Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 15
Attu afmæli í dag? Ný bók handa hátfðafólki Blöðruglíman. Málið er að reyna að fella hvort annað án þess að missa eða sprengja blöðruna. iáte skulum halda eitt íþróttarall í dag. íþróttarall Fyrst þarf að búa til boðskort til félaganna sem á að bjóða. Þá fáum við okkur vænan pappír sem þó er ekki erfitt að klippa, teiknum og litum myndir af íþróttabúningum (eins og sumir hafa til skrauts í bílum), klippum þær út og skrifum aftan á eitthvað á"þéssa léíð: Viltu kömá'i afmælið mitt? Það er á laugardaginn klukkan 3. Undir þetta skrifum við nafnið okkar, stingum kort- unum í umslög (sem líka er kennt að búa til) og skrifum utan á til gestanna. Eitthvað þarf að borða Aðalmaturinn er skúffukaka stöngla. Svo er tyggjókúla notuð fyrir fótbolta og sett út á völlinn. Yfir allt má strá grænlituðu kók- ósmjöli til að þetta minni á gras- völl. Það er verst að maður tímir varla að borða svona glæsilega köku! Afgangar af kremi og kökudeigi hljóta að nýtast seinna meir. Leikirnir Getraunaleikir eru fínir í íþróttaboð, einkum ef ekki er hægt að vera úti í pokahlaupi, reiptogi, hástökki og öðrum íþróttaleikjum. Getraunaleikinn þarf að undirbúa vel fyrirfram, safha íþróttafréttum úr blöðun- um í nokkrar vikur og útbúa svo spurningalista. Það má líka spyrja um fræg atvik frá fyrri árum og allt sem ykkur dettur í Fyrir jólin kom út bók handa þeim sem hafa gaman af af- mælisveislum en fá ekki alltaf góðar hugmyndir þegar mest þörf er fyrir þær. Bókin heitir Ég áafmæli ídag, höfundurer Björg Árnadóttír leikkona og ieikstjóri, en myndir gerði Ragnheiður Gestsdóttir. Það eru myndir eftir hana sem prýða þessa frásögn. í bókinni eru hugmyndir að ýmis konar afmælisveislum, sjó- ræningjaboði, draugadiskó og jólaafmæh til dæmis. Kennt er að búa til boðskort og gefnar upp- skriftir bæði að fatnaði, matföng- um, kökum og leikjum. Við sem er skreytt eins og fótbolta- völlur. í hana þarf: 375 g hveiti, 350 g sykur, 5o g kakó, 11/4 tsk matarsóda, 1 tsk salt. 1/4 tsk lyfti- duft. 2 1/2 dl vatn, 125 g smjör- líki, 2 egg, 1 tsk vanilludropa. Þetta er allt látið í hrærivél og hrært á hálfum hraða í hálfa mín- útu. Svo er vélin sett á fullan hraða í 3 mínútur. Ofnskúffa er smurð vel með smjörlíki og ör- litlu hveiti sáldrað yfir til að auðveldara sé að losa kökuna úr skúffunni. Síðan er deiginu jafn- að vel í skúffuna. Kakan lyftir sér vel svo ekki má fylla skúffuna nema til hálfs. Hún er bökuð við 200 gráður C þar til hún losnar frá börmunum og prjónn sem stung- ið er í hana miðja kemur út hreinn. Þegar kakan er bökuð er henni hvolft varlega á stórt, ferkantað fat. Og þá er eftir að skreyta hana - sem er aðal skemmtunin. Fyrst er búið til smjörkrem úr 100 g af smjörlfki og 200 g af flórsykri sem er hrært saman og litað grænt með matarlit. Þessu er smurt á kökuna. Línurnar á fótboltavelUnum eru teiknaðar í kremið með reglustiku og prjóni, svo er hvítu flórsykurskremi (úr einni eggja- hvítu, 225 g af flórsykri og sítrón- usafa) sprautað ofan í þær. Mörk- in eru gerð úr pípuhreinsurum og flöggin úr lakkrískonfekti sem er skorið í sundur og fest á tann- iA__ hug varðandi íþróttir. Svo er liði skipt - eða allir látnir spreyta sig í einu ef gestirnir eru ekki svaka- lega margir, og það lið eða sá gestur vinnur sem svarar flestum spurningum rétt. Kúlukapphlaup er lfka skemmtilegt. Þá fær hver sína borðtenniskúlu og eitt drykkjar- rör. Á gólfinu er búin til startlína. Gestirnir leggjast á hnén við startlínuna með rörin í munnin- um, kúluna fyrir framan sig og hendur fyrir aftan bak. Þeir eiga nú að koma kúlunni þvert yfir herbergið og til baka án þess að snerta hana nema með rörinu, annaðhvort með því að ýta á hana eða blása á hana. Sá vinnur sem er fyrstur til baka. Loks má fara í blöðruglímu. Þá eru valdir tveir fyrirliðar sem skipta gestum á milli sín. Svo út- nefna þeir einn mann úr hvoru liði og láta þá fá uppblásna blöðru sem þeir stinga milli hnjánna. Nú eiga þeir að glíma og reyna að fella hvor annan án þess að missa eða sprengja blöðruna. Sá sem vinnur fer í undanú rsli t en næstu tveir taka við og svona heldur leikurinn áfram þangað til einn stendur uppi og er útnefndur glímukóngur. Þegar þessir leikir eru búnir - og kannski fleiri sem ykkur detta í hug - þá er mál að borða köku- na. Verði ykkur að góðu! SA Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍDA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.