Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 27
KYNLIF "~~r vp JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Frelsun í viðhorfum fil kynlífs Ég minnist þess þegar ég fór fyrst af stað með kvennanám- skeiðin 1987. Sumar af konunum sem hringdu spurðu varfærnis- lega hvað væri átt við með „heimaverkefnum"? Þá gaf ég þau svör að kynlífið lærist ekki af bókinni einni saman og að helm- ingur námskeiðsins byggðist á upplifun og reynslu af heimaæ- fingum. Það fannst þeim skljan- legt og einnig létti sumum við að heyra að þær þyrftu ekki að ber- hátta sig á sjálfu námskeiðinu en sumum hafði dottið sá möguleiki í hug. Mér datt þetta svona í hug því nýlega fékk ég bréf frá Betty Dodson sem er sú sjóaðasta í kvennanámskeiðsbransanum í Bandaríkjunum. Hún hefur boð- ið uppá námskeið fyrir konur f um fimmtán ára skeið og fyrir nokkrum árum byrjaði hún einn- ig með sérstök karlanámskeið. Þúsundir kvenna og karla hafa tekið þátt í námskeiðunum og lýsa allir yfir að hafa „frelsast" í viðhorfum sínum til kynlífs. Betty er einnig hörkufær lista- kona og hefur m.a. sýnt erótískar teikingar á einkasýningum sín- um. í Adams og Evu klæöum Betty er einstaklega opin í við- horfum sínum til kynferðismála og þá sérstaklega sjálfsfróunar en það má segja að það hafi verið hennar „sérsvið" í gegnum tíð- ina. Hún segir að þegar við látum af þeim hugsunarhætti að það sé til aðeins ein rétt leið til að njóta sín kynferðislega þá munum við fyrst upplif a allsnægtir hvað varð- ar ástir og fulnægingar. Þessi eina rétta leið felst í okkar niðurbældu félagsmótun sem segir að við þurfum að finna hinn eina rétta elskhuga og fá fullnægingu í hvert skipti í gegnum samfarir. Body- sex námskeiðin eru einstök að því leyti að þátttakendur eru í adam og evuklæðum einum saman og beinlínis eru í „verklegu" námi á námskeiðinu. Aðaláherslan er á að kynnast möguleikum eigins líkama og er Betty, sem er orðin nær sextug, með ýmiskonar sýni- kennslu í því sambandi. Kvenn- anámskeið mín sem mörgum hef- ur þótt vera krassandi fölna við hlið hennar námskeiða! Þó er eini munurinn sá, að í staðinn fyrir að gera heimaæf ingarnar heima gera þátttakendur hjá Betty æfingarn- ar á námskeiðinu sjálfu. Konurn- ar sem ætla á kvennanámskeiðið hjá mér í febrúar nk. þurfa engu að kvíða - ég ætla ekki að taka upp Betty aðferðirnar á því námskeiði þó ég viti ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Innanhúsarkitektúr í munúöarstíl í bréfinu lýsti hún yfir áhuga á að koma til Islands og halda eitt eða fleiri af sínum frægu „Body- sex" námskeiðum. „Have vibrat- or, will travel" er hennar mottó! Til að halda námskeið hér heima segist hún þurfa hlýtt herbergi - nógu stórt svo allir geti lagst nið- ur, stereogræjur, tengla fyrir titrarana og gott næði. Og ef ég þekki hana Betty rétt þá eru hennar titrarar ekkert drasl held- ur Rolls Royce titrarar! Best væri náttúrlega að Betty bara flytti íbúðina sína hingað en hún hefur innréttað hana í munúðarstíl - rautt pluss á veggjum og gólfi, stórir og þægilegir púðar út um allt og speglar í loftinu. í lok bréfsins óskar hún mér svo velgengni og ánægjulegra fullnæginga á nýja árinu.Tslensk- ur almenningur, Bibbur á Brá- vallagötum og Sigmundar Dag- blaðanna íengju þá fyrst eitthvað almennilegt að smjatta á kæmi Betty í heimsókn. Hennar starfs- aðferðir yrðu svo sannarlega prófsteinn á fordóma og raun- verulegt víðsýni í viðhorfum til kynferðismáia á íslandi. Glæsileg taflmennska Kasparovs á ólympíumótinu Þótt Garrí Kasparov stæði einn uppi sem sigurvegari á heimsbik- armótinu í Reykjavík var tafl- mennska hans ekki nándar nærri eins góð og búast hefði mátt við. Sigurinn gat hann fyrst og fremst þakkað vel heppnuðum enda- spretti og því að í síðustu umferð vann Boris Spasskí sína einu skák í mótinu gegn Alexander Beljav- skí sem hafði verið í fararbroddi svo til allt mótið. Á Ólympíumót- inu í Saloniki virtist Kasparov staðráðinn í því að sýna hvað virkilega í honum býr og árangur hans var óneitanlega glæsilegur. Hann hlaut 8Vz vinning úr 10 skákum og árangur hans reiknast uppá 2877 Elo-stig. Hann hefði sennilega bætt við sig 10 Elostig- um en hafði tekið þá ákvörðun að láta ekki reikna árangur sinn. Anatoly Karpov sem tefldi á 2. borði fyrir Sovétmenn fékk 8 vinninga af 10 mögulegum sem er árangur uppá 2800 Elo-stig, og þriðja besta árangrinum náði La- jos Portisch, hlaut IVi vinning úr 10 skákum sem er árangur uppá 2766 Elo-stig. Portisch var for- sjálli en hinir tveir því hann lét reikna sinn árangur og hafði þar sérstöðu meðal fremstu stór- meistara heims. Kasparov tefldi margar gullfal- legar skákir í Saloniki og það er erfitt að velja eina skák fram yfir aðra. Sigrar hans með svörtu yfir Ljúbojevic, Gheorghiu og Torre voru árangur kraftmikillar tafl- mennsku. Með hvítu náði hann fullu húsi vinninga og fórnar- lömbin voru Short, Seirawan, Georgiev og Barbero. Aðeins gegn Dananum Curt Hansen lenti hann í taphættu en fann glæsilega björgunarleið: wm Wm \ I ál BA Hansen - Kasparov Hvítur er manni yfir fyrir peð og Kasparov var í heiftarlegu tímahraki. Hér er einfaldast að leika 36. Kg2, - Hb5 og - Bc4. Svartur fær alls ekki uppskipti á hrókum í þeirri stöðu, og eftir að hann lendir í óvirkri vörn eru möguleikar hans til að verja stöðuna engir. Eins og stundum vill verða þá var Hansen að flýta sér og reyndi að fella heimsmeist- arann á tíma... 36. h4+??-Kh6 37. Hb5-f6! (Hér rann upp fyrir Hansen ljós. Hann hugðist leika 38. Bc4 en eftir 38. .. Hxb5! Bxb5 g5! blasir jafnteflið við; h8 - reiturinn er ekki á áhrifasvæði biskupsins en svo er skákgyðjan duttlungafull að þó hvítur sé peði og manni yfir verður niðurstaðan jafntefli t.d. 40. hxg5+ fxg5 41. Be2 g4! og síðan 42. .. h4! með jafnteflis- stöðu.) 38. Kg2-g5 39. hxg5+-Kxg5 40. Kh3-He5 - Hvítur sleppur ekki úr þessari einkennilegu „leppun" og því bauð Curt jafntefli. Kasparov var í betra formi SKÁK ;^^r^^,. HELGI ÓLAFSSON gegn Ljubojevic í eftirfarandi skák. Júgóslövum hefur gengið illa á síðustu Ólympíumótum. Innan sveitarinnar logaði allt í innbyrðis togstreitu og eftir mótið lentu þeir í ritdeilum í júg- óslavnesku pressunni, Borislav Ivkov liðsstjóri og Marjaniovic einn sveitarmeðlima og voru ó- trúlegustu ásakanir hafðar í frammi. Kannski var baráttuviljinn ekki til staðar hjá Ljubo þennan dag. Byrjunarteflmennska hans er tilviljunarkennd og svartur nær þægilegri stöðu. Ljubojevic er þó ekki af baki dottinn og er alltaf hársbreidd frá því að jafna taflið. Athyglisvert er þó hversu erfið staða hans er eftir 32 leiki, 32. .. Kh6 og endataflið tapast vegna þess að hann má ekki leika 47. Rxa5, því frá a5 sleppur ridd- arinn ekki: Ljubojevic - Kasparov Kóngsindversk vörn 1. c4-g6 27. Dxc2-Rc5 2. Rc3-Bg7 28. b4-Rxe4 3. g3-d6 29. Dxe4-h5 4. d4-c5 30. a3-g5 5. Be3-cxd4 31. Rd4-a6 6. Bxd4-Rf6 32. Re6+-Kh6 7. Rd5-Rbd7 33. Kg2-Bg6 8. RÍ3-0-0 34. De3-Df5 9. Bg2-e5 35. Dd4-De4+ 10. Bc3-Rxd5 36. Kgl-Dxd4 11. cxd5-Rc5 37. Rxd4-Be4 12. 0-0-Bd7 38. f3-gxf3 13. Rd2-Hc8 39. exO-Bbl 14. Hcl-f5 40. Kf2-Kg6 15. Rc4-Bb5 41. b5-Ba2 16. Ra3-Be8 42. bxa6-bxa6 17. Dd2-Hf7 43. Rc6- Kf5 18. Bb4-Hfc7 44. Rb4-Bc4 19. Hcl-Ra6 45. Ke3-a5 20. Bc3-e4 46. Rc6-Bxd5 21. Bxg7-Kxg7 47. Rd4+-Ke5 22. Hfcl-BH 48. Re2-Bf7 23. g4-fxg4 49. Rgl-Bc4 24. Bxe4-Df6 50. Rh3-Kf5 25. Rb5-Hxc2 51. Rf2-d5 26. Hxc2-Hxc2 - og hvítur gafst upp. Viðureignar stórveldanna var beðið með nokkurri eftirvænt- ingu.Á tveim síðustu Ólympíu- inótum hafa Bandaríkjamenn unnið 2^:lVi. í Dubai sigraði Seirawan Kasparov. Heims- meistarinn náði fram hefndum að þessu sinni og Sovétmenn unu 2Vr.lVz. Skák 1. borðs mannanna fylgir hér. Seirawan má vera full- sæmdur af taflmennsku sinni því hann varðist frábærlega vel í erf- iðri stöðu. Mannsfórn Kaspar- ovs, 20. Bd5! setti allt í bál og brand en Seirawan hefði átt að halda sínu að eigin sögn. í miklu tímahraki lcyfði hann allskyns kúnstir og varð að leggja niður vopnin: Kasparov - Seirawan Móttekið drottningarbragð 1. d4-d5 2. RÍ3-c5 3. c4-dxc4 4. Rc3-cxd4 5. Dxd4-Dxd4 6. Rxd4-Bd7 7. Rdb5-Ra6 8. e4-Rf6 9. Í3-Bxb5 10. Rxb5-e5 11. Be3-Bb4+ 12. Kf2-Ke7 13. Bxc4-Hhc8 14. Hacl-Bc5 15. Hhdl-Bxe3+ 16. Kxe3-Re8 17. Bb3-Hxcl 18. Hxcl-f6 19. a3-Rd6 20. Bd5-Bxb5 21. Bxb7-Rbc7 22. Bxa8-Rxa8 23. Hc8-Rb6 24. Hg8-Kf7 25. Hh8-Rc5 26. Hb8-Ke7 27. b4-Rc4+ 28. Ke2-Rd7 29. Hg8-g5 30. a4-a5 31. bxa5-Rxa5 32. Ha8-Rc6 33. a5-Kd6 34. g3-h5 35. h4-gxh4 36. gxh4-Rc5 37. a6-Kc7 38. a7-Rb7 - og Seiran gafst upp um leið vegna 39. Hc8+ og 40. a8(D)+. Skákþing Reykjavíkur heffst á sunnudaginn Skákþing Reykjavfkur hefst næstkomandi sunnudag, 8. janú- ar og verður teflt í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46. í aðalkeppninni sem hefst sunnudaginn kl. 14 munu kepp- endur tefla saman í einum flokki 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku á sunnudögum kl. 14 og miðvikudaga og föstudaga kl. 19.30. Biðskákadagar verða inn á milli. Aðalkeppninni lýkur væntanlega 1. febrúar. Keppni í unglingaflokki, 14 ára og yngri, hefst svo laugardaginn 14. janúar kl. 14. Þar verða tefld- ar níu umferðir eftir Monrad kerfi, 40 mínútur á skák. Tefldar verða þrjár umferðir hvern laug- ardag. (Úr fréttatilkynningu) Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.