Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 21
Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum í leikriti Göran Tunström, Sjang og Eng, en á næstunni frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur verkið hér á landi. Á ég að gæta bróður míns? . Nýtt leikrit by ggt á ævi Síamstvíburanna frumsýrit hj á Leikfélagi Reykjavíkur Sjang og Eng, nýtt verk eftir sænska rithöf undinn Göran Tunström höfund Jólaóratórí- unnar, verðurfrumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í byrjun janúar. Leikritið fjallar um þá einu og sönnu Síamstvíbura, sem allirsamgrónirtvíburar eru kallaðir eftir, og byggt á ævi þeirra. Erfrumsýningin hérönnurfrumsýningverks- ins utan Stokkhólms, en þar gekk leikritiðfyrirfullu húsi fram á sumar f rá 11. desemb- er1987. Þeir Sjang og Eng voru af kín- verskum ættum, en fæddir í Síam (Burma) árið 1811. Þeir voru samvaxnir á brjóstinu á um 8 cm löngu þykkildi, og höfðu svigrúm til að ganga hlið við hlið, þð ann- ar þeirra væri eiginlega í fanginu á hinum. Þeir misstu föður sinn tíu ára, og voru sextán ára farnir að vinna fyrir sér sem bændur, en þá kom fjölleikahússtjórinn Hin- eas Barnum til sögunnar og fékk þá með sér til Bandaríkjanna, til að sýna sig á fjölleikahúsi sínu. Barnum sérhæfði sig í að sýna alls kyns mannleg viðundur, svo sem Tuma þumal og Þumalínu konu hans, Aumasta mann í heimi, Skeggjuðu konuna og fyrirbrigðin hálf kona og hálfur karlmaður. Þeir Sjang og Eng tróðu upp undir nafninu Skrímsl- ið (The Monster), og tóku þátt í 'sýningarferðum um allar jarðir, en fjölleikahús Barnums var víð- frægt og sýndi meðal annars við hirðir konunga í Evrópu. Búskapur og hjóna- band Rúmlega þrítugir voru bræð- urnir orðnir það efnaðir af sýn- Guðrún Gfsladóttir og Edda Björnsdóttir leika systurnar Söru og Adelaide, en þær giftust Síamstvíburunum. Saman áttu þau 21 barn. ingaferðalögum sínum að þeir gátu keypt búgarð í Norður Karólínu, þar sem þeir gerðust bændur og höfðu um 30 þræla sem þeir stjórnuðu með harðri hendi. Þeir ráku búgarðinn með mesta glæsibrag, reyndust vera dugandi bændur og hin mestu hörkutól, stunduðu meðal annars skógarhögg og tóbaksrækt, voru góðir tamningamenn og fundu upp ýmsar nýjungar. Til að mynda urðu þeir fyrstir manna til að vera tveir um að fella hvert tré, en hreyfingar þeirra voru mjög samhæfðar þó þeir væru ákaflega ólíkir. Annar var sam- viskusamur og nákvæmur, elsk- aði bókmenntir og las stöðugt Shakespeare og Alexander Pope, hinn kærulaus og drykkfelldur. í byrjun búskapartíðar sinnar giftust þeir, systrunum Söru og Adelaide Yeates, sem þá voru innan við tvítugt. Saman áttu þau alls 21 barn, og munu núlifandi afkomendur þeirra vera rúmlega þúsund. Þau bjuggu öll í sama húsi fyrstu árin, en svo varð of þröngt um þau, það kom upp misklíð vegna barnauppeldis og drykkjuskapar, svo Sjang og Eng skiptu jörðinni og byggðu annað hús. Slökkt til skiptis Eftir það voru þeir til skiptis á búgörðunum, þrjá daga í senn á hvorum stað. Hafði sá sem fylgdi ekkert til málanna að leggja, „slökkti á sér" og fylgdi hinum eins og skuggi og virtist ekki vita af því sem fram fór í kringum hann. Samkvæmt heimildum um Sjang og Eng og aðra síamství- bura var þetta meðvitundarleysi þeirra sjálfsvörn, aðferð til að Sjang og Eng. Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson fara með hlutverk þeirra. vita ekkert af til dæmis kynlífi hins. Eftir þrælastríðið fór að halla undan fæti fyrir Sjang og Eng, eins og fyrir fleiri bændum. Þeir voru orðnir aldraðir, vantaði mannskap á búgarðinn, og þar að auki var reglusami bróðirinn allt að því farinn að hata þann drykk- fellda, sem varð honum stöðugt þyngri byrði. Þeir létust með tveggja klukkustunda millibili 63 ára að aldri, og er talið að sá sem dó á eftir hafi dáið úr hræðslu. Auk þess að fjalla um viðburð- aríka ævi Sjangs og Engs, er í leikritinu velt upp spurningunni eilífu: Á ég að gæta bróður míns? Og voru þeir Sjang og Eng svo óskaplega skrítnir? Var það ekki samtíð þeirra og umhverfi sem var svo undarlegt að vilja endi- lega líta á þá sem skrímsli? Þórarinn Eldjárn þýddi leikrit- ið, leikstjóri er Lárus Ýmir Ósk- arsson og leikmynd og búninga gerir ungur Svisslendingur, Marcus Deggeller að nafni. Sig- urður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson leika Sjang og Eng, Sigrún Edda Björnsdóttir og Guðrún Gísladóttir þær Söru og Adelaide. LG Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.