Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR Ertusattur við ástandiö? Þessa daga eru menn að leggja út af fróðlegri könnun á tekjumun í landinu sem birtist í BHMR-tíðindum. En þar mátti lesa tölur sem sýna vaxandi launamun í landinu - og við vitum einnig að með þeim tölum er ekki öll sagan sögð af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem mest bera úr býtum hafa og að jafnaði meiri möguleika á að fela tekjur fyrir hnýsni skattayfirvalda og almenningsálits. Og það hefur einnig komið fram í þjóðmálakönnunum, sem gerð var grein fyrir í BHMR-tíðindum, að þessi þróun, sem er hliðstæð þeirri sem orðið hefur í öðrum löndum sem hægribylgja hefur gengið yfir, gengur þvert á pólitískan vilja og siðferðishugmyndir íslensks almennings. Nær níu af hverjum tíu telja launamun of mikinn í þjóðfélaginu. Þeir sem telja launamun of lítinn í landinu eru svo fáir að þeir komast vart á blað. Þeim hefur á liðnum árum fjölgað aðeins sem telja launamun "hæfilegan" -og það er þá athyglisvert að sú þróun á sér einkum stað hjá yngstu kynslóðinni, þeim sem eru á aldrinum 18-29 ára. í þeim hópi segja ekki nema 56% þeirra sem spurðir eru að launamunur í samfélaginu sé „alltof mikill". Aftur á móti eru þeir sem orðnir eru sextugir og þaðan af eldra fólk ekki í neinum vafa um það, að launamunur sé „alltof mikill" (81 %) eða „heldur of mikill" (13%). Munurinn á afstöðu manna til tekjuskiptingar í þjóðfé- laginu fer ekki í þeim mæli sem búast mátti við eftir því, hvað menn sjálfir hafa í laun. En sem fyrr segir: dómar manna, sem ná út fyrir eigin kjör, eru áberandi ólíkir eftir kynslóðum. Jafnréttiskrafan verður sterkari eftir því sem ofar er komið í aldursflokkum. En hún er líka misjafnlega sterk eftir fylgi við pólitíska flokka. í umræddum könnunum kemur fram mjög greinilegur munur á viðhorfum hjá stuðningsmönnum þeirra tveggja flokka sem öðrum fremur eru kenndir við verklýðshreyfingu, jafnaðarstefnu, sósíalisma. Stuðningsmenn Alþýðuflokks- ins eru miklu sáttari við ríkjandi ástand en stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. Það má í þessu máli greina sterka samsvörun milli stuðningsmanna Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks: Þrjú prósent af fylgi Alpýðuflokksins og tvö prósent af fylgi Sjálfstæðisflokksins telja að launamunur sé blátt áfram of lítill. 15 % krata og 20 % Sjálfstæðismanna telja að hann sé hæfilegur. Þessir flokkar tveir eiga líka lægst hlutfall stuðningsmanna sem lýsa því yfir að launa- munur sé „alltof mikill" - eða 58% og 50%. Aftur á móti er um verulega samsvörun að ræða í afstöðu fylgismanna Alþýðubandalags og Kvennalista til þessarar jafnaðarspurningar. Aðeins 6% fylgismanna Alþýðubanda- lags og 4% af fylgi Kvennalistans telja að launamunur sé hæfilegur. En 81 % af stuðningsmönnum Alþýðubandalags og 76 % af fylgi Kvennalistans segja að þessi munur sé alltof mikill. Þessar upplýsingar er fróðlegt að skoða nú um þær mundir þegar formenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks ætla að halda fundi saman og svara spumingum - meðal annars um það, hvers vegna þeir eru ekki í fyrirsvari fyrir einn flokk. Það er algengast þegar innt er eftir því, að menn vísi á fortíðina, ekki síst mismunandi afstöðu til byltingar í Rússlandi, umbóta og gjörbreytinga. Þeir hlutir allir skiptu vitanlega miklu máli í sögu vinstrihreyfingar á íslandi. En bæði í sögulegri fortíð og í pólitískri nútíð eru að verki önnur ágreiningsefni, sem lúta að grundvallarafstöðu til félags- legra vandamála eins og ofangreind dæmi sanna. Og ef menn ætla að byggja upp vinstrisamstarf með forsjá þá er víst eins gott að menn forðist einfaldanir, geri sér grein fyrir því að sú "pólitíska menning" sem hefur skipað mönnum í flokka á sér fleiri rætur en svo, að upp geti slitnað eins og hendi sé veifað. AB. Myndir þessar tvær sem saman er stillt í dag eru aö því leytinu frábrugðnar fyrri pörum að það er varla nokkrum manni ætlandi að áttá sig á að um sama staðinn sé að ræða, nema þá helst að forhertustu Vesturbæingar séu undan- skildir. Og strangt til tekið má um það deila hvort um nákvæmlega sama götuhornið sé að ræða, þar sem vinkilbeygjan gamla á þessari mynd er komin í mjúkan sveig á þeirri neðri og blikkbeljuauðn í stað mannabústaða. Gatan er sumsé Vesturgatan þar sem hún endar niður við sjó, og Selbrekkuhúsin. Góð og gegn hús á sinni tíð, en orðin að slömmi um það er lauk. Um slammbyggju þessa verður þó að segjast að miklu er hún meira fyrir augað en það sem við tók. ... OG NU Ár og dagar síðan Selbrekkurnar hurf u þegar þessi mynd var tekin í dumbung- num núna í vikunni. Nokkurn veginn þar sem húsin voru blasir nú við sá sem hefur tekið völdin, eins og segir í frægu kvæði Þórarins Eldjárns um bíl Thom - sens konsúls. Eins og þar kemur fram gerði farartækið enga lukku og var sent úr landi fyrir bragðið. Ekki þó án þess að æpa, með fulltingi skáldsins, „ég mun ríkja um síðir", og fleira í þeim dúr sem mjög hefur þótt ganga eftir. En betri tíð er í vændum fyrir götuhornið atarna, ef manni leyfist þá lengur að kalla þessa sveigju horn; uppbygging á nýjan leik er á næstu grösum, og þegar hún nær alla leið verður þokkalegra um að litast en nú er á þessari Ijótu blikkbeljuauðn. Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vœnir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. - Við munum að sjálfsógðu senda myndirnar íil baka, ásamt ókeypis eflirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. NÝTT Jffelgarblað Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Umajónarmaour Nýs Helgarblaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þoríeifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristðfer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Óiafur Gislason, Páll Hannesson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJósmyndarar:JimSmart, Þorfinnurómarsson. Útlitsteiknarar: KristjánKristjánsson.KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla:HallaPálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Ipnheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúia 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðflausasðlu:70kr. Nýtthelgarblað:100kr. Áskriftarverð á mánuðl: 800 kr. 10 SIÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.