Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 12
EgyptartroðahveröðrumumtærágðtuíKaíró-meðsamaáframhaldi^ölgarþeimumnálegahelming,uppíiœmiliónir.Wársins2020. Mannkynið telur nú rúma fimm miljarða og sú tala tvöfaldast að líkindum á næstu 40 árum. Og sú fjölgun verður að mestu leyti í þeim heimshlutum sem síst hafa við fleira fólk að gera suðurheims Almennt er litið svo á, að friðvænlegar horfi nú í heimin- um en nokkru sinni frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk, og eru batnandi samskipti risaveldanna meginástæðan til þess. Líkur eru á því að sú þróun haldi áfram, ekki síst vegna þess, að önnur heimsvandamál hafa undan- farið verið að þoka togstreitu risaveldablakkanna í skugg- ann og munu að öllum líkind- um halda því áfram næstu árin. Meðal þeirra vandamála má nefha vaxandi spennu í efha- hagsmálum veraldar. Á þeim vettvangi magnast ýmis Austur- Asíulönd, einkum Japan, jafht og þétt og öðlast vaxandi mikil- vægi í hlutfalli við Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Sumir spá viðskiptastríði milli Austur- Asíuríkja þessara annarsvegar og Vesturlanda hinsvegaf. Önnur vandamál eru og á döfinni og svo geigvænleg, að talað er um að þau muni ríða heiminum að fullu nema kröftugt allsherjarátak, sem öll ríki heims eigi hlut að, komi til og það fljótt. Eitt það alvarlegasta þessara vandamála er gífurleg fólksfjölgun. í Af ríku fjölgar mest Um aldamótin 1800 voru mennskir jarðarbúar einn milj- arður að tölu. Frá þeim alda- mótum til ársins 1930 fjölgaði þeim um helming. Mannkyninu fjölgaði enn um helmíng frá því ári til ársins 1975, eða á 45 ára tímabili. Nú telur mannkynið rúmlega fimm miljarða og horfur eru á að því fjölgi um helming næstu 40 árin. Að vísu er ekki gert ráð fyrir mikilli fjölgun í Evr- ópu, Sovétríkjunum og Norður- Ameríku, það er að segja á norðurhluta hnattarins, þar sem atvinnulíf er tiltölulega þróað og lífskjör að jafnaði míklum mun betri en á suðurhlutanum. Fjölg- unin verður að líkindum mestöll í Afríku, Suður-Asíu og Róm- önsku Ameríku, þar sem mikill og vaxandi hluti íbúa býr við sára fátækt, næringarskort eða jafnvel hungur. Mestri fjölgun er spáð í Afríku, og er sá heimshluti þó síst allra í stakk búinn til þess að taka við fleira fólki. Afríkumenn voru tæplega 300 miljónir 1960 en hef- ur síðan fjölgað um meira en helming. Því er spáð að fram að árinu 2010 bætist yfir 500 miljónir í þann hóp. Við þrjá miljarða As- íubúa (utan Sovétríkjanna) er reiknað með að bætist yfir 1.2 miljarðar á því tímabili. íbúar Rómönsku Ameríku, sem nú eru um 430 miljónir, verða að líkind- um orðnir um 200 miljónum fleiri eftir 22 ár. Svo að einstök lönd séu tekin sem dæmi má nefha að íbúum Keníu fjölgar um 4% árlega og Nígeríumönnum um 3%. Með því áframhaldi verða íbúar fyrr- nefnda landsins, sem eru nú 23 miljónir, orðnir 79 miljónir að 30 árum liðnum og á sama tíma fjölgar Nígeríumönnum líklega úr 112 miljónum í 274 miljónir. Aukin kven- réttindi bjargráð Sérfræðingar um þetta efni eru sammála um, að jafnvel sköru- legasta viðleitni til umbóta og framfara í heimshlutum þessum muni koma fyrir lítið, nema því aðeins að takist að draga úr fólks- fjölguninni. En tilraunir í þá átt hafa hingað til borið takmarkað- an árangur og kemur margt til. í þriðja heiminum, þar sem lítið er um almannatryggingakerfi, eru börnin nánast eina ellitrygging foreldranna. Þar sem barnadauði er mikill, eignast fólk til vonar og vara mörg börn, í þeirri trú að einhver lifi þrátt fyrir mikil afföll. Víða er það og talið karl- mennskumark að geta sem flest börn. Trúarbrögð eru hér einnig hindrun í vegi. Kaþólska kirkjan beitir sér gegn getnaðarvörnum og hið sama íslamskir bókstafs- trúarmenn. Ekki skyldi þó of mikið gert úr þýðingu trúar- bragða þessu viðvflcjandi. í Evr- ópu hefur fæðingum þannig fækkað í sumum kaþólskum löndum ekki síður en í öðrum, hvað sem líður boðum og bönnum páfa. Kunnáttumenn um þessi mál eru einhuga um að vaxandi vegur og virðing kvenna sé ein örugg- asta leiðin til fækkunar fæðinga. En víðast í þriðja heiminum eru þær nauða lítils metnar, réttindi þeirra lítil, menntun hverfandi og þorri þeirra á ekki kost á öðrum hlutverkum en eiginkonu og hús- móður. Konur, sem geta menntað sig og valið um störf, eignast færri börn en hinar, eins og þegar hefur sýnt sig á norður- hluta hnattarins. Árangur í Kína og Taílandi Mikilvægasta átakið til þessa í þriðjaheimslöndum til að draga úr fólksfjölgun hefur verið gert í Kína. 1979 tóku stjórnvöld þar upp þá stefnu, að hver hjón skyldu eignast aðeins eitt barn. Þá var fólksfjölgunin þarlendis með því mesta sem gerðist í heimi. Takmarkið var að lands- menn yrðu ekki fleiri en 1.2 milj- arður um næstu aldamót. Hjón- um sem ekki eignuðust nema eitt barn var heitið fríðindum, hin áttu yfir höfði sér refsingar. Þrátt fyrir þessar frekar harðhentu ráð- stafanir hefur þetta ekki gengið sem skyldi. Eitthvað hefur verið um það að stúlkubörn hafi verið borin út, vegna þess að foreldrar vildu að barnið eina yrði drengur. Og niðurstaðan varð sú, að víða var slakað á áætluninni og látið gott heita að hjón eignuðust fleiri börn en eitt, einkum í sveitum. Nú er talið að íbúar Kína verði orðnir 1.27 miljarðar um alda- mótin. Samt er árangurinn veru- legur, því að tekist hefur að draga úr fólksfjölguninni um helming, koma henni niður í 1.4%. í Taí- landi hefur náðst svipaður árang- ur á þessum vettvangi með áróð- ursherferð og útbreiðslu getnað- arvarna. Þar hefur á 15 árum dregið úr fólksfjölgun úr 3.2% niður í 1.6%. Hinn hraðvax- andi fjöldi fólks leiðir af sér hraða umhverfiseyðingu. Trjágróður er upphöggvinn til eldiviðar og hverfur óðum, uppblástur eyðir haglendi vegna ofbeitar og aicur- lendi gefur minna og minna af sér vegna ofnýtingar. Laust fyrir aldamót var um helmingur há- lendis Eþíópíu vaxinn skógi, en sá skógur er nú að mestu horfinn. Og víða, þar sem skógurinn bind- ur ekki jarðveginn lengur, blæs Afleiðingar hungursneyðar I Mósambik - á hverjum degi deyja 40.000 smábörn af vðldum næringarskorts. hann upp í þurrkum og skolast burt í rigningum. Þetta hefur undanfarna áratugi haft í för með sér mikinn mannfelli af völdum hungurs í Afríku norðaustan- verðri. Skógareyðing og þar af leiðandi jarðvegseyðing í Himal- ajafjöllum er talin valda hraðara vatnsstreymi í ár og fljót, og lík- legt er að þetta hafi valdið flóð- unum miklu rBangladesh s.l. ár. Andstæður milli norðurs og suðurs Fólk, sem ekki hefur mögu- leika á að framfleyta sér í sveit- um, flykkist til borganna og sest að í slömmum umhverfis þær. í Mexíkóborg, sem fyrir tilstilli þessarar þróunar er orðin fjöl- mennasta borg í heimi, hefur nú um 20 miljónir íbúa og hefur þeim fjölgað um meira en helm- ing s.l. tvo áratugi. í stórum borg- arhlutum þar eru engar vatns- leiðslur og engin frárennsli, sorp- ið losa menn sig við með því að henda því út á götu. Þetta ásamt með miklum bflafjölda efnaðri borgarbúa og fjölda af verk- smiðjúm og iðjuverum á borgar- svæðinu veídur óskaplegri loftmengun. Sagt hefur verið að Mexíkóborg sé á leiðinni að verða „ný Hiroshima", umhverf- isfræðilega séð. Vaxandi þrengsli og neyð í þriðjaheimslöndum hafa óhjá- kvæmilega í för með sér vaxandi andstæður milli þeirra annars- vegar og hinsvegar hins tiltölu- lega hagsæla „norðurs," jafnt ríkja Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu sem ríkja undir stjórn kommúnista. Verulegar líkur eru á, að þær andstæður hafi í för með sér stórum alvarlegri afleiðingar fyrir heiminn en raun- in hefur orðið á um togstreituna milli „austurs" og „vesturs." Dagur Þorleifsson. Y 12 SIÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.