Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 7
Vatnsrúm sífellt vinsœlli. Pegar búið að flytja inn um 6000 rúm. Hentar ekki öllum. Nokk- uð hefur verið um óhöpp tengt vatnsrúmum Þessi mynd sýnir öldu- brjótana. En þeirsjátil þess aðfólkséekkiá stöðugumveltingií rúminu. Hægterað veljaumalltfrá60% stöðuleika uppí 99%. Guðbrandur Jónatansson sýnir hér nýja gerð af vatnsrúmi sem hann segir að sameini gæði vatnsrúmsins og springdýnunnar. Mynd Jim Smart. vart hefur orðið við leka, sagði Guðbrandur. Við á Nýja Helgarblaðinu höf- um rætt við nokkra vatnsrúma- eigendur og ber flestum saman um ágæti þeirra. - Það kemur heldur ekki að sök að vatnsrúm henta einstaklega vel til ástar- leikja, sagði ein sem var alsæl með nýja vatnsrúmið sitt. -sg - Við ætlum að endurnýja rúmið okkar og konan stakk upp á því að við keyptum vatnsrúm. Það er nú liðið hálft ár síðan og ég sé ekki eftir því, sagði PéturOlafsson þegar við á Nýja Helgarblaðinu vild- um vita hvernig honum líkaði aðsofaívatnsrúmi. Vatnsrúmafaraldur hefur gengið um nokkurt skeið hjá grönnum okkar á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Svo virðist sem áhugi íslendinga fari einnig stöðugt vaxandi. - Jú það er rétt að við höfum orðið varir við aukinn áhuga á þessum rúmum. Ég er búinn að versla með þau í fjögur ár og áhuginn fer stöðugt vaxandi. Þegar ég byrjaði var því spáð af sumum samkeppnisaðilum að ég myndi gefast upp innan sex mán- aða, en raunin er nú önnur, sagði Guðbrandur Jónatansson. Hann rekur nú tvær verslanir í Reykja- vík sem eingöngu selja vatnsrúm. Það eru nokkrar verslanir hér á landi sem bjóða slík rúm. Þau er hægt að fá á 70.000 kr. og upp í 120.000 kr., allt eftir því hvaða umgjörð fólk velur utan um vatnsdýnuna. Einnig er hægt að fá barnarúm með vatnsdýnu og kosta þau um 17.000 kr. I venju- iegt tvíbreitt rúm fara um 800 lítr- ar af vatni, og vegur þannig rúm um eitt tonn. Til þess að koma í veg fýrir öldugang í rúmunum eru sérstakir öldubrjótar í dýnunum og hægt er að velja um nokkrar gerðir af þeim, allt eftir því hvað fólk vill hafa dýnuna stöðuga. Með dýnunum fylgir einnig hita- tæki sem heldur vatninu heitu. Hentar ekki öllum - Vatnsrúm henta ekki öllum. Það hefur komið til mín fólk sem hefur lengi þjáðst af bakverkjum eða vöðvabólgum en hefur reynt vatnsrúm. Það segir að það sofi engu betur á vatnsdýnum, og auk þess getur reynst erfitt fyrir þetta fólk að komast fram úr rúmun- um. Sumum líkar hins vegar mjög vel við þessi rúm og segjast sofa mun betur í þeim, sagði Kristín Guðmundsdóttir yfir- sjúkraþjálfari á Endurhæfingar- stöð Sjálfsbjargar, þegar hún var spurð um álit sjúkraþjálfara á vatnsrúmum. Hún sagðist ekki vita til þess að gerð hafi verið nein vísindaleg könnun á nota- gildi vatnsrúma fyrir fólk sem þjáist af bakveiki eða vöðvasjúk- dómum. Hún sagði að mikilvæg- ast væri að fólk gæfi sér góðan tíma til að velja rúm. Fólk þarf að hafa það í huga þegar það eldist, að það sem einu sinni var gott að sofa á passar kannski ekki lengur. Hún bætti við að best væri ef selj- endur rúma veittu skilafrest í svona 14 daga, þannig að ef rúm- in hentuðu ekki væri hægt að skila þeim. - Það hafa sárafáir skilað rúm- unum aftur, en við höfum veitt tveggja mánaða skilafrest á dýn- unum. Ef fólki líkar ekki að sofa á þeim getur viðkomandi fengið sér öðruvísi dýnur í umgjörðina, Við fengum þessa mynd lánaða af Lindu Pétursdóttur „sendi- herra" þar sem hún svaf á sínu græna í vatnsrúmi. sagði Guðbrandur og bætti við að hjá sér væri 5 ára ábyrgð á dýnun- um. Nokkuróhöpp - Við hjá Brunabótafélaginu höfum fengið tilkynningar um nokkur tjón sem vatn úr vatns- rúmum hefur valdið. Samkvæmt þeim skilmálum sem nú eru í gildi um heimilistryggingar bætum við ekki tjón af völdum leka úr vatns- rúmum. Það hefur hins vegar ver- iðákveðiðað þegar við tökum svokallaða Fjöltryggingu verða vatnsrúmin með, sagði Ásgeir Ágústsson hjá Brunabót. Hann sagðist ekki vita hversu mikill skaði hefði hlotist í þeim tilfellum sem komið hefðu upp. - í öllum vatnsrúmum hjá okk- ur er öryggisdúkur sem koma á í veg fyrir að vatn leki úr þeim. En það er með þessa framleiðslu eins og alla aðra, það geta leynst gall- ar. Við höfum heyrt um nokkur tilfelli þar sem vatnið hefur vald- ið skaða. í flestum tilfellum hefur komið í ljós að fólk hefur verið að draga það að tæma rúmin eftir að Blautt og dúandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.