæfðir verka- menn í föstu starfi eignast hlut- deild í honum, en utangarðs var hvers kyns lausavinnuafl, verka- fólk í sveitum, mikill meirihluti allra þeldökkra og stórir hlutar annarra innflytjendahópa sem ekki voru af einhvers konar arísk- um uppruna. Meðal þessara hópa þróuðust alls kyns frávik frá staðli ameríska draumsins; til dæmis þóttu afbrot sjálfsagður atvinnuvegur í sumum þjóð- arbrotum og hverfum og stór hluti bandarískra þegna lifði allt öðru vísi lífi en hin almenna við- miðun sem kristallast í hinu vin- sæla dægurlagi þessara ára, A Doggy in the Window. Á meðal hvítrar millistéttar var líka að finna einstaklinga sem áttu sér einhvern óamerískan draum um öðru vísi líf, og sumir þessara einstaklinga gerðu síðar garðinn frægan undir heitinu bítkynslóðin. Max Weber, helsti frum- kvöðull félagsfræðinnar, hélt því fram að köld skynsemi sem mið- aði að hámarks efnislegum gæð- um, myndi smám saman gegnsýra vestræn samfélög og út- rýma andskynsamlegum viðhorf- um og atferli. Hann gerði þó ráð fyrir að eftir yrði friðað svæði til- finninga, tjáningar og hvatalífs þar sem þær kenndir sem væru bældar í skynvæddum heimi fengju að lifa í eins konar þjóð- garði, skýrt afmörkuðum frá ræktuðu landi og beitarlandi kap- ítalismans. Þjóðgarð tilfinninga innan í ræktarlandi kapítalismans yrði að finna í svokallaðri bóhem- íu, eða samfélagi listamanna; þeir myndu halda lífi í þeim kenndum og tilfinningum sem ella væru í útrýmingarhættu fyrir kapítalismanum, og þangað gætu góðborgararnir farið sér til upp- lyftingar, rétt eins og við förum í Þórsmörk eða Skaftafell um helg- ar eða í sumarfríum. Það var því alveg í samræmi við bókina þegar Kerouac og félagar tóku að hittast á börum banda- rískra borga, ræða af fyrirlitningu um „skverin" í kringum sig og æða í ferðalög án skynsamlegs til- gangs. Það sem hins vegar braut í bága við kennisetningar félags- vísinda og væntingar landsfeðra var, að þetta hugarfar var ekki takmarkað við litla bóhemahópa, heldur breiddist á tímabilum út til stórra æskuhópa. Á vegum úti gerist á fyrstu ár- unum eftir heimsstyrjöldina, og þá var hugtakið bít ekki orðið til. Hins vegar var talað um hipster, fyrirbæri sem varð til við vaxandi snertingu milli hvítra manna og svartra í Bandaríkjunum á árum kreppu og styrjaldar. Svertingjar flúðu eymd sveitahéraðanna í suðri og leituðu til iðnaðarborg- anna í norðri; í stríðinu var þörf Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. Borginsem hristir upp í þér! Helgarverð 24.020 fmkr. * Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Staðgreiðsluverð. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Z92-SP0UM vis/xnv

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.