Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 22
í kröppum dansi Leikfélag Reykjavfkur sýnir t Broad- way HEIMSMEISTARAKEPPNI í MARAÞONDANSI eftir Ray Herm- an. Byggt á skáldsögu Horace McCoy. Leikstjórn, J>ýðing og söngtextar: Karl Agúst Ulfsson. Tónlist: Ýmsir. Tónlistarstjórn og útsendingar: Jó- hann G. Jóhaiuisson. Leikroynd og búningar: Karl Júlíus- son. Lýsing: Egill Árnason. Dansar: Auður Bjarnadéttir. Leikendur: Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Hanna María Karlsdóttir, Einar J. Briem, Theodór Júlíusson, Ólaffa Hrönn Jónsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Erla B. Skúladóttir, Har- ald G. Haraldsson, Soffia Jakobsdótt- ir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný J. Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Draumey Aradóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Guðrún Helga Arnarsdóttir, Ingólfur Stefáns- son. Steppþjálfun: Draumey Aradóttir. Framkvæmd: Kjartan Ragnarsson. Þegar Horace McCoy var ung- ur maður fór hann til Hollywood. Hann vann þar ýmis störf segir sagan en komst um síðir að sem einn af mörgum miðlungshöf- undum sem sátu daglangt og settu saman kvikmyndahandrit. En draumar hans stefndu hærra. Hann setti saman miðlungsskáld- sögur, Scalpel, I should have sta- yed home sem kom reyndar út á íslensku undir heitinu Hollywood heillarog Theyshoot horses don't they. Sú síðastnefnda er reyndar skást sagna hans og var kvik- mynduð fyrir tuttugu árum af Sidney Pollock. Um nokkurra ára skeið hefur söngleikur saminn eftir sögunni verið á ferli um heiminn og nú gefur hann að líta á vegum Leikfélagsins í Broadway. Afrek McCoy var ekki síst það að hann fann efni sem lýsti á frá- bæran máta þeirri grimmu og til- fínningasnauðu samkeppni sem einkennir kapítalisma. Sagan er ekki stór í sniðum en gerir á Ijós- an hátt grein fyrir þeirri mannlægingu sem fólk sætti sig við í djúpri kreppu vestanhafs á miðjum fjórða áratugnum. Þetta er hópsaga en þungamiðja henn- ar er samband tveggja eihstæð- inga, Gloríu og Róberts. Bæði eru þau flosnuð upp úr heima- byggðum sínum og lifa sultarlífi í Hollywood og láta sig dreyma um frægð og frama. Það er hrein hending sem hrekur þau sarnan og þau verða par í maraþondansi í frægum klúbbi í Norðurhöfn- inni. Þar dansa menn meðan þeir standa á fótunum í von um vinn- ing sem er tál og blekking. Með-: an dansinn varir kynnumst við nokkrum í hópnum: ungum krökkum sem vilja frekar þola látlausa líkamlega kvöl og niður- lægingu og þiggja mat gefins, en að reika atvinnulaus um skemmtigarðana eða ströndina. Það er ekki fyrr en Gloría fyrir einbera tilviljun kemst að því að allur kostnaður við danshaldið á að dragast frá verðlaunum að hún gengur úr keppninni og biður piltinn um að stytta sér aldur. Sem hann gerir. Yfirheyrslur og réttarhöld mynda síðan í sögunni og leiknum ramma um atburða- rásina, allt til þess síðasta þegar dómarinn spyr Róbert hvað hann hafi sér til málsbóta og hann svar- ar: They shoot horses, don't they? - hestar eru slegnir af? Þettá er vanmáttug en feikiáhrifamikil ákæra um fánýti og vonleysi og þeir hjá Leikfélagtnu telja verkið eiga ýmsa skírskotun til okkar tíma Karl Ágúst þýddi og sviðsetti leikinn fýrir nokkrum árum á vegum Herranætur. Nú hefur hann aukið við nýjum söngtext- um og tónlist tímabilsins og stýrir því enn fyrir LR. Það má margt gott segja um verk hans. Þýðing hans hljómar vel, söngtextarnir láta vel í eyrum og gegnumsneitt er sviðsetning hans skynsamlega unnin í húsnæði sem er einkar erfitt vegna byggingarlagsins. Skipan atburða á sviðinu lítur vel út, útlit sýningarinnar er með miklum ágætum og uppbygging atriða vel gerð. En þetta dugar því miður ekki til. Sýningin er úr hófi langdregin og má að ósekju stytta hana verulega. Þá er hún á köflum of hæg og atriði sem ættu réttilega að hrífa áhorfandann, einkum í dansinum sjálfum og hlaupinu, sem er.notað til að henda þeim sem örmagna eru úr leik, verða nánast endurtekning. Leikendur, söngvarar og dans- arar geta hér sýnt hvað í þeim býr. En margt blæs þeim í mót. Fátt í sögu þessari er skoplegt, enn færra í leiksýningunni. Þar brestur leikstjóra og leikara hug- vit, en sýningin verður fyrir bragðið niðurdrepandi. Söng- númer virðast eiga að vega upp á móti þessum hildarleik, en þá brestur leikhópinn raddir. Og þótt leikhópurinn standi sig ágæt- lega er mest um vert að við hríf- umst ekki til samúðar með ör- lögum þessa fólks. Það er einung- is Helgi Björnsson sem megnar að gefa hlutverki Róberts slíka *tilfinningu með ákaflega stilltum leik. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Helgi sýnir á sér þá hlið. Hann er einn af þessum fáu. Hann hefur ríka nærveru og það sindrar af honum á hljóðan og sannferðugan hátt. Gloríu leikur Hanna María Karlsdóttir. Meinyrt er hún og grimmilega Ieikin af heiminum, en sársauki hennar verður hjáróma. Valgeir, Ólafía, Harald og Erla standa sig með prýði, Pétur og Theodór eru fantarnir og sannferðugir sem slíkir, en hvað vantar á? Nú er ljóst að allir gera sitt besta. Leikfélagið hefur staðið skynsamlega að öllum undirbún- ingi, en hvað skilur milli feigs og ófeigs? Hvað veldur því að sýn- ingin rífur mann ekki uppúr sæt- inu? Töfrar skopsins eru hvergi ríkari en í umkomuleysi þess sem þráir drauminn sem aldrei rætist. Er það ekki eitt af því fáa sem Hollywood hefur fært okkur? Það bráðvantar í sýninguna. Hana skortir Ifka jafnvægi og skörp skil milli tilfinninga, til- svara og viðbragða. Það skapast aldrei í henni réttur hraði sem vekur hjá áhorfanda snöggar og mótstæðar kenndir: fyrirlitningu og meðaumkun, hatur og ást, hlátur og grát. Máski vegna þess að leikstjórn skortir yfirsýn, máski vegna þess að mótun áhorfandans er ekki nægilega skilgreind. Tilgátur gagnrýnanda eru eins og aðfinnslur á veitinga- húsi, allir geta hlustað og kinkað kolli en matreiðslunni er lokið. En sami réttur verður borinn fram á morgun á sömu diskum. Vill eldabuskan gera betur, huga enn að uppskriftinni? Þessi sýn- ing hefur svo margt sér til ágætis að það væri synd að sjá hana fara forgörðum. MBH| WT\ o X 2 _i PALL BALDVIN BALDVINSSON Islensk myndlist í Hollandi Pulitzer-galleríið í Amsterdam stendur fyrir sýningu fimm íslenskra myndlistarmanna. Kristbergur Pétursson: Hollendingarsýnaíslenskri myndlist mikinn áhuga Sýning á verkum fimm ís- lenskra myndlistarmanna hefst í Pulitzer-galleríinu í Amsterdam á sunnudaginn og mun standa næstu sjö vikurnar. Sýningin er hluti af fslandskynningu sem nú er að fara af stað í borginni og á galleríið veg og vanda af henni ásamt Arnarflugi. Fleiri leggja hönd á þennan plóg, þar á meðal veitingahúsið Arnarhóll, en á vegum þess verður matargerðar- list landans kynnt. Listamennirnir fimm eru Kristinn Guðbrandur Harðar- son, Ragna Hermannsdóttir, Magnús Kjartansson, Tumi Magnússon og Kristbergur Pét- ursson, en öll hafa þau stundað myndlistarnám í Hollandi að Magnúsi undanskildum. Blaða- maður hitti Kristberg að máli í vikunni, þá rétt ófarinn utan í kjölfar verkanna sem á sýning- unni verða, og sagði hann að forvígismann gallerísins hefði lengi langað til að halda sérstaka íslandssýningu, og væri það kveikjan að víðtækari íslands- kynningu sem nú væri að fara af stað. Galleríið er til húsa í sam- nefndu hóteli í Amsterdam og hluti af rekstri þess. Sagði Krist- bergur að fyrir bragðið hefðu ráðamenn þess meira svigrúm í rekstrinum en títt væri um gallerí í borginni. Hann sagði að Pulitzer- galleríið hefði getið sér gott orð. Tiltölulega margir íslenskir myndlistarmenn hefðu numið í Hollandi, og væri það eflaust kveikjan að þeim mikla áhuga sem landsmenn sýndu íslenskri myndiist. Samskiptin eru gagnkvæm í einhverjum mæli, og hafa margir hollenskir myndlistarmenn leitað hingað og jafnvel búið á íslandi um lengri eða skemmri tíma og miðlað íslendingum af þekkingu sinni sumir hverjir, og má nefna í því sambandi að Myndlista- og handíðaskólinn hefur á stundum haft hollenska gestakennara meðal starfsmanna sinna. HS Ein sjö teikninga Kristbergs Póturssonar á myndlistarsýningunni í Pulitzer-galleríinu ÍAmsterdam. 22 SIÐA - NYTT HELGARBLAÐ , Föstudagur 6. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.