Þjóðviljinn - 09.12.1988, Síða 29

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Síða 29
GESTUR GUÐMUNDSSON MEÐ GESTS AUGUM Metnaðarleysi Ríkissjónvarpið hefur að und- anförnu sýnt þætti um liðin ár, byggða á annálum sem sjónvarp- ið hefur jafnan gert í árslok, auk þess sem Árni Gunnarsson og Edda Andrésdóttir hafa bætt við viðtölum og öðru efni, þar sem atburðum viðkomandi árs er fylgt eftir frá sjónarhóli nútímans. Þessir þættir hafa verið hinir fróðlegustu og um margt vel gerðir. Þó læðist sú hugsun að áhorfandanum að sjónvarpið hafi enn einu sinni látið gott tækifæri allt of illa nýtt. Sjónvarpsannálar frá lokum hvers árs eru ekki bara mikil heimild um það sem gerðist það ár. Þeir eru enn fremur heimild um þá þröngsýni sem jafnan gætir þegar menn gera upp nýliðna at- burði, og þeir eru ekki síst hei- mild um þröngan sjóndeildar- hring fréttastofu Sjónvarps á liðnum árum (og um leið ábend- ing um þá þröngsýni sem enn ræður þar ríkjum). Það virðist hins vegar ekki hafa vakað fyrir Sjónvarpinu að fá nýtt og ferskt fréttamat og endurskoðun á fyrra fréttamati, fyrst það réð Árna Gunnarsson fyrrverandi frétta- mann sem annan umsjónarmann þáttanna. Sjónarhorn hans og Eddu hefur aldrei orðið verulega frábrugðið því sem einokunar- fjölmiðlar ríkis og Morgunblaðs höfðu á sínum tíma. Áður en ég fer nánar út í þá sálma, langar mig til að víkja að því hversu handahófskennt efnis- valið hefur oft verið í þáttunum. Einna skýrasta dæmið var viðtal- ið við Þorstein Eggertsson texta- höfund í upprifjun ársins 1973, en svo vill til að Þorsteinn var að mestu atvinnulaus við textagerð einmitt þetta ár. Þorsteinn var af- kastamikill textasmiður á árun- um 1965-8 og eftir 1975 en fram- an af 8. áratugnum var ensk textagerð allsráðandi meðal popptónlistarmanna. Það hefði verið vel við hæfi að tala við Þor- stein í tilefni einhvers af þeim árum, þegar orð hans hljómuðu í eyrum landsmanna dag hvern, en ekki vegna 1973. Aðrir hefðu get- að gert betur grein fyrir því hvers vegna poppararnir sungu á ensku þetta ár. Það var alveg jafn vandséð, hvað fyrirsætustörf Guðmundar jaka fyrir Einar Jónsson einhvern tímann fyrir fjörutíu árum áttu skylt við árið 1968, og í þættinum um árið 1971 var farið mörgum orðum um Tómas Guðmundsson skáld af því tilefni einu að hann varð sjötugur það ár. Kaflinn um Tómas var reyndar alveg dæmi- gerður fyrir þann skort á sögu- legu endurmati sem hefur ein- kennt þessa þætti. Svo vill til að fyrir örfáum vikum var þáttur um Stein Steinarr skáld, þar sem vottaði fyrir slíku endurmati. Þorgeir Þorgeirsson minnti á það að Tómas er ekki eina borgar- skáld okkar, þótt borgarastétt bæjarins hafi löngum reynt að setja hann einan á þann stall. Steinn Steinarr er meðal þeirra sem túlka aðra reynslu af Reykja- vík, þá reynslu aðkomumannsins sem flestir Reykvíkingar þekktu af eigin raun um það leyti sem þeir Tómas og Steinn ortu ljóð sín. Steinn elskaði Reykjavík ekki síður en Tómas og reisti borginni ekki síðri minnisvarða, en ljóð Steins eru hlaðin gagnrýni og túlka miskunnarleysi frumbýl- ingsáranna. Þess vegna finnst borgarastéttinni betra að reisa Steini sinn stall einhvers staðar utan hins áþreifanlega veruleika, sem skáldi tilvistarkreppu og formbyltingar. Ekkert nýtt mat af þessu tagi kom fram í þættinum um 1971, heldur flutti Morgun- blaðsritstjórinn gömlu tugguna um Tómas enn einu sinni. Reyndar finnst mér þátturinn um 1971 lakastur þáttanna, hvað snertir sögulegt mat. Stórum hluta þáttarins var varið til upp- rifjunar á Viðreisnarstjórninni, og er það í sjálfu sér eðlilegt, vegna þess að á því ári lauk 12 ára valdatíma Viðreisnar. Hins vegar er afar óeðlilegt að Gylfi Þ. Gísla- son var látinn sjá svo til einn um þessa upprifjun. Eins og vænta mátti af einum höfuðsmiða Við- reisnar, gerði Gylfi hlut þessa stjórnarsamstarfs sem mestan, en það vantaði ekki bara gagnrýniö mat á Viðreisnina heldur var ger- samlega gengið fram hjá því að segja frá þeirri stjórnarstefnu sem við tók. Viðreisnarstjórnin var að sönnu merkileg, og á tíma hennar urðu miklar þjóðfélags- breytingar á íslandi, en þetta var líka tímabil stöðnunar á mörgum sviðum, svo sem í atvinnuupp- byggingu landsbyggðarinnar, í menningarmálum og í opinberri umræðu. Árið 1971 urðu ekki bara mikil umskipti í stjórn íslands heldur í öllu andrúmslofti samfélagsins, en það mátti alls ekki merkja af þætti þeirra Árna og Eddu. Það var ekki bara skipt um þing- meirihluta og ríkisstjórn, heldur líka stjórnarstefnu í mörgum grundvallaratriðum. Á þessu ári kom róttækniþróun fram í mörg- um myndum, til dæmis í fyrsta sigri vinstri manna í Háskólanum um langt árabil, og aukið frjálsræði í hugsun og hegðun ruddi sér braut á mörgum svið- um. Það er hins vegar engu líkara en þáttur Árna og Eddu hafi ein- ungis snúist um fyrstu mánuði ársins, þegar menn héldu enn að ekkert myndi breytast, hér yrði Viðreisn að eilífu og markverð- ustu atburðirnir væru stórafmæli þeirra skálda sem borgarastéttin hafði viðurkennt. Það talar sínu máli um blindu blettina á linsu þeirra Árna og Eddu, að ekkert skyldi minnst á Framboðsflokkinn í frásögn frá árinu 1971. Þessi flokkur er ein- stæður í stjórnmálasögu íslands. Það er í sjálfu sér athyglisvert að grínframboð skuli hafa fengið svo mikla athygli og jafnvel fjölda at- kvæða, en mestu skiptir að með gríninu flutti Framboðsflokkur- inn áhrifaríkustu gagnrýni á staðnaða stjórnmálaumræðu sem hér hefur sést. Framboðsflokkur- inn varð einn merkasti farvegur þeirra hræringa sem voru að ger- ast með ungu fólki á þessum árum og sá farvegur sem skilaði fljótvirkustum áhrifum á kerfið. Eftir 1971 gerbreyttist pólitísk umræða á Islandi; Sjálfstæðis- flokkurinn eignaðist sinn Davíð. Alþýðuflokkurinn sinn Vilmund og meira að segja Framsóknar- flokkurinn sinn Steingrím. Fram- boðsflokkur hafði rutt brautina, þótt að vísu hafi gagnrýni hans beinstdýpra og leitað lengra, en það er nú gömul saga... Þar sem ég hef leyft mér að gagnrýna þátt þeirra Árna og Eddu unt 1971, vil ég taka fram að ég hef ekki séð jafn stórar mis- fellur á fyrri þáttum þeirra og reyndar skemmt mér vel. Þáttun- um hefur greinilega verið einkum ætlað að hafa skemmtigildi og veita nokkurn fróðleik, en þeim hefur ekki fylgt neinn metnaður um að skoða atburði og sögu- skoðun liðinna ára gagnrýnum augum. Þetta metnaðarleysi olli því síðan að í þættinum um árið 1971 gleymdist að segja frá því að á því ári urðu margháttuð um- skipti í íslensku þjóðlífi. KVIKMYNDIR ímiðri auðninni DÆGURMAL Hinn geysimikii ísiandsvinur Nick Cave. Grófljúf rokksteypa Blóðug og myrk grafaratónlist Regnboginn: Bagdad Café. Þýsk/bandarísk. Árgerð 1988. Leikstjórn/handrit: Percy Adlon. Kvikmyndun: Bernd Heinl. Tónlist: Bob Telson. Helstu hlutverk: Marianne Sag- erbrecht, C. C. H. Pounder, Jack Palance, Christine Kaufman, Monica Calhoun, Darron Flagg o.fl. Einhvers staðar í miðri auðninni. Sex metra löng limús- ína. Miðaldra, þýskættuð, sí- nöldrandi, barnlaus hjón. Á ferðalagi um hrjóstruga bak- garða ameríska velferðatsamfél- agsins. Miðja vegu milli Las Veg- as og Disneylands varpar hann henni á dyr og heldur einsamall áfram ferð sinni út í tómið. Frú Munchgestettner kjagar óbuguð af stað. Út í óvissuna, og kemur um síðir að litlu óhrjálegu veitingahúsi við vegarkantinn, Café Bagdad. Það gneistar sannarlega af þessari nýjustu afurð Þjóðverj- ans Percy Adlons. Ekki síður en af fyrirrennurunum. Fimm kvik- myndir hefur hann sent frá sér um dagana. Allar fjalla þær um konur. Sterkar konur. Stórar konur, í þess orðs fyllstu mérk- ingu. Þekktastar eru e.t.v. Ce- leste (1981) og hið óforbetranlega meistarastykki hans, Sugar Baby, sem á liðnum misserum hefur farið offörum um kvik- myndasali Evrópu og tryggt sér sinn verðuga sess, sem ein af eftirtektarverðari kúltmyndum síðari ára. „Kvikmyndir eru fyrst og fremst spursmál um stíl,“ fullyrti Adlon einhverju sinni í viðtali. „Stíll er ekki yfirborðsmennska, heldur það sem gefur kvikmynd- inni líf.“ Og sannarlega eru stíl- brögð hans, þessar litlu, en þó í einfaldleik sínum svo stórkost- legu formtilraunir hans... lífvæn- legar. Og meira en svo. Þær eru sjálft lífið. Hann vísar fullkom- lega á bug flestum nútímalegri venjum, svokölluðum „lögmál- um“ myndmálshefðar kvikmyndagerðarlistarinnar. Hefur skapað sfn eigin. Og það sem meira er um vert: Þau virka! Hér er á köflum engu líkara, en kvikmyndatökuvélin lifi sínu eigin lífi. Og óháð þeirri einingu rúms og tíma, sem hefðin telur svo nauðsynlegt að verði að ríkja milli hinna einstöku þátta efnis- meðferðarinnar. Adlon gefur nánast fullkomlega skít í slíkan hégóma. f kvikmyndum hans þjónar tækni miðilsins öðru frem- ur svipuðu hlutverki og samlandi hans, Bertold Brecht, ætlaði henni í leikhúsinu. Henni er m.a. ætlað hlutverk eins konar „verf- remdungs effekts“, eins og hann kallaði það. Það er: Með vissu millibili er blekkingarvefur mið- ilsins rofinn og okkur bent á að það sem við upplifum þessa stundina er ekki raunveruleikinn sem slíkur. Heldur ákveðin túlk- un á nánar tilteknu raunverul- eikasviði, sem vissulega er vert að við veltum jafnframt sjálf vöngum yfir á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndir Adlons eru sann- arlega sér á báti í því óheyrilega flóði einskisverðra dægurflugna, er þessa dagana streyma sem aldrei fyrr útyfir heimsbyggðina úr draumaverksmiðjum iðn- greinarinnar. Jafnt vestan hafs sem austan. Þær eru nýsköpun, listrænn frumleiki í þess orðs fyllstu merkingu. Myndir, sem þegar fram líða stundir koma til með að skoðast sem eitt af því athyglisverðasta er níundi ára- tugurinn hafði uppá að bjóða í þessu tilliti. Ó.A. Ofarlega í heilanum í mér, vinstra megin, situr Nick Cave á bekk með Tom Waits. Það hljóta allir eðlilega að fá það sterklega á tilfinninguna, eftir nokkrar hlust- anir á „Tender Pray“, að þeir verði umsvifalaust að snúa sér að trúboði. Ég vona að ég og Nick Cave séum ekki óvinir þó ég hafi misst af tónleikum þessa göfuga íslandsvinar, þegar hann kom hingað um árið. „Tender Pray“ byrjar nökkuð þunglamalega en um miðja plötu verður dauðaóperan forvitni- legri. Blóð, myrkur og sársauki eru vörumerki þessarar plötu. Tímann allan tökum við eigin gröf. Sem þarf alls ekki að vera svo ófögur mynd, alla vega er ein- staklega heillandi að hlusta á Nick Cave taka sína gröf. Ég var í strætó um daginn og heyrði tal manna. Einn sagði öðr- um: „ísland, þessi menningar- þjóð, þessi menningarþjóð sem við segjumst vera, þykjumst vera; hefur alið af sér mennmg- arspauð afstyrmi." Greinilegá var þessi farþegi SVR eitthvað óánægður með smekk ungu kyn- slóðarinnar. En mér dettur hann í hug, þegar ég hlusta á „Tender Pray“. Og hér kemur trúboðið inn í söguna; það ber að snúa eyrum unga fólksins að þessari plötu, og raunar gamla fólksins líka, það getur bara verið erfið- ara af því að eyrun á þeim eru svo upp á snúin, stundum. Ég ætla ekki að ættgreina tón- listina á „Tender Pray“, hún er allt of sérkennilegur bræðingur til þess. Kannski er þetta ný ætt- kvísl. Alla vega er Nick Cave mjög persónulegur flutnings- maður. Fyrir þá sem nenna að hlusta á tónlist er þessi plata kjör- gripur. Hún hefur flesta kosti góðrar plötu. Cave hefur með sér gott band og sameiginlega skilar þessi hópur vönduðum verkurn Caves, þannig að þau falla vel að bremsuhljóðunt strætisvagnanna ,og dempa suðið í elskulégri sí- byljunni. Vert’ ekki að hangsa þetta, kauptu gripinn. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.