Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Eru A-flokkamir tímaskekkja? Einar Heimisson skrifar kjallaragrein í D V á dögunum um vanda vinstrif lokka hér og þar. Hann er við nám í Þýska- landi og tekur dæmi þaöan til samanburðar við ástand hér á landi. Til dæmis telur hann að Græningjar, sem margir hafa litið hýru auga til sem endur- nýjunaraflstil vinstri, hafi dæmt sjálfa sig til áhrifaleysis með því að meðal þeirra verð- ursú hneigð jafnan ofan áað standa utan við stjórnarsam- starf. Vegna þess að þeir eru svo feiknarlega hræddir við að ánetjast kerfinu. Einar vík- ur þessu næst að því, að Al- þýðuf lokkur og Alþýðubanda- lag séu að verða smáf lokkar á borðviðGræningja. Þaðget- ur reyndar ekki verið af sömu ástæðum og Græningjareru nú á undanhaldi í Vestur- Þýskalandi - ekki vantar að A-flokkarnir íslensku taki þátt í ríkisstjómum eins og fara ger- ir. En samt er vegur þeirra litill t.d. í samanbu rði við f lokk þýskra Sósíaldemókrata, sem stendur nú vel ískoðana- könnunum. Einarrekurvel- gengni þess flokks m.a. til þeirra endurskoðunarhug- mynda Oskars Lafontaines sem við höfum gert grein fyrir hér í blaðinu. Reyndar er það nú svo, að vinsældir þess flokks eru (að mínu viti) með sérstæðum hætti tengdar því að hann er núna ístjórnar- andstöðu, en reiðubúinn til að stjórna. Það erað segja: hann setursig ekki íeilífðarstjórnar- andstöðustellingar eins og Græningjar. Og hann getur í stjórnarandstöðu þokaðsér ögn til vinstri og þar með hirt nokkuð af því óánægjufylgi sem áður leitaði til Græningja. Samræmast ekki kröfum kjósenda Nema hvað. Einar Heimisson fellir svo þann dóm um bæði Al- þýðubandalag og Alþýðuflokk að hvorugur þessara flokka „samræmist kröfum kjósenda". Þeir séu báðir „alvarleg tíma- skekkja og þess vegna báðir dæmdir til að vera smáflokkar". Greinarhöfundur fer því miður alltof lítið út í það hvers vegna A-flokkarnir íslensku séu „tíma- skekkja". Þó má skilja óbeint, að það stafi í fyrsta lagi af því að það vanti íslenskan Oskar Lafontaine - þó ekki sé nánar út í það farið hvaða þrautir slíkur maður ætti fyrst að leysa. í annan stað telur Einar Heimisson að fólk hafi síður trú á A-flokkum blátt áfram vegna þess að þeir eru tveir og níða þar með skóinn hvor af öðr- um. Við skulum víkja síðar ein- mitt að þeim púnkti - en skoða nánar þetta hér: hvers vegna eru flokkar „tímaskekkja"? Óskirnar, vinstrið og hægrið Satt að segja held ég að það sé næsta auðvelt að kalla alla pólit- íska flokka tímaskekkju nú um stundir. Vegna þess að þeir geta ekki „samræmst kröfum kjós- enda". Og það geta þeir ekki vegna þess að kröfur kjósenda eru nú um stundir alveg sérstak- lega mótsagnakenndar og afar lítt til þess fallnar að verða grund- völlur að skýrum valkosti í pólit- ískum flokki. Ég hefi stundum fjasað um þetta áður: íslenskir kjósendur hafa tvær meginskoðanir. Önnur er sú að það eigi að lækka skatta og draga úr útgjöldum ríkisins. Hin skoðunin er sú að ríkið eigi að tryggja fullkomna þjónustu við barnafjölskyldur, sjúka og aldraða - og auk þess bjarga atvinnugreinum og fyrirtækjum frá gjaldþroti svo ekki komi til atvinnuleysis. Þessar meginsann- færingar fara náttúrlega ekki saman, en elskulegir kjósendur kæra sig kollótta og kenna stjórnmálaflokkunum um. Hægrikjósendr spyrja sinn Þor- stein með þjósti: hvers vegna skarst þú ekíci niður ríkisútgjöld, og hann mun svara á þá leið, að það sé ekki hægt að leggja vel- ferðarkerfið í rúst, þá verði allt vitlaust. Vinstrikjósendur munu spyrja Ólaf Ragnar með þjósti: af hverju tryggðir þú ekki dagvist- arpláss fyrir öll börn? Og hann mun spyrja á móti; voruð þið reiðubúin til að borga kostnað- inn? Og svo framvegis (nöfnin á foringjum skipta ekki höfuðmáli heldur dæmið sjálft). Það er oft sagt að skipting í hægri og vinstri sé úrelt, en það er ekki rétt. Forsendurnar eru áfram fyrir hendi. Aftur á móti viðurkennir óskhyggja mikils hluta almennings alls ekki þau grundvallarviðhorf sem skiptu mönnum í hægriflokka og vinstri- flokka. Þetta er svosem ekkert einsdæmi um ísland. Þegar Gall- up í Bandaríkjunum skoðar ýmis- leg viðhorf sem hafa skipt mönnum ef ekki í vinstri og hægri þá a.m.k. í íhaldssama menn og „frjálslynda" (sem er oft haft að samskonar skammaryrði þar og kommi í Evrópu), þá kemur upp ósköp svipuð ringulreið. Átta af hverjum tíu lýsa því t.d. yfir að þeir hafi „gamaldags" viðhorf til hjónabands og fjölskyldu. En um leið hafna tveir af hverjum þrem þeirri hugmynd að konan skuli aftur hverfa til síns hefðbundna hlutverks innan heimilisins. Sjö af hvejum tíu telja að „stjórnin eigi að annast þá sem ekki geta séð sér farborða af eigin ramleik" en jafnmargir telja að hvaðeina sem stjórnin geri hljóti að vera í skötulíki og koma að litlu gagni. Yfirgnæfandi meirihluti Banda- ríkjamanna telur að stórfyrir- tækin græði alltof mikið og hafi alltof mikil völd - en um leið telur þessi sami yfirgnæfandi meiri- hluti að það geri illt verra ef stjórnvöld reyna að draga tenn- urnar úr auðhringunum. Svona mætti lengi áfram telja- hvort sem væri austan hafs eða vestan eða hér heima. Allir eru á móti mengun og umferðarslys- um, - en fáir eru tilbúnir til að afsala sér réttinum til að göslast á bíl sínum hvar sem er og spýta í um leið. Við viljum vernda fiski- stofna - en Mitt Skip skal veiða eins og áður. Sjálfur þekki ég herstöðvaandstæðinga sem eru reiðubúnir til að staðhæfa að am- rískar herstöðvar hafi gert íslend- inga að aumingjum og sníkjudýr- um - en þeir bæta svo við aronsku í næsta orði: ÚR því Kanar eru hér, þá skulu þeir sko fá að borga! 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989 Að finna sér mál Það verður sjálfsagt seint kom- ist fyrir ræturnar á því, hver ber ábyrgð á þessum glundroða í hugsun. Vafalaust koma stjórnmálaflokkarnir sjálfir þar talsvert við sögu - að viðbættri þeirri allsherjar þægindadýrkun okkar menningar sem neitar að horfast í augu við það sem er óþægilegt. En það ætti altént að vera Ijóst, að þeir flokkar sem ætla barasta að elta kröfur kjós- enda til að „samræmast" þeim, þeir geta hvorki búið til vinstri né hægrivalkost. Stefnumótun er m.a. fólgin í því að að ganga í einhverju þvert á kröfur kjós- enda - líka þeirra sem biðlað er tíl. Vandinn í þessari stöðu er þá ekki síst sá, að draga út úr við- horfaglundroðanum fáein mál en þungvæg og smíða úr þeim - í okkar dæmi - vinstrivalkost. Til dæmis að taka: við vorum að fá fréttir um það, studdar tölum, hvernig tekjumunur fer vaxandi í þjóðfélaginu - og líka um það að við þetta eru menn ekki sáttir. Það virðist liggja í augum uppi að þeir sem vilja bjóða upp á vinstri- valkost nú og á næstu árum verða einna fyrst að svara því, hvernig þeir vilji bregðast við þessari þró- un. Ef þeir ætla bara að bregðast við slíku og þvíumlíku með því að skamma þjóðina sem heild fyrir sukk eins og formaður Alþýðu- flokksins, þá er kannski ekki nema von að þeir verði kallaðir „tímaskekkja". Og ef þeir segja að ekkert sé hægt að gera vegna þess að þjóðfélagið sé eins og það er, þá missa menn áhuga á sjálf- um möguleikanum á visntrivalk- osti. Sameinast um hvað? Og svo eru það sameiningar- málin. Það er áreiðanlega rétt hjá Einar Heimissyni, að ef Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn kæmu sér fyrir undir einum hatti, þá mundi það hreyfa við mörgum og freista þeirra til að kjósa sam- einaðan jafnaðarmannaflokk. Aðrir mundu hrökkva frá, hve margir, það veit enginn. Sjálf sameiningin gæti - um tíma að minnsta kosti - orðið það freistandi nýjabrum, sem menn oft lýsa eftir þegar pólitísk þreyta er mikil orðin. En ef menn fara á einhverjar slíkar buxur, þá er eins gott að menn séu ekki að sameinast vegna þess að samein- ing sé góð sjálfkrafa - heldur viti menn sæmilega vel um hvern fjandann þeir ætla að standa sam- an. Það er ekki á hinn þverstæðu- fulla glundroða sem ríkir í al- menningsálitinu bætandi - sú hreyfing yrði skammgóður verm- ir sem sogaðist fljótt niður í hana í ráðleysi þess sem aldrei kann að sjá út fyrir háværustu kröfur augnabliksins - hjá eigin „mark- hópum".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.