Þjóðviljinn - 09.12.1988, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Qupperneq 16
Hundalíf i Laugarásbíó: Mitt liv som hund (Hundalíf). Sænsk. Árgerð 1985. Framleiðandi: Waldemar Bergendahl fyrir Svensk Filmindustri og Film Teknik. Leikstjórn: Lasse Hallström. Handrit: Lasse Hallström, Reidar Jönsson, Brasse Bránnström, Pelle Berglund eftir skáldsögu Reidar Jönssons. Kvikmyndun: Jörgen Persson. Tónlist: Björn Isfalt. Helstu hlutverk: Anton Glanzelius, Thomas von Brömssen, Anki Lidén, Melinda Kinnaman, Kicki Rundgren o.n. „Ef grannt er skoðað, hef ég í reynd ekki verið svo óheppinn,“ hugsar hann með sjálfum sér, hverju sinni er gjörvöll heimsbyggðin virðist í þann mund að hvolfast yfir hann með öllum sínum þunga. Hvundagsins sorgum og raunum. „Maður verður að hafa viðmiðanir," heldur hann áfram. Og í hug hans kemur sagan af mótorhjólakapp- anum, sem ætlaði að setja heims- met. Þeysast á tryllitæki sínu yfir eina 30 langferðabíla. Afturhjól hans snart þann síðasta, með þeim afleiðingum að hann gistir nú himnahvelfinguna. Tuttugu og níu hefðu nægt tii að setja heimsmetið. Og svo var það gaurinn, sem ætlaði að stytta sér leið yfir íþróttaleikvanginn. Sá endaði lífdagana með spjót gegn- um brjóstið. Ingmar á þrettánda aldursári. Yngri sonur einstæðrar móður. Og víst verður hann þrátt fyrir allt að teljast heppinn. Þó svo að faðirinn sé horfinn út í blámann, móðirin illa haldin af berklum, sínöldrandi, þreytt og stúrin, og gefi sjaldnast tíma til að sinna lít- ilsigldustu þörfum hans sjálfs. „Maður verður að hafa viðmið- anir.“ hugsar hann með sjálfum sér, þegar hann hefur migið undir í svefni, hvolft úr mjólkurglasinu yfir nýstraujaðan borðdúkinn, mamma sturlast eina ferðina enn og þar af leiðandi fengið ennþá eitt af þessum ógurlegu berklak- östum sínum. Með meðfylgjandi ungs fólks af lágstéttaruppruna. En eftir að rokkmenningin hafði farið í skilvindu evrópsku lág- stéttarhverfanna og komið aftur til Bandaríkjanna með Bítlunum, fann hún hljómgrunn meðal ungra menntamanna þar. Sam- runi hennar og arfsins frá bítnikk- unum og þjóðlagasöngvurunum skóp hippamenninguna og aðra andófsmenningu meðal ungs fólks, sem braust fram í pólitískri uppreisn í lok 7. áratugarins. Hvunndagsmenning er flókið fyrirbæri og ég hef aðeins reynt að greiða úr nokkrum þráðum. Við höfum séð hvernig lágstéttar- menning frá umrótarárunum eftir 2. heimsstyrjöld kveikir í ungum menntamönnum þess tíma og hvernig þeir áttu þátt í því að veita sköpunarmætti lágstétt- armenningarinnar til uppvaxandi kynslóða menntamanna. Þannig skapast bít upp úr hipster, og þegar bítið hitti loks rokkmenn- inguna um miðjan sjöunda ára- tuginn reyndist sú blanda þræl- áfeng. Ég eftirlæt hins vegar les- endum að velta því fyrir okkur, hvað hefur orðið um þessa menn- ingarsköpun síðan. Eitt er víst: frumheimildirnar, vitnisburðurinn um það sem var að gerast með bandarískri æsku upp úr síðari heimsstyrjöld, eiga ríkt erindi til okkar í dag, og þess vegna hljótum við að fagna hinni ágætu þýðingu Ólafs Gunnars- sonar á bókinni Á vegum úti. Ath. Þessi grein er samstofna er- indi sem ég flutti á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir 26. 11. síðastli&inn. Fyrir birtingu hef- ur það þó verið snurfusað og stytt allmikið og eru meðal annars felld- ar burt flestar fræðilegar vanga- veltur. * blóðspýjum, grátköstum og sjál- fsásökunum, hæfilega blöndnum þessari meistaralega útsjóna- sömu sjálfsvorkunnsemi, sem einstæðum mæðrum einum er lagið: Þessu nístandi „h versáégaðgj alda“-augnaráði. Snoðklipptur kollurinn sígur sneypulega ofaní bringu og hend- urnar hverfa djúpt, djúpt ofaní buxnavasana: „Maður verður að hafa viðmiðanir". Og honum verður hugsað til geimtíkurinnar Lajku, sem sovétmenn sendu ný- ÓLAFUR ANGANTÝSSON verið á sporbaug um jörðu. Hún var jú frá upphafi dæmd til að svelta í hel, þá er matarbirgðirnar gengju til þurrðar. Fórnað í þágu alls mannkyns. Án þess að hafa hugmynd um það sjálf og þaðan af síður spurð álits. En öll él birtir upp um síðir og gjarnan þá er síst gegnir. Mamma þarfnast hvíldar og þeir bræður því sendir sinn í hvora áttina. Ing- mar til ættingja suður í Smá- löndum. Gegn eigin vilja í fyrstu, en sjálft lífið er jú sífelldum breytingum undirorpið. Breytingum, sém tólf ára snáða eru sjaldnast fullkomlega ljósar frá upphafi. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ I bókinni „Ævintýri barnanna", eru 24 sígild ævintýri prýdd fallegum myndum. Þetta eru ævintýrin um sætabrauösdrenginn, þrjá birni, Rauöhettu, kiölingana sjö, þrjá litla grísi og fleiri góökunnar ævintýra- hetjur. Þetta eru ævintýrin sem börnin vilja lesa aftur og aftur. Það er ekki ofsögum sagt að norræn kvikmyndahefð hafi gengið í endurnýjun lífdaga á liðnum misserum. Hvert stór- virkið af öðru streymir þessa dag- ana út yfir heimsbyggðina úr Ieiksmiðjum frændþjóðanna. Og það sem e.t.v. er meira um vert: Hérlendir kvikmyndahúsaeig- endur hafa séð sér hag í að taka þessar myndir til sýninga. Hér- Íendum unnendum listgreinar-. innar til ómældrar gleði og ánægju. Þarft átak og vissulega þakkarvert. „Mit liv som hund“ Svíans Lasse Hallström verður að skoðast sem ein af eftirminnilegri afurðum norrænnar kvikmynda- hefðar í seinni tíð. Ogþað jafnvel þótt víðar væri leitað. Kemur þar margt til, þó einkum afburðagóð leikstjórn Hallströms, býsna fág- uð og yfirlætislaus kvikmynda- taka Jörgens Perssons og umfram annað stórgóður leikur Antons Glanzelius í hlutverki Ingmars. Okkur hefur á liðnum misser- . um gefist kostur á að líta ágæt tilþrif prýðilegra leikara af yngri kynslóðinni. Ikvikmyndum, sem hver með sínu móti getur skoðast sem e.k. uppgjör höfundar við barnæsku sína („Hope and Glory“ meistara Boormans og „ Au revoir les enfants“ eftir Lou- is Malle, svo dæmi séu tekin). En það er ekki ofsögum sagt, að eng- inn þeirra komist með tærnar þar sem hinn kornungi Glanzelius hefur hælana. Ég held mér sé sannast sagna óhætt að fullyrða, að ég hafi ekki í annan tíma séð barn sýna önnur eins leiktilþrif á hvíta tjaldinu. Enda fær hann ærið lífvænlegan texta að moða úr. Og er það ekki síst afburða- góð handritsgerð þessa öndvegis- verk Hallströms, sem hefur gert þessa mynd svo ómótstæðilega heillandi sem raun ber vitni. Hin í einfaldleik sínum margslungna flétta hennar gengur nánast fullkomlega upp. Persónugerðir, sem lifa áfram í hugskoti manns löngu eftir að við höfum horfið úr myrkvuðum salnum á vit gráma eigin hvundags. í einu orði sagt: Unaðsleg kvikmynd. Einhver besti kostur- inn á annars bara nokkuð þolan- legum repertoar reikvískra bíó- húsa þessa dagana. Ó.A. lónína Leósdóttir Guð almáttugur - /i/_ Endurminningar séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar Séra Sigurður Haukur hefur löngum verið umdeildur, enda þekktur fyrir að segja skoðun sína afdráttarlaust. íþessari hispurslausu bók fjallar hann m.a. um: skemmtilega atburði frá æskuárunum í Ölfusi • fjölda samferðamanna • hinar „alræmdu“ poppmessur • sálarrannsóknir • læknamiðla • hestamennsku • brottrekstur frá útvarpi og sjónvarpi Nýja Bókaútgáfan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.