Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? FJOLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Glasnost í fjölmiölunum Fyrir nokkrum árum sá ég um erlend fréttaskrif í þessu blaði. Þá barst á hverjum degi bunki af blöðum sem gengu undir sam- heitinu „rússapóstur". Þar voru komin málgögn ríkjandi flokka í Sovétríkjunum og nærsveitum; koma þeirra leifar frá þeim tím- um þegar vinskapur var meiri _ milli íslands og austursins. Flest voru þessi blöð á tungu innfæddra og fóru yfirleitt beina leið í ruslafötuna, utan hvað Árni Bergmann fór með eina og eina Prövdu heim til Lenu sinnar. Sum þessara blaða voru hins vegar á ensku og man ég einkum eftir tveimur sem hétu New Tim- es og Moscow News. Fyrir kom að ég blaðaði í þessum ritum þeg- ar skortur á skárra lesefni var hvað tilfinnanlegastur. Efni þeirra var í mjög föstum skorðum, einhvem veginn á þessa leið: Ureinar um dýrðarinnar ástand í löndum hins sanna sósí- alisma þar sem voru tíunduð stór- fengleg afrek í vísindum eða framleiðslu. Viðtöl við afreks- menn í íþróttum og þjóðlega postulínsmálara. Myndafrásagn- ir af fögrum stöðum eða sér- kennilegu dýralífi. Og svo var dá- góður hluti hvers blaðs helgaður fréttum af eymdinni sem ríkti í hinum hamingjusnauðu ríkjum kapítalismans. Sagðar voru átakanlegar sögur af miskunnar- lausri kynþáttastefnu valdhafa í Washington og ekki var ástandið mikið skárra meðal hinnar hvítu alþýðu: stundum gat maður hald- ið að hún væri svo til öll í föstu fæði í súpueldhúsum fyrir atvinnulausa. En svo kom Gorbatsjov og boðaði glasnost og perestrojku. Sögur fóru að berast um mikla hláku í sovésku mannlífi. Og núna um daginn rakst ég á nýleg tölublöð af New Times og Mosc- ow News. Ja hérna, þvílík breyting. í þessum blöðum fer nú fram miklu líflegri umræða en mig hafði órað fyrir. Glasnost á hverri síðu og greinilegt að so- véskir taka lýðræðisþróunina mjög alvarlega, já miklu bókstaf- legar en maður á að venjast í okk- ar heimshluta. Nú eru birtar greinar um ástand mála á Vesturlöndum sém gætu verið úr hvaða blaði sem er hér vestra. Eina undantekningin sem ég rakst á var grein um Af- ganistan þótt tónninn í henni væri mjög breyttur frá því sem áður var. Á tímum Brésnevs ríkti há- vær þögn um Afganistan. Forvitnilegast var þó að sjá greinarnar um innanlandsmál í Sovétríkjunum. í Moscow News rakst ég á frásögn af heimsókn blaðamanns frá bandaríska stór- blaðinu New York Times í vinnu- búðir fyrir „sérstaklega hættu- lega glæpamenn" nærri borginni Perm í Uralfjöllum. Þar lýsti so- véskur blaðamaður því sem sá bandaríski varð vitni að, við- tölum hans við fanga og verði þeirra sem voru mjög hissa á heimsókninni. Þetta var svo bor- ið saman við það sem sagt var frá í New York Times. Þar kom fram að sovéski blaðamaðurinn greindi ítarlegar frá klögumálum fanganna en sá bandaríski. f New Times má lesa greinar um ástand mála á ýmsum sviðum sovésks þjóðlífs. Þar sá ég til Gallerí List, nýjar myndir og ker- amik, 10-18virka, 10.30-14 laugard. Gal er í Sál, T ryggvagötu 18, sýn- ing Tryggva Gunnars Hans- ens, 17-21 daglega. Listasafn Einars Jónssonar, lokað íjan. Höggmyndagarður- inn opinn daglega 11-17. Listasafn íslands, lokaðtil 15.1. Skrifstofa og kortasala 8-16 virka. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnesi, 50 verk Sig- urjóns, 14-18 um helgar. Tekið á móti hópum e. samkomul. Mokka v/Skólavörðustíg, Ríkey Inglmundardóttir sýnir um óákv. tíma. Saf n Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, þjóðsagna- og ævintýramyndir Asgríms til fe- brúarloka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- og laugard. 13.10-16. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnað- ur Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð til 27.1. mánu- til fimmtud. 9.15-16, föstud. 9.15-18. Tunglið, Sissú (Sigþrúður Páls- dóttir) sýnir myndlist frá þessu ári f ram yfir hátíðar. Norrænn þríæringur í veflist hefst laugard. Kjarvalsstöðum, 81 verk e. 64 listamenn þaraf 4 ísl. Opiðdagl. 11-18, Iýkur22.1. Meðal þess sem glasnost hefur leyst úr læðingi eru myndir af berum stelpum eins og sóst á ungverska ritinu Reform. dæmis grein eftir ‘mann sem gagnrýndi sovéskt skólakerfi fyrir að kenna börnum að ljúga og hélt því fram að víða væri hægt að kaupa sér leið í gegnum skóla- kerfið. í annarri grein var ráðist harkalega á þá sem vildu taka upp gæðaeftirlit með þeim list- munum sem væru á boðstólum á útimörkuðum í Moskvu. Verst þótti honum þó sú tillaga að fela skattheimtumönnum eftirlitið og dró tillöguflytjendur sundur og saman í háði. í New Times er dálkur sem kalla mætti „Fólk í fréttum“. Þar fór mest fyrir bræðrunum Roy og Zhores Medvedév, sem um langt árabil voru bannfærðir af yfír- völdum, og svo þekktum rokk- stjörnum, að sjálfsögðu sovésk- um. Það eru þvf greinilega runnir upp nýir tímar í sovéskri fjölmiðl- un. Að vísu hef ég ekki enn kom- ist yfir sovésk blöð með myndum af berum stelpum en að sögn Newsweek er nú gefið út feyki- vinsælt rit í Ungverjalandi þar sem slíkar myndir eru innan um fréttir úr poppheiminum og ábúðarmiklar útlistanir á stöðu umhverfismála. Þetta blað kenn- ir sig við umbætur. Og svo eru þeir hættir að trufla Voice of America... Mahler á morgun Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytur 6. sinfóníu Gustavs Mahiers í Háskóla- bíói á morgun, laugardag, kl. 14.30, og verður ekki um sveitina sagt að hún ráðist þar á garðinn sem hann er lægstur. Stjórnandi er Paul Zukovsky, en myndina tók Jim Smart á æfingu í Hagaskóla fyrr í vikunni. Djass í Norræna húsinu. Verke. Tómas R. Einarsson leikin af Tómasi, Birgi Baldurssyni, Ás- geiri Steingrímssyni, Eyþóri Gunnarssyni, Sigurði Flosasyni, Össuri Geirssyni. Laugard. 16. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar, 6. sinf. Mahlers undirstj. PaulZukofskys laugard. 14.30 í Háskólabíói. Gerðuberg. Gunnar Guð- björnsson syngursænsk, ís- lensk og f rönsk lög og Ijóðaf lokka e. Beethoven og Schumann, Jónas Ingimundarson leikur undir. Mánud. 20.30. Vor íTunglinu. Þrettándagleði í Tunglinu, djass í kjallara og diskó á eina rauða dansgólfi landsins. í kvöld. LEIKLIST Fjalia-Eyvindurog kona hans, Þjóðleikhúsið Id. 20.00. NB! Ævintýri Hoffmanns falla niðurföd. og sud, miðahafartali viðÞjlh.fyrirfimmtud. 12. Koss kóngulóarkonunnar í Al- þýðuleikhúsinu, kjallara Hlað- varpans laugard. 20.30. Sýning- umferfækkandi. Sveitasinfónían í Iðnó föd., Id., sd. 20.30. Maraþondansinn í Broadway föd.,ld. 20.30. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri Ég kem nú til með að lesa eitthvað mér til skemmtunar um helgina, og eins á ég von á að ég verði eitthvað að bauka heima hjá mér. Svo er vel líklegt að ég skreppi á einhverjar opnanir um helgina, til dæmis á opnun vefjarlistasýningarinnar í Norræna húsinu, en hún hefst núna á laugardaginn. HITT OG ÞETTA Kvikmyndasýningar MÍR sunnud. 16.00, Ballettmyndin Spartakus frá 1975, Bolshoj- ballettinn dansar. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ laugard. frá 13.30, danskennsla 17.30-20.30. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spil og tafl f rá 14, dansað f rá 20.00. Opið hús í Tónabæ mán- ud. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. iHananú 10.00 frá Digranes- Laugarda Lagt af stai vegi 12. Ferðafélagið. Bessastaðanes kl. 13sunnnud. Brottförfrá Umfmst., austanmegin, verð 300. Infernó í Nýlistasafninu. Frum- sýning Gerningaþjónustu Inferno 5 föstudagskvöld, næstu sýn. laugard., sunnud. Þorri, Ómar, EinarMelaxo.fi. IÞROTTIR Handbolti,1.d.karla: Breiðablik-Valursd. 15.15 Digran., Víkingur-KA sd. 20.00 Ldhöll, Grótta-ÍBV sd. 20.00 Digran., FH-Stjarnan 20.15 Strandg., KR-Fram md. 20.15 Ldhöll. Handbolti, 1.d. kvenna: Valur- Stjarnansd. 13.30 Valsh., ÍBV- Haukarsd. 20.00, Fram-Víkingur sd. 21.15Ldhöll. Handbolti, 2.d. karla: ÍBK-ÍR Id. 14.00, ÍH-Selfoss sd. 19.00. MYNDLIST FÍM-salurinn, Garðastræti 6, samsýning, oft skipt um, 12-18 virka, 14-18helgar. TÓNLIST 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.