Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 13
IÞROTTIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Valdimar Grimsson er einn hinna sex leikmanna landsliðsins sem ekki lék í Seoul. Valdimar hefur leikið vel í vetur og sést hér skora gegn Gróttu. Mynd: ÞÓm. Mikið mæðir á landsíiðsmönnum íslenska handboltalandsliðið keppirí Eyrarsundsmótinu eftir helgina. Guðni Bergsson á skjánum á laugardag Islenska handboltalandsliðið fær ekki mikinn frið þessa dag- ana en eftir helgina heldur iiðið utan og tekur þátt í æfingannóti við Eyrarsund. Mótið hefst á þriðjudag, aðeins degi eftir sfð- asta leik 11. umferðar 1. deildar. LandsUðið leikur síðan þrjá leiki á jafn mörgum dögum í Dan- mörku og Svfþjóð þannig að Ijóst er að úrslitin í mótinu verða varla tekin mjög alvarlega. Eyrarsundsmótiö Auk íslands taka gestgjafarnir Danir og Svíar þátt í mótinu en fjórða þjóðin verður lið Búlgara sem leikur einmitt í sama riðli og ísland í væntanlegri B-keppni. ís- land leikur fyrst gegn Svíþjóð í Gautaborg, síðan gegn Dönum í Slagelse og loks gegn Búlgaríu í Helsingjaeyri við Eyrarsund, en mótið er einmitt kennt við sund- ið. Úrslitin í mótinu skipta í sjálfu sér ekki máli en allir leikirnir ættu að geta orðið jafnir og spenn- andi. Raunar er engin ástæða til að leika á fullum krafti í mótinu þar sem tveir andstæðinganna taka þátt í B-keppninni í febrúar. Það hlýtur að teljast eðlilegra að nota æfingarmót sem slík, þ.e. reyna ýmsa möguleika sem ekki leyfast í stórmótum áhættunnar vegna, án þess þó að leggja öll spilin á borðið gegn verðandi andstæðingum. Sex nýir menn Fimmtán leikmenn hafa verið valdir í þessa stuttu ferð en sex þeirra léku ekki á Ólympíuleik- unum í Seoul. Tveir okkar efni- legustu markvarða, þeir Hrafn Margeirsson og Leifur Dagfinns- son, hafa komið í stað Brynjars Kvarans og Guðmundar Hrafnkelssonar og leika í mark- inu ásamt Einari Þorvarðarsyni. Geir Sveinsson, Jakob Sigurðs- son og Karl Þráinsson gef a ekki kost á sér vegna náms og sem kunnugt er leikur Atli Hilmars- son ekkert með landsliðnu í vetur vegna meiðsla. Þeirra í stað leika nú þeir Birgir Sigurðsson, Vald- imar Grímsson, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson, og getur frammistaða þeirra í mótinu ráðið miklu um hverjir þeirra komast með til Frakklands. Guöni í beinni útsendingu Guðna Bergssyni gengur bara vel í sínum fyrstu leikjum með Tottenham. Er það mjög övenju- legt hve fljótur Guðni er að að- laga sig enskri knattspyrnu og lofar þessi góða byrjun hans svo sannarlega góðu. Það er í raun mesta furða að Guðni skuli ekki hafa farið fyrr út í atvinnu- mennsku því hann er án efa einn, okkar snjallasti knattspyrnumað- ur í dag. Guðni hlýtur að sjóast vel á skömmum tíma með Tottenham. Þetta fornfræga lið hefur nú á að skipa einu dýrasta knattspyrnu- liði Bretlandseyja og skartar ein- um umtalaðasta framkvæmda- stjóra Evrópu, Terry Venables. Hvernig sem litið er á málið virð- ist því sem Guðni hafi gert mjög góðan samning þegar hann ákvað að fara til Tottenham og það vit- um við að Tottenham verður ekki svikið af Guðna. Á laugardag verður leikur Tottenham og Bradford í ensku bikarkeppninni sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og fáum við þá væntanlega að berja Guðna augum í hvítu peysunni. Enda þótt hann leiki ekki sinni uppáhaldsstöðu (sweeper-libero) skal hann fá að standa sig því ís- lenskir knattspyrnuáhugamenn munu vafalaust sitja sem fastast við skjáinn. -þóm ÞAÐ ER ALVEG UOST HVERT KJÖRBÓKARÞREPIN LEIDA SPARIFJAREIGENDUR: í UPPHÆÐIR. UM ÁRAMÓTIN HÖFDU ÞREPIN SKILAÐ KJÖRBÓKAREIGENDUM TÆPLEGA 200 MILUÓNUM í AFTURVIRKUM VÖXTUM, - UMFRAM 8,57% RAUNÁVÖXTUN. Föstudagur 6. janúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SIÐA 13 Já, þeir vita hvað þeir eru að gera sem eiga peningana sína inni á Kjörbók. Þegar innstæða hefur legið óhreyfð í 16 mánuði bætast 1,4% vextir við fyrri ávöxtun og þeir eru greiddir 16 mánuði aftur í tímann. Sagan endurtekur sig svo við 24 mánaða markið en þá reiknast 0,6% vextir til viðbótar 2 ár aftur í tímann. Samt sem áður er innstæðan ávallt óbundin og úttekt hefur engin áhrif á ávöxtun þeirrar innstæðu sem eftir stendur. Raunávöxtun Kjörbókar var 8,57% á liðnu ári, 9,92% á 16 mánaða þrepinu og 10,49% á 24 mánaða þrepinu. Leggðu strax grunninn að gæfuríku ári og fáðu þér Kjörbók. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.