Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 16
Persónulega ábyrgu Dr. Christian Roth var þrítugur tímamóta- áriö 1968, þegar ungmenni um alla Evr- Ópu stóðu og börðust á götum úti við ríkis- valdið og hippamenningin blómstraði. Hann var þó ekki einn þeirra sem boðuðu báknið burt með róttækum aðferðum held- ur hafði hann þá þegar hafið störf fyrir Alusuisse í bænum Singen. Hann segir að áhugi sinn á umhverfisvernd sé ekki sprottinn upp úr áhugamálum '68 kynslóð- arinnar heldur hafi hann þegar öðlast þann áhuga á uppvaxtarárum sínum, en hann bjó þá í smáþorpi um 25 kílómetra utan við Múnchen. í dag er hann forstjóri ÍSAL og vinnur nú markvisst að breyttri ímynd fyrir- tækisins á flestum sviðum. Hann viður- kennir þó að þær breytingar varðandi um- hverfisverndun sem hann vinni núna að séu ekki aðeins hans eigin áhuga að þakka, heldur sé hér um breytta stefnu að ræða hjá móðurfyrirtækinu, Alusuisse. „Ég lft ekki á það sem mótsögn heldur sem hlutverk nútíma stjórnanda að taka tillit til um- hverfismála. Nú hefur t.d. verið ákveðið að setja þekjur á 40 ker í kerskálanum fyrir 1. október 1989 og er kostnaður áætlaður um 2 miljónir svissneskra frahka 64,6 miljónir króna. Einnig á að endurnýja matara fyrir kerin. Þessu verki fyrir öll 320 kerin á að vera lokið 1992 og hefur kostnað- ur verið áætlaður samtals um 20 miljónir svissnenskra franka, eða um 650 miljónir króna. Eftir að það hefur verið gert erum við sannfærðir um að það verði ekki um frekari mengunarvandamál að ræða vegna keranna. Þá verða allir nýir bílar sem ísal mun kaupa og nota verða búnir sérstökum búnaði til að koma í veg fyrir mengun. Bannað verður að skilja bfla og vinnuvélar eftir í gangi og ætlunin er jafnframt að kaupa fleiri rafmagnsbíla. Þá mun fyrirtækið í framtíðinni í auknum mæli notast við endur- unninn pappír og á stefnuskránni er að kaupa aðeins timbur sem ræktað er á norðlægum slóðum. Við munum ekki notast við timb- ur í innréttingar eða annað sem vex í suðlægum hitabeltis- skógum, enda stafar mannkyninu hætta af eyðingu regnskóganna. Við ætlum að græða upp næsta umhverfi verksmiðjunnar, efna til samkeppni meðal listamanna um að mála hana að utan og auk þess höfum við í huga að gera upp lítinn sumarbústað hér í nágrenn- innu, sem Hafnarfjarðarbær gæti síðan lánað til listamanna. Þá höfum við reynt að finna leiðir til að endurvinna allt sorp sem til fellur, timbur og rjappír og ætlum að gera tilraunir með endurvinns- lu goss og bjórdósa úr áli. Þessar breytingar kosta okkur ekki ViÖkaupum rafmagnsbíla, endurunninn pappír, og aðeins timbur f rá Norður-Evrópu. Regnskógar heimsins eruíhættu mikið, en eru hluti af hugmynd- um okkar um umhverfisvernd." Nú hcfur þú gagnrýnt, þó á óbeinan hátt sé, stefnu fyrirrenn- ara þinna með því að benda á nauðsyn þess að bæta samskipti inilli starfsmanna og stjórnenda ísal, með því að viðurkenna að mengun hafi farið úr böndunum og með því að standa fyrir mann- abreytingum í stjórn fyrirtækis- ins. Var stjórn fyrirtækisins i molum þegar þú tókst við? „Ég þekki aðstæður hjá fsal á síðustu árum lítið. Breytingar eru í mínum augum ekki gagnrýni. En það má segja að ég vilji breyta þeirri ímynd sem fyrirtækið hefur haft og bæta samskipti við starfs- menn, það er bráðnauðsynlegt. Reksturinn hér er þess eðlis að hann þolir mjög illa vinnustöðv- un eða að starfsmenn hægi á vinn- unni eins og gerst hefur. Vegna þess að við vinnum með bráðið ál, tæki það a.m.k. þrjá mánuði að koma rekstrinum af stað aftur með mjög miklum tilkostnaði, ef hann stöðvaðist alveg. Vinnu- stöðvanir og aðrar skyldar að- gerðir eru helsta vandamálið sem við eigum við að glíma á fslandi í samanburði við meginland Evr- ópu. Ástæður þessa held ég geti verið að fólk hér samsami hagsmuni sína ekki jafnmikið með fyrirtækinu og erlendis og svo óttast fólk hér heldur ekki atvinnuleysi. Það finnur vinnu annars staðar. Þetta setur verka- menn ísal í mjög sterka stöðu gagnvart fyrirtækinu, en setur jafnmikið og í Essen miðað við stærð verksmiðja. En helmingur fjárfestingarinnar vegna meng- unarbúnaðarins í Essen var borg- Munum ekki vef engja mengunarreglugerð Hollustuverndar þeim um leið ábyrgð á herðar. Umhverfismálin þarf að bæta og svo þarf að ná settu framleiðslu- marki, 85 þúsund tonhumf Þessa dagana er Hollustuvernd rfkisins að leggja síðustu hönd á gerð reglugerðar um mengunar- varnir vegna ísals, sem taka á mið af íslenskum stöðlum um meng- un. Munuð þið hlíta þessari reglugerð eða áskiljið þið ykkur áfram rétt til að vísa málinu til gerðardóms, eins og samkomu- lagið frá 1966 gerir ráð fyrir? „Ég get ekki ímyndað mér að við þurfum að skjóta málinu til gerðardóms. Við höfum átt mjög gott samstarf við iðnaðarráðu- neytið og heilbrigðisráðuneytið og án efa eigum við eftir að komst að samkomulagi. Hins vegar skilst mér að iðnðarráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að þessar reglur tengist ekki spurningunni um starfsleyfi fyrir verksmiðjuna, það hafi verið af- greitt í stofnsamningnum 1966. En nú eru til sambærilegar ál- verksmiðjur í Evrópu í eigu AIus- uisse sem sumar hverjar hafa mun betri mengunarvarnir en Straumsvík? „Já, það er satt, t.d. í Essen og Steg í Sviss. Þær hafa fullkomnari þekjubúnað á kerjum heldur en Straumsvík, en það helgast af því að búnaðurinn hér er eldri og þess vegna ófullkomnari. í þess- um tveimur verksmiðjum eru gerðar mun strangari kröfur en hér, en í Essen t.d. var fjárfest í mengunarbúnaði fyrir 112 milj- ónir vestur þýskra marka, en hér hefur verið fjárfest fyrir 80 milj- ónir marka sem er hlutfallslega Eg vil breyta ímynd fyrirtækisins aður af vestur-þýsku ríkisstjórn- inni og því var hægt að gera stran- gari kröfur. En það veltur líka á að verksmiðjan í Essen er í næsta nágrenni við 6 miljónir manna, en hér erum við utan þéttbýlis. I verksmiðjunni í Söval í Noregi eru mengunarreglur hliðstæðar og hér. Að breytingunum lokn- um verður búnaður sambæri- legur hér við Essen og SÖRAL. Það breytir því ekki að mengun frá álverksmiðjunni í Straumsvík hefur verið óviðunandi. En ég lofa því að þegar þessum um- ræddu fjárfestingum verður lok- ið, hvað varðar þekjur og möt- unarbúnað að þá mun okkur tak- ast að ná þeim takmörkum sem við sjálfir settum okkur og skýrðum ríkisstjórninni frá 1975. OÍckur hefur ekki tekist að standa við þau viðmiðunarmörk síðustu tvö ár vegna vandamála hér við kerrekstur. Verkfall eða hæga- gangur við vinnu eykur me'ngun samstundis, einnig vinnuálag og veldur aukakostnaði." Sú mikla mengun sem hefur verið viðvarandi sl. tvö ár var að mestu tilkomin vegna þess að dótturfyrirtæki Alusuisse í Hol- landi, Aluchemie, framleiddi og seldi Isal gölluð rafskaut þennan tíma. Því hefur einnig verið hald- ið fram í ísal-tíðindum að rekja megi slys á mönnum til þessa. Af hverju lét stjórn ísal og/eða AIus- uisse þetta viðgangast svona lengi og fékk Isal bætur vegna þessa? „Slys? Já það má segja það að vegna aukins vinnuálags sem þetta hafði í för með sér eykst tíðni slysa nokkuð. Aluchemie framleiðir rafskaut fyrir nokkur álver Alusuisse og árleg fram- leiðsla er 293 þúsund tonn. Af því fær ísal 48 þúsund tonn. Skautin sem ísal fékk voru ekki frábrugð- in öðrum. Hins vegar vegna mis- munandi tæknilegrar útfærslu í þessum álverum, komu vanda- málin fyrst upp hjá ísal. Um ári síðar komu þessi sömu vandamál upp í Essen og víðar og þá fóru menn að gera sér grein fyrir að eitthvað var að skautunum í heild. Það gerði málið verra hér að þekjur á kerjum eru færðar til með handafli, en í öðrum verk- smiðjum Alusuisse eru þær vél- knúnar. Nú höfum við fengið óg- ölluð rafskaut og þær þekjur sem settar verða á kerin verða vél- knúnar. Auðvitað kvörtuðum við til Alusuisse vegna rafskautanna og Alusuisse gerði sitt besta til að bæta ástandið. ísal fékk skaða- bætur frá Aluchemie fyrir árið 1988 að upphæð 1,7 miljón svissneskra franka eða um 55 miljónir króna." Nú hefur þú staðið fyrir mann- abreytingum f stjómun fyrirtæk- isins. Er von á frekari breyting- um? „Það er alltaf von á breytingum í fyrirtækjum sem þessu, en ég á ekki von á að breytingar á næst- unni verði jafn afgerandi og þær sem urðu 1. nóvember." Þú segist vilja bæta samskiptin við starfsmenn. Hver er megin- hugmynd þín í því efni? „Meginhugmyndin er að bæta upplýsingaflæði. Við höfum komið á fundum ársfjórðungs- lega með trúnaðarmönnum og trúnaðarráði. Fyrsti fundurinn af þessu tagi var haldinn þann 1. nóvember og næsti verður 9. fe- brúar. Þá förum við saman um verksmiðjuna og upplýsum um Isalfékk1,7miljón svissneskra f ranka í skaðabæturfrá Aluchemie allt sem er á döfinni í verksmiðj- unni, um fjárfestingar, fram- leiðslustððuna, mannaráðningar o.s.frv." Þið munuð ekki taka upp þýska kerfið þar sem fulltrúar verka- manna eiga sæti i stjórn fyrir- tækja? „Þegar til lengri tíma er litið, gæti það komið til greina, en ég held að það sé ekki gert ráð fyrir því í íslenskum lögum, en þetta þyrfti ég að athuga. En auk Isal- tíðinda sem koma út fjórum sinn- um á ári, er-dreift mánaðarlega upplýsingablöðum um starf- semina hér. Þá er núna að fara í gang átak til að bæta samskipti stjórnenda og starfsmanna, og hefur verið skipuð nefnd með okkar fulltrúum og þeirra. Ágúst Þorsteinsson, fyrrum. öryggis- fulltrúi ísals hefur verið ráðinn sem oddamaður í nefndinni. Fyrsta verkefni nefndarinnar er að gera könnun á vinnuumhverfi starfsmanna í heild, og er þar byggt á könnun sem framkvæmd var við systurfyrirtækið SÖRAL í Noregi, en þar áttu menn við svipuð vandamál að etja. Með þessu hyggjumst við komast að því hver eru aðalvandamálin hér í verksmiðjunni." Fyrirrennarar þínir hér við verksmiðjuna höfðu áður lýst því yfir að ísal hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að bæta mengunar- varnir, svo sem eins og að setja iok á kerin. Hefur þú skýringu á þessu? „Nei, en kerin eru með hand- þekjum síðan 1980. Hvað meng- unarvarnir varðar, verðum við að standa okkur það vel að við séum viðurkenndir á íslandi." Hvert er þitt álit á ábyrgð fyrir- tækja eins og Isals þegar kemur að mengun? Er sú ábyrgð aðeins siðferðileg, eða er fyrirtækið hugsanlega fjárhaglega ábyrgt fyrir mengun sem það kann að valda? „Mér finnst ég persónulega vera ábyrgur fyrir allri mengun frá verksmiðjunni hyort sem er í jarðvegi, lofti eða vatni. Við erum ábyrgir fyrir allri mengun. Og við verðum að gefa skýr svör við sérhverri spurningu sem kann að koma upp í>essu varðandi. Ég sem forstjóri fsal hef áhuga á um- hverfismálum í heild á íslandi, það verður að vinna betur að því hér að vernda náttúruna og við höfum fullan vilja til og höfum þegar boðið samvinnu við aðila eins og Náttúruverndaráð, Land- vernd og Háskólann. Ef við get- um unnið að náttúruvernd, þó það sé ekki tengt ísal þá erum við fullir vilja til að gera það." En má ekki búast við, þegar fyrirtæki eins og ísal á í hlut, að þegar markmið eins og fram- leiðslumarkmið og markmið í mengunarmálum kunna að rekast á, þá verði þau markmið sem sett hafa verið í mengunarm- álum látin víkja? „Nei, það held ég ekki. Ég sé engar mótsetningar með þessum markmiðum, og tel að það séu engin vandamál við að sameina þau. Ég gerði úttekt á ástandinu hér og átti fundi með Alusuisse í nóvember og desember í Zúrich og þeir féllust samstundis á áætl- anir okkar. í þeim fólst fjársfe- sting í verksmiðjunni upp á 17 miljónir svissneskra franka og svo fjárfestingarnar vegna meng- unarvarna upp á 20 miljónir fra- nka. Þannig að hvort tveggja er hægt að gera." Ég lofa að þegar mengunarbúnaður hef ur verið settur upp, munum við ná £eim markmiðum sem við settum okkur 1975 Nú á Alusuisse hlut að arðsem- isathugun á nýju álveri í S t raums vík ásaint þremur öðrum fyrirtækjum. Hvar stendur það mál? „Arðsemiskönnuninni fer að ljúka, en íslendingar verða að gera upp hug sinn hvort þeir vilja nýtt álver eða ekki. Það eru tvö aðalatriði sem munu ráða áhuga þessara erlendu aðila á því að reisa hér verksmiðju; i fyrsta lagi raforkuverðið og í öðru lagi hvort hér verður friður á vinnumark- aði. Ef að hér verða verkföll á Framhald á síðu 18 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989 I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.