Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 29
MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Af misjöfnum vinnuhraða í haust skrifaði Sjón fjórar greinar í Þjóðviljann um það að skrifa fjórar greinar í Þjóðvilj- ann. Núna er mér hins vegar skapi næst að skrifa vikupistil um þá ómanneskjulegu kröfu að þurfa að skila slíkum pistli í fyrstu viku ársins. Fram að þessu hef ég oftast þurft að gera upp á milli fleiri upplagðra greinarefna, en núna finn ég ekkert efni þess virði að ég skrifi um það og þið lesið það. Það hefur enginn áhuga á pólitík eða samfélagsgagnrýni svona í svartasta skammdeginu (hver hefur til dæmis nennt að setja sig inn í fjárlögin?), og ég ætla ekki að íþyngja lesendum mínum með enn einni jólahug- leiðingunni - hver er í skapi til að lesa slíkt þegar jólin eru búin? Mér verður reyndar hugsað til Guðna Guðmundssonar rektors MR, og þess eina skiptis í fjög- urra ára samvistum okkar sem við urðum sammála. Það var þeg- ar Guðni lýsti þeirri skoðun sinni að skólinn ætti að vera lokaður allan janúarmánuð, þann mánuð ættu menn ekki að gera annað en að liggja uppi í rúmi og lesa skemmtilegar bækur. Þegar Guðni sat einn mánudagsmorgun á níunda tímanum, á meðan úti brakaði í jörðinni undan frosti og myrkri, og útlistaði þessa kenn- ingu fyrir okkur frá kennarapúlt- inu, fann ég eitt andartak streyma bæði mannkærleika og djúpa speki úr óvæntri átt. Það hefur annars gengið brösu- glega að aðlaga tímaskyn og verklag íslendinga að kröfum hins kapítalíska samfélags. Það gekk víðast hvar ágætlega úti í Evrópu, þar sem vinnandi alþýða hafði alist upp við sífellu land- búnaðarframleiðslunnar í ótal mannsaldra. Það gegndi svolítið öðru máli með íslensku veiði- mennina sem höfðu vanist því að vinna í einni djöfuls törn þá sjald- an sem fiskigengd og gæftir fóru saman eða heyskapur og þurrk- ur. Ég gleymi aldrei þegar þeir Ólafur Ragnar og Þorbjörn Broddason sendu mig vestur á firði með spurningalista og ég spurði gamlan skútukarl, hvaða tómstundir hann hefði átt á árun- um 1915-20. Gamla manninn setti deyrrauðan af æsingi og milli þess sem hann barðist við að ná andanum, stamði hann því upp úr sér samtvinnað blótsyrðum að á þeim árum hefði ekki verið neinar andskotans tómstundir. Nokkrum síðum aftar í spurning- alistanum kom í Ijós að karlinn hafði að meðaltali stundað sjóinn í 6 - 7 mánuði á ári á þessum tíma og þegar ég spurði hann hvað hann hefði gert hina mánuðina, svaraði hann: Ég slæptist um göt- urnar. Það tekur margar kynslóðir að breyta úr fornum ryþma og yfir í jafna vinnuviku með jöfnum af- köstum árið um kring. Hnatt- staða íslands gerir þessa breytingu ekki auðveldari. Ég vann eitt sinn nokkur sumur hjá verktakafyrirtæki, þar sem lítill starfsmannakjami vann allt árið. Þessir karlar létu sér ekki nægja að vinna 80 tíma vinnuviku allt sumarið, heldur hleyptu þeir sér stundum í rosastuð og djöfluðu því af í einni samfelldri törn, sem með venjulegu vinnulagi hefði tekið heila vinnuviku. Þeir sögðu hins vegar að á veturna sætu þeir lengst af inni í kaffiskúr og létu sér nægja að pjakka lítillega í frosna jörðina rétt fyrir mat og aftur áður en þeir fóru heim. Á milli jóla og nýjárs áttu þeir frí en fengu vitaskuld launaumslag með uppgjöri fyrir 40 stundir. Þetta fyrirtæki hefur dafnað jafnt og þétt og í huga mínum hefur vel- gengni þess alltaf verið tengd lagni forsvarsmanna þess að gera málamiðlun milli kapítalískrar launavinnu og þess vinnuryþma sem má teljast eðlilegur hér norður í Ballarhafi. Vandamál vinnuryþmans er þó ekki bara spurning um vana og veðurfar, heldur er hér líka á ferð . ósamræmi milli hagkerfis og mannlegra þarfa. Grundvöllur kapítalískrar launavinnu hefur alltaf verið sá að alþýða manna selur afnot af vinnuafli sínu í til- tekinn tíma; það hefur alltaf ver- ið kappsmál atvinnurekenda a.m.k. í iðnrekstri, að skipu- leggja þennan tíma þannig að af- köstin séu jöfn. Vélasamstæður eru ekki bara stilltar á jafnan og samfelldan vinnuhraða vegna þess að þannig vélar eru auðveld- astar í gerð, heldur ráða líka sjón- armið yfirstjórnar og eftirlits. Mannlegar þarfir vinnuaflsins eru hins vegar ekki þannig innréttaðar. Fólk er almennt þannig gert að það þarf að hvfla sig, en með mislöngu millibili. Á alla einstaklinga leita aðrar hugs- anir og þarfir en þær sem snerta vinnuna, einnig á miðjum vinnu- degi. Stundum er kapp í mönnum og stundum slen, en í kapítalísk- um vinnuferlum er sjaldnast gert ráð fyrir þess háttar sveiflum heldur stöðugum og jöfnum af- köstum. Vitanlega hafa vinnurann- sóknir afhjúpað þessar mótsagnir fyrir löngu, og reynt er að koma til móts við þær með mörgum hætti. Á færiböndum fær hver starfsmaður nokkurt svigrúm og getur til dæmis flýtt sér í tíu mín- útur og unnið sér þannig inn pásu í tvær, rétt nóg til að kveikja í sígarettu. Víða hefur verið tekinn upp sveigjanlegur vinnutími, þannig að starfskrafturinn getur dregið það að mæta í vinnuna ef hann er illa upplagður, eða hann getur unnið frameftir þegar hann er í stuði og aflað sér þannig auka frídaga. Akkorðskerfi fela stund- um í sér aðlögun og afkastagetu starfskraftsins, þó að yfirleitt beri meira á afkastahvetjandi þáttum þess. Kapítalisminn hefur vissulega ýmsa möguleika til að aðlaga sig að þörfum vinnandi fólks, en það breytir ekki þeirri staðreynd að grundvallarlögmál hans eiga ekk- ert skylt við slíkar þarfir. Skipu- lag kapítalískrar launavinnu og mannlegar þarfir leita hvort í sína áttina, þótt stundum sé hægt að gera málamiðlanir þar á milli. Almennar málamiðlanir á þessu sviði eru þó vandfundnar. Til dæmis vilja sumir nota skammdegið til þess að vinna sem mest og eiga þess í stað frí á sumrin, en aðrir vilja laga vinn- una að orkubúskap líkama og sál- ar, minnka vinnu að vetrarlagi en auka hana á sumrin. Ég er fyrir mitt leyti enn á sömu skoðun og Guðni Guðmundsson og tel að menn eigi að hafa sem minnstar skyldur við umheiminn í svartasta skammdeginu. En Þjóðviljinn er eins og hvert ann- að kapítalískt fyrirtæki og gefur út helgarblað allar helgar ársins jafnt. Á þriðjudagsmorguninn lá ég uppi í sófa og rökræddi í huga mér við ímyndaðan fulltrúa Þjóð- viljans um nauðsyn þess að skrifa pistil í hverri viku, á meðan ég beið eftir því að sólin kæmi upp. Svo fór að lokum að þessi varn- arræða letinnar varð að fyrsta pistli mínum á þessu ári. Betra en við eigum að venjast Afþreyingarmyndir geta líka verið góðar Midnight Run (Tímahrak), sýnd í Laugarásbíói. Bandarísk, árgerð 1988. Leikstjóri og framleiðandi: Martin Brest. Handrit: George Gallo. Kvikmyndatökustjóri: Donald Thor- in. Tónlist: Danny Elfman. Aðalhlut- verk: Robert DeNiro, Charles Gro- din, Yaphet Kotto, John Ashton, Dennis Farina, Joe Pantoliano. Árið 1979 vakti ungur kvik- myndaleikstjóri athygli á sér með myndinni Going in Style sem var, að mig minnir, sýnd hér á landi í verðandi danshúsi er kallaðist Nýja Bíó. Til frekari upprifjunar má minna á að myndin sú fjallaði um þrjá ellilífeyrisþega, frábær- lega leikna af George Burns, Art Carney og Lee Strasberg, sem krydduðu innantómt líf sitt með að ræna banka. Hinn 28 ára gamli leikstjóri hlaut lof fyrir og fimm árum síðar gerði hann eina af vin- sælli kvikmyndum seinni ára, Be- verly Hills Cop. Enn líða fimm ár og Martin Brest sendir frá sér eina skemmtimyndina enn, Midnight Run sem sýnd er í Laugarásbíói. Og það má segja það sama um þessa mynd sem hinar fyrri að Brest tekst ætlunarverk sitt, að skemmta áhorfendum samfleytt í tæpar tvær klukkustundir. Robert DeNiro leikur Jack Walsh, fyrrverandi lögreglu (hljómar þetta kunnuglega?), sem farið hefur út í eigin atvinnu- rekstur við að hafa uppi á glæpa- mönnum. Hann er gerður út af örkinni til að finna mann kallað- ann Hertogann (Charles Grodin) og tekst það auðveldlega. En að koma honum frá New York til Los Angeles er allt annað mál og öllu erfiðara. Glæpaklíkan sem Hertoginn vann fyrir vill ráða hann af dögum en FBI vill ná honum heilum á húfi svo hann geti borið vitni gegn mafíósun- um. Hefst þannig hin mesta bar- átta þriggja ólíkra sjónarmiða um gervöll Bandaríkin og ekki má gleyma kollega Walsh með hinu skemmtilega nafni Dorfler, sem ætlar sér að stela Hertoganum og hirða fundarlaunin. Alls ekki frumlegur sögu- þráður enda varla meiningin með gerð myndarinnar. En blandan á milli spennu og gríns er vel sett saman, að ógleymdum skemmti- legri leik en við eigum að venjast í afþreyingarmyndum af þessu tagi. DeNiro slær ekki á feilnótu frekar en endranær, en það er Grodin sem stelur senunni með ísmeygilega lúmskum húmor sín- um. Þetta er reyndar fyrsta aðal- hlutverk DeNiros í nokkurn tíma og einnig fyrsta jarðbundna nú- tímahlutverk hans í enn lengri Charles Grodin og Robert De- Niroeru handjárnaðirsundurog saman meira og minna allt Tíma- hrakiðíLaugarásbíói. Aðrir kostir tíma og virðist hann kunna vel við sig í rullunni. . En Martin Brest kann greini- lega að búa til góða afþreyingu. Hann virðist þekkja sín takmörk, sem er meira en hægt er að segja um flesta kollega hans vestra, og hafnaði Brest m.a. að taka þátt í framhaldi Beverly Hills Cop enda þótt þar væri um örugga söluvöru að ræða. Enda varð út- koman frekar slök framhalds- mynd og ekki nema hálfdrætt- ingur Tímahraksins sem DeNiro og Grodin lenda í. Af öðrum kostum sem kvik- myndahúsin bjóða upp á um þessar mundir er ekki hægt annað en að mæla eindregið með norr- ænu gullmolunum Mit liv som en hund í Laugarásbíói og Babettes Gæstebud í Regnboganum. í Regnboganum má einnig finna hina skemmtilegu Bagdad Café, Barfly er þama enn, auk jap- önsku myndarinnar Hachi, tón- leikamyndar U2, hrylling Rom- eros Monkey Shines og hasar- myndina Red Heat, en Laugarás- bíó sýnir ennþá f skugga hrafnsins auk Tímahraksins. Bíóborgin sýnir nýjustu ævint- ýramyndina úr smiðju George Lucas og kallast hún Willow. Die Hard og The Unbearable Lightn- ess of Being em enn sýndar í Bíó- borginni en sú síðarnefnda má ekki fara framhjá kvikmynda- unnendum. í Bíóhöllinni fer Kalli kanína fremstur í flokki en þar er einnig boðið upp á Mo- ving, Swiching Channels, Buster, Big Business og Big. í Háskóla- bíói er jólasagan Scrooged og í Stjömubíói getum við séð Mac and Me og Short Circuit 2. Þorfiniuir Ómarsson ------------H— Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.